Alþýðublaðið - 16.11.1962, Page 8

Alþýðublaðið - 16.11.1962, Page 8
HEIMAVISTARSKÓLAR eru sjálfstæð rlki. Þar rfkir skólastjóri sem konungur og með honum kennarar. Þar skapa nemendurnir þjóðfélagið, og þeir hafa I höndum sér allt vald þess nema löggjafarvaldið. An þeirra yrði þjóðféfagið að engu, og kennarar yrðu einskis nýtir sem slíkir. En án kennara yrðu nemendurnir vissulega himsi sem slíkir, því án höfuðs dansa tídd limir. * honum, og skynjuðúm um i leið . náveru fossins,..stolts Skógaskóla og' sóma Fjallaxma. . Hann var hvitur t gegn uin ljósaskiptin, sjálfs sins herra, á sínum stað. Heimavistarskólar eru merkilegar stofnanir vegna alls þessa og margs fieira. Það var sumpart þess vegna, að við lögðum leið okkar, blaðamað- ur óg Ijósmyndari austur að Skógaskóla undir austanverðum Eyjafjölium um sfðustu helgi. Hitt hafði líka sín áhrif að báðir höfðu áður er numið við skólann: „röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Við komum í rökkri að skólan-hjá svörtum dranginum, sem um, læddumst á hvítum bíl frambyrgir svo lengi fyrir útsýnið að Skólinn var uppljómaður á efstu haeð og néðstu, en slökkt í kennslustofunum svo að þær mynduðu svarta rák eftir honum miðjum. I>að var auðséð' að helg- in var gengin . í garð.. Skógaskóli er falíeg bygging; og hann fellur ,vél inn í umhverfið, dregur dám af fjallinu. Ingimundi fyrir ofan, og hefur erft frá því gilið upp að hellisskútanum, einstrengings- legar rákir og fallegar. Við gamlir nemendur brosum þegar bíllinn fer ýfir brúna á skólaveginum, og hlæjum, þegar hann þýtur fram. hjá . „steininum" skömmu síðar. Hér á allt sína sögu. Jón R: Hjálmarsson er skóla- stjóri Skógaskóla. Hann tekur okkur hið bezta og með; leyfi hans megum við dvelja í skólanum og reyna að kynna okkur lifið eins og það gengur fyrir sig í skóla Hversvegna SKÓCASKÓLI? AÐSOKN að Skógaskóla er mjög góð, og verður jafnan að neita helmingi fleiri um inngöngu en að komast. En þess ber að gæta, að skólaumdæmi skólans er mannmargt og menn fúsir að láta börn sín læra meira en kverið, þó að þau búi í sveit. En hvað veldur því að unglingar úr fjarlægum landshlutum kjósa heldur að vera í Skóga skóla en einhverjum öðrum, sem nær liggja? Við leituðum til fjöurra nemenda og spurðum þau þessarar spurningar. Hérna eru svörin: Agústa Hrund Emilsdóttir, Grafamesi, Grundarfirði: „Af því að ég vissi, að Skóga- skóli er betri skóli en aðrir hér-' aðsskólar. Svo líka vegna þess, að systkini mín tvö hafa verið hér áður, og borið skólanum gott orð.“ — Hefur þú orðið fyrir von- brigðum með skólann? „Nei, alls ekki, mér líkar vel við alla. En mér finnst ekki gam -; an og það er mikið að læra.“ 1 Kristveig Þórhallsdóttir, Kópa- skeri, N-Þing.: „Það er gaman að sjá sig um, kynnast fólki. Þess vegna kom ég hingað, og einnig vegna þess að systkini mín hafa verið hérna og látið vel af. Mér líkar vel að vera hérna, — hér er ágætt að læra.“ í skejnmtanalífi borgarinnar. I reykvískum skólum eru manni engar reglur settar varðandi lestrar tíma, og ekkert eftirlit með lestri utan kennslustunda. Hér eru fast- ar reglur, sem halda manni við námsefnið og gefa betri árangur." Hvemig líkar þér veran í skólanum, burtséð frá náminu?!