Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 5
Alþýðuflokksfólk TILLÖGURNAR LIGGJA FRAMMI TILLÖGUR Hverfisstjóra Alþýðnflokksíélags Reykja- víkur um fulltrúa félagsins á 28. flokksþing Alþýðuflokks- ins, liggja frammi á skrif- stofu Alþýðuflokksins og gcta félagar gert viðbótartillögur. Grunnavíkur- féö eykur meðalþungann ísafirði í gær, Slátrun hjá Kaupfélagi ísa- fjarðar er ekki alveg lokið. JVIeð- alþungi dilka er enn sem komið er lægri en í fyrra, en eftir er að lóga fé úr Grunnavík, en þaðan er jafnan mjög vænt fé, og telur isláturhússtjórinn, að þegar því fé hefur verlð lógað, verði meðal- þunginn svipaður og í fyrra. í fyrra var meðalþungi dilka, sem slátrað var hjá Kaupfélagi ísafjarðar hér á ísafirði og í Slát- urfélaginu í Vatnsfirði við ísa- fjarðardjúp 15,35 kíló. Enn er með alþunginn í haust um hálfu kilói Iægri en í fyrra, en eftir er 'féð úr Grunnavík eins og fyrr segir. Áætlað er, að slátrað verði á Isafirði um 6500 fjár í haust og í Vatnsfirði um 2000 fjár. Þetta eru svipaðar tölur og frá síðasta hausti. Slátrun lýkur næstu daga. B. S. Bf.aðið vill bæta því við, að löngum hefur verið viðbrugðið hve fé er vænt úr Grunnavík. En þetta er síðasta haustið, sem það- an koma vænir dilkar. í haust flytj ast þær fjölskyldur burt, sem síð- astar byggja víkina, og hefur blaðið fyrr skýrt frá þeim fólks- flutningum á forsíðu; í vetur verður Grunnavík komin í eyði. dómi er ætlað að taka fyrir og dæma í málum, er alþingi höfðar gegn ráðherrum út af embættis- rekstri. þeirra. Frumvarpið um á- byrgð ráðherra er samið jafnhliða frv. um landsdóminn en rétt þótti að endurskoða einnig lög um á- byrgð ráðherra frá 1904. Frumvarpið um lögreglumenn er samið samkvæmt þingsályktun er gerð var á alþingi 1960. Er breytingin í því frá gildandi lög- um, að rýmkaðar eru reglur um heimild til logreglumannahalds með tilstyrk ríkissjóðs. Frumvarp- inu um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum er ætlað að koma í veg fyrir misnotkun á geislavirk um efnum. í fyrstu grein frv. seg ir: „Enginn má framleiða, flytja til landsins, selja eða láta ar geislavirk efni, hvort sem þau eru ómenguð, blöndum öðrum efnum eða byggð í tæki, né heldur tæiii, sem hæf eru til að framleiða jón- andi geisla (röngtengeisla, gamma geisla, betageisla, elektronugeisla, alfageisla, nevtrónugeisla og aðra efnisgeisla.) nema hann hafi feng ið til þess leyfi samkvæmt lögum þessum.“ BLADASKRIF hafa orðið um hinar nýju orrustuþotur; sem varnarliðið hefur fengið til að styrkja varnir landsins. Er frá því skýrt, að F-102 flugvélarn- ar geti borið eldflaugar með kjarnorkusprengjum, og geta lesendur rétt ímyndað sér, — hvernig Þjóðviljinn skrifar um það mál. Alþýðublaðið hefur aflað sér eftirfarandi upplýsinga : 1) Kjarnorkuvopn eru ekki staðsett í neinu landi At- lantshafsbandalagsins nema viðkomandi þjóð óski eftir Jjví. íslenzk yfirvöld hafa ekki óskað eftir kjarnorlcu- vopnum til íslands og varn- arliðið hefur ekki farið fram á slíkt. Á þessu hefur engin breyting orðið við komu hinna nýju orrustuflugvéla. 2) Sumar gerðir af F-102 eru gerðar fyrir eldflaugar, en ekki állar. Öll vopn þessara flugvéla miðast eingöngu við baráttij við aðrar flug- vélar í lofti. 