Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 4
 AjLLT til þessa hefur áströlsk leikj'itun, verið okkur framandi og jví sannarlega fengur að leik- verki þaðan. Leikhússlíf og leik- ritun, stendur ekki á gömlum grunni í Ástralíu, en hin síðustu ár, hafa þar komið fram höfund- ar, sem eru athyglisverðir á lieimsmœlikvarða, og má þav fyrstan nefna Ray Lawler. Ray Lawler hefur verið alit í senn; leikhússtjóri, leikari <g höfundur og sameinar því sem bezt má verða þá undirstoðu, ssm lientar góðri leikritagerð. Hann gjörþekkir möguleika leikhússins og veit hvernig setja á á svið, svo vel fari. Auk þess virðist hann þekkja vel það efni, sejn hann fer höndum um og hann hefur n@mt auga fyrir drama engu ■síðui' en kómík. Þó að leikritið sé lpttvægt á köflum, missir Ray LaWler ekki af þræðinum og lokátakmarkið er alltaf í huga. Stölp sinrium virðist manni þó bregða fyrir þeirri áráttu, að segja sögu, án þess, að liún sé gerð nógu samrunninn hluti leiks ins og atriði finnast, sem vel hefði mátt sleppa, vegna heildar svips hans. Ég hef ekki séð leikritið á cnsku, en hef grun um það, að ýmskr þær setningar stmgi upp kollinum í því, sem ekki er ýkja auðvelt að snúa til góðs íslenzks máls. Ragnari Jóhannessyni, sem annars er vanur þýðingum, og hefur oft vel gert, er á ýmsum stöðum mislagðar hendur í þýð- ingu þessa verks, þó að í megin- máli sé hún vel unnin. Efni sitt sækir Lawler í al- þekkt fyrirbæri í þjóðlífi Ástra- líu. Yrkisefni hans eru mennirn ir, sem þræla á sykurreyrsekrun- um meira en helming ársins, cn taka sér frí hinn hlutann og skemmta sér þá, unz féð er upp- urið. Barney og Roo, þeir, sem hér um ræðir, hafa í sautján ár sótt heim sama húsið í orlolinu, þav sem tekið er mjúkiega á móti þeim af tveim stúlkum Sautj- ánda sumarið verður frábrugðið hinum. Önnur stúlkan er gift, en í stað hennar, er komin elckja, sem er orðin þreytt á einlífinu, en gerir þó harðar tiiraunir til að halda virðihgu sinni í sam- skiptum við karlmenn. Þessi fjögur mynda síðan kjarna leiks- ins. Leikurinn, sem hefst á kómík, getur ekki frá upphafi leynt því, að grunntónn hans er tragiskur og það er bæði styrkur hans og veikleiki. Mennirnir, sem koma að norð- an, eru að ytra útliti hinir sömu og fyrr, en „eitíhvað hefur brost- ið“ og áður en lýkur, kemur í ljós, hvað brostið hefur Stúlkan Olive, et sú eina, af upphaflega hópnum, sem er sú sama og fyrr, en einmitt það, er hennar liarm- leikur. Þegar Roo hefur að fuliu viður kennt ósigur sinn gegn örlögun- um og býður henni það, sem liann segir, „að komi sautján ár- um of seint,“ þá gerir hann sér engan veginn grein fyrir því, að það er allur sannleikurinn. Stúlk an Olive, er orðin of samgróin leiknum, svo veruleikinn getur aðeins orðið henni kvöl. Hún er ekki lengur fær um að horíast i augu við staðreyndirnar, veru- leikinn er orðinn óraunvera, leikurinn — lífið. Það er Barney einn, seoi held- ur heilskinna, þrátt fyrir ósigra sína, frá þessum leik. Hann gal- gopinn, er þrátt fyrir alir sjálf- um sér samkvæmur, ávallt reiðu búinn til að gera liið bezta úr öllu. Hann tínir upp hin'i brotna Roo, varlega og af vinátt 1, sem efalaust getur ein gerr aftur heilt, það sem unnt er. Olive getur enginn hjálpað, Hún hefur hengt sig í sinni eigin snöru og Pearl er aftur horfin til síns heima, inn í sinn mis- skilda virðuleika. Ung stúlka, Bubba, stendur