Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 1
43. árg. - Tdstudagur 16. nóvember 1962 - 253. tbl. Diplomatiskar aðgeröir gegn Loftleiðum Sjá bak MIKLUM ARANGRI NAO FYRIR ÍSLENZKA ALÞÝDU - Sagöi Emil í setningarræðunni ÞAÐ hefur átt sér stað gerbreyt- ing á hinu islenzka þjóðfclag’i síð- 345 SÖFNUNIN fyrir börnin í Al- sír er nú orðin alls 345 þúsund þrónur, og er þó vitað um all- miklar upphæSir, sem ekki er búið að koma til blaðsins. Alþýðublaðíð þakkar og minnir enn á, að þörfin cr mikil. Hér fer á eftir listi yfir get- endur og gjafir dagana 12.— 15. nóv.: Solveig, Akureyri 100.00 P. U. 500.00 Framhald á *4. siðu. ustu áratugina, sagði Emil Jóns- son formaður Alþýðuflokksins í setningarræðu sinni á 28. þingi Álþýðuflokkslns sem hófst í gær- kveldi. Og I þeim málum, er Al- þýðuflokkurinn hefur látið sig mest skipta, þ. e. í atvinnumálum og félagsmálum, hafa umskipti orðið mest sagði EmU. Emil sagði, að atvinnuleysið, hinn forni fjandi íslenzkrar al- I þýðu væri nú gersamlega horfið. Árið 1956 hefðu verið *ett lög um i Atvinnuleysistryggingar, en svo giftusamlega hefði tekizt tU, að atvinnuleysistryggingasjóðurinn hefði orðið að verja mjög litlum fjárhæðum í atvlnnuleysisbætur. Emil sagði, að brúttótekjur sjóðs- ins hefðu numið 77.4 mlllj. árið 1961 en á þvi ári hefði aðeins þurft að greiða 900 þús. kr. í at- vinnuleysisbætur eða aðeins rúm- lega 1% af brúttótekjunum. Sýndi það vel hversu gott atvinnuástand væri nú. Væru umskiptin vissu- lega mikil frá því er verið hefði á kreppuárunum, þegar menn hefðu orðið að ganga atvinnulausir lang- tímum saman. Aðra staðreynd kvaðst Emil vilja nefna er sýndi ánægjulcga þróun í atvinnumálum. Hann sagði, at atvinnutekjur úti á landi hefðu aukizt mjög mikið og meira en í Reykjavík. Athugun hefði leitt í Ijós, að árið 1961 hefðu at- vinnutékjur allra stærstu kaupstað anna utan Reykjavíkur verlð meiri en í höfuðborginni. Væru þetta mikil og góð umskipti frá því, er áður hefði verið, er át- vlnnuleysi hefði verið mikið úti | á landi. Emil sagði, að þessar breytingar ættu rætur sínar að rekja til þeirrar miklu atvinnu- j uppbyggingar, er átt hefði sér stað úti á landi. Byggðar hefðu verlð. ný jar f iskvinnslustöðvar og ný, fiskiskip fengin til þessara staða. | Útfærsla fiskveiðilandhelginnar I ætti einnig vafalaut stóran þátt í þessari hagstæðu þróun og mættu menn vel minnast þess í því sam- bandi hversu góð og farsæl lausn hefði fengizt á landhelgisdeil- unni. Emil vék að hinum miklu vinnu deilum og vinnustöðvunum, er átt hefðu sér stað undanfarin ár. Hann sagði, að því miður hefði niðurstaðan eftir löng og erfið verkföll oft orðið sú, að upp hefði á skömmum tíma étizt sú hækkun, er fengizt hefði í vinnu- deilum. Hlyti þvi að því að reka að verkalýðssamtökin réðu í þjón ustu sína sérfróða menn, er verið gætu verkalýðsfélögunum til ráðuneytis um það hvernig haga bæri kaupgjaldsbaráttunni þann- ig að hún mætti bera betri árang- ur en verið hefði. Slíka leið hefðu verkalýðssamtökin farið i ná- grannalöndum okkar með góðum árangri. Emil sagði, að tekjur þjóðarinnar færu stöðugt vaxandi og þess vegna ættu hinir vinnandi menn að geta fengið hækkað kaup og aukna kaupgetu ef rétt væri á xnálum haldið. Sagði Emil, að Alþýðuflokkurinn ættl að belta sér fyrir því, að ný; vinnubrögð yrðu upp tekin í þessu efni. Emil sagði, að undanfarið hefði það gerzt að ýmsar hinna hæst launuðu stétta þjóðfélagsins hefðu tekið verkfallsvopnið í sína þjónustu, en það vopn væri vissu- lega tvieggjað. En jafnframt kvað Emil það hafa gerzt að frjálst sam kómulag hefði náðst um það — tvívcgis — að dómur skyldi skera úr deilum, ef samkomulag næðist ei eftir öðrum leiðum milli deiluað- ila. Slíkt samkomulag hefði náðst milli sjómanna og útvegsmanna I sambandi við verðlagsdóm þann er stofnseHur hefði verið til þess að skera úr um fiskverð og slíkt samkomulag hefði einnig náðst hjá opinberum starfsmönnum í sambandi við kjaradóm ,þann, er komið hefði vcrið á fót til þess að skera úr um laun þeirra. Yrði fróðlegt að sjá hvemig þessir kjaradómar myndu reynast. — Emil sagði, að pólitískir and- stæðingar Alþýðuflokksins hefðu mjög notað kjaramálin til pólit- iskra árása á Alþýðuflokkinn einkum í sambandi við lausn síld- veiðideilunnar sl. sumar. En fyr' ir Alþýðuflokknum vekti það eitt í sambandi við kaupgjaldsmálin að bæta kjör launþega eftir raun- hæfum lelðum. Þá vék Emil að félagsmálum Hann sagði, að Alþýðuflokkurinn hefði ætíð barizt fyrir félagslega öryggi og einnig á því sviði hefði mikill og góður árangur náðst fyrir frumkvæði Alþýðuflohksins. Það hefði tekizt að auka og bæta tryggingarnar mjög mikið á síð- ustu árum. Gerbreyting hefði orð- ið á sviði tryggingamála 1960 og tryggingabætur hefðu verlð stór- hækkaðar og hefði sú breyting, er þá hefði verið gerð, fært okkur á bekk með N-löndunum, er stæðu einna fremstar á þessu sviði. t fyrra hefði einnig orðið góð breyt- ing með afnámi skerðingaráhvæð- anna og nú lægi fyrir alþingi frumvarp er einnig fæli í sér stóra breytingu, þ. e. þá að gera allt landið að einu verðlagssvæði. Frnmhald á 15. síðu. MYNDIR frá flokksþing- inu: Efst til hægri sést Emil Jónsson setja þingið. Á mynd inni fyrir neðan, til vinstri ræðlr Friðjón Skarphéðins- son við- Sigurð Ingimundar- son. Til hægri: Jón Axel Pétursson og Bragi Sigur- jónsson, þingforseti. Mynd- irnar tók Gísli Gestss.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.