Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 8
BJARGAÐI N ÞÆR standa af sér öll veðnr, fyrir þeim er söngur lóunnar í sum arhaganum jafn ropi rjúpukarr- ans á fönninni, því þær gegna sér stöku hlutverki í íslenzku þjóð'- félagi, vitandi að þeirra hlekkur i keðju lífsins mó ei bresta, því þá er þjóðinni búin vá. Þetta eru ís- íenzkar alþýöukonur, sem ala þjóð sinni hrausta syni og fagrar dæt- ur. í þeim sameinast móðurástin mold fósturjarðarinnar, jöklum hennar og sæbörnum klettum; þær mynda kjama hins rammíslenzka hugtaks: móðir. Ein þessarra kvenna er Lilja Björnsdóttir frá Keldudal í Dýra- firði. Hún fæddist til að þjóna andanum, verða skáld, menntast og nema annarra tungur, sem líkt og með marga kallaði landið til henn ar og bað hana eyða lífi sínu fyrir sig, ala sér hrausta syni og fagrar dætur. Og Lilja varð við þessu kalli, og því er hún nú göm- ul kona með erfiði og reynslu ára- tuga að baki, mótuð verki handa, fremur en anda, því lífið hefur verið strangt og lítill tími til list- iðkana. Þó er óvísó hvort hossar henni hærra á pallsæti drottins, lífið eða listin, en hvort tveggja mun mega sér mikils. Því hver á skilið inngöngu í ríki himinsins ef ekki slíkar konur? gleymdi mér, horfði til fjalla eða fram á bláma fjarðarins og hugsaði um eitthvað, — allt annað en rakst- urinn. Þetta voru draumórar og hrifnæmi æskustúlkunnar með hrífuna, eða á gæðingsbaki. Þeir hafa löngum sótt að mér síðan, þótt aldurinn hafði færst yfir og störfin breytzt. En faðir minn, bóndi á harð- nyja jörð, með mikla ómegð og veldi fjarðarins fyrir framan sig. honum gazt lítt að draumórum mínum. Lilja býr á efstu hæð hússins númer 16 við Sundlaugarveg. Hún kemur fljótt til dyra, gleðst yfir gesti og vísar til sætis. „Hvað get ég sagt þér, vinur minn,“ segir hún, “líf mitt hefur verið einfalt og fábrotið. eins og líf hinnar íslenzku alþýðukonu yf irleitt." Og ég, sem ætla að veiða, hve það líf er göfugt 1 einfaldleika sínum, byrja á hinum venjulegum krókaleiöum: „Hvenær ertu fædci og hverjir eru foreldrar þínir?“ „Ég fæddist 9. apríl árið 1894, og er alltaf þakklát fyrir að hafa , sama fæöingardag og Ólöf skáldkona frá Hlöðum. Það er gam an fyrir mig, sem hef svo gaman af vísum, því að Ólöf hefur ort margar af beztu lausavísum fs- lenzkum; fyrir minn smekk. For- eldrarnir hétu Vigdís Samúels- dóttir og Björn Jónsson. Faðir minn átti heima að Kirkjubóli í Múlasveit þegar ég fæddist, en ári síðar tók hann sig upp og flutti yfir að Keldudal í Dýrafirði. Þetta var mitt fyrsta ferðalag á ævinni, sem eitthvað kvað að, og sennilega eitt það merkilegasta, því að leiðin lá yfir Glámu og ég var borin í kýrlaup yfir jökulinn. Það eru ekki allir, sem byrja ævi sína með þvi að fara yfir Glámu í kýrlaup." „Þú hefur alizt upp í föðurgarði? „Já, og snemma byrjuðu þessi verk, sem ætluð voru unglingum á sveitabæjum í þá tíð, að falla mér í skaut. En ég var með afbrigðum óvinnusöm og hafði lítinn áhuga á því að vinna, og alltaf lá minna eftir mig en ástæður hefðu staðið til. Á mýrinni studdist ég fram á hrífuna tímunum saman og „Stelpan á að læra karlmanna- fatasaum eins og systir hennar,“ sagði faðir minn þegar ég ympraði á því að fá að læra, því