Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 5
SEGIR ÁKI JAKOBSSON IiANDSSAMBAND íslenzkra verzlunarmanna er þegar orðið að'- ili að Alþýðusambandi íslands, sagði Áki Jakobsson, hrl. í viðtali við Alþýðublaðið I gær, en Áki flutti mál LÍV fyrir Félagsdómi. Áki kvaðst hafa lagt höfuðá- Iierzlu á það fyrir Félagsdómi, að synjun síðasta þings ASÍ á upp- töku LÍV í ASÍ hefði veri'ð ólög- mæt. Þetta sjónarmið hefði dómur Félagsdóms staðfest og því værl LÍV í rauninni orðið aðili að ASÍ og hefði orðið það daginn, sem dómurinn var upp kveðinn. Það kemur því ekki til mála að bera upp inntökubeiðni á næsta þingi ASÍ og láta atkvæðagreiðslu skera Úr um upptöku LÍV í ASÍ, sagði Áki. Slíkt væri í rauninni hið sama Og að greiða atkvæði um það, hvort dómur Félagsdóms ætti að gilda eða ekki. Félagsdómur hefur þegar fellt þann dóm, að LÍV skuli vera f ASÍ og því verður ekki breytt. Alþýðublaðið spurði Áka, hvort Dæsta þing ASÍ yrði ekki að fjalla um kjörbréf LÍV. Hann sagði, að Loftleiðir Framhald af 16. síðu. Loftleiðir fara 11 sinnum í viku vestur um haf og flytja 70 þús- und farþega á ári, en SAS fer 21 ferð á viku, en flytur ekki nema 80 þúsund farþega á ári. Þessar tölur birtust í brezka hagfræðiritinu Economics, en þar segir, að SAS hafi lélegasta sæta- nýtingu allra félaga, sem eru í IATA. Sætanýting SAS er undir 50%, en talið er, að sætanýting þurfi að vera a. m. k. 55% til að flugfélag geti borið sig. Blaðið segir, að ef hægt væri að losna við samkeppni Loftleiða færi SAS að bera sig. Tap SAS árið 1960 nam rúm- lega 700 milljónum (ísl. króna), árið 1961 nam tapið tæplega 750 milljónum (ísi. króna), en reiknað er með að tapið í ár nemi um 250 milljónum (ísl. króna) LUFTHANSA og ALITALIA eru rekin með tapi, en hafa eng- ■ an áhuga á fargjaldalækkun yfir Atlantshaf. SAS vill setja skrúfuvélar á Ameríkuleiðina, en þá fá þeir að lækka fargjöldin. SAS þarf ekki fjárhagslega að- stoð frá stjórnum (iandanna heldur Siðferðilegan stuðning í þeim samkeppnisaðgerðum, sem fram- Undan eru-. Slík aðstoð verður vafalaust látin í té, segir Afton- bladet að lokum. Haraldur. vissulega mundi þingr ASÍ verða að ASÍ gæti þingið ekki greitt at- band íslands, að veita launþega- að fjalla um kjörbréf LÍV á sama kvæði, þar eð Félagsdómur hefði sambandi um upptöku í ASÍ, ef hátt og það mundi fjalla um kjör- þegar ákveðið hana. Dómurinn hann uppfyllti öll skilyrði til aðild- bréf annarra félaga og sambanda, hefði komizt að þeirri niðurstöðu, ar. Og engin atkvæðagreiðsla sem í ASÍ væru. En um aðild LÍV að óheimilt væri fyrir Alþýðusam- á þingi ASÍ gæti breytt þeim dómi. Ályktunin úr gildi Framh. af 16 síðu skoðunar varnarsamningsins nema til komi ný ályktun Alþingis. 2. mgr. ályktunarinnar frá 28. marz 1956 hljóðar þannig með leyfi hæstv. íorseta: „Með hliðsjón af breyttum við- horfum síðan varnarsamningurinn 1951 var gerður og með til- j liti til yfirlýsingar um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á frið- artímum, verði þegar hafin endur- skoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp með það fyrir augum að' íslendingar annist sjálfir gæzlu og. viðhald varnarmannvirkja, þótt. ekki hernaðarstörf og herinn: hverfi úr landi. Fáist ekki sam- komulag um þessa breytingu, verði málinu fylgt eftir með upp- sögn samkv. 8. 