Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 9
I >p mönnum þeirra tekizt aS fala upp- lýsinga um starfsemi Aeroflot. — Brezkur talsmaður sagði nýlega: i Við höfum ekki hugmynd um tíðni flugslysa hjá Aeroflot, en við teljum það samt mjög öruggt flugfélag. Sovét og USA hafa samið um áætlunarflug milli landanna. Af USA hálfu er það Pan American sem sér um flugið. Ennþá hefur samningurinn ekki vérið staðfest- ur — sennilega vegna Berlínar- deilunnar. Það er USA, sem frestað hefur staðfestingunni. En Rússar hafa verið tilbúnir að hefja þessar flugferðir hvenær sem er. Ætlunin er, að Rússar noti hinar stóru TU 114, sem eru túrbo-þot- ur og geta rúmað 170 farþega. Þessar flugvélar fljúga nú reglu- lega milli Moskva og Havana á Kúbu. Bandaríkjamenn eiga eftir samningum að nota Boeing 707. andiskonum Tólf mánaða tukthús getur komið í stað sektarinnar, ef Gaul, sem virðist maður óvenju ágjarn, kýs það heldur. tENDIN GARÚTBÚNAÐUR. Nýlega heimsóttu tveir fulltrú- ar Pan Am. Moskvu-flugvöllinn. Hingað til hafa Bandaríkjamenn ekki viljað lenda á flugvellinum vegna lélegs útbúnaðar Rússa. Aldrei hafa þó orðið slys hjá hin- um Evrópsku flugfélögum sem fljúga til Moskva. Talsmenn BEA og Air France hafa upplýst að ný- lega hafi allur útbúnaður flug- vallarins verið endurnýjaður. — Völlurinn sé því í ágætu ásig- komulagi, þó ekki sé hann eins fullkominn og hinir stóru flugvell- ir í Vestur-Evrópu. ALLTAF BENZÍN TIL HEIMFERÐAR. Öli vestræn flugfélög, sem fljúga til Moskva hafa gefið flug- mönnum sínum skipun um að hafa alltaf nóg benzín til heim- ferðarinnar, ef þeir af einhverjum ástæðum ekki geta lent í Moskva, því 'það er eini flugvöllurinn fyrir austan tjald, sem hægt er að lenda á öryggis vegna. Hið opin- bera mál, sem talað er í flugturn- inum í Moskva er enskan, en samt eru alltaf einhverjir sem tala rússnesku um borð í flugvélunum — ef eitthvað skyld* bera út af. þeir græða lítið. Hin vestrænu flugfélög, sem fljúga til Moskva græða ekki mik- ið á þessu flugi. Ástæðan fyrir þvi, að þau halda samt áfram að fljúga, er sú, að það hefur aug- lýsingagildi. Á vetuma eru vél- arnar yfirleitt tómar eða því sem næst á þessari flugleið. En Rúss- arnir segja hins vegar að þeir græði. VAR HERNAÐARFLUGVEL. Eftir þeirri statistikk, sem Aero- flot hefur látið gera yfir notkun flugvallarins er 60% af flugvélum sem þar lenda þotur eða túrbó- þotur. 1965 er gert ráð fyrir að 90% af flugvélunum verði þrýsti- loftsknúnar. Mikilvægasta þotan núna er TU 104. Hún er tveggja hreyfla og var upphaflega herflug vél, þekkt undir nafninu Brúni Bjöminn. Enn ber hún nokkur merki þess, að Rússar neita því samt, að hægt sé að nota hana til hernaðarþarfa. Þeir gefa samt eng ar upplýsingar um hve mikið þeir eigi af henni, sumir segja, að þeir eigi um 100 vélar af þessari gerð, aðrir segjc~300 og enn aðrir segja að þeir múni ráða yfir um 500. Flugvélar Aeroflot fljúga á föstum áætlunarferðum til allra helztu borga í Vestur-Evrópu auk þess til Havana á Kúbu og nokk- urra borga í Asíu. ♦ Kuldaskór fyrir börn og unglinga. Gúmmístígvél (tvær gerðir) fyrir börn og unglinga. SkóbúS Austurbæjar Laugavegi 100. Náttúrulækningafélðg Íslands auglýsir: Drætti í happdrætti félagsins hefur verið frestað til 23. des. n.k. Karlmenn og kvenfólk vantar okkur strax til starfa í frystihúsi vorifc. H raðfrystih úsið Frost h.f. Hafnarfirði. Sími 50 165. Sendisveinn óskast nú þegar Skipaútgerb rikisins lægð geislavirkra efna og geisla- tækja. Jónandi geislar hafa þau áhrif á efni, sem þeir fara í gegn- um, að þar mýndast pósitívir og negativir jónar, þ. e. atóm, sem hafa glatað einni eða fleiri elekt- rónum. Nevtrónur og mjög orku- miklir geislar geta valdið kjarna- breytingum og orsakað þannig geislavirkni. Efnabreytingar, sem geislunin orsakar, geta valdið breytingum og skemmdum á lif- andi vefjum, en hinar líffræðilegu breytingar eru tvenns konar: þær, sem eingöngu snerta ein- staklinginn, þær, sem koma fram í breytt- um erfðaeiginleikum. Jónandi geisla er ekki hægt að varast nema með hjálp mælitækja, enda eru þeir ósýnilegir en skað- semi þeirra kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en að löngum tíma liðnum, ef geislaskammtarnir eru ekki því stærri, en breytingar á erfðaeiginleikum leynast og koma fyrst fram með ófæddum kynslóð- um. Af þessum ástæðum er þjóð- félaginu nauðsynlegt, að viðhöfð sé gát við meðhöndlun geislavirkra efna og geislatækja. í fyrstu grein frumvarpsins seg- ir, að leyfi þurfi til að eiga, fram- Framh. á 14. síðu Álaborg: Hi<5 jósk-fjónska meistarahlaup lögregluþjóna sem haldið er í Lundum- skégi við Hobro fékk í dag heldur óvæntan endi, er kýr sem fylgzt hafði með keppn- inni, át uppdráttinn sem A og C riðilí keppninnar áttu P,ð hlaupa eftir. JÞar sem lögregluþjónarnir máttu ekki vera að því að bíða í Hobro eftir öðrum uppdrætti, varð að aflýsa keppninni í þess- um riðlum. Wito - höggdeyfarar fyrir flestar gerðir fólksbíla. Sudbury — Werk, höggdeyfarar fyrir Merzcdes Benz — vörubíla og fólksbíla. BÍLABÚÐIN Höfðatúni 2 - Sími 24485. Hef opnað lækningastofu í Ingólfssfræti 8 Sérgrein: Lyflæknisfræði, Hormóna- og efnaskiptasjúkdóm- ar (Endocrinology). Viðtöl eftir umtali. Viðtalsbeiðnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4 — 5. Sími 1 97 44. Guðjón Lárusson, læknir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. október 1962 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.