Alþýðublaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 4
ÞEGAR Björgrvin Gu'ð-
mundsson dvaldist í Berlín
fyrir nokkru, átti hann þess
kost, að ræða við tvo aust-
ur-þýzka flóttamenn, sem
flúið höfðu frá Austur-Ber-
lín til Vestur-Berlínar eftir
að múrinn hafði verið reist-
ur. í þessari grein segir
Björgvin frá viðtalinu við
flóttamennina.
„70-80% þeirra, sem eru í
austur-þýzka hernum og alþýðu
lögreglunni eru á móti ríkis-
stjórn Ulbrichts og trúa ekki
á sigur kommúnismans í Au.-
Þýzkalandi. En fjölskyldubönd
binda þá við störf fyrir aust-
ur-þýzku stjórnina“.
Það er ungur maður, er fyrir
tæpu ári var í austur-
þýzku lögreglunni (Vopo),
sem mælir þessi orð. Honum
tókst að flýja yfir til V-Berlín-
flúið saman. Eg hafði unnið
sem blaðamaður við austur-
þýzkt blað. Tók ég það nú til
bragðs, að skýra yfirvöldum
lögreglunnar frá því, að ég
væri ásamt félaga minum að
skrifa skáldsögu og því væri
mjög mikilvægt, að við fengj-
um að vera saman til þess að
geta áfrain unnið sameiginlega
að sögunni. Það mæltist vel
fyrir, að við skyldum tveir
vera að skrifa saman eina sögu
þar eð „kolIektivar“ aðgerðir
eru kommúnistum mjög að
skapi og þótti þetta einmitt
sýna, að við værum góðir kom-
múnistar. Við fengum því að
vera saman. Tók nú við 6
vikna hernaðarþjálfun, en síð-
an vorum við settir til gæzlu-
starfa við mörk Austur- og
Vestur-Berlínar. Vorum við
staðsettir þannig, að tvær varð
stöðvar voru á milli okkar. En
ALÞYBULÖGREGLAN
ER EiNNIG ÓTRYGG
ar á jóladag í fyrra, þ. e. 25.
desember 1961. Flóttamaður-
inn er ungur, aðeins um tví-
tugt, myndarlegur piltur og
einbeittur að sjá. Eg bið hann
að segja okkur frá því hvernig
flóttinn hafi gengið fyrir sig
og hver aðdragandi hans hafi
verið.
'Eg 'hafði lengi haft í hyggju
að flýja, segir hinn ungi Au.-
Þjóðverji. En þegar múrinn var
reistur 13. ágúst 1961, virtist
svo sem öllum útgöngudyrum
væri lokað. Þá hugkvæmdist
mér að ganga í alþýðulögregl-
una, þar eð mikill skortur var
á mönnum til gæzlustarfa við
mörk Austur- og Vestur-Ber-
línar. Vinur minn ætlaði að
flýja með mér og i september
1961 gengum við báðir í lög-
xegluna. En með því að vinir
eða kunningjar fá yfirleitt al-
jdrei að vera saman í hernum
‘eða alþýðulögreglunni var mik-
il hætta á því, að við yrðum
aðskildir og við gætum því ekki
ég var fljótlega gerður að yf-
irmanni minnar varðstöðvar,
þar eð ég var álitinn sérstak-
lega góður kommúnisti, og gat
því komið því svo fyrir, að vlð
lentum báðir saman. 24. desem
ber sl. fannst okkur rétta tæki-
færið komið til þess að flýja
.og yið héldum að girðingunni,
en er við áttum eftir 15 metra
að jmörkunnm, kom liðsforingi
á vettvang og tókum við það
ráð að ganga til baka. Ekkl
gerði liðsforinginn neinar at-
hugasemdir. ,En dgginn éftir,
hinn 25. desember, tókst okkur
að komast yfir mörkin.
Við spurðmn hinn unga au.-
þýzka flóttamann, hvort hann
teldi sig hafa gert rétt í því
að flýja. Hann svaraði því hik-
laust játandi og sagðist ekki
hafa viljað búa lengur við ógn-
arstjórn austur þýzkra komm-
únista.
Hinn flóttamaðurinn, er ,við
ræddum við, er ungur sjómað-
ur, aðeins rúmlega tvítugur.
Flótti hans varð heimsfrægur,
þar eð honum tókst að flýja
með bát nær fullan af fólki.
Við gefum liinum unga sjó-
manni orðið :
Eg hafði ákveðið að komast
yfir bát og flýja á honum yfir
Spreefljót yfir í V-Berlín. —
Spumingin var aðeins sú,
hvernig ég gæti komizt yfir bát
eða réttara sagt, hvar ég gæti
hitt nægilega marga úr áhöfn
báts, sem taka vildu þátt í því
að flýja. í fyrstu hugðist ég
aðeins komast yfir lítinn bát
og gerði margar athuganir í
sambandi við það. En er það
tókst ekki, beindist athygli
mín að stórri skcmmtiferða-
snekkju. Þetta var í júní sl.
