Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 16
OG SLYS MIKLIR árekstrar og alvarleg umferðarslys urð'u um helgina og í gær. Á sunnudagskvöldið um klukkan 9 varð mikill árekstur á mótum Réttarholtsvegar og Bú- staðavegar. Þar slösuðust fimm manns og fólksbifreið eyðilagðist Um klukkan 1 í gær varð lítil Austin-bifreið fyrir stórri olíubif- reið með þeim afleiðingum að sú fyrrnefnda eyðilagðist og öku- maður hennar slasaðist. Þá varð koria fyrir strætisvagni I Banka- stræti í gærmorgun, um kl. 9 og mciddist liún eitthvað. Áreksturinn á sunnudagskvöldið varð með þeim hætti, að fólksbif- reiðinn R 843, var ekið suður Réttarholtsveg. Er bifreiðin kom að gatnamótum Bústaðavegar, bar að lítinn „trukkbíl“ og lenti hann á hlið fólksbílsins. Kastaðist hann til og mun vera gjörónýtur eftir höggið. í fólksbifreiðinni vorn fimm mánns, þar af fjögur syst- kini og slösuðust allir meira eða minna. Um klukkan níu í gærmorgun. var kona á gangi í Bankastræti. í Framhald á 14. síðu. Söfnurnn 25 þús. i Fjárframlögin halda áfram að 1 streyma til blaðsins. Söfnuni. \ vegna hungruðu barnanna í Alsír | gerigur afbragðs vel. Hér koma Framhald á 14. síðu. um mest Þessi mynd er af bílnum, sem lenti í árekstrinum á mótum Réttarholtsvegar og Bústaðavegar á sunnudags- kvöldið. Myndin sýnir Ijós- lega, hve illa bíllinn er út- leikinn. Á efri myndinni sést þar sem verið er að bera einn hinna slösuðu inn í sjnkra- bílinn. Ljósm. Rúnar. Umferð beint á Þrengslaveg í ÓVEÐRINU aðfaranótt mánu- dags, þyngdist færð víða, og sum- staðar lokuðust vegir alveg. Fyrsti snjórinn kom að óvörum AÐFARANÓTT mánudagsins kyngdi niður snjó hér í Reykja- vík og nágrenni. Allhvasst var og mynduðust því víða háir skaflar, sem torvelduðu umferð. Fannkom- an byrjaði um klukkan eitt, að- faranótt mánudags. Klukkan átta um morguninn liafði veðrið lægt ,mjög, og var þá að mestu hætt að , fenna. Fjölmargir bílar stöðvuðust um nóttina á götum borgarinnar. Fram eftir degi í gær, mátti víða sjá þíla standa í snjósköflum, þar sem eigendurnir höfðu orðið að yfir- gefa þá. Lögreglan átti mjög annríkt um nóttina og eins á mánudagsmorg- un, við að aðstoða bílstióra, sem lent höfðu í vandræðum vegna ófærðarinnar. Hjá Strætisvögnum Reykjavíkur fékk blaðið þær upplýsingar í gær, að mikil óregla hefði verið á ferð- um allt frara til klukkan eUefu um morguninn, vegna hálku og ó- færðar. Framhald á 14. síðu. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar lokaðist Austurvegur við Lögberg og í Þrengslum í gær- morgun. Skamma stund tók að ryðja veginn. Var hann í gærdag vel fær. öllum bílum á keðjum. Kemur nú notagildi nýja vegarins glögglega í Ijós, því það hefði kostað töluvert meiri tíma og fyr- irhöfn að gera veginn yfir Hellis- heiði færan. Hvalfjarðarvegur tepptist, cn var orðinn fær um há- degið í gær. Vegurinn til Þingvalla lokaðist einnig, var verið að ryðja snjó af honum í gærdag. Útlit var fyrir í gær, að Öxna- dalsheiði væri að lokast, en ekki mun hafa verið snjóþungt á Holta- vörðuheiði né í Vatnsdalsskarði. Flestir fjallvegir á Austurlandi munu nú ófærir orðnir, og sömu sögu er að segja af Vesturlandi, þar er þó víða fært á milli fjarða enn- þá. Fróðárheiði var mokuð í gær- morgun og var orðin fær bílum í gærdag. allt landið HRIÐ var um mestallt land í gærdag. Fréttaritarar blaðsins höfðu allir sömu sögu að segja, það var snjór og ófærð, eu skemmdir var ekki vitað um. Fé hafði ekki fennt svo vitað var, nema í Fljótshlíð. Þar hafði nokkr ar kindur fennt í skurðgröfuskurð- ura, en unnið var að því að draga þær upp úr fönninni í gær. NÁNARI FRÉTTIR: Hvolsvöllur í gær. Upp úr eitt í nótt skall á ofsa- veður hér, með mikilli fannkomu. Veðrinu slotaði ekki fyrr en um klukkan átta í morgun. Vitað er til þess, að fé hafi fennt í I ljóts- hlíð, en strax var gengið að því að hjálpa fénu úr fönn og veður lægði. Ekki er vitað um neiua stórskaða af völdum veðursins. Þ. S. Ilornafirði í gær. Hér hefur verið kolvitlaus blind- bylur í nótt og I dag, en nú er heldur að' rofa til. Ógengið var í Kollumúla í Lóni til fjárleita, cn UM klukkan níu í gærkveldi kom upp eldur í kjallaraherbergi í húsinu númer 30 við Barmahlíð'. Þegar slökkviliðið kom á vettvang Iogaði út um glugga herbergisins. Allt sem var þar inni brann eða eyðilagðist. Eldsupptök eru ókunn. vonast er til að ekkert fé hafi fennt þar. Lónsheiði er ófær, eu fært er enn innansveitar. K. I. Ólafsvík í gær. Hér hríðaði í nótt, og Fróðár- heiði tepptist. Hún var mokuð i dag. — Veðrinu hefur slotað. .—. Annars ekkert að frétta nema tvö böll voru haldin um helgina, kven- félagsball á Iaugardaginn og slát- urhússball í gær. O. Á. Húsavík í gær. Hér hefur staðið versta hríð i dag og nótt. Vitað er að bílar hafa átt í erfiðleikum með að komast vegina, en Mývatnssveitarbílar komust þó hingað í dag. Ekki léfu þeir samt vel af færðinni. E. J. Bazar Kven- fél. Alþýcíu- 1 flokksins FÉLAGSKONUR eru beðn ar að mæta í kvöld til vinnu á skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu við Hvcrfis- götu. ntwwwwvwvmwmwv i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.