Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 13
island i
Framhald aí 7. síðu.
ingshafta á grundvelli sáttmála
Alþj óðaiollmálastofnunarinnar
Efnahagsband f.agiS hefur átt
viðræður við aðrar þjóðir innan
Alþjóðatollmálastofnunarinnar um
lækkun sameiginlega tolisíns. Voru
þar í fyrsta lagi viðræður vegna
þeirra tollalækkunar, sem sameig
inlegi tollurinn felur í sér fyrir
lönd utan bandalagsins, og hafa
þessar viðræður verið nefndar
„compensations“-viðræðurnar. Lít-
ill árangur varð af þeim. Á þessu
ári var hins vegar undirritaður
samningur milii Efnahagsbanda-
lagsins og Bandaríkjanna og Efna
hagsbandalagsins og nokkurra
annarra þjóða um 20% lækkun
sameiginlega tollsins á nokkrum
iðnaðarvörum gegn sams konar
tollalækkunum gagnaðilans. Þessir
samningar voru árangur viðræðna
sem fram höfðu farið innan A1
þjóðatollmálastofnunarinnar að
frumkvæði Bandaríkjanna, og hafa
yfirleitt verið kenndar við núver-
andi fjármálaráðþerra Bandarikj-
anna, Mr. Dillon, og nefndar „Dill
on-viðræðurnar.“ Bandaríkjastjóm
er mjög fram um að halda áfram
á þeirri braut að lækka tolla í við
skiptum milli Bandaríkjanna og
ríkja Efnahagsbandalagsins. Hefur
bandaríska þjóðþingið nú nýlega
heimilað forsetunum all víðtækar
tollalækkanir. Samkvæmt lögum
þeim, sem þingið samþykkti og
bera nafnið „Trade Expension Act“
getur Bandaríkjaforseti samið um
allt að 50% lækkun tolla og algert
afnám tolls af þeim fáu vöruteg-
undum, sem Bandaríkin og Efna-
hagsbandalagsríkin verzla svo til
pinvörðungu sín á milli. Búast ma
Við, að viðræður um tollalækkanir
samkvæmt þessum lögum hefjist
innan Alþjóðatollmálastofnunarinn
ar á næsta ári. Samkvæmt reglum
stofnunarinnar verða auðvitað öll
aðildarríki hennar aðnjótandi þess
ara lækkana samkvæmt beztu-kjara
ákvæðum milliríkjasamninga.
Þessar viðræður Bandaríkjanna
pg Efnahagsbandalagsins munu þó
engan veginn leysa vandamál ís-
lands, því að þær taka ekki til sjáv
arafurða, en Bandaríkin og Efna
hagsbandalagsríkin verzla sárlítið
með jsjávrafurðir sín í milli.
Þessar umræður munu liklega
ekki heldur snúast um aðrar vörur
sem okkur skiptir máli. Það er
mikilvægt, að menn geri sér þessa
staöreynd Ijósa, þ.e.a.s. að væntan
Íegar tollaviðræður Efnahagsbanda
lagsins og annarra ríkja innan Al-
þjóðatollamálastofnunarlnnar
munu ekki leiða til lækkunar tolla
á þeim .vörum, sem við höfum á-
buga fyrir. Það er ennfremur
nauðsynlegt, að menn geri sér
Jjóst, nð engin önnur þjóð en við
hefur verulegan áhuga á lækkun
tolla á sjávarafurðum, nema Norð
menn og Danir. Búast má hins
vegar við, að áhugi þeirra á lækk
un tolla á sjávarafurðum hverfi úr
sögunnj, þegar þeir eru orðnir að-
ilar að Efnahagsbandalaginu og
liáir tollar þess á sjávarafurðum
eru orðnir verndartollar fyrir þá.
íslendingar yrðu því sjálfir að hafa
forgöngu um samninga um tolla-
lækkanir. Ef íslendingar velja þann
.kostinn að standa algjörlega utan
Efnahagsbandalagsins, tel ég senni
legt, að þeir gætu með samningum
við bandalggið komið fram ein
liverri lækkun sameiginlega tolls
ins á sjávarafurðum gegn samsvar
andi lækkun tolla á þeim iðnaðar
vörum, sem íslendingar flytja inn.
Fari svo, að aðrar fiskútflutnings
þjóðir í Evrópu gerist aðilar að
bandalaginu, mundu ekki aðrar
Evrópuþjóðir en íslendingar
njóta góðs af þessum lækkunum í
verulegum mæli fyrst um sinn, og
ætti það að auðvelda samninga.