Eg fór um borð ásamt vini
mínum og við komumst fljót-
lega að raun um, að mat-
sveinninn var reiðubúinn til
þess að flýja með ókkur. Við
tókum nú það ráð, að bjóða
skipstjóranum og vélstjóran-
um til drykkju. Var drukkið
fram eftir nóttu, þar til þeir
félagar-voru orðnir vel drukkn
ir og sofnuðu báðir. Voru
þeir þá Iokaðir inni í klefum
sínum. Þá var eftir að fá ein-
hvern til þess að stjórna vélum
skipsins. Vlð höfðum samband
við aðstoðarvélstjórann og
hann var reiðubúinn til þess
að flýja. Þetta var aðfaranótt
8. júní. Voru nú allir vmir og
kunningjar okkar, er hug höfðu
Alþýðublaðið
á því að flýja, settir um borð
I snatri og síðan var haldið af
stað. Rcyndust þá vera 14
flótlamenn um borð auk þeirra
tveggja, sem voru fangar í
klefum. sinum. Er við höfðum
slglt um stund varð á vegi okk
ar eftirlitsbátur og sögðum
við varðmönnunum á honum,
að við værum á leið niður fljót-
ið. Fengum við þá að sigla
áfram. En nokkru síðar ger-
breyttum við stefnu og héldum
í áttina að V-Berlín á fullum
hraða. Var'ðbáturinn varð þess
þegar var, að við breyttum
stefnu og hóf þegar skothríð
á okkur. Urðum vlð að fara úr
brúnni og stýra skiplnn með
vélunum einum. Þutu kúlurn-
ar sitt hvorum megin við
vélamanninn og við óttuðumst
það, að hann léti lífið þá og
þegar. En okkur tókst að sleppa
og komast heilu og höldnu til
V.-Berlínar. Skipstjórinn og vél
stjórinn kusu að hverfa aftur
heim til Au.-Berlínar. Fréttum
við það síðar, að skipstjórinn
hefði verið fangelsaður við
komu sína til Au.-Berlínar, en
verlð sleppt úr haldi eftir fá-
eina daga, og þá verið fluttur
frá Au.-Berlín til annarrar
borgar í Au.-Þýzkalandi og átt
að dveljast þar í nokkra mán-
uði fjarri fjölskyldu sinni. —
Slíka hegningu fékk hann fyrir
það, að láta flóttamennina leika
á sig. Bj. G.
NÝLEGA kom fjöldi blaða-
manna og iðjuhölda saman í Aa-
chen til að minnast þess, að hund-
rað ár eru liðin frá því að Júlíus
Reuter stofnaði fréttaþjónustu
sína.
Þeir fengu að sjá, er tveim þús-
undum bréfdúfna var sleppt laus-
um í hinni fornfrægu borg, Aa-
chen og þeir horfðu með spenn-
ingi á, er þær fjarlægðust hratt
yfir húsþökunum.
Þessi fréttaflutningstæki höfðu
verið notuð af Júlíusi Reuter
með góðum árangri, þegar hann
stofnaði Fréttastofu Reuters. —■
Hann kom upp fullkomnu frétta-
kerfi, þar sem bréfdúfurnar voru
eina samgöngutækið, enda voru
þær á þeim tíma fljótari en nokk-
urt farartæki, sem í notkun var.
Telstar og önnur fjarskipta-
kerfi hafa vissulega verið mikil
endurbót frá hinum gömlu tím-
um bréfdúfnanna, þó er það víst,
að á sínum tíma voru bréfdúf-
urnar eins mikil nýjung og end-
urbót eins og gervihnettirnir eru
núna.
Reuter keypti á sínum tíma 45
bréfdúfur af ölbruggara í Aa-
chen, til þess að leysa úr hinni
lélegu fréttaþjónustu sem var á
milli borga Evrópu.
Með lijálp hinna hraðfleygu
sendiboða sinna gat Reuter, sem
var bankahöldur og blaðamaður,
fengið fréttir af fjármála og verð
bréfaviðskiptum frá öllum helztu
borgum Evrópu og sparað sér
á þann hátt bæði tíma og út-
gjöld.
Þessi nýja fréttaöflunaraðferð
átti eftir að veita Reuter heims-
frægð og verða fyrsti vísirinn að
hinni frægu alþjóðafréttastofu,
sem við hann er kennd.
Brátt varð stofnun sá, sem hann
hafði stofnað til þess að dreifa
fréttum frá ritsímanum alþekkt.
Hann stofnaði nokkru slðar hina
frægu fréttastofu „Reuters Tele-
'graph Office.” I fyrstu voru frétt-
ir hans eingöngu miðaðar við tiff-
indi og dreifingu á einkaskeytum
fjármálamanna. í dag eru fréttir
þær, sem fréttastofur Reuters
safna og dreifa ekki lengur ein-
skorðaðar við fjármálatíðindi. —
Samt sem áður meðal Fleet Street
í London varð heimsfræg, féU
Pont Strasse í Aaehcn í gleymsk-
unnar dá.
Alveg til þessa dags hefur
fréttastofa Reuters veriff trú hin-
um gömlu grundvallarreglum sín-
um um hraða, nákvæmni og hlut-
leysi, sem hefur gefið fréttastof-
unni hina miklu frægff og aðdá-
un, sem hún hefur alla tíff notiff,
siðan hún var stofnuð fyxir 100
árum síðan.
4 16. -nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