Alþýðublaðið - 15.11.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 15.11.1962, Side 15
r eftir Georges Simenon 1 „AUt.“ „Allt hvað?“ ' . „Að hann heíði fengið sig full saddan áf þeim-. Ég held líka, að hann iiafi átt bát eða bóið á báti. Ég man ekki orðin, en liann horfði á prammana á scrstakan hátt.“ „Haldið þér, að hann hafi ver ið óhamingjusamur?" Aftur sást undrunarsvipur í augum Prófessorsins. „Hvers vegna?” ’ „Saknaði liann ekki fyrra líf- ernis slns?“ Ó, nóg komið af þessu. Það væri betra að vera að drykkju. Og svo féll sólargeisli beint í and lit gamla mannsins og lokaði augnalokum yfir augu, sem van- ari voru nóttunni. „Sáuð þér hann aldrei með gamaili konu, fremur fátæklega klæddri, með stórt, fölt andlit?“ Hann hristi höfuðið. „Hafið þér aldrei séð hann fara inn í hús, taka strætisvagn ejða fara áleiðis til annars borg- arhluta?" „Einu sinni, þegar ég sat á bekk á Vosgestorgi, fór hann fram- hjá.“ „í hvaða átt?“ „Ég er búinn að gleyma því. Hann stanzaði stundarkorn til að horfa upp í gl.ugga á húsi.“ „Hvaða húsi?“ „Húsinu á horni torgsins og Francs-Bourgeoisgötu, á moti tó baksbúðinni.” „Eruð þér viss um, að þér haf ið ekki meira að segja mér?“ „Viss. Þér hafið verið mjög heiðarlegur. Ég hef gert mitt bezta.“ Aumingja Monsieur Beaupere hafði fremur lítið til að skrifa í vaxabókina sína. ' Á sama augnabliki var hús- vörðurinn í stúku sinni að fást við annan lögreglumann, liærra settan, mann, sem virtist vera skapgóður og lék sér að henni eins og köttur að mús. Uppi í íbúðinni voru þeir nú farnir að færa.líkið í þríðju föt in til að taka mynd af því í. Madame Jeanne hefði vafalaust öskrað af hneykslun, ef hún hefði getað sé mennina „sminka“ líkið, eins og gert er við leikara, svo að það liti ekki eins dautt út. Þeir rótuðu í öllu. Þeir ljós- mynduðu allt. Það var mikið um að vera. Á hverri hæð börðu blaðamenn að dyrum til að spyrja leigjendurna spjörunum úr. Einn af þeim hafði reynt að gefa Sardotdrengnum sælgæti með það fyrir augum að „pumpa" hann; drengurinn hafði kastað sælgætinu niður stigann og horft illilega á hann um leið og hann sagði: „Hann var vinur minn!“ Klukkan tólf fjörutíu stigu tveir menn út úr lest á Norður- járribrautarstöðinni, annar mjög feitur, hinn minni, báðir með skjalatöskur úr leðri, og þeir flýttu sér að leigubíl. „Aðallögreglustöðin á Quai des Orfevres. Flýtið yður.“ Þeir virtust mikilvægir, reyktu risastóra vindla og töluðu saman á flæmsku, svo að bílstjórinn skildi ekki orð af því, sem þeir sögðu. Á lögreglustöðinni þurftu þeir ekkert að bíða, og það var stærri maðurinn, sem gekk á und an inn til lögreglustjórans. „Joris Costermans", kynntl hann sig. „Mikil ánægja. Ég tók með mér lögfræðing okkar, Corn elius De Greef, sem því miður talar ekki frönsku. Fenguð þér skeytið frá mér? Hann hefur ekki verið grafinn enn?“ Hánn hafði grátt, stuttklippt hár, rjótt hörund og lyktaði af ilmvatni frá hvirfli til ilja, og hann bauð lögreglustjóranum vindil, sem sá síðamefndi af- þakkaði kurteislega, af því að hann reykti aðeins pípu. „Ég átti von á þessu einhvern tíma, sjáið þér til, því að ég er af gamla skólanum, ekki satt?