7. gr. samningsins“.. Lengri er ályktunin ekki. Greini; lega er þar tekið fram, að ákvörð- unin um endurskoðun varnarsamn; ingsins og uppsögn hans er byggð á breyttum viðhorfum frá því 1951. í ræðu flm. þáltill. kemur skýrt fram, að þeir telja, að frið- arhorfur í heiminum hafi 1956 aukizt svo mjög frá 1951 að jafna megi við ástandið 1949, er við gerðumst aðilar að Atlantshafs- bandalaginu og ekki var talin þörf varnarliðs á íslandi. Vitnað var til ummæla forseta Bandaríkjanna um, að styrjöld væri næstum því óhugsanlég og talað var um friðar- andann frá Genf. Á grundvelli ályktunarinnar frái -28. marz 1956 fóru fram viðræður við ríkisstjórn Bandaríkjanna um endurskoðun varnarsamningsins haustið 1956. Innrásin í Egypta- land stóð þá yfir og blóðbaðið í Ungverjalandi ógnaði heimsfriðn- um. Mönnum var þá ljóst að ófrið- arhættan var orðin meiri og alvar- legri og bráðari en nokkru- sinni fyrr frá stofnun Atlantshafsbanda-. lagsins. Friðarhorfurnar, sem voru grundvöllur ályktunarinnar frá 28. marz 1956, voru ekki lengur til staðar. Vonirnar höfðu reynzt tál- vonir. Þáv. ríkisstj., sem naut stuðnings Alþfl., Alþb. og Frams- fl. samtals 33 þm. virti þessa stað- reynd og ákvað að halda ekki áfram um sinn umr. um endurskoð- un varnarsamningsins og brottför varnarliðsins frá íslandi. Þegar ríkisstj. flutti Alþingi skýrsiu um þessa ákvörðun í desember 1956; lét stjórnarandstaðan, sjálfstæðis- menn, í ljósi ánægju sína. Það má því segja. að í desember 1956 hafi ríkisstj. studd af 33 alþm. og stjórnarandstaðan, 19 sjálfstæðis- menn verið á einu máli um, að forsendur þær, sem þál. frá 28. marz 1956 var byggð á; yæru óum- deilanlega hrundar, og ekki væri þá grundvöllur fyrir endurskoðun varnarsamningsins eða kröfunni um brottför varnarliðsins. Eftir þetta gat endurskoðun varnarsamn- ingsins' að sjáifsögðu aldrei íarið fram á þeim grundveiii. sem á- lyktun frá 28. marz 1956 hyggðist á. Ætti að taka endurskoðun varn- arsamningsins og kröfuna um brott för varnarliðsins upp siðar, urðu ný og breytt viðhorf að koma til og ný ályktun Alþingis um, að þau réttmættu uppsögn samnings- ins. Síðan þetta gerðist, eru liðin 6 ár. Á þessum árum nafa þm. Al- þb. hvað efir annað borið fram á Alþ. till. um brottför varnarliðsins. Þessar till. hafa engan stuðning hlotið í neinum hinna floickanna. Sýnir þetta, að Alþb. telur þörf nýrrar ályktunar, ef' krefjast á brottfarar varnarliðsins, þar eð á- lyktunin frá 28. marz 1956 sé ekki i fullu gildi og að tili. um slíka ályktun nýtur einskis stuðnings utan Alþb. Fullyrðing síðari mgr. hinnar rökst. dagskrár um, að 4- lyktunin frá 28. marz 1956 sé enn í fullu gildi, er því 'röng. Grund- völlur ályktunarinnar hrundi haustið 1956' að mati þáv. stjórnar- flokka studda af stjórnarandstöð- unni og engin ríkisstj. getur bor- ið þessa ályktun fyrir sig sem vilja Alþingis, nema ný ályktun komi til. Ég tel ekki rétt, að til atkv. komi tillaga á Aiþingi, sem felur í sér slíka rangfærslu á fyrri á- lyktun þingsins og tel því nauð- synlegt, að þingið sjálft leiðrétti málfærslu tillögumanns með því að fella niður úr siðari mgr. hinn- ar rökst. dagskrár orðin „samkv. skýlausri samþykkt Alþingis frá 28. marz 1956, sem enn er í fullu gildi“. Leyfi ég mér að afhenda hæstv. forseta skrifl brtt. um þetta efni. 5 bækur NOKKRAR nýjar bækur era væntanlegar á markaðinn frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs un)» eða eftir næstu helgi. Bókavcrtíðiií er að hefjast, sagði forstjöri bóka- útgáfunnar í viðtali við fréttamenB í gær. Út kemur fvrri bindi Stefáns frá Hvítadal, eftir Ivar Orglancl, núverandi lektor í Lundi. Sóimán-* uður, ný ljóðabók eftir Þóroddi