Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.10.1962, Blaðsíða 15
effir rúmið. Ég tók hana upp, — ég var allt í einu hætt að titra og var orðin alveg róleg. Nú kem ur röðin að mér, hugsaði ég. Rainer horíði ó mig hryggum augum, hann langaði sýnilega til að segja eitthvað, því hann hreyfði varirnar, en það heyrð- ist ekkert hljóð. „Ég kem strax“, sagði ég, on ég veit ekki, hvort hann skildi það. Ég gekk að borð inu og ætlaði að fara að láta í sprautuna, þegar ég heyrði eitt hvert hljóð á bak við mig, og þeg ar ég sneri mér við sá ég að Rain er hafði fallið aftur á bak í rúm ið. Ég fleygði sprautunni og studdi við hann. Það rifaði að- eins í augun. Ég setti handlegg- inn undir hnakka hans og studdi þannig við hann. Hann varð mjög þungur, en andaði reglulega. Mér fór að kólna, þar sem ég sat þarna með handlegginn utan um hann, og ég sveipaði teppinu um okkur. Það var rétt eins og hann svæfi. Seinna, ég veit ekki hve- nær, fékk hann aftur litla hryglu og neðri kjálkinn féll niður. Ég lagði hönd mína undir hökuna og hélt henni uppi. Hann dró and ann ennþá, en mjög ógreinilega. Hve lengi stóð á þessu veit eg ekki. Ég veit ekki heldur, hve- nær það var búið, umskiptin voru svo hæg. Ég held það hafi skipt klukkustundum. Mér var ískalt, og ég var eins og lömuð. Þegar ég stóð upp var orðið bjart og fuglarnir teknir að syngja. Ég lagði Rainer útaf í rúmið og breiddi ofan á liann. Liljurnar lagði ég á brjóst hans. Svo klæddi ég mig“. „Og höfðuð þér með ráðnum liuga hætt við sjálfsmorðið". ,,Af ráðnum liuga? Nei. Allt var svo ógreinilegt svo ruglings legt. Ég var í uppnámi, og þó svo kyrlát og steindauð innra. Liljurnar höfðu deyfandi áhrif á mig með angan sinni, ég opn aði gluggann, stökk út í garð inn og tók að lilaupa —“ „Af ótta?“ „Ef ég segði af ótta, væri það ekki alls kostar rétt, og orðið hugrekki á ekki heldur við. Þér hljótið að misskilja það herra dómari. Og þó, ég hafði öðlast ' einskonar hugrekki til að taka allt á mig. Ég hugsaði á þessa leið: Hvað illt getur komið fyr- ir þig eftir þvílíka nótt?“ „V4ð segjum að þetta sé nóg í dag”, sagði dómarinn og tók saman plögg sín. Hann var ekki ánægður. Næsta morgun staðnæmist bíll •draman við fangelsisdyrnar. Helena er látin setjast milli tveggja karlmanna og ekið með hana gegnum borgina, sem kem ur henni einhvern veginn ókunn uglega fyrir sjónir til hverfisins með læknastofunum. Hann stanz ar í lítilli hljóðlátri götu og Hel ena gengur mjög föl en hnarreist gegnum starandi mannfjöldann. Það er líkskurðarbyggingin hugs ar hún hálfrugluð og þekkir kast aníutréð, þar sem hún hefur svo oft beðið eftir Rainer. Á næsta agunabliki ætti hann að koma í stormtreyjunni sinni og með litlu skrýtnu húfuna dregna niður að augum, og svo mundi hann teygja fram grönnu hendurnar í áttina til hennar. Farið var með hana inn í stór an sal, þar stóð hópur þögulla manna með hattana í höndunum. frammi við dyr. Á einu borðinu lá eitthvað hreyfingarlaust og stirðna^ undir laki. Hún tók á öllu því hugrekki, sem hún átti tfl. Ég er sterk, hugsaði hún og beið. Það var þrúgandi óhugnar. leg þögn yfir allri athöfninni. ,Viljið þér koma hingað — enn þá nær“, sagði einn af mönnun- um, sem sýnilega var réttarlækn irinn. Sem sönggvast fannst Hel enu þetta allt vera utan við raun veruleikann. Fluga þaut suðandi gegn um salinn, og einhvers stað ar draup úr krana. Læknirinn dró hvítt lokið til hliðar. Helena sá framan í Rainer dáinn. Hún varp öndinni djúpt eins og sofandi maður. Það var sem hún losnaði undan miklum þunga. Þarna ertu Firilei, hugsaði