Alþýðublaðið - 14.10.1962, Page 5
Læra börnin
nóg í skólunum?
INGÓLFS-CAFÉ \
Bingó í dag kl. 3 I
Meðal vinninga:
Eídhúsborð — Armbandsúr — Gounda-
pottur o. fl.
Borðpantanir í síma 12-826.
ÞEGAR stórveldin, Sovétríkin
og Bandaríkin, eru borin saman
til'að kanna útlit hvors um sig
í samkeppni um lífskjör þegn-
anna í framtíðinni, bera sumir
saman atómsprengjur þeirra,
sumir framleiðslu á hveiti og
sumir á stáli. En þeir hyggnustu
skoða aðrar tölur. Þeir kanna
hve marga kennara og hve marga
verkfræðinga hvor þjóðin um sig
útskrifar árlega,
Þetta siðasta er raunhæft mat.
Mannlífið er að verða svo marg-
breytilegt og störf við fram-
leiðslu, samgöngur og þjónustu
svo flókin, að með hverju ári
verður meiri menntun nauðsyn-
leg — ekki fyrir lítinn hóp emb-
ættismanna, sem sitja efst í
þjóðfélagsstiganum, heldur fyrir
allan fjöldann.
Vonir okkar íslendinga um að
standa okkur og halda þjóðfélagi
okkar í fremstu röð, hvað snert-
ir lífskjör og menningu, byggj-
ast á þessu sama, hve marga
kennara við útskrifum árlega og
hve vel okkur miðar í alhliða
menntun allrar alþýðu til hinna
margvíslegu starfa, svo og til fé-
lagslegs þroska og manndóms.
Áður fyrr voru þeir margir, sem
sögðu, að skólaseta æskunnar
væri alltof mikil. Unga fólkið
ætti að fara til vinnu og læra í
lífsins skóla. Nú vita menn, að
það er í flestum atvikum ekki
hægt að fara til vinnu, án þess
að læra fyrst. Þess vegna er hið
gamla íhaldsnöldur gegn skólun-
um að hverfa og menn spyrja
í staðinn: Læra bömin og ungl-
ingarnir nóg í skólunum?
Undanfarin ár hafa verið stöð-
ugar framfarir á sviði skólamála
og til þeirra varið miklum fjár-
hæðum. Samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi því, sem lagt hefur
Jón Kjartansson
sýsSiiinaðyr
ÞEGAR Alþingi kom saman, var
Jóns Kjartanssonar minnzt úr for-
setastól með eftirfarandi orðum:
Jón Kjartansson var fæddur 20
júlí, 1893 í Skál á Síðu. Foreldrar
hans, voru Kjartan bóndi þar Ól-
afssonar bónda og alþingismanns á
Höfðabrekku Pálssonar og kona
hans Oddný Runólfsdóttir bónda i
Holti á Síðu Jónssonar. Hann lauk
gagnfræðaprófi á Akureyri árið
1912, brautskráðist úr menntaskól
anum i Reykjavík 1915 og tók lög-
fræðipróf við Háskóla íslands
1919. Fulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík var hann 1919 —1923.
Síðan gerðist hann ritstjóri Morg-
unblaðsins og gegndi því starf : á
árunum 1924—1947. Jafnframt
var hann um langt skeið ritstjóri
ísafoldar og Varðar. Á miðju ári
1947 var hann skipaður sýslumað-
ur í Skaftafellssýslu og gegndi því
embætti til dánardags. Endurskoð-
andi Landsbanka íslands var hann
frá 1933 til æviloka.
Aðalstarf Jóns Kjartanssonar
Var annars vegar lögfræði og dóm-
arastörf, hins vegar blaðamennska,
Eem hann vann að á bezta skeiði
Etarfsævi sinnar. Við það starf
Bitt, hafði hann allmikil afskipti
af landsmálum og aflaði sér víð-
tækrar þekkingar á því sviði. í
héraðsdómsstörfum var hann
glöggur og reglusamur embættis-
maður og réttsýnn dómari. Á Al-
þingi átti hann sæti rúman áratug,
Var þingmaður Vestur-Skaftfell-
inga 1924—1927 og 1953—1959. Á
kjörtímabili því, sem nú stendur
yfir, hefur hann tekið sæti á
tveimur þingum sem varaþingmað-
ur. Sat hann á 12 þingum alls.
Jón Kjartansson var háttpruður
tnaður, stilltur vel og gætinn.
