Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 2
KLiRYÐIOBIWÐ m dltst]6rar: Gísli J. Astþórsson (áb) og Benedlkt Gröndal,—ABstoBarrltstJön fijörgvin Guðmuudsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Slmar: 11900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasimi: 14 906 — Aðsetur: AlþýöuhúslC. - Prentsmiöja A’þýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald gr. 65.00 6 mánuði. 1 lausasöiu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Aiþýðufiokkurina — Fram- kvæmdastjóri: Asgeir Jóhannesson BOÐAR STRÍÐ GEGN DÓMSTÓL UNUM HANNIBAL VALDIMARSSON forseti Alþýðu sambands íslands lýsir því yfir í Þjóðviljanum í gær, að hann muni hafa dóm Félagsdóms að engu og láta „lýðræðislegan meirihluta“ Alþýðusam- Íoandsþings skera úr um það, hvort taka beri Lands- samband íslenzkra verzlunarmanna inn í ASÍ eða ekki. Hannibal gengur hér feti framar en aðrir ficommúnistar, er hann lýsir því beinlínis yfir, að ftxann muni ekki beygja sig fyrir dómstólunum. Moskvukommúnistar hafa haft vit á því lengi und ■ anfarið að skáka ekki dómstólum landsins en nú þykist Hannibal Valdimarsson þess umkominn að vefengja rétt dómstólanna til þess að kveða upp | dóma. Það verður því vart greint lengur, að Hanni- foal hafi um langt skeið átt heima í lýðræðisflokki j áður en hann gekk kommúnistum á hönd. Sannleikurinn er sá, að það þýðir ekkert fyrir Hannibal að velta því fyrir sér, bvort næsta þing '' Alþýðusambandsins eigi að sætta sig við dóm Fé- lagsdóms eða þá að láta atkvæðagreiðslu á þingi 1 ASÍ skera úr um upptöku LÍV. Félagsdómur hef- ur þegar fellt sinn dóm og samkvæmt honum var synjun síðasta þings ASÍ á upptöku LÍV ólögmæt. Allt mál LÍV fyrir Félagsdómi var rekið á þeim ’ grundvelli, að síðasta þing ASÍ hefði ekki haft Sieimild til þess að synja upptöku LÍV. u. Það er álit lögfræðinga, að eftir að Félagsdóm- tir hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að samþykkt síðasta þings ASÍ um að útiloka LÍV frá ASÍ, hafi j verið ólögmæt, þá sé LÍV í rauninni þegar orðið 1 aðili að ASÍ og það þurfi ekki að bera neina inn- iökubeiðni' upp á ny á næsta þingi. Hins vegar geta. i kommúnistar að sjálfsögðu reynt að fella kjörbréf fulltrúa LÍV á sama ’hátt og þeir geta reynt að vísa frá kjörbréfum allra annarra félaga, er lýðræðis- einnar ráða. En þeir geta ekki neitað því að LÍV eigi að vera í ASÍ. S Eins og stendur hafa fulltrúar LÍV því jafn mik- 1 ínn rétt til setu á næsta þingi ASÍ eins og t. d. full- trúar Dagsbrúnar. Ef kommúnistar hyggjast hindra ; fúlltrúa 'LÍV í því að greiða atkvæði á þinginu, er ; þar um hreint ofbeldi að ræða. Og ef fulltrúar LÍV : fá ékki að taka þátt í störfum næsta þings ASÍ eins i og .fulltrúar annarra aðildarfélaga ASÍ er unnt að j -da^ma allar gerðir þingsins og þár með kjör stjórn 1 orinnar ólöglegt. Kommúnistar verða því að velja : um það, hvort þeir ivilja fara að lögum eða gera sam ! tök verkalýðsins að skrípastofnun. I r— ....—IIIIHII.I IIIIIH !■! IWMIIWIIHIITT II I Jl Auglýsingasíminn er 14906 —r—------------------------------------ 2 16. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Haustsýning heimilistækja í sýningarskálanum Kirkjustræti. SYND ERU Westhinghouse, Kithen Aid, Grepa, Creda Levin, Vaskebjörn, Colston og Ballerup- heimilistæki. Sýningin er opin daglega kl. 14—22. Véladeild HANNES Á HORNINU ★ Hitaveitán er mikið heil brigðismál. ★ Breiðist út um alla Reykjavík. ★ Bréf frá póstmeistara. & Um frímerkjasölu o. fl. LÆKNIR HELDUR ÞVÍ FRAM að hitaveitan hafi dregið nijög úr kvefi í Reykjavík, að minnsta kosti verði ekki annað ráðið þegar borin eru saman kveftilfelli áður en hitaveitan kom og nú. Þetta eru merkileg tíðindi og sýnir enn hvað hitaveitan er mikið heilbrigðismál en ekki aðeins lausn á upphitun húsa. Hitaveitan breiðist smátt og smátt út um alla Reykjavík og eiu mitt nú er verið að setja hana inn I fjölda mörg hús í hinum nýju hverfum. ÞEGAR FVRSTA STIGI hita- veitunnar var lokið, sagði einhver af forystumönnum framkvæmd- anna, að aðalvandamálið, sem hún færði fólki, yrði ekki það að fá nægilegn hita heldur hitt að kunna að tempra hann, það er, að kunna að skrúfa fyrir. Ef menn kynnu það ekki þá mundi varminn frá henni gera menn smátt og smátt að aukvisum. Ég held að enn hafi hún ekki dregið(þrek úr fólki Hún hefur reynst okkur vel í alla staði — og orðið okkur til heilsubótar eins og lækirinn heldur fram. MATTHÍAS GUÐMUNDSSON póstmeistari skrifar mér eftirfar- andi: „Vegna bendingar um frí- jmerkjasölu o.fl., sem kom fram í dálki þínum þann 10. nóv. sl. vil ég gefa eftirfarandi upplýsingar- 1. Frímerki eru seld á um 40 stöð um í borginni, 10 af þeim hafa svo- kölluð kvöldsöluleyfi, þ.e. opið til kl. 23.30. 2. Frímerkjasölur, sem hafa viðurkenningu póst- og síma málastjórnarinnar fá greidd ó< makslaun, 4% og er það sam- kvæmt lögum. 3. Varðandi það at« riði, að póstkassar séu við frí- merkjasölur eða nálægt þeim, má geta þess, að reynt hefir verið a3 hafa hliðsjón af þessu, en það fer ekki alltaf saman. Póstkassarnir eru mun fleiri én frímerkjasölum ar, eða um 60 talsins. Þeir eru los aðir þrisvar á dag og eru m.a. staðsettir eftir dreifingu íbúðar- húsa og eftir því hve mikið póst magn berst að á hverjum stað. 1 FRÍMERKJASALAN í borginni er stórt þjónustuatriði við íbúana, sem reynt hefur verið að ráða fram úr eftir föngum. Því starfi verður áfram haldið, eftir því sem ástæður leyfa. Æskilegt hefði verið að hægt væri að dreifa frímerkjasjálfssöl um um bæinn, en á því eru litlir möguleikar eins og er, vegna mynt arinnar, en það mál er þó í athugun TILLÖGUR BORGARBÚA um endurbætur á einu eða öðru á framkvæmd póstmála höfuðstað- arins, eru ekki aðeins eðlilegar^ heldur engu að síður nauðsynlegar Eftir því sem samstarf borgaranna verður nánara við póstmannastétt ina, þess árangursríkari verður þjónustan, sem hún lætur í té“,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.