yfir höfuðsvörðum þessa fólks. með þær skoðahír, sem ef til vill, hafa verið grunntónn fyrstu samskipta þess. Og gömul kona, sem veit sínu viti hverfur fram í eldhús. Orlofs tímanum er lokið og hún ein hefur skilið það, að að því hlaut að koma. Hér er skyggnzt glöggt i manu- leg vandamál, án þess, að nokkur tilraun sé gerð til prédikunar. Ray Lawler, stendur eftir for- vitnilegri en fyrr. Baldvin Halldórsson, leikstjóri, er einn okkar fáu, vönu manna í leikstjórn. Ég tel, að hann hafi að þessu sinni, komizt mjög nærri þeim kjarna málsins, sem gerir leik að lífi. Þó er ég ekki að fullu, sáttur við ýmsar stað- setningar hans, sem eiga það til að vera gínustaðsetningar en ekki lifandi fólks. Á ég þar við, er fólk er skyndiloga látið ,,frjósa“ á sviðinu, eins má rfiinn ast á þann leikræna máta, að Framhald á 13. síðu. Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem Olive ABalfundur FUJ í Rvík AÐALFUNDUR F. U. .1. í Reykjavík, var haldinn í Burst, félagrsheimili félagsins, 18. þ. m. Fráfarandi formaður, Eyj- ólfur Sigurðsson, flutti skýrslu yfir s-tarf félagsins á s. 1. starfs ári. Það kom fram í skýrslu frá- farandi formanns, að utarfsemi félagsins, hafði verið mjög blómleg á árinu. Hafðl verið haldið uppi mikilli starfsemi í Burst. Velta félagsins á árinu, var um 400 þús. kr. og sýnir það nokkuð, hversu mikil starf semin var. Mikil fjölgun félags manna hefur orðið í félaginu á s.l. starfsári. Umræður fóru fram um skýrslu formanns og gjaldkera og tóku m. a. þátt í þeim, Björgvin Guðmundsson form. 'SUJ og Sig. Guðm. rit- ari S. U. J. Þá var gengið til stjórnarkjörs. Hin nýja stjórn er þannig skipuð: Form., Jónas Ástráðsson; varaform., Jóhann Þorgeirsson; gjaldkeri, Örlygur Geirsson; ritari, Kristín Guðmundsdóttir; meðstjórnendur, Gunnlaugur Gíslason; Snær Hjartarson. Elfa Sigvaldadóttir; Gylfi Júl- íusson og Þorgrímur Guð- mundsson. Varastjórn: Loítur Steinbergsson, Eyiólí'- ur G. Sigurðsson, Krislmann Einarsson. Þá voru kosnir 22 aðalfull- trúar á 19. þing S. U. J„ sem haldið verður í Hafnarfirði um næstu lielgi. Á aðalfundinum, gengu í fé- lagið 40 nýir íélagar og ber það ljósan vott, um þann sókn- arhug, sem ríkjandi er meðal ungra jafnaðarmanna um land allt. Hin nýja stjórn hel'ur þeg- ar komið saman og kosið í hin- ar ýmsu nefndir, sem starfa á vegum félagsins. Um fyrirhugað vetrarstarf, er sagt frá, á öðrum stað á síðunni. Viðtal við Krist'mu Við hittum Kristínu Guð- mundsdóttur nú fyrir stuttu og röbbuðum við hana um hvað væri framundan í vetrarstarfi F. U. J. í Reykjavík. — Hvenær hefst starfið? — Strax að afloknu þingi S. U. J„ sem haldið verður um næstu hclgi, er reiknað með að starfið geti hafizt fyrir alvöru. Undanfarið hafa verið hsldn- ir stjórnarfundir og nefndar- fundir, og á þeim fundum, hef- ur m. a. verið mikið rætt um tilhögun á vetrarstarfinu. — Hafið þið nokkuð ákveðið ennþá? — Nei, en þetta cr allt saman í deiglunni ennþá, en þegar hefur borið á góma, að koma af stað stjórnmálanámskeiði með svipuðu sniði og í fyrra og var mjög vel heppnað. Einn- ig er fyrirhugað, að hafa splla- og tómstundakvöld einu sinni í viku í Burst. Þá hcfur einnig komið til tals, að koma á fót leshringjum og margt flei'ra er í deiglunni. — Á s. 1. ári starfaði í Burst Framh. á 13. síðu 4 12- október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.