hún, hugsunin vakti svo innilega blíðu með henni, að hún brosti án þess að vita af því. Hún gekk alveg fast að þeim dána og laut yfir hann. Nú svaf hann. Hann hafði fengið hvíld, var kominn heim. Svipur hans var ósegjan lega bjartur og hátíðlegur og í honum var festa og öryggi. Dauð inn gat ekki lýst sér fegur en í ásjónu þessa ungmennis. Já, þarna ertu Firilei, hugsaði hún. Nú liður þér vel. Ertu nú ánægð ur? —• Finnurðu ekki lengur til ótta? Skilurðu nú, að ég verð að lifa áfram? Verð að lifa, þrátt tyv ir allt, einmitt þrátt fyrir allt. Frá skrifaranum heyrðist sagt áherzlulaust: „Þekkið þér þetta sem lík kand med Frits Rainers?” „Já,“ svaraði Helena forviða. Ríkissaksóknarinn skipaði að fara með hana til baka. ,,SÚ er harðsvíruð", sagði hann við dómarann, þegar þeir gengu niður stigann. „Ég hefi séð verstu glæpamenn falla saman, þegar þeir hafa staðið andspæn is líkinu. En þessi þarna er alveg forhert". „Eða þá algerlega saklaus“, svaraði dómarinn og vakti það sjónarmið gremju saksóknarans. Hörselmann varð einn eftir í hinum tóma sal og breiddi yfir líkið. Er það ekki það, sem ég hefi alltaf sagt, að úr honum þess um yrði aldrei neinn læknir, hugsaði hann með sér af kímni blandaðri meðaumkun, meðan hann tók til áhöld handa réttar- lækninum. Yfirheyrslur og vitnaleiðsla gengu sinn gang. Myllan malaði, og fátt markvert kom í ljós. Sum vitnin hrósuðu hinni ákærðu úr öllu hófi, og aðrir eins og t. d. kanditat Strekl kvaðst trúa henni til alls hins versta s. s. eit urbylunar fóstureyðingar og morðs. Ekkjan Grosmúcke var yfirheyrð og flóði öll í tárum, en vissi ekki neitt. Einhver Frið- rika Mannsfeldt lagði fram bréí frá Helenu, sem vakti fremur samúð en hitt, en var harla tví- rætt hvað aðalspursmálið snerti, morð með leyfi hins myrta. Annað bréf kom fram, sem vakti mikla athygli; það bréf var fullt af fögnuði yfir prófinu, sem hann skýrir foreldrum sín- um frá ásamt áætlunum sínum og vonum um hamingjuríkt framtíðarstarf. Bréf þetta var sérstaklega þýðingarmikið, af því það var sent til spítalans, þar sem faðir hins látna hafði gengði undir uppskurð, sem enn varð ekki séð hvern árangur bæri. Að síðustu mátti draga allt málið saman í fá og óviss á- kæruatriði. Ungfrú Willfuer hafði — eins og hún sjálf sagði keypt sprautuna, en hvaðan mor- fínið stafaði, var enn óráðin gáta, þar sem allar deildir spit- alans fullyrtu, að 20 skammtar af morfíni gætu alls ekki norf- ið, án þess að þess yrði vart, eins og þar væri ströng rcglu- semi á öllum sviðum. Aðalatriði ákærunnar var nú eins og áður hin óskiljanlega og óeðlilega stunga í hægri handlegg. Rétt- arlæknar og ýmsir kunnugir voru spurðir, jafnvel leyndar- ráðið varð að mæta í réttinum og gaf þar nokkrar upplýsingar ólundarlega. Meðan þessu fer fram, situr Helena í klefa sínum, og á henni sjálfri verður nú breyting. Eitt- hvað grær og vex innra með henni. Hún er hvorki hugiaus eða hrædd lengur, öll örvænting, allur kvíði er á brott. Það er allt að baki. Þessi Helena Will- fúer er sterk, hún er reiðubúin að ganga út í lífið og sigra það, þrátt fyrir allt! Hún fær efnafræðibækur sín- ar og vinnur af fullum krafti. Öll persóna hennar þráir frelsi', þráir að vinna aftur, ráða.st á verksfnið með krepptum hr.ef- um og skapandi hugarstarfsemi og framkoma hennar við yfir- heyrslurnar, sem alltaf verða jl fátæklegri, er með nýju sniði. | Þar gætir framsóknar og bar- ff áttuvilja, sem fer alveg með ? skapstillingu .hins silkimjúka J rannsóknardómara. Eina nóttina kemur lika délit- ið fyrir. Eitt sinn, þegar hún liggur vakandi