“ Af hvaða gamla skóla tók hann ekki fram; en hann var sannar- lega ánægður með sig; maður fann það af því hvernig hann lét sig síga niður í stólinn og kross „í fyrsta lagi, eins og þér haf lagði stutta fæturna. ið komizt að, ef trúa má blöðun um, þá er hann ekki fremur Bouvet heldur en ég. Gott! Fyrsta atriði. í öðru lagi er hann ekki heldur Marsh, eins og ég komst að fyrir tíu árum. Annað atriði! Og þér munuð sjá, að málið er enn fólknara en þetta, eins og Cornelius mundi útskýra, ef hann talaði frönsku. Fyrsta ályktun mín er, satt að segja, að frú Marsh, sé ekki frú Marsh, ein- faldlega af þeirri ástæðu, að það er nafnið, sem þau notuðu, er þau gengu í hjónaband í Panama. Hjónaband, sem gengið er í und ir flösku nafni, verður þegar í stað ógilt. Ef svo er, þá er ung- frú Marsh ekki heldur ungfní Marsh.“ Þetta virtist gleðja hann stór- kostlega. „Skiljið þér mig?“ „Ég skil yður. Það sem mig langar til að vita, er hvernig þér komuzt að því, að Marsh er ekki hið rétta nafn hans.“ Costermans deplaði öðru aug- anu, og gerði síðan hið sama framan í Cornelius, sem hann varð að þýða spurningu lögreglu stjórans fyrir. „Það er ósköp einfalt, en jafn framt löng saga. Ég _ er sextíu og fimm ára gamall. Ég veit, að ég lít ekki út fyrir það, en ég er það samt. Og ég eyddi tutt- ugu árum af ævi minni í Kongó. Þekkið þér Kongó? Nei? Það var leiðinlegt. Þegar ég var þrítug ur fór ég þangað á yegum fyrir- tækisins Metals h.f. Ég hafði góð ar tekjur, en ég eyddi öllu, sem ég aflaði. Ég var ógiftur. Ég bjó úti á landinu, og þegar ég fór inn til Stanleyville þarf ég ekki að taka það fram, að ég gaf mér lausan tauminn." „Var það í Kongó, sem þér hittuð Marsh?“ „Marsh, sem ekki er Marsh, en kallaði sig Marsh á þeim tima. Það er rétt. Það væri jfanvel ná kvæmara að segja, að hann hafi elt mig uppi, af því að hann þurfti á mér að halda. Hann hafði keypt réttindi til gullnáms í Uele, og náungar, sem héldu, að þeir væru niðugir, höfðu selt honum svæði, sem þeir héldu, að væri gagnslaust." „Hvaða ár var þeta?“ „1920, skömmu efitr fyrra stríðið. Hann var þá fjörutíu og sjö eða fjörutíu og átta ára gam all“. „Hvers konar maður var hann?“ „Maður, sem ekki talaði mikið, gerði sér stundum upp amerísk- an hreim, en gleymdi honum lika oft.“ " „Drakk hann?“ „Gosdrykki. Hann hafði undir höndum allmikið fé, sem hann vildi ávaxta. Ég held, að umfram allt hafi hann viljað búa úti á landinu, gerast innfæddur, eins og við segjum þár. Þér vitið senni lega ekki um það. Það eru til hvítir menn, sem lialda áfram að vera hvítir, hvar sem þeir eru — siðaðir menn. Sumir þeirra, eins og Englendingar til dæmis, fara í smoking og borða einir í tjöldum sínuifi. Aðrir búa með einni eða flelri innfæddum konum. Margir leggjast I drykkju skap. Loks eru það þeir, sem ger ast innfæddir, missa allan áhuga á þrifnaði sínum og hegðun og hegða sér, eftir nokkur ár, eins og hinir innfæddu”. „Átti Marsh heima í þeim flokki?" „Flokknum fyrir ofan. Við skulum segja, að hann hafi lifað, eins og negrakóngur. Við fórum til lögfræðings