Alþýðublaðið - 21.11.1962, Síða 5

Alþýðublaðið - 21.11.1962, Síða 5
Framh. af 1. síða lð. Var hún samþykkt með 180 atkv móti 12. Fór síðan fram atkvæða- greiðsla um tillögu meiri- og minni hluta kjörbréfanefndar. Var til- laga meirihlutans samþykkt með 187 atkvæðum gegn 107. Þá tók Óskar Hallgrímsson til máls utan dagskrár. Sagði hann að nú hefðu verið afgreidd mál allra félaga, sem ágreiningur var um utan LÍV. Þegar kjörbréf LÍV bárust í gærmorgun vildi ég að kjörbréfanefnd fjallaði um þau, en því var synjað, sagði Óskar. A fundi í morgun ítrekaði ég þessa ósk, en henni var ekki sinnt. Ég legg því fram tillögu um að 28. þing ASÍ samþykki að taka þegar til afgrciðslu kjörbréf fulltrúa LÍV Þá tók Hannibal Valdimarsson til máls og þóttist hafa verið blekkt ur af Óskari, þar sem hann hefði þarna laumað inn nýju máli og til lögu. Kvaðst hann ekki kunna við þessar aðfarir. Hann kvað af- •greiðslu mála frá kjörbréfanefnd vera lokið, og þá væri nætjta mál kosning þingforseta samkvæmt þingsköpunum. Varpaði hann fram þeirri spurningu hvort Óskar vildi frávik frá þingsköpum. Óskar Hallgrímsson tók til máls að nýju. Kvaðst hann harma við- brögð Hannibals. Hann sagði þetta ekki vera nýtt dagskrármál. Kjör bréfum fulltrúa LÍV hefði verið jpkjlað, en meii*?hluti kjörbréfa- nefndar hefði ekki fengizt til aö taka þau til meðferðar. Hannibal vitnaði því næst í 4. grein þingskapa, sagðist telja hæpið að víkja frá henni. En skv. 17. grein gætu 6 fulltrúar gert til lögu um dagskrárbreytingu. Kom nú fram tiliaga frá Jóni .Sigurðssyni og fleirum þar sem óskað var nafnakalls um tillögu Óskars. Hannibal 'tók til máls á ný og sagði að inntökubeiðni yrði að liggja fyrir áður en hægt væri að afgreiða kjörbréf. Hafði hann þau orð um, að sér fyndist þetta „hálfgerð afturfótafæðing.“ Pétur Sigurðsson tók til máls pg sagði, að inntökubeiðni LÍV hefði verið rædd á síðasta þingi ASÍ og þá verið frestað um sinn. Óþarfi væri að endurtaka dóms- orð Félagsdóms í þessu máli. LÍV ætti þegar aðild að ASÍ eftir að kjörbréf fulltrúa þess hefðu ver- ið rædd. Hannibal kvað ræðu Péturs misnotkun á leyfi til að taka til máls, því hann liefði rætt málin efnislega. Þetta væri of mikið mál til að ræða það undir umræðum um dagskrá. Björn Jónsson benti á að engin inntökubeiðni lægi fyrir frá LÍV, Las hann síðan tillögu þess efnis, að dagskrártillögu yrði vísað frá þar eð inntökubeiðni lægi ekki fyrir frá LÍV. Tillaga kom fram frá Jóni Sig- urðssyni og fimm öðrum fulltrú- um um að fjallað yrði um kjör- bréf LÍV fulltrúanna. Var frávísunartillagan við til- lögu Óskars fyrst borin upp og _var nafnakall viðhaft. 150 studdu frávísunartillöguna en 165 greiddu atkvæði gegn henni. Hlutlausir voru fjórtán, en þrír voru fjar- staddir. Öskar Hallgrímsson lýsti því yfir, þegar hann í framsögu fyrir minnihluta kjörnefndar, að full- trúar prentarafélagsins hefðu ekki séð sér fært að sitja þingið, en þegar nafnakalli var í þann veginn að Ijúka, komu fulltrúar prentarafélagsins og greiddu at- kvæði gegn frávísunartillögunni. ★ HAVANA: Kúbanska blaðið „EI Mundo“ hermir á þriðjudag, að bandarísk flugvél hafi varpað ellefu sprengjuni á kúbanskt vöruflutn- ingaskip á venjulegri siglingaleið suðvestur af Bermuda. Ekki var sagt um hvaða flugvél hér hafi ver ið að ræða. Píokkrar sprengjur eiga að hafa fallið 15 m frá skipinu. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir, að bandarísk flugvél hafi ekki gert sprengjuárás þessa. Ufaerfðir ALÞÝÐUKÓRINN heldur song- skemmtun í kirkju óháða safnaðar Ins fyrir safnaðarfólkið og gesti þess í kvöld kl. 9. Aðgangur ókeypis, en ef einhver óskaði að styrkja stólasjóð kirkj- unnar er því veitt móttaka í and- dyri kirkjunnar. aflasQlur ERLENDIS ÞRIR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gær. Einn í Þýzkalandi og tveir í Englandi. — Fylkir seldi í Cuxhaven 131,6 lest- ir fyrir 119,711 mörk. Hafliði seldi í Grímsby 81 lest fyrir 4.846 stpd. og Narfi seldi hluta af afla sín um í Grímsby 96 lestir fyrir 7.091 stpd. Afgang aflans selur hann í dag. sauðfjár Á FUNÐI í Hinu íslenzka nátt- úrufræðifélagi í 1. kennslustofu Háskólans mánudaginn 26. nóv. kl. 20,30 mun Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur flytja erindi, er hann nefnir Litarerfðir sauðfjár, og sýna skuggamyndir til skýr- ingar. Undanfarin sex ár hefur Stefán Aðalsteinsson unnið að rannsókn þessa efnis á vegum Búnaðardeild ar Atvinnudeildar Háskólans. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós ákveð- in lögmál eða reglur fyrir því, - hvernig litur