Alþýðublaðið - 15.11.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.11.1962, Blaðsíða 8
CONOR CRUISE O'BRIEN, fv. full- trúi .SÞ í Katanga, gagnrýnir Hamm arskjöld, fyrrv. aðalframkvæmda- stjóra SÞ, harðlega fyrir afstöðu hans til bardaganna í Katanga í fyrrahaust í bók, sem kom út í London um helgina og kallast „To O’BRIEN gagnrýnir Katanga and Back". O'Brien var mjög umdeildur í starfi sínu í Kat- anga. I bók sinni segir OBrien frá starfi sínu í Katanga og einkum-frá ástand inu í septembermánuði í fyrra, er hersveitir SÞ áttu í bardögum við hersveitir Katangamanna á flest- um stöðum í fylkinu. O’Brien heldur því fram, að Hammarskjöld hafi hjálpað íil við að falsa frásögn Samein. þjóðanna að upptökum bardaganna í Kat- anga í september 1961. MARKMIÐ AÐGERÐANNA. ★ Að þvi er O’Brien heldur fram, var markmið hernaðaraff- gerðanna í Katanga þaff, að neyffa fylkiff til þess aff viðurkenna end- ursameiningu viff affra hluta Kongó, en affalframkvæmdastjór- inn viffurkenndi ekki þetta mark- miff. í þess stað átti Ijann upptök- in aff friffarviffræffum, sem leiddu til dauða hans sjálfs. Heimurinn fékk falsaffa sögu af baksviði bardaganna í Kat- anga, segir O’Brien. — Hann lét heiminn fá opin- bera útgáfu, sem var þannig orð- uð, að þar var leynt því, sem raun verulega hafði gerzt, þannig að það, sem verið hafði virk íhlutun af hálfu Sameinuðu þjóðanna, var látið líta út fyrir að hafa ver- ið varnarráðstöfun. — Þessi orð verða aðdáendum Hammarskjölds sársaukafullur lestur. Eg veit það, þar eð það er einnig sársaukafullt að skrifa þau, segir O’Brien. TVÖ FÖLSK ATRIÐI. Hammarskjöld var kominn til Leopoldville 13. september, án þess að vita, að slegið hefði í bar- daga nokkrum klukkustundum áð- ur með hersveitum SÞ og herliði Moise Tshombe. ★ O’Brien heldur því fram, að frásögn SÞ um, hvemig og livers vegna bardagarnir hófust (skjal öryggisráðsins s/4940 frá 14. september), hafi verið fölsuð í 2 mikilsverðum atriðum: 1. Sí> hóf hernaffaraffgerffina „Morþor“ (indverskt orff, sem þýffir „brjóta”) til þess aff binda endi á affskilnaff Katanga. Fyrir- mælin um, aff hrinda affgerffinni í framkvæmd, barst O’Brien og starfsfélögum hans frá Leopold- ville. En í opinberri skýrslu SÞ var sagt, aff hernaðaraffgerffirnar hefffu veriff framhald tilraunanna til aff handsama alla hvíta mála- liffa í Katangaher. 2. Bardagarnir hófust 13. sept- ember, er indverskar hersveitir sóttu til pósthússins í Elisabeth- ville. Skotiff var á þá frá þaki byggingar þeirrar, þar sem belg- íska ræffismannsskrifstofan var til húsa, en hin opinbera frásögn SÞ hermdi, aff skotið hefði veriff á 1 hersveitjr SÞ er þær voru á leið HAMMARSKJOLD, gagnrýndur. Götumynd frá Elisabethville eftir bardagana í september í fyrra. til S.Þ-bíIskúrs, þar sem tilraun hefði veriff gerff til íkveikju. O’Brien heldur ' því ákveffiff fram, aS ekki hafi veriff tilkynnt um neina íkveikjutilraun. Hann hefffi ekki tilkynnt slika tilraun og honum hefðl heldur ekki ver- iff tilkynnt um íkveikjutilraun. t raun og veru hefffi enginn SÞ- bílskúr verið til. VILLANDI ÚTGÁFA. ★ Aðgerðimar í september voru vlrk og bein tilraun af hálfu SÞ til þess að hrinda sameiningu Katanga og Kongó í framkvæmd, og það var hörmulegt, að aðal- framkvæmdastjórinn fylgdist ekki með aðgerðunum, sem nú höfðu skollið á, án þess að verulegur árangur næðist, segir O’Brien. Samkvæmt upplýsingum, sem þá verandi borgaralegur yfirmaður SÞ í Kongó, Svíinn Sture Linn- er, hefur veitt, var Hammarskjöld ekki skýrt frá áætlunum um að- gerðirnar fyrirfram, en áætlunum þessum var hmndið í framkvæmd að frumkvæði Linners og ráðu- nauta hans. Hann hlaut þó að hafa gert sér grein fyrir markmiðinu samkvæmt skýrslum þeim, er hann seinna fékk. Hann hafði þá um tvær leið- ir að velja. Ef hann hefði verið ósamþykkur aðgerðunum hefði hann getað tekið stjórnina í sínar hendur, vikið þeim Linner og ráðunaut hans, Mahmoud Khiary, og O’Brien, sem bar ábyrgð á að- gerðunum, úr embætti, á þeirri forsendu, að þeir hefðu farið út fyrir verksvið sín, og síðan átt frumkvæði að friðarsamningum. Að öðrum kosti hefði hann get- að reynt — ef hann hefði verið samþykkur aðgerðunum — að sjá um, að þær yrðu framkvæmdar til fulls og rökstyðja þær með á- lyktunartillögum, sem áður höfðu verið samþykktar af SÞ og kváðu- uin valdbeitingu, ef hættuástand skapaðist í Kongó. j Hins vegar gerði hann hvorugt. Hann valdi þriðju leiðina — en hún var sú, að gefa heiminum þokukennda frásögn af því, sem gerðist í Katanga. HVERS VEGNA? Ef Hammarskjöld gerðist sekur um falsanir, eins og O’Brien stað hæfir, hvaða ástæður voru þá til þess? O’Brien hefur þrjár hugsan- legar skýringar. í mannlcgu tilliti hafffi ástand- ið í Katanga meiri áhrif á Ham- marskjöld en flesta affra, og þetta kann aff hafa orffiff honum sterk hvöt til þess aff reyna aff koma á einhvers konar friffi. í pólitísku tilliti lögffu Bretar hart aff honum aff annaff hvort réttlæta bardagana effa aff binda endi á há. Og þessa viðleitni Breta áleit Hammarskjöld „ógn- un viff allar hugmyndir um emb- ætti affalframkvæmdastjórans eins og hann hafði gert þaff aff.“ í sálfræffilegu tilliti var hart lagt aff Hammarskjöld, ekki aSeins vegna sífelldra illyrffa Rússa í hans garff, heldur einnig vegna gagnrýni vestrænna ríkja, Auk þess telur O’Brien, aff Hammar- skjöld hafi þjáffst af vissri sektar- kennd vegna „nauffsynjar þess, að rjúfa friff þann, sem ríkti í Kat- anga.“ O’Brien, sem lét af störfum í utanríkisþjónustu Ira til þess að semja þessa bók, er nú vararektor Ghana-háskóla í Aecra. LINNER gagnrýndur I 3 T5. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.