í Stanelyville, sem samdi fyrir oklcur stofnskrá fyr- ir hlutafélag, þar sem hinn svo- kallaði Marsh lagði til svo til allt hlutaféið. Það félag er enn til og ég er forstjóri þess. Ouagi námafélagið Cornelius er lög- frSðingur okkar." Sá síðastnefndi virtist skilja, því að hann kinkaði kolli til sam þykkis. „Það kom í ljós, að þetta var góð náma. Ekki frábær. Ekki nóg til að gera okkur ríka, en hún færði okkur góðar tekjur með góðum rekstri. í fimm ár - ég var þarna fimm ár með Marsh — voru helztu erfiðleikar okkar þeir að þjálfa nægilega marga verkamenn og halda þeim síðan. Á sjötta árinu fór ég heim til Belgíu, samkvæmt samkomulagi við hann, til að stjórn skrif- stofu félagsins og fór aðeins einu sinni aftur til Kongó á meðan hann var ennþá þar.“ „Vissuð þér, að hann var kvæntur?“ „Ég hef séð konu hans. Fínn kroppur. Kannski ekki auðveld í umgengni en fín. Ég veit ekki hvernig hún er núna. í gamla daga dró hún allra augu að sér.“ „Elskaði hann liana?“ „Sögðuð þér „elskaði"? Af- sakið, en það er Ijóst, að þér hafið aldrei þekkt hana. Ég hef jafnvel spurt sjálfan mig, hvort það hafi ekki verið til að losna við hana, og hennar líka, sem hann settist að í Kongó. Hann lét hana hafa alla þá peninga, sem hún vildi, svo að hún léti hann í friði. Hvað henni viðvék, þá var hún ánægð með þetta, að geta lifað í munaði í ýmsum stór hótelum Evrópu.“ „Talaði hann aldrei um dóttur sína?“ „Ég held, að. hann hafi efckfrj haft neinn áhuga á henn|. AflP því er börnum við kom, þá vildl ' hann heldur kaffibrúnu bömin/ sem hinar innfæddu frillur hans1 fæddu honum. í lokin var hann ekki umgengnishæfur, og enginn’ innfæddur hefði einu sinni tek- ið upp fyrir hann sólhjálminn.'* „Og hvað vitið þér um hvarf hans?“ * „í fyrstu höfum við ekki sér- legar áhyggjur, bjuggumst við, a3 hann kæmi fram fyrr eða síð- ar. Það er dálítið erfitt þama suður frá að komast að því, hvað verður um fólk. Það var ekkert, sem benti til, að hann hefði orð- ið fyrir slysi, en það var held- ur ekkert, sem benti til, að hann hefði farið af fúsum vilja.“ „Það var ekki fyrr en tveim árum síðar, að ég fór að finna til ótta, grunsemdir, og ég féfck ameríska skrifstofu til að afla meiri upplýsinga um hann. Skil ríki hans sýndu, að hann va® fæddur í Sant Cruz í Kalifom- íu, skammt frá San Franciscoj Ég vissi, að hann hafði búið I síðarnefndu borginni. Skrifstoí an lét mig greiða stórfé fyrir að segja mér aðeins að lokum, að enginn Marsh hefði nokkum tíma fæðst í Santa Cruz né í þvi héraði, og maðurinn hefði sýnl lega tekið sér falskt nafn.“ Ódýrar jólagjafavörur í næsta pöntunarlista. Gerist strax áskrifendur,; Póstverzlunin Miklatorgi. .ftti... MMIIMIMIMi -MIMMMMMl flllMllMIMMII imilllllllMIM] MIIHMIUIMMll MJMIIMIIIIMIII iTllllllHMIIIIf HIIMIMMIIMI HMMMMIMII ...«.lllllllMltMMlMMMIMMMMMMMIMMMIMMI.V.ViíuuMafc .•.'■iViViViViViViiVi ii ii'i n i ii i n i ii 11111 u 1111 u "'V.'.'Vj .................... PViX1 MMMIIIM VuiuMllUrtMMMlUIIIHJUIMIi ...IIIIMMIMIU .IIMlMinilMII iiiiitmmiM’ IIIMMMmt í ALÞÝÐUBLAÐID - 15. nóv. 1962 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.