Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmmidsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. fi uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. Rrentsmiöja Alþyðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 65 00 á mónuði. I lausa^ölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurini). — Fram- kvœmdastjóri: Ásgeir Jóliannesson. : NOVOTSJERKASK FRÉTTIR utan úr heimi segja svo frá, að nýlega hafi komið til stórfelldra óeirða í bænum Novot- sj.órkask, skammt frá Rostov í Sovétríkjunum. Stóðu óeirðir þessar í sambandi við miklar hækk- anir á verði matvöru, og skort á matvælum, og segja sumar heimildir, að hundruð manna hafi fall ið. Mikið af þeirri samúð og þeim skilningi, sem rússneska byltingin hefur notið, byggðist á sínum tíma á fregnum um það, að hermenn keisarans skutu á sveltandi alþýðu landsins. Nú virðast her- menn kommúnistastjórnarinnar hafa fengið sama hlutverk: að skjóta á alþýðufólk, sem gerði upp- þot vegna skorts á matvælum og hækkandi verðs á því litla, sem fæst. Vitað er, að þrátt fyrir kjamorkusprengjur og géimför hafa kommúnistaríkin aldrei getað komið matvælaframleiðslu sinni í viðunandi horf. Hafa allar tilraunir til að knýja bændur til að sætta sig við kommúnistískt landbúnaðarskipulag leitt til upplausnar og ónógrar framleiðslu, þannig að mat vælaskortur hefur ávallt verið á næsta leyti í Sovét ríkjunum. Pólverjar standa líka andpsænis slíkum skorti, en hafa hingað til bjargazt meðal annars rríeð því að fá matvæli frá Bandaríkjunum. Af þessum sökum getur fregnin um uppþotin í Novotsjerkask verið sönn, þótt ótrúleg kunni að virðast nú á dögum. Og enginn þarf að efast um, að „alþýðustjóm:n“ hefur verið reiðubúin að siga hermönnum sínum á alþýðuna, ekki síður en keis- arinn. TRAUSTUR FJÁRHAGUR FJÁRLÖG hafa verið lögð fram. Gera þau ráð fyrir verulegri hækkun, en blessunarlega án hærri skatta og gjalda. Stafar þetta af því, að með vax- andi framleiðslu og hækkandi verðlagi vaxa tekju stofnar ríkisins og það fær meira með óbreyttum t^xtum. ' Það er sjálfsagður hlutur, að fjárlög ríkisins hækki, þegar framleiðsla þjóðarbúsins eykst um 5% árlega og fólkinu fjölgar um 4-5 000. Jafnframt h ;fur verið mikil atvinna og liækkandi verðlag. V erða laun starfsmanna ríkisins, tryggingar og all u • borri útgjalda að fylgja með — og á ýmsum S' iðum kemur þessi velmegun fram í nýjum frám k /æmdum. STauðsynlegt er, að fjárlögin verði hallalaus — e ns og frumvarpið gerir ráð fyrir, og mætti jafn- v :1 safna nokkrum afgangi til erfiðari ára, meðan fi 11 atvinna er í landi og efnahagslíf í fullum gangi. 11 fjárlagafrumvarpið ber vott um traustan ríkis húg og blómlegt efnahagslíf í landinu. ★ Teak kassi. ★ Tveir hátalar. ★ 23“ Myndalampi af nýjustu grerð gefur skýrari mynd. ★ Tækin eru sérstaklega grerð fyrir 220 v 50 riða netspenni sem kemur í vegr fyrir titringr á myndinni. ★ Engar prentaðar rásir. ★ Tvöföld sjálfvirk styrkstilling gefur skarpari mynd við erifð skilyrði. FuHkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta Hagkvæmir greiðsluskilmálar Hafnarstræti 1 — Sími 20455. HANNES Á HORNINU ★ Foreldrar athugið! ★ Útivist barna. ★ Strangara eftirlit. ★ Enn um lýsingu í lestrar sal Landsbókasafnsins. ÞAÐ ER VERT fyrir foreldra og forráðamenn barná, að veita at- hygli, skrifum og tilkynningum um útivist barna. Það hefuv verið tilkynnt, að framvegis, verði á- kvæðum lögreglusamþykktarinnar fylgt stranglega, en í þessu efni hefur verið mikill misbrestur síð- ari ár. Það er sök forcldranna i langflestum tilfellum, en stundum — og fáum tilfellum þó, liefur að- staða foreldra verið erfið, þegar barn hefur flækzt frá heimili sínu. ÞAB VERÐUR að ætlast til þess, að mjög hart verðt tekið á því, þegar útivist bama eftir til- settan tíma á kvöldin, stafar af algerri vanrækslu foreldranna, en mýmörg d.æmi eru um hana eftir því, sem lögreglan heíúr sagt. Jafnvel kveður svo ramm'. að þessu, að foreldrarnir eru við drykkju, annað hvort heima eða aö heiman og láta börnin afskiftajaus jafnvel til miðnættis. Þegar um þetta er að ræða, ætti að sækja foreldrana til sakar og sýna enga linkind. „ANNAR GESTUR" skrifar á þessa leið af gefnu tilefni: „Á mið- vikudaginn birtir þú biéJ um lestrarsal Landsbókasafus og fleira. Nefndi bréfritavinn sig „Gest“. — Ég hef verið gestur í Landsbókasafninu næstum því dag lega um langt skeið, og ég verð að segja það, að ég get okki verið bréfritara sammála. Ég skifti mér ekki af því, sem hann segir um lóð Safnshússins og heldur ekki ýms atriði önnur í bréfinu, en mér finnst, að honum skjátlist hrapa- lega, þegar hann fordæmir lýsing- una í lestrarsalnum. ÉG HEF NOTIÐ hennar oft og mörgum sinnum. Mér hefur fund- ist hún mjög góð. Hún einangrar lesendur, ef svo má.segja, þannig. að manni finnst að maður áé út af fyrir sig, einn í sínu horni og það er mikið atriöi, þegar maður stundar fræði sín, jafnvel, þó að maður geri ekki annað en að lesa sér til skemmtunar. Mér þótti lýs- ingin — og lamparnir, gerð þeirra og allt fyrirkomulag, lýsa smekk- vísi og hyggju, þannig, að þeim, sem ákváðu að hafa lýsinguna eins og hún er, liefði verið það atriði fullkomlega ljóst, aö hún á að einangra þann, sem nýtur. BRÉFRITARINN minnist á það, að Ijósið kastist niður á bókina og endurkasti svo birtunni í augu les- anca. Þetta hef ég aldrei orðið var við, og fyrst ég lief ekki orðið var við það, þá getur það ekki hafa valdið mér neinum óþægindum heldur þvert á rr.óti. Hann segir að þetta sé slæmt þcgar um gljápappír sé að ræða. Það er nú svona að fæstar bækur eru prenlaðar á gljá pappír. Ég hef þó flett slikum bók um, og einnig fkrifað á gljáandi pappír — og ekki hefur ljósbrot frá pappirnuni sært mig i augum. ÉG GAT EKIU ORÐA bundist þegar ég las bréf Gests og vildi segja þér mína skoðun. Mér líður alltaf vel þegar ég er seztur í ræti mitt í lestrarsalnum, hvort sem er um hábjartan daginn eða eftir að ljósatími byrjar. Yfirleitt ljður manni þar vel. Er það okkt bezti dómurinn um það, hvernig búið er að gestunum. Það er hrein fá- sinna að halda því fram, að lýsingin sé þannig, að bókavörðum gangi illa að finna gesti, sem haf.u beðið um fyrirgreiðslu Aldrei hef ég orð ið var við neitt slíkt. — Sg vil að Framhald á 14. síðu. 2 12- október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.