sá draum ur var stærstur i huga minum, að fá að læra og kynnast menningunni bókmenntum og listum. Samt var jreynt að svolitlu leyti að láta að t óskum mínum. Ég lærði fyrir ferm I inguna eins og önnur böm, og vet- 'urinn þar á eftir var mér komið í , tíma hálfan veturinn hjá Guðnýju á Galtafelli, merkiskonu, sem margir kannast við. Hjá henni lærði ég það litla, sem mér var kennt í skóla í heimabyggð minni. Um þetta leyti, sem ég var að vaxa upp í Dýrafirðinum, var Núpsskóli stofnaður, að mig minn- ir árið 1911. Ég þrábað um að fá að fara í hann, en pabba fannsc það fjarstæða. Til þess voru engin efni, — svo þótti heldur ekki nein ástæða til þess að láta telpukind- ina vera að læra meira á bókina en orðið var, — hún átti að læra karlmannafatasaum eins og systir hennar. Eitt atvik verður mér minnis- stætt alla mína ævi. Ég var á leið- inni milli Þingeyrar og Haukadals. Faðir nunn var nýbúinn að taka íyrir það að ég fengi að fara í Núpsskóla, og ég gekk í þurigum þönkum. Svo varð mér litið upp og sá hinum megin fjarðarins Núpsskóla blasa við, þá nýreistan og tígulegan, fyllingu drauma minna. Þá setti að mér östjórnlega mikinn grát. Ég stóð ein stuíka, sem þráði að læra og fjörðurinn milli mín og skólans var tákn þeirra hömlu sem á var lögð, hyl- dýpi fátæktar og skilningsleýsis. Heit tár mín féllu í moidina við fætur mína.. Sennilega hef ég þá vígst mennt moldar fremur en anda; tákn þess sem mér var ætl- að og kom á daginn. En samt átti ég enn eftir að klóra í bakkann reyna að tileinka mér stærra horn af menningunni. lenzkunni, — hún hefur alltaf verið mín sterka hlið. En þótt furðulegt megi telja, þá náði ég upp í annan bekk og var þar um veturinn eftir, þó með hinum mestu vanefnum. Um sumarið vann ég svo fyrir mér, en hafði lítið og gat ekki vegna fjárskorts hafið nám i þriðja bekk. En veturinn eftir komst ég £ 3. bekk og tolldi út þann vetur. Ég man alltaf að þann vetur skall fyrri heimsstyrjöldin á míns fyrir vestan, Dýrafjarðar og j vann þar við afgreiðslu hjá Estivu Björnsdóttur, sem hafði verzlun á Þingeyri. En mér líkaði ekki sollurinn á Þingeyri, athafnir sjó- mannanna þegar þeir komu í land — og brátt fór ég þaðan og að Hól um þar sem ég var veturinn 1917- 1918. Þar kynntist ég manninum mínum, Jóni Erlendssyni frá Bakka í Dýrafirði, en hann var þá vetrarmaður á Hólum. Þann vetur þeim árum og oft lögðust áhyggj- urnar og vonbrigðin á mig eins og mara. É hafði áhyggjur út af hirð- ingu búpeningsins og börnunum mínum litlu. Ég átti fjögur börn meðan við bjuggum á Bakka, og þau dóu öll ung í faðmi mér á löng um dimmum vetrarkvöldum, þegar Jón var fyrir sunnan og ég ein heima. Þannig ver Drottinn, hann gaf og hann tók, mjög voru gjafir hans góðar, og mikill var sársauk- inn þegar hann tók þær aftur úr fangi manns. Á þessum árum lá við að ég gæf- ist upp á lífinu, það blés mér allt í mót. Og þegar síðasta barnið mitt var tekið frá mér, þá fannst mér ég ekkert hafa til að lifa-fyrir, og lagðist í rúmið án nokkurs tak- marks, lífið var búið að missá all- an ljóma. En þá bjargaði það mér sem fylgt hefur mér eins og leiðarljós 1 gegnum alla ævina: stákan, ljóð- ið. Ég kvað þarna í rúminu vísu, sem varð mér eins