“ „Ágætlega, hér eru skemmtileg- ir félagár, og íþróttaiðkun mikil." Þorgils ' Baldursson, Melabraut 43, Reykjavík: „Það er erfitt að læra í bæn- um, að tolla við lærdóminn — Þór Thorarensen frá Selfossi, formaður skólafélags Skógaskóla: „Skólinn hefur gott orð á sér út á meðal manna, og þess vegna kom ég. Svp er þetta líka eini „chansinn” til að ná landsprófi." („Þetta máttu ekki setja.”) — Hvemig finnst þér að vera formaður í skólafélagi eins og því, sem hérna er? „Það er ágætt að vera skólafé- lagsformaður, og ég vonast til þess að okkur megi takast að efla fé- lagslífið meðal nemendanna að mun í vetur, en það hefur eftir ! því, sem mér hefur virzt, ! ákaflega bágborið undan- farin ár, þegar tillit er rekið til þess, að margir góðar kraftar hljóta að leynast í hóp eins og þessum sem héma er. Það er mestur vandinn hve krakkarnir í þessum skóla eru ung. Mér finnst þau yngri, en á að vera með nemendur á gagnfræða skólastigi." — Hafa ekki verið haldnir mál- ifundir í vetur?“ j „Við erum nýbúin að halda 1 málfund, þar sem talað var um tjzkuna. Hann heppnaðist ágæt- ! lega. Það tóku 26 krakkar til ! máls.“ Agústa Hrund Kristveig Þorgils Þór Thor. eins og þessum. Aðrir kennarar við skólann heita: • Jón Einars- son, William Möller, Albert Jó- hannesson, Amaldur Ámason og Snorri Jónsson. Þessum mönnum er falið að kenna á annað hundr- að unglingum sama námsefni á 3 vetrum og reykvískir unglingar eiga að læra á fjórum (ef allt gengur að óskum), brúa bilið milli bamaskóla og menntáskóla eða frekara framhaldsnáms,- ef þess er óskað. Að vera kennari við. heimavist- arskóla er erfitt starf. en það er einnig mjög þroskandi; ef það er tekið réttum tökum. Þeirra skylda er einnig að við- halda réttum anda meðal nem- endanna, og að rækja allar þær skyldur, sem kennurum við heima vistarskóla eru lagðai; á herðar öðrum fremur. Þess vegna er mik- ill vandi að vera kennari við heima vistarskóla. En það er líka vandi að vera nemandi í skóla eins og Skóga- skóia. Það krefst mikils félags- anda og ögunar, og hvort tveggja getur orðið nemandanum til mik- ils góðs. ef rétt er að farið. Hitt er annað mál, hvort félagsandinn er alltaf svo þroskandi. sem æski- legt er, en ögun er alltaf bætandi. Skógaskóli hefur mjög gott orð á sér sem heimavistar- og héraðs- skóli, og þrátt fyrir það, að skól- inn er ungur að árum, hefur hann mótast að fullu sem stofnun, sem gegnir vandasömu hlutverki og gegnir því vel. Þetta má þakka kennurum, og einkum skólastjór- unum, þeim Magnúsi Gíslasyni núverandi námsstjóra og nú- veranrti skólastjóra skólans, Jóni R. Hiálmarssyni. Þeir hafa báðir skilið sitt hlutverk og helg- að því alla krafta sína, að bæta skólann og þroska. En æskan er alltaf söm, og á hverju hausti blasa við sömu erfiðleikarnir, og á hverjum vetri eru þeir yfir- stígnir. Að vori liverfa nemend- urnir heim, þroskaðri og heilli en áður. Þetta kvöld söng Arni Jónsson óperusöngvari einsöng fyrir kenn- ara og nemendur. Hann söng al- geng og falleg íslenzk einsöngs- lög, og virtust allir njóta komu hans hið bezta. Að söng hans loknum var svokölluð „hressing”, þar sem nemendur fá sína síðustu næringu á hverjum degi. Það er alltaf svo, að á laugardagskvöld- um koma ekki allar stúlkur nið- ur í matsal, þær hafa stungið pinnum í hárið og þora ekki að láta strákana sjá sig með „sett f Kramh. á 14. siðti , 8 16. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.