Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 13
El EðRS Á Wl Framh. af 9. síðu um þó og viðurkennum í hjarfa voru að hið eilífa og stóra, kraftur og trú sé það sem vér óskum börnum vorum til handa um alla hluti fram, — eftir hverju erum vér að bíða? Vér sjálf og börn vor erum að hætta að þekkja guð. Og þó, þó er þjóðin trúhnoigð. Eru það annir, sem hindra oss, það Borney (Robert Arnfumsson) og Rool (Jon Sigurbjörnrson) BRUÐAN Framhald af 4. síða. flytja einstaklinga fram að sviðs- brún, til þess að segja einbvcria setningu — í þessu leikriti var bara engin sú setning sögð fram við sviðsbrún, að hún yrði ekki flatari við það. Aldin kempa, Nína Sveinsdótt- ir, á í þessu leikriti túlkun, sem er samboðin snillingi. Að vísu lief ég ekki fylgzt með Nínu á leikferli hennar, nema síðustu árin, en mér finnst vafasamt, að álíta, að hún liafi í anmn tírna betur gert. Hún er samgróin hlut verkinu, án þess að cfleika nokkru sinni. Það yl.;ar fannar- lega um hjartað, að sjá slíka túlkun. Guðbjörg ÞorbjarnardóMir. fær nú hvert stórhiutverkið á fætur öðru. Olive 1 Sautjándu brúðunni, verður að ýmsu leyti mjög minnisstæð í túlkun henn- ar, enda er það aðall Guðbjargar Þorbjarnardóttur sem leikkonu, að rísa hæst, er mest á reynir. Kæti Guðbjargar átti það til, að þessu sinni, að verða dálítið þvinguð og uppgerð og f Jmtöl þeirra Herdísar, engan veginn snurðulaus, en þegar á drama- tískan kraft hennar reyndi skorti ekkert á, í túlkun hennar og bón- orðið nýtti hún til fulls. Vinkona hennar, Pearl, varð á einhvern hátt ekki nógu svip- sterk persóna- í höndum Herdis- ar. Reyndar skal það viðurkennt, að hlutverkið er mesti vandræða- gripur og gefur stórkostlegt tæki íæri til ofleiks og útfiatnings i algjöran óskapnað. Það verður ekki sagt að Her- dís hafi gert lítið úr hlutverki sínu, til þess er hún oí vön og góð leikkona, en þar varð, held- ur ekki stórt í meðferð hennar. Róbert Arníinnsson er þrótt- mikill leikari og gæddur miklu innsæi í leik sínum. Harneý, vandræðagemsinn, varð eins og smjör í höndunum á honum, ísmeygilegur,' tungumjúkur og Viðtal við Kristínu Framhaid af 4 siðu. klúbbur á vegum Æskulýffsráðs, hefur Æskulýðsráð nokkuð fajr- ið fram á, að fá að hafa slíkt áfram? — Nei, ekki höfum við verið bcðin um, að lána Burst fyrir starfssemi Æskulýffsráðs. en það hefur komið til tals, að F. U. J. setji á stofn slíkan kiúbb, sem starfi síðan sjálf- stætt og hafi afnot af Burst, citt. til tvö kvöld i viku. Það hefur alltaf verið mikill áhugi fyrir því í F. U. J., að Burst sé notuð jafnt fyrir þá, sem vilja nema pólitísk fræði og hina, sem stunda vilja venju- lega tómstundaiðju, spila, tefla, vinna úr basti frímerkjasöfnun o. s. frv. — Svo að F. U. J. í Reykjavík starfar ekki eingöngu sem póli- tískur félagsskapur? — F. U. J. er og verður fyrst og fremst félagsskapur, sem berst í anda jafnaðarstefnunn- ar, en jafnframt er félagið op- ið öUum þeim, sem áhuga hafa fyrir, að starfa að ýmsum iiðr- um áhugamálum en pólitík, enda er ekki allt fengið mcð því, að allir vcrði stjórnmála- menn. Áður en við kvöddum Krist- ínu, bað hún okkur að geta þess, að allt ungt fólk, væri velkomið í Burst, til að taka þátt í þeirri margvislegu starf- semi, sem þar mun fara fram í vetur. drukkinn af ótrúlegum sannfær- ingarkrafti (þó hefði drykkjan ! mátt heyrast meira á mæli hans). Næst á eftir, eða ef til vill sam- hliða Nínu, átti hann beztu túlk- un kvöldsins. Jón Sigurbjömsson, félagi hans Roo, átti heldur ekki í nein- um teljandi erfiðleikum með sinn mann, en átti þó svipminni túlkun og á köflum þvingaðri (burtséð frá skapgerð Roo>) Jóni hættir lielzt til að ofleika svip- brigði, en nær þess á milli frum- stæðum krafti í túlkun sinni, sem gefur leik hans svip, er ekki verður hjá gengið. Hin klas- síska óperutúlkun á það til að gægjast fram í leik Jóns og setur sérstæðan blæ á hann. en er engan veginn alltaf til góðs. Tvö hlutverk eru enn ónefnd, Dowd (Gunnar Eyjólfsson) og Bubba (Brynja Benediktsdóttír). Hvorugt stór hlutverk. er gefa tilefni til átaka, að markí né stórrar umsagnar. Væntar.lega á Brynja eftir að koma skemmti- lega við sögu í Þjóðieikhúsinu (henni hefði varla annars verið valinn þar staður, svo ungri, fram yfir ýmsa ágæta leikara) en enn sýnir hún aðeins snotran leik. Hreyfingarnar mættu líka að ósekju verða tilgerðarminni. Gunnar er þaulvanur leikari, fer