Slíkir samningar um tollalækk-
anir gætu að sjálfsögðu dregið veru
lega úr því fjárhagstjóni, sem ís-
lendingar að öðrum kosti yrðu fyr
ir, ef þeir stæðu utan Efnahags-
bandalagsins. Það er hins vegar
mikilvægt, að menn geri sér Ijóst
að þeim árangri, sem ná má með
þessari leið, eru takmörk sett. í
fyrsta lagi verður að gera ráð fyrir
að ekki takist að ná samningum
um afnám tollanna, heldur aðeins
um lækkun þeirra. í öðru lagi er
hinn sameiginlegi tollur bandalags
ins á sjávaratfurðum tiltölulega hár
þannig að um tilfinnanlegan toll-
múr yrði að ræða, jafnvel þótt
veruleg lækkun á tollunum fengist
íslendingar mundu því varla geta
öðlazt jafna samkeppnisaðstöðu
við keppnauta sína með þessu móti
þar eð allir helztu keppinautamir
yrðu væntanlega innan bandalags
ins. í þriðja lagi er hugsanlegt, að
hin sameiginlega stefna bandalags
ins í sjávarútvegsmálum feli það
í sér, að tekið verði upp einhvers-
konar markaðsskipulag á viðskipti
með -sjávarafurðir, er torveldi fisk
sölu þjóða, sem utan bandalagsins
standa. í fjórða lagi er sennilegt,
að samningar um tollalækkanir
íengiust ekki gerðar nema til til-
tölulega skamms tíma. Ef svo væri
mundi bv£ veruleg óvissa vera
ríkiandi. i þessum efnum, og er
hætt við, að bað dragi úr viðleitni
til að efla útflutning til Efnahags-
bandaiagssvæðisins. í fimmta lagi
mundi slíkur samningur eflaust
aðeins taka til tollalækkana á sjáv
arafurðum. Lítil von er til bess,
að Efnahassbandalagið vildi okkar
vegna brevta því skipulagi, sem
væntaniesa verður á viðskiptum
með sanðfiárafurðir og ætlað er
til verndnnar sauðfjárrækt á Efna
hagsbandalagssvæðinu enda
mnndu bá um ieið verða opnaðar
gáttir fvrir stórframleiðendum,
gins os Nt>ia-Siálandi. Það er einn
ig óhuesandi. að Efnahagsbanda-
lasið vrði reiðubúið til þess að
drasa úr vernd alúminíumiðnaðar
sfns seen risaiðnaði Bandarikjanna
og Kanada. hvað bá afnema hann.
til þess eins að auðvelda íslending
nm koma upp alúminíumiðnaði
hiá sér.
Þá er þess einnig að geta, að
tollasamningslelöinni fylgir hlið-
stæður vandl og aukaaðildarleið-
inni, að því er snertir innlenda iðn
aðinn, jafnkeypisviðskiptin og fjár
mál ríkisins, því að útilokað er, að
íslendingar gætu komið fram veru
legri lækkun tolla á sjávarafurð-
um og afnámi innflutningshafta,
nema lækka sjálfir tolla sína og
afnema tonflutningshöft.
Höfuðmuaur tollasamningsleiðar-
innar og aukaaðildarleiðarinnar er
í rauninni fólgin í því, að með auka
aðildarleiðinni er auðveldara að
tryggja íslendingum hagkvæma við
skiptaaðstöðu, en það kostar samn
inga um viðkvæm mál, eins og rétt
útlendinga til atvinnurekstrar hér
á landi og innflutning erlends fjár
magns og erlends vinnuafls. Ef
tollasamningsleiðin er farin, kem
ur hins vegar aldrei til slíkra samn
-toga, en útilokað virðist, að við-
skiptaaðsaða íslendinga geti með
því móti nokkurn tíma orðið eins
góð og hún getur orðið á grundvelli
aukaaðildarsanmings. Þá er það
að sjálfsögðu meginmunur á auka
aðildarleiðinni og tollasajmnings
leiðinni, að aukaaðili tekur með
einum eða öðrum hætti þátt í störf
um bandalagsins og getur að vissu
leyti haft aðstöðu til þess að hafa
áhrif á stefnu þess, en ríki sem
gerir tollasamning við Efnahags-
bandalagið, er utan þess og tekur
að sjálfsögðu engan þátt í störfum
þess né hefur aðstöðu til að hafa
áhrif á stefnu þess.
