Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 16
Þung spor MYNDIN er tekin í þorp- inu San Quirico á Spáni, þegar fióðin miklu gengu þar yfir. FÍjót öll flæddu yfir bakka sína og ollu gif- urlegu tjóni. í þessu þorpi tók af 15 hús á árbakkanum. ViS sólarupprás daginn eftir skelfingarnóttina fóru for- eldrarnir að róta í rústun- um, en börnin gengu vask- lega fram við björgunarstarf- ið. Og á eigin herðum báru þau sjö félaga sína, sem aldr ei framar eiga með þeim leiffi í skólann. Lionsklúbbur á Patreksfiröi Patreksfirði í gær. Lionsklúbbur var stofnaður tneð hátíðleika á Patreksfirði á láugardaginn. Hilmar Foss, um- dæmisstjóri frá Reykjavík var mættur á samkomunni og Lions- félagar úr klúbbunum í Bolungar vlk og á ísafirði. Iionsklúbburinn í Bolungarvuk færði Lionsklúbbnum á Patreks- -firði að gjöf fánaborg með fán- Framh. á 15. síðu Hrákfarir íramsóknar- komma á stúdentafundi MIHMMMMtMMUMIWMMMf Aljþýðuflokksfólk! SPILAKVÖLDIN VINSÆLU ERU ÍAÐ HEFJAST SPILAKVÖLD Alþýðu • flokksfélaganna í Rcykjavík hefjast á þessum vetri, n.k. föstudagskvöld í Iðnó kl. 8. 30. Spilað verður um ágæt kvöldverðlaun. Skorað er á >llt Aljþýðuflokksfólk að sæltja vmsælu spilakvald | vel — frá upphafi. ► ALMENNUM stúdentafundi, j Iands og -sú hætta, sem því staf- ar af ólýðræðislegum stjórnmála- stefnum. A sem haldinn var í liátiðasal Há- skóla íslands í gærkvöldi, var kos- ið í hátíðanefnd fyrir 1. desem- ber og ennfremur var kosin rit- nefnd fyrir stúdentablaðið, sem út kemur þann dag. Það vakti mikla athygli á fund- inum liversu lítið fylgi kommún- istar, framsóknarmenn og þjóð- varnarmenn reyndust hafa. í kosn ingunni til hátíðanefndar fengu þeir til samans aðeins 80 atkvæði, en listi borinn fram af Stúdenta- félagi jafnaðarmanna og fleiri fékk 62 atkvæði. Þrír listar komu fram á fund- inum með framboðum í hvora nefnd. Listi borinn fram af Vöku, Félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, og viidu sluðningsmenn hans að 1. desember og stúdentablaðið yrðu helguð efninu: Sjálfstæði ís- Kommúnistar, Framsóknarmenn og Þjóðvarnarmenn báru fram lista saman og vildu þeir, að dagur og blað yrði helgað efninu: Sjálf- stæði íslands og ríkiasamsteypur framtíðarinnar. Efnahagsbanda lagið). Stúdentafélág Jafnað. rmanna og fleiri báru íram lista og sluddu, að 1. desemo": og 3*i:dentablaðið yrði helgað ef.-iinu: Sjélfstæði ís lands og menntun einstpklingsin.s Mæltust þa.r til þess að 1. dts ember yrði í ár sýnd sú virði’jg, að dagurinn yrði hafinn yfir póil- tískt dægurþras. Úrslit kosninganna urðu þau að Vökumenn fengu þrjá menn kjörna í hátíðanefnd með 122 atkv. Framh. á 5. síðu 43. árg. - ÞriSjudagur 9. október 1962 - 222. tbl. TILLAGAN UM LAUNASTIGANN SAMÞYKKT Þing BSRB, sem hófst á fóslu- dag héit áfram um helgina og búizt við að þingstörfum lyki seint í gærkveldi eða nótt. Á sunnudag lagffi launa- og kjaramálanefnd þingsins fram á- lyktunartillögu, þar sem lýst var ánægju með störf kjararáðs BSRIJ og kom það einnig fram í tillög- unni, að tillagan um hinn nýja launastiga væri hæfut’ grundvöllur að samningum við hið opinbera. Þessi tillaga var rædd á suunu- dag, en ekki vannst þá tími til að Ijúka mnræðum, svo þær héldu áfram í gær, þegar þingið hófstí að nýju. Allmiiklar umræður voru um þessa tillögu á sunnudaginr.. Al- mennt virtist ríkja ánægia með launastigann nýja, og kom næst- um engin gagnrýni fram á honum. Nokkuð var rætt um flokkunina í stigann og fleiri möguleika á út- reikningum launastiga, en þann, sem þarna hafði verið notaður. Margir tóku til máls í umræðunum um launastigann, og vöru flestir fylgjandi tillögum kjararáðs. Ræðumenn létu þess getið flestir að málin yrðu að leysast þannig, að tryggt væri að opinberir starts- menn þyrftu ekki að v'.nna auka- vinnu til að sjá fyrir sér og sínum Fyrir þinginu lá auk iyrrnefndr- ar tillögu afgreiðsla lagabreyiing ar, afgreiðsla fjárhagsáætlunar og stjórnarkjör. Um kvöldmatarleytið í gæi- kvöldi hafði tillagan um nýja láunastigann verið samþykkt, án þess að nokkrar breytingar hefðu verið gerðar á launastiganum. Búizt var við að þir.gið stæði töluvert fram eftir nóttu. Þessi mynd er tekin af nokkrum Lýst eftir brezkum pilti BREZKUR piltur, 20 ára gamall, Georg Drake að nafni til heimilis að Álfheimum 21, fór að heiman frá sér um hádegi 1. þ.m. án Þess að gera ráð fyrir fjarveru. Til hans hefur ekkert spurzt síð an. Georg Drakc talar sæmí lega íslenzku. Hanu er lítill vexti og var klæddur grá leitum jakkafötuni i hvílri skyrtu. Þeir, sem hafa orðið varir við hann eftir 1. þ.:n. eru beðnir að gera rannsóknar lögreglunni aðvart. MWWWWWWWWWW REYKJAFOSS í ÁREKSTRI ER Reykjafoss Eimskipafélags íslands, var á siglingu um Fviel- skurðinn milli kiukkan 6-7 í fyrra kvöld, lenti hann í árekstri við danskt skip. Skemmdir urðu tölu verðar á báðum skipunum, en Reykjafoss fékk að halda ferð sinni áfram. Reykjafoss var á leið fiá Kaup- mannahöfn til Hamborgar, en þar átti hann að losa ýmsar útflutu- ingsvörur. Það var danska skipið sem árekstrinum olli, en það sigldi á síðu Reykjafoss. Nokkrar plötur dælduðust, en ekki kom gat. Fulltrúar Loyd’s — tryggingar félagsins í Hamborg gáfu Reykja- fossi leyfi tU að haida áfram,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.