Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 16
Símaviðtal við herra Jóhannes Gunnarsson, biskup sem er á kírkju þinginu í Róm „Kirkjuþingiö er stórkost- legt“, sagði herra Jóhannes biskup Gunnarsson í síma- viðtali við Alþýðublaðið í gærkvöldi. Ilann er nú staddur á hinu mikla kirkjuþingi í Kómaborg, kirkjuþinginu, þar sem saman eru komnir allir æðstu menn katólsku kirkjunn- ar um víða veröld, kirkjuþing- inu, sem nefnt hefur veriö „hið litríka þing“, en þar sitja biskupar og kardínálar í pelli og purpura, en yfir þeim hvelf- ist hin mikla Péturskirkja í Róm. Þingið, sem efnt var til, fyrir vísbendingu drottins að því er haft er eftir Jóhannesi páfa 23. — Hve margir eru á þinginu, herra Jóhannes? Það eru um það bil 3000 Jóhannes Gunnarsson, biskupar og kardínálar víðs vegar að, af ýmsum þjóðernimi og litum. — Hvenær var ákveðið að þér færuð á kirkjuþingið? — Ég var eiginlega skyitíug- ur til þess. — Og páfinn fékk guðlega vísbendingu um ao kalla sam- an kirkjuþing? — Já, þeir segja það. En sannieikurinn er sá, aö þetta hefur lengi staðið til. — Hvenær er áætiað, að kirkjuþingið hafi lokið störfum? — Það er ómögulegt að segja um það. Þetta er rétt í byrjun. Fyrstu dagana er kosið í nefndir. í dag voru biskupar kosnir í 10 nefndir, sem ekki hafði orðið samkomulag um áð- ur. Það eru uppi getgátur um það, að þinginu verði slitið um jól, en kallað saman aftur skömmu eftir hátíðina. Aðrir segja, að þingið standi fram að páskum, en enginn veit neitt með vissu um þetta. Það er ekki þægilegt fyrir þá, sem búa kannski úti á eyjum í Kyrra- hafi, að þurfa að fara heirn til sín á milli þinga. — Er ekki mikið talað um þingið í Rómaborg? — Jú, það fer ekki fram hjá neinum. Hér úir og grúir af biskupum. Blöðin í Róm skrifa heil ósköp um þetta og birta fjölda mynda. — Hvernig var, þegar þingið var sett? — Það var mjög hátíðíegt. Þingið var sett að morgni dags hinn 11. október í Péturskirkj- unni. Það eru sérstök sæti beggja vegna í kirkjunni fyrir biskupana, og þar eru 13 raðir sitt hvoru megin. — Ilöfðuð þér séð Jóhanncs páfa 23. áður? — Nei, aldrei liann. — En Píus hafið þér séð? — Já. — Ilafið þér oft áður verið í Róm? — Fjórum sinnum. — Og þér búið í munka- klaustri? — Já, við erum hér 11 bisk- upar. — Eru það bisk jpai frá Norðurlöndum? — Nei, en ég lief Iiatt sam- band við þá. — Loks þetta: Hvað er mcgin verkefni kirkjuþingsins? — Að samræma kirkjuna nú- tímanum. Það er aldrei að vita, hvað langau tíma það tekur fyrir hina heilögu menn, en herra Jó- hannes, sagðist mundu reyna að komast heim til íslancts fyr- ir jól. H wwwwvtvwwwtwwwú 43. árg. — MiSvikudagur 17. október 1962 — 228. tbl. ttVÆmVHVVVWiVVVVVVVVVVVVVVVVVVWHVVUVmVUVVVVVVVVVVWVVI EINN ÁREKSTUR Á KLUKKUSTUND FRÁ því á hádegi í gærdag og til klukkan 10:30 í gærkvöldi, að blaðið hafði samband við iögregl- una, höfðu orðið 11 bifreiðaárekstr ar í Reykjavík og þar að auki eitt slys á Miklatorgi. Lætur nærri að á þessu tímabili liafi orðið einn árekstur á hverri klukkustund. Rétt eftir hádegið í gær, varð umferðarslys á Miklatorgi. Eldri