Guðmundsson frá Sandi væri að koma út, ennfremur smásagna- safn eftir Jökul Jakobsson, sem nefnt væri eftir heiti einnar sög- unnar Næturheimsókn. Smásagna-* safn eftir Rússann Tsékov í þýð- ingu Geirs Kristjánsson væri og væntanlegt á markaðinn, en Geir þýddi smásögurnar úr fnummáU inu- Loksins koma Játningaí Ágústínusar kirkjuföður. SÖLTUN Hjá Haraldi Böðvarssyni, vai* bæði saltað óg fryst í gærkvöldi. Síldin var allgóð, en nokkuð blöncl uð. Hún var öll veidd 40—50 mílur undan Jokli. Síldin, sem veiddisí á Selvogsbanka var hins vegav smá og fór öll í bræðslu. Tíu síldarbátar voru á sjó frá Akranesi í nótt. Afli línubáta 4 Akranesi hefur verið mjög treguir undanfarið, 3—4 tonn í róðri. Vel gekk að kasta, en aflinn var rýr Viðtal við skipstjórann á bv. Hallveigu Togari Framhald af 16. síðu. reyndu að komast um borð, vay þeim meinað það. Togarmn sigldl síðan af stað og hófst þá eltmgar— leikur, sem stóð í alla fyrrinótfc djúpt út af Vestfjörðum. Á meðai» á þessu stóð, kom brezka herskip- ið Russel á staðinn, cn það va^ ekki fyrr en um klukkan 10 í gær- morgun að skipstjórinn á Lordin- um samþykkti að halda til hafnar. Voru skipin þá stödd 20 sjómílur- norður af Horni. Albert kom með togarann tíl ísafjarðar um klukkan þrjú í gær, Ekki hafði verið ákveðið í gær- kveldi, hvenær skipstjórinn kæmi fyrir rétt, og óvíst, hvort það yrðl; á ísafirði. Það mun hafa lcikiíí grunur á því, að einhver jir skip-* verjanna og skipstjórinn hefðtt verið undir áhrifum áfengis. "f Lord Middleton er gamall togarf, byggður 1936. Skipherra á Rán es* Garðar Pálsson og á Albert Lárui» Þorsteinsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ átti í gær j stutt samtal við skipstjórann áj Hallveigu -Fróffadóttur, Guffbjörn Þorsteinsson. Hallveig er eins og kunnugt er á síldveiðum undan Jökli. Guðbjörn sagði að þeir hefðu kastað einu sinni á miffvikudags- kvöldið1 en lítið fengiff. Sfldin hefði staðiff mjög djúpt, eins og hún vilái oft gera, þegar bjart er af tungli. Hann kvað kastið hafa gengið vel og ekkert borið á þcim erfið- leikum, sem háffu þeim í fyrra- sumar. „Þær breytingar, sem gerð ar hafa verið eru áreiðanlega til mikilla bóta“, sagði hann. „Því þetta er mikið betra, heldur en þaff var í sumar“. Guffbjörn sagði, að nokkuff væri um sild þarna, og virtist hún góff. Aberandi væri þó minna um síld en til dæmis í fyrrahaust. Þegar blaðið talaffí viff Guðbjörn, var austan kaldi og ekki veiðiveff- ur, og ekki útlit fyrir að svo yrði í gærkveldi. Bjóst hann viff, aff þeir kæmu jafnvel inn í dag, ef veffur ekki skánaffi, því eftir væri að gera ýms ar smálagfæringar, sem ekki hefffi unnizt tími til aff gera, áður en haldiff var úr höfn. Guffbjörn sagff;, aff fimmtán bátar hefðu veriff þarna á miðvikudagskvöldiff, en ekki hefffu nema þrír þeirra fengið síld. Eins og. áður hefur veriff frá greint hér í blaðinu, er hér affeins um tilraun að ræffa, en gangi hún vel, má búast viff, aff fleiri togarar stundi síldveiffar, þegar samningar hafa tekizt. HAGKAUP i i ■% er póstverzlun, sem gefur ut pöm unarlista meff ódýrum vörum. , j Pöntunarlistarnir eni affeins sendir áskrifendum — gerist á-» skrifendur nú þegar — pantið sjálf. Póstverzlunin jHlitMllMtlM AiMllllttlMltL HllrlMllllltlllJ UIIIKIMIIIillll MIIIIIIIIIIIMII MllllllllllHlir \ltttfll...... '.XSSíSiSSBS Miklatorgi. IIIMItllltllil» miiiMiniiMM 'iiiiiiiHmiw* HHHIHUN* , IIIIIIIIUN* ALÞYÐllBLAÐIÐ - 16, nóv. 1962 §|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.