og Agli Skalla- grímssyni Sonartorrek. Og þó að mín tjáning jafnist engan veginn á við hans, þá varð hún hinn sami aflgjafi. Sér- ástvinaþráin svo öfluga rót í elskenda hjartanu grefur, að viljinn og skynsemin vega ei hót mót valdi, sem tilfinning hefur. I Eftir að hafa kveðið þessa víai, stóð ég á fætur, og sinnti búverk- um eins og áður. Þannig, vegna ljóðsins, stend ég liér, ennþá ofar moldu. Þessi t£u ár sem ég bjó á Bakka urðu mér þung í skauti, og allar minar skýjaborgir og loftkastalar hrundu til grunna. Um það orti ég þessa vísu: Loftkastala lít ég fans liggja í rústum svona leggja mun ég ljóðakrans á leiði slíkra vona. Árið 1913 fór ég úr föðurgarði, þrátt fyrir mótmæli og bann ætt- fólksins heima á Dýrafirði, og lagði land undir fót til Reykjavíkur og sótti um inngöngu í þriðja beklt kvennaskólans. Það má hafa tii marks uin hversu fáfróð ég var, að ég sótti um inngöngu í þriðja bekk skólans. Ég vissi ekki einu sinni, hvað ég vissi lítið. Við vorum látnar taka inntökupróf í skólann og vitanlega kolféll ég á inntökuprófinu í þriðja bekk, náði aðeins í einni grein ís- og allar vörur hækkuðu svo í verði að auraráðin hurfu eins og dögg I fyrir" sólu. Það munaði minnstu | að ég yrði að hætta náminu vegna peningaleysis, en það bjargaði mér að móðir mín fyrir vestan sendi mér öðru hverju böggla, sem í voru ýmsar flíkur og glaðningur handa mér. En ég varð að selja allt sem hún sendi mér til þess að eiga peninga fyrir mat, — og þannig leið veturinn. En svo hélt ég ekki lengur áfram námi og næsta vétur var ég heim- iliskennari uppi í Borgarfirði. En „röm er sú taug, sem rekka , dregur föðurtúna til“ og árið 1917 snéri ég til baka til fjaröarins trúlofuðumst við, frostaveturinn mikla, og svo þegar spánska veik- in herjaði sem mest þá giftist ég honum. Þá fórum við að búa á Bakka, föðurleifð mannsins míns, og þar bjuggum við í 10 ár. Ég byggði mér mikla loftkastala um að búa á Bakka, um alla fram tíðina. En á þessum árum voru mik il harðæri og oft hart í búi, og mað- urinn minn varð að stunda róðra jafnt búskapnum, á sumrin var hann á skútum, sem gerðar voru út frá/ Þingeyri, en á veturna fór hann suður á vertíð, og ég var ein heima með skepnurnar og börnin. Þær voru lángar veturnæturnar á „Jón maðurinn þinn hefur ekki alltaf komið með háan hlut frá i borði meðan þið bjugguð á Bakka“ ;,,Nei, suma veturna var hið mesta aflaleysi, og það kom fýrir að mennirnir komu lieim með skuld ir á herðunum eftir vertíðina — því þá var enginn trygging eins og nú, og ekki annað að gera en að svelta ef ekki veiddist. En ég komst að raun um það, að æðra máttarvald verndaði mann- inn minn á sjónum öll hans ár. Hann var vanur að róa á kútter Valtýr frá Reykjavík, sem var hið mesta aflaskip. En einn veturinn breytir hann til og fer í róður með bróður sínum Guðmundi, sem þá var skipstjóri á Akranesinu. Það var í apríl árið 1920. En í þessum róðri fórst kútter Valtýr, og allir sem með honum voru, þar á meðal margir Dýrfirðingar, kunningjar mínir og vinir. En manninum mín um var hlíft. Svo seinna, þá réri hann á bát, sem hét Hera. Hann fórst með öllu dag einn þegar Jón 8 30- október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.