3) F-102 eyðir miklu eldsneyti og hefur svo lítið flugþol, að hún gæti ekki gert árás á önnur lönd, þótt liún hefði kjarnorkuskeyti, sem hun ekki hefur hér á landi. — Þetta atriði er trygging fyr- ir því, að hér er um varn- arvopn að ræða og árásar- hætta af Keflavíkurvelli er engin. Niðurstaðan verður þessi : Hér hafa ekki verið og eru ekki nein kjarnorkuvopn. Eðli varn- arliðsins hefur I engu breytzt, þótt það hafi fengið fullkomn- ari orrustuþotur. Hér er ein- göngu viðbúnaður til varnar, en engin tæki til árása á aðra. Kvikmyndin. „79 af stöðinni" verður frumsýnd í kvöld í Austur- bæjar- og Háskólabíói, og eru þá liðnir réttir þrír mánuðir síðan kvikmyndatakan hófst. Kostnaður við myndina er nú orðinn rúmar tvær milljónir króna. Þegar hefur verið ákveðið að myndin verði sýnd í Danmörku, sýningarréttur verið seldur til Noregs, og líklega.verður hún sýnd í Ungverjalandi og Sví- þjóð. Hér á landi þyrfti um 50 þúsund manns að sjá kvikmyndina til að fé fengist fyrir stofnkostnaðinum. Nordisk Film lánaði helming kostn- aðarverðsins, en annað fe hefur vcr ið fengið með ýmsum lánum, en eini styrkurinn, sem fékkst til | kvikmyndarinnar var frá Mennta- málaráði. | Á fundi með blaðamönnum í gær, sagði Guðlaugur Róí.inkranz, formaður Edda Film, að fáum kvikmyndum hefði verið lokið á svo skömmum tíma. Þetta rýrir þó á engan hátt á gæði myndarinnar heldur haldi framleiðslukostnaði innan þeirra takmarka, sem í upp hafi voru sett. Hann sagði, að vegna hins mikla kostnaðar yrði að selja hvern að- göngumiða fyrir 65 krónur. Frið- finnur Ólafsson, sem er í stjórn Edda Filrn ásamt Ólafi Þorgríms- syni, sagði að mikil aðsókn hefði verið síðustu dagana um miða á frumsýninguna í Háskólabíói, en það verður sýning eingöngu íyrir boðsgesti. Aftur á móti verða (mið arnir seldir á sýninguna í Austur- l:æjarbíói. Kvikmyndaeftirlit ríkisins ásamt stjórn Edda Film, Indriða G. þor- steinssyni og fleirum sáu myndina í gær, og sagði Friðfinnur að mynd in væri góð, „enda væri hún hönn uð fyrir börn innan 12 ára“ Þá lét« þeir mjög vel yfir tónlistinni í myndinni, en Sigfús Halldórsson, tónskáld gerði sérstakt lag , við hana, sem nefnist „Vegir liggja til allra átta“. Jón Sigurðsson, bassa- leikari, útsetti alla tónlistina og mun það verk hafa tekizt einkar vel. Elly Viihjálms, syngur lag Sig fúsar í upphafi myndarinnar. í kvikmyndahúsunum, þar ser.t myndin verður sýnd, verður íil sölu hefti með nótum að )agi S>g- fúsar. Þá mun einnig koma út sér stök plata með laginu. Bók Indviða mun einnig koma út í þriðju út- gáfu og verður hún skreytt mynd- um úr kvikmyndinni. Indriði sagði í viðtalinu í gær. að bók sín hefði náð mikilli sölu i Ungverjalandi og hefðu þar selst 80 þúsund eintök. Þá hef-ur út- varpið þar fært söguna upp í leik form. Leikendur í „79 af stöðinni" eru alls 29, og nöfn aðalleikendanna svo kunn að óþarfi er að geta þeirra hér. Som/ð wti kaupið .i ísafirði í gær. Alþýðusamband Vestfjárffa og Vinnuveitendasamband V *st- fjarða hafa nýlega samið Jum kaup fyrir slægingu fisks í á- kvæðisvinnu. ) Kaupið verður framvegis sæm, hér segir : Fyrir þorsk, óflokkað- an línufisk, 108,00 kr. á smálest. Fyrir ýsu kr. 149,00 á smálestf eg fyrir Steinbít kr. 110 á smáf:st. 6% orlof er innifalið í kaup- inu. — B. S. í GÆR voru lögð fram á alþingi 7 stjcTn.^'frumvörp. Eru þar á meðal frumvarp um landsdóm, frumvarp um ráðherraábyrgð og frumv. til laga um Iögreglumenn. Auk þeirra eru þessi frumvörp: Frumvarp til laga um bráðabirgða breytingu og framlengingu laga, frumvarp um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geisla- virkum efnum eða geislatækjum. frv. til laga um heimild fyrir ríkis stjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæði í samningi milli ís- lands, Danmerkur, Finnlands, Nor- egs og Svíþjóðar um innlieimtu meðlaga og frv. um almannavarnir. Frumvarpið um landsdóm er samið af próf. Ólafi Jóhannessyni. Samþykkti alþingi 1960 þingsálykt un um endurskoðun laga frá 1905. Ólafi Jóhannessyni var falið að annast endurskoðunina. Lands- stjórnar frumvörp ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12- október 1962 ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.