Störf hans á stjórnmálasviði í
ræðu og riti, auðkenndust af
háttprýði hans og ljúfmennsku,
þótt hann héldi jafnan fast á mál-
stað og hvikaði ekki frá stefnu
Jón Kjartansson.
sinni. Hann var vel látinn í blaða-
mannastétt, jafnt í hópi andstæð-
inga sem samherja. í sýslumanns-
störfum, naut hann sömu mann-
kosta og var vinsæll í héraði. Á
Alþingi tók hann að jafnaði ekki
mikinn þátt í umræðum, en var
tillögugóður í þeim málum, sem
honum voru hugleikin eða vörð-
uðu að einhverju leyti embættis-
störf hans. Hann var glaður og
reifur í mannfagnaði og hugþekk-
ur í viðkynningu. Á síðustu árum
ævi sinnar, átti hann við vanheilsu
að stríða, sem hann bar af karl-
mennsku og æðruleysi. Við fráfall
hans er á bak að sjá drengskapar-
manni vinsælum og vel látnum
verið fram á Alþingi, renna
11—12 af hverjum 100 krónum.
sem ríkiskassinn fær, til kennslu-
mála, og er þó liður upp á 8,3
milljónir til ýmissa skólabygg-
inga þar fyrir utan. Samtals virð
ist eiga að verja á næsta ári
50 ■milljónum króna til allra
skólabygginga af ríkisins fé, en
þar til viðbótar koma r.iiklar fjár
hæðir frá bæjum og sveitarfé-
lögum.
Allt er þetta mikið átak fyrir
fámenna þjóð — frá ríkinu um
8,500 krónur fyrir hverja fimm
manna fjölskyldu í landinu. En
er þetta nóg?
Þeirri spurningu er varla hægt
að svara játandi, meðan kennara-
skortur er svo alvarlegur, sem
raun ber vitni, og margsetja
verður í skólana, eins og gert er.
Við getum að visu seint gert
okkur von um að leysa þessi
mál endanlega, meðan þjóðinni
heldur áfram að fjölga, að ekki
sé talað um svo glæsilega frammi
stöðu í þeim efnum, sem fæðing-
artölur bera vott um ár eftir ár.
En vissulega þarf enn að auka
átakið, og verður að leggja- sér-
staka rækt við kennarastéttina.
Hún hefur verið stolt okkar til
þessa og þar verið á að skipa
mörgum ágætismönnum, en nú
verður kennaraskortur geigvæn-
legri með hverju ári. Þarf ekki
aðeins að hugsa um hina al-
mennu barna- og unglinga-
kennslu, heldur og hinar vax-
andi greinar sérmenntunar. Sem
dæmi má nefna, að ófullnægj-
andi kennsla í eðlis- og efnafræði
á frumstigi getur leitt til þess,
að nemendur dragast ekki inn í
þær greinar og þjóðin verður
ekki tilbúin að taka við marg-
víslegri tækni, sem byggist á
þessum vísindum.
Þegar rætt er um hækkun f jár-
laga, er rétt, að hafa mál eins
og þessi í huga, því mér væri for-
vitni á að sjá framan í þann
mann, sem vill draga saman segl-
in á þessu sviði. Hjá því verður
til dæmis ekki komizt, vegna
fjölgunar bamanna, að bæta við
27 barnakennurum og 29 gagn-
fræðaskólakennurum á þessu ári.
Fjölgar þessum kennurum á
tveggja ára fresti um álíka hóp
og allt starfslið allra ráðuneyt-
anna.
Við skulum vera róleg yfir
þessum kostnaði og þessari fjölg-
un. Um það verður ekki deilt,
að menntun æskunnar er arð-
vænlegasta fjárfesting hverrar
nútímaþjóðar.
★ BELGRAD: Ðrago Kunch, for-
mælandi Júgóslavnesku stjórnar-
innar, sagði á föstudag, að sambúð
USA og Júgóslavíu hefði versnað
tU muna vegna ákvörðunar banda-
ríska þjóðþingsins um að minnka
aðstoð USA við Júgóslavíu. Hann
kvað Júgóslava vænta þess, að
stjórn USA bætti hið mikla tjón,
sem sambúð ríkjanna hefði beðið.
IÐNÓ IÐNÓ
Dansað frá kl. 9-11,30 í kvöld
J. J. Quintett og Rúnar skemmta.
ingóBfs-Café
Gömlu dansamir í kvöld kl. 9
Dansstjóri Sigurður Runólfsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — sími 12826
S.V.D.K. Hraunprýði
fyrsti fundur vetrarins verður haldinn þriðjudaginn 16. októ
ber kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu.
Dagskrá:
Venjuleg fundarstörf. Skemmtiatriði: Bingó. Ferðasaga —
Frú Elinborg Magnúsdóttir.
Konur fjölmennið.
Stjórnin.
Varðberg
félag ungra áhugamanna um vestræna sam-
vinnu, heldur aðalfund sinn í Iðnó (uppi).
mánudaginn 15. október 1962 kl. 20.30.
Fundarefni:
í. Lantaka nýrra félaga.
2. Venjuleg aðalfundarstörf skv. félagslögum.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
|Auglýsingasíminn er 149 06
l
l
»
\
\
t
\
>
ALÞÝÐUBtAÐIÐ — 14. október 1962 5,