kona, Sigurlaug Stefánsdóttir, Skipholti 46, varð þar fyrir fólks- bifreið. Hún var flutt á Slysavarð- stofuna, en ekki voru meiðsl henn ar talin alvarleg. Þá lentu tveir strætisvagnar í árekstrum í gær. Annar á homi Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, en þar lentu þrír bílar saman. Hinn lenti í árekstri við fólksbif- reið á Grensássveginum. Þá varo einn árekstur í Borgartúni, og reyndist bifreiðastjórinn á öðru Framliald á 11. síðu. FREMST á myndinni sést gamla sjúkrahúsið, sem þú lesandi góður, mátt eiga ef þúyaðeins flytur það í burtu. Húsið er 60 ára gamalt, og í því er margur góður kjörvið- ur. Að baki því sést nýi spít- alinn, sem inuan skamms fær að tróna einn, sem tákn um framfarir og nýjungar, sem gamli tíminn verður að víkja fyrir. Ljósm. Rúnar. Sá, sem vill hirða hann, má eiga hann HVER, sem vill hirða gamla Landakotsspítalann, hann má eiga hann. Þessi fregn barst okkur til eyrna í gærdag og fengum við hana staðfesta hjá priorlnnunni í Landakoti, systur Hildegaard. Hún staðfesti, að um næstu mán- að'amót, yrði auglýst eftir einhverj um lysthafa að gamla spítalanum, en sá, sem fær hann, verður að flytja hann burt. LandakotsspítaLinn gamli, er nú sextíu ára, og orðinn ófullnægj- andi sem sjúkrahús. Þar eru 90 Fimm seldu I GÆR og fyrradag seldu fimm ís- lenzkir togarar afla sinn í Þýzka- landi. Fjórir þeirra seldu á mánu- dag og einn í gær. Á mánudaginn , seldu: Egill Skallagrímsson 168 tonn fyrir 121 þúsund mörk í • Cuxhaven. Gylfi 105 tonn fyrir rúmlega 75 þúsund mörk í Bremerhaven. Haukur 191 tonn fyrir 196.300 mörk einnig í Bremerhaven og Júpíter 125 tonn fyrir 90 þúsund mörk í Cuxh'aven. í gær seldi Röðull 109 tonn fyrir 124.200 mörk í Cuxhaven. sjúkrarúm, en í nýja spítalanum, sem tekinn verður í notkun fyrir jól eru . 100 sjúkrarúm og hinn bezti aðbúnaður. Systir Hildegaard sagði í við- tali við blaðið í gær, að mikiil munur yrði á, þegar nýi spítalinn yrði tekinn í notkun, og nauðsyn bæri til að losna sem fyrst við hinn gamla, þegar hann væri ekki lengur til neins gagns. Priorinnan í Landakoti er þýzk að ætt og uppruna. Hún kom til íslands árið 1954 og var fyrst í Hafnarfirði, en fluttist til Landa- kots í Reykjavík árið 1958. SELSVARARBÖNDINN SLUNGINN VEIÐIMAÐUR ÞÓTT sega megi að álaveið- Ln hér á landi, hafi brugðizt í sumar, <■' ns og kemur fram í frétt á öðrum stað hér í blað- inu, þá er einn maður, sem veitt hefur heil firn af ál í sumar. Sá maður er Pétur Hoff- manu Salómonsson, sem Reyk- víkingum og öllum íslending- um er raunar kunnur fyrir af- rek á öðrizm sviðum en þessu. Pétur var í sumar við ála- veiðar uppi á Mýrum um þriggja vikna skeið. Á þeim tíma veiddi hann 1900 kíló af ál, í fimm gildrur. Andvirði áls- ins, sem hann veiddi, var tí- falt andvirði veiðarfæranna. Pétur stundaði veiðarnar frá jörðinni Seljum , Álftaness- hreppi, í landi Jóns Hallvarðs- sonar, fyrrverandi sýslumanns Snæfellinga. Hann og Pétur munu vera skyldir, og voru þeir saman við veiðarnar að einhverju leyti, frændurnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.