Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 8
<1 <J 0 Viðtal við AðaÍbjörgu Sigurðardótl EITT af því skemmtilegra, sem reykvísk æska leggur fyrir sig. er að fara að sjá kvikmyndir, sem henni eru bannaðar. Sakamála- myndir og nektarmyndir eru þar ofarlega á lista. Þannig er með allt, sem er bannað, það er eftir- sóknarverðara en annað. Kýr éta moð úr stöllum sínum, ef það er sett á afvikinn stað, og börnin fara frekar að sjá kvikmyndir, ef þær eru bannaðar. En þessi blið máls- ins hefur verið rædd hér ýtarlega áður í blaðinu, — að eftirlit með því að kvikmyndahúsin framfylgi aldurstakmörkunum sé ekki fuli- { nægjandi. Því þótti mér ágætt, þegar rit- stjórinn kallaði á mig og sagði: Talaðu við hana Aðaibjörgu Sig- urðardóttur um kvikmyndaeftir- litið. — — Já, ég hef haft eftirlit með kvikmyndum síðan 1934 með vara- manni, og nú upp á síðkastlð hef- ur Guðjón Guðjónsson, verið minn varamaður, segir Aðalbjörg smávaxin, nokkuð við aldur en kvik, — og hann hefur skoðað fyrir mig myndir í Laugarássbíói og Kópavogsbíói, og svo þegar ég hef brugðið mér frá, — ég hef farið allra minna ferða fyrir þessu! — Allt það sem við skoðum og dæmum gildir út um allt land, en við skiptum okkur ekkert af þeim myndum, sem koma beint til ann- ! .arra staða en höfuðborgarinnar, barnavemdarnefndir viðkomandi viðkomandi staða verða þar um að dæma, hvort myndin er hæf til sýnis unglingum. Mitt starf er aðeins fólgið í því, að greina hvað unglingar megi sjá og hvað þeir mega ekki sjá. Við höfum ekki leyfi til þess að banna að kvikmyndir séu sýndar, þó að við getum lagzt gegn því. Til dæm- is er nú verið að sýna mynd í einu kvikmyndahúsi, Tónabíói, sem ég hefði alls ekki leyft að unglingum að sjá, ef ég hefði mátt ráða. En ruddanum banni ræður aðeins lögreglustjóri, — og svo stjómarvöld, ef út í það fer. Ég hef stundum beint þeim fyrir mælum til yfirvalda, að láta banna þær myndir, sem mér finnst ó- hæfar til sýninga, •— en einhvern veginn hefur verið daufheyrzt við bænum mínum. — Hvað er það í myndinni í Tónabíói, sem þú telur gera hana óhæfa til sýnis unglingum? Aðalbjörg er ákveðin og réttir út hendina orðum síntun til frek- ari áherzlu: — Hún heitir: Aðgangur bannað- ur, — og er bæði ljót og vitlaus, kynæði í henni og brjálæðingar, sem drepa hvom annan. Þessa mynd vil ég láta banna, enda var hún bönnuð sumsstaðar í Banda- ríkjunum. Ben Húr er góð mynd, en ég lét banna hana innan 12 ára, vegna, þess að bömin hafa ekki gott af því, að sjá þá holdsveiku í mynd- inni eða þegar einn þar er fótum troðinn. En hvað segirðu um myndirnar- Eigum við að elskast, og grísku myndina, Aldrei á sunnudögum? — Aldrei á sunnudögum, er mynd, sem ég lét banna og hef mikið á móti. Mórall þeirrar mynd- ar er ógeðslegur og boðskapur hennar siðspillandi. Þar er skækju lifnaðurinn gerður fallegur og eðlilegur og sá sem sigrar að lokum. — Allt annað en heppi- legur mórall. Svo er það: Eigum við að elsk- ast, mynd sem gengið hefur í Nýja Bíói í rúman mánuð. Hún er bönnuð börnum innan 14 ára, og ég hef mikið á móti þeirri mynd. Hún er falleg, en boð- skapur hennar er í hæsta máta ó- hollur fyrir unglinga. Boðskapur hennar er sá, að það sé allt í lagi fyrir ungt fólk að vera saman áður en það giftist, allt í lagi að snertast líkamlega geti ana Leg slík myi Mit haf sjá orð af t frel serr þau þau ska böli ekk ar hva ára lau: Unga stúlkan í myndinni, er trú ing; lofuð ráðsettum og góðum manni, einí sem elskar hana en vill ekki snerta hana fyrr en þau eru gift. Hann vill varðveita hana sér heila og óskipta þangað til. En það er henni ekki nóg. Hún vill meira. Þess vegna kynnist hún hinum drengnum og fer að vera með honum. Sjónarmið fyrri unn- ustans, þess sem situr eftir með sárt enni, er alls ekki ósvipað því, sem gerðist hér fyrr á árum. Et karlmaður kynntist, hefðarmeyju hafði hann ekki mök við hana fyrr en eftir að þau voru gift, hann mat hana það mikils. Þetta minnir mig á konuna, sem sagði við unnustann, þegar hann var að leita eftir einhverju hjá henni: Svona, — ekkert svínarí fyrr en við erum gift. En svo var stundum með mann- ! inn, sem var heitbundinn hefðar- jmeynni, að hann lagðist með al- | múgakonunni, þangað til hann gift ist henni. Líkamlegt samband var þannig álitið eitthvað lægra, með- an það var utan hjónabandsins. Er það þitt álit, að karl og kor.a eigi ekki að hafa mök saman fyrr en þau eru gengin í hjónaband? — Nei, alls ekki, svo fornaldar- leg er ég ekki. En hitt er annað mál, að ég álít að kynmök án nokk urs annars sambands þurfi ekki að prédika fyrir unglingum nú t.il dags, eins og þessi mynd í Nýja Bíói gerir, — þau læra það nógu snemma fyrir því. Þess vegna bannaði ég hana innan 14 ára, að- eins vegna þessa ,,tema“ hennar — Aðalbjörg, — ert þú á móti drykkju í kvikmyndum? — Já, ég er á móti myndum, þar sem drykkjuskapur er í hávegum hafður, á móti þessum „villtu geymum" unglinganna. Yfirleitt banna ég þær myndir innan 14 ára aldurs. — En álítur þú ekki, að myndir, sem sýna forfallna drykkjusjúkl- sen ur bör ófri in ald' ekk veg nau hry sen er sen á anr Þæ baii ein kor fýsi haf sín Þai 'á n S 9. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.