og hún er í þatin veginn að sofna með hugann fullan af efnafræði formúlum. finnur hún ákafléga milda og mjúka hreyfingu innvortis, að- eins augnablik. Það var rétt eins og lítil hönd væri að klappa og eins og eitthvað sofandi legði sig til hvíldar inni i henni, léti sig dreyma áfram. Hún skilur þetta ekki strax, trúir því ekki. Hún er líka aðeins stúlka, þóit hún eins og jörðin beri í sér hið gróandi fræ. Hún breiðir hendurnar yfir lífið, andar hægt og reglulega og bíður eftir að vita, hvað þessi vera í líkaman- urn hennar gerir næst. Og það kemur aftur þetta fíngerða blíðuatlot, hið yndislegasta, sem nokkur kona fær notið. „Þú — ? Ert það þú — ?“ Sólbjart bros breiðist um á- sýnd hennar, og augu hennar, svo óvön tárum, fyllast og hún grætur og gráturinn er endur- nærandi. — x — Prófessor Ambrósíus hafði eins og fleiri orðið að mæta sem vitni. En hann hafði hagað sér líkt og geðveikur maður í íbúð sinni eftir atburð þann, sem éð- ur er lýst. Það versta var, að hann gat ekki unnið. Hann hafði alla sína ævi unnið, hamast. — Fyrir honum hafði ekkert verið til, sem ekki mætti sigrast á með vinnu. Nú var hann eins og í fjötrum. Hann gat ekki unnið. Hann geklc um húsið, læsti öllit og fleygði lyklunum, flygdnum, kistum, skúffum og skápum. -- Hann reif niður myndir af veggj- unum, verin af púðunum, svo loftið varð fullt af dúniusli, henti blómapottunum út í garð- inn og gróf litla dós með and- litsfarða í jörð niður. Hann fann hvítt silkisjal, tætti það sundúr með tönnum og höndum og fleygði tætlunum í ruslakass- ann. — — Um nóttina læddist hann út berfættur, tíndi slitrin upp, og stynjandi af sneypu fór hann með þau inn í rúm og faldi þau undir sænginni eins og hundur, sem geymir beinið sitt. Hann óð um bókasafn sitt, fleygði mörgum þeirra í góifið og þeyttist svo út í borgina til efnafræðistofnunarinnar, þar reyndi hann að vinna. Allt ár- angurslaust. Hann gat ékki unn- ið, gat ekki lifað. Vicky Bauiri Hann stóð frammi fyrir rann- sóknardómaranum og reyndi að átta sig á, hvað yfirvöldin vildu honum, flutti svo vitnisburð sinn. með hásri röddu: Hann hafði kynnzt ungfrú • Willfiier, sem gáfaðri, iðinni og skyldurækinni konu. Nei, hann stóð ekki í neinu og þvi síður nánu sambandi við liana. Um tengsl hennar við hinn unga læknauema vissi hann ekkert, hafði þvert á móti álitið hana lausa við kynferðishneigðir. — Fregninni um að hún væri ó- frísk, tók hann með undrun. Aðstoð við sjálfsmorð með vilja hins myrta við sérstakar aðstæð- ur, gat hann skilið, vegna þess, hve hún var viljasterk og þrótt- mikil. Dómarinn spurði, hvort Helena Willfuer gæti hafa náð í morfín í rannsóknarstofunum eða ann- ars staðar að vegna þess, aö hún var efnafræðingur. í fullgerðum skömmtum 0,02 gr. að þyngd? Nei. Skammtur- inn 0,2 gr. til innspýtingar bendir svo eindregið til læknis- ins, svaraði Ambrósíus og bætti svo við frá sjálfum sér: „Fram- kvæmd verksins er svo táknræn fyrir sjálfsmorð læknis. Ungfrú Willfuer mundi hafa gert það öðruvisi." „Getur þess konar skipzt nið- ur eftir deildum. Hvernig mundi efnafræðingurinn fram- kvæma það?“ spurði dómarinn áfjáður eftir að auka þekkingu sína vegna embættisins. „Efnafræðingurinn," sagði prófessorinn og leit niðuf . á, hendur sínar, „getur gert það á mjög öruggan og skjótan bátta Efnafræðingurinn leysir ziankal-'; íum upp í saltsýru og myndar þannig blásýru. Hann gerir skinnsprettu á einn fingurinn og stingur honum niöur í vökv- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. október 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.