Ríkisstjórnin telur, að leitast
eigi við að finna lausn á þeim vanda
málum, sem stofnun Efnahags-
bandalagsins og stækkun þess býr
íslendingum, þannig að brýnir
viðskiptahagsmunir okkar í Vestur-
Evrópu séu tryggðir, án þess að
hagsmunum okkar á öðrum sviðum
sé jafnframt teflt í hættu. Það er
mikilvægt, að slik lausn finnist,
ekki aðeins til að verja íslendinga
efnahagstjóni í bráð, heldur ekki
síður til þess að tryggja vaxandi
framfarir og batnandi lifskjör á
íslandi, þegar yfir lengri tíma er
litið. Síðast en ekki sízt er þess að
geta, að slik lausn mundi treysta
samband okkar við nágranna okkar
í Evrópu og tengja okkur fastar
því samstarfi vestrænna þjóða,
sem við höfum verið aðilar að frá
stríðslokum. Á hton bóginn hefur
það ekki verið unnt og er ekki enn,
að gera sér endanlega grein fyrir
því, með hvaða hætti þessi lausn,
þ.e.a.s. hvort stefna eigi að því,
að tengsl íslands við Efnahags-
bandalagið verði á grundvelli
aukaaðildarsamnings eða tolla-
samnings. Rikisstjórnin hefur talið
það skyldu sina að kanna málið ýt-
arlega, bæði með athugunum hér
heima fyrir og með viðræðum við
ríkisstjórnir aðaldarrikja bandalags
tos og framkvæmdastjórn þess..
Það hlaut að teljast bezti undir-
búningurinn undir ákvörðun í mál
inu þegar hún yrði óhjákvæmileg.
Á þennan hátt var einnig hægt að
vekja þann skilning á aðstöðu okk
ar erlendis, sem okkur er nauðsyn
legur við lausn. vandans. Mér er
óhætt að fullyrða, að hiá aðildar-
ríkjum Efnahagsbandalagsins og
framkvæmdastjórn þess er ríkjandi
skilningur á aðstöðu íslands og
samúð með málstað þess.
Rikisstjórnin er þeirrar skoðunar
að ennþá sé ekki kominn timi til
ákvarðana í máli þessu. Áður en
þær eru teknar, er nauðsynlegt,
að fengta sé niöurstaða í þeim
samntagum, sem nú fara fram i
Briissel milli Efnahagsbandalags-
ins og Breta, og helzt einnig niður
staða í þeim viðræðum, sem eiga
eftir að fara fram milli Efnahags
bandalagsins og annarra rikja, er
sótt hafa um aðild eða aukaaðild
að bandalaginu. Meðan beðið er
þessarar niðurstöðu, þurfa íslend-
ingar að einbeita sér að þrennu.
Við þurfum að halda áfram athug-
unum hér heima á ýmsum hliðum
þessa máls. Við þurfum að fylgjast
sem bezt með framvindu þess er-
lendis. Og við þurfum að keppa að
því að fá aðstöðu til þess að koma
sjónarmiðum okkar á framfæri í
sambandi við undirbúning og mót
un sameiginlegrar stefnu Efnahags
bandalagsins í sjávarútvegsmálum
Þegar niðurstöður hafa fengizt í
þelm samningaviðræðum, sem ég
gat um áðan, hefur væntanlega
fengizt grundvöllur til bess að
ganga endanlega úr skugga um
hvaða kostir geti staðið íslending
um til boða. Þá er fyrst fyrir
hendi nægileg vltneskja til þess að
unnt sé að mynda sér endanlega
rökstudda skoðun á því, hvers kon
ar tengsl við Efnahagsbandalagið
tryggi bezt liagsmuni íslendinga.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11.
VERZLUNARSTARF
Störf í kjörbúðum
Vér viljum ráða stúlkur til starfa í kjör-
búðum vorum strax og síðar. —
Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald
SÍS, Sambandshúsinu.
STARFSMAN NAHALD
Pökkunarstúlkur
óskast strax.
H ra$frystíhúsið Frost h.f.
Hafnarfirði — Sími 50165.
vamtar unglinga til að bera blaðið til áskrif-
enda í þessum hverfum:
Framnesvegi,
Laugavegi,
Nýbýlavegi,
Afgrefösla Alþýöublaösins
Slml 14-900.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. nóv. 1962