enda smekklega með hiut- verk sitt. Ekki verður svo frá þessari umsögn gengið, að gleyma megi atvikum, er settu blett á þessa sýningu. Það úði og grúði af missögnum og orðbrengli á frum sýningunni (hvað ekki var áber- andi á aðalæfingu). Það var lík- ast því, að leikaramir væru að reyna að þvinga fram hraða, sem þeir réðu ekki við. Má vera að taugaóstyrkur hafi valdið, og þetta leiða brengl hverfi, og færi betur. Þokkaleg leiktjöld eru bak- grunnur Sumars sautjándu brúð- unnar Xlögni Egiisson. BVSonty Framli. af 7. síðu hefur einnig verið varlega tekið í blöðum. Alexander sakar nokkra bandaríska hershöfðingja, sem hann nafngreinir, um að hafa sótzt um of eftir auðunnum sigrum og frægð. Mistökum Bandaríkjamanna á árunum 1941—1945 hefur verið kennt um niarga crfiðleika kalda stríðsins. Því hefur verið haldið fram, að Berlínardeilan eigi rót sína, að rekja, til þess, að Rrnse- velt, Bandaríkjaforseti, hafði bjarg fasta trú á Stalín í Jalta og að Eisenhower veigraði sér við því, að ná Berlín á sitt vald á undan Rússum 1945. í styrjöldinni var Alexsnrior marskálkur, yfirmaður Montgo- merys í Norður-Afríku. Ilann stjórnaði einnig herferðinni á Ítalíu. Einn kafli bókarinnar er helg- aður Montgomery. Þar segir m. a.: Ef kona Montgomerys, hefði verið á lífi, hefði hún getað gert hann ofurlitið mannlegri. Alexander, marskálkur, gefur í skyn, að Montgomery hafi, meir en nokkur annar, átt heiðurinn aí sigrinum í orrustunni við El-Ala mein. Montgomery hefur feng’ð þann vana, bætir Alexander við, að ferð ast um heiminn og valda stjóm- málalegum erfiðieikum Það er hlutverk, sem hann er óhæfur í. Freud Framhald-af 7 síðu. hinna lifandi einstaklinga hafa reynzt eiga sér stað bein hugsam- bönd og fer þá að verða skammt til þeirrar ályktunar dr. Helga Pjeturs, að draumur eins, sé ævin- lega að undirrót, vökulíf annars. Svo skammt er nú orðið til þeirr ar ályktunar, að auðnaðist fræði- mönnum, að gera sér nokkru betri grein fyrir raunveruleik draum anna en Freud gerði og aðrir sá'- fræðingar hafa gert til þessa þá mundi sú ályktun fara að þykja alveg óhjákvæmileg. Og nú ætla ég vegna tilefnisv sem Sigurjóri Björnsson gaf í erindi sínu, að minna á nokkuð sérstakt en áreið anlegt dæmi um hugsamband manna á milli, og segir al því í bókinni ÞÓNÝÁLL, grein sem heitir Fróðleg saga af svonefndum draug. En auk þess, að lesa um slíkt dæmi má í grein þessari sjá fram á, að þetta, sem talið var hugarburður Helga og honum var sérstaklega virt til geðbilunar, að halda fram, hefir ekki verið tóm ímyndun hans. Þorsteinn Jónsson. Úlfsstöffum. eiga vissulega margir annríkt í þessu landi, eða er þetta svona voðalega víðtækt sinnuleysi um hið eina nauðsynlega, eða fyrir- verðum vér oss fyrir trúartilfinn- ingu vora? Stundum liggur manna við að halda að svo sé, að menn séu orðnir alltof gáfaðir og upplýstir á þessu landi til þess að upplýsa eða fræða börn sín um guð og hans heilaga vilja, ég tala nú ekki um að leipa þau sér við hönd í guðs hús, það gæti verið brosað að þeim. En betra er að leiða barn sitt í heilagt hús en að gefa því gullúr í fermingargjöf þó gott sé. Betra er að sjá löggjafa og leið- toga þjóðarinnar leita hinnar æðstu vizku í helgidóminum en að þiggja fjárveitingu úr höndum þeirra, þótt liún geti vissulega komið sér vel. En gagnvart þeim hinum upplýstu og gáfuðu, ef ein- hverjir eru sem bera því við að þeir séu upp yfir það hafnir að hlýða á andlaust stagl í einhverj- um presti í einhverri kirkju, gagn- vart þeim skal leiðréttur örlaga- ríkur misskilningur í þessu sam- bandi. Það er hvorki prestnrinn né raeða hans, sem skiptir mestu i kirkjunni. Það er nálægð guffs á helgum stað og stund, það er guðs heilagi andi í orði hans og sakra- mentinu, það er lofgjörðin, og þakkargjörðin, og náðin, það er samfélagið við hinn heilaga í kyrrff og friffi, það er snertingin við kraft hans, það er að vera allir einum huga í bæninni. Það er þetta, sem enginn sér með augum líkamans og enginn heyrir, heldur finnur og lifir í andanum, það er það sem er aðalatriði hverrar guðsþjón- ustugjörðar. Það er guff, sem er ALLT. Það er hann, sem fyllir kirkjuna, þótt hún sé tóm. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 10 A. Sími 11043. W»;jjríf II Uiíin,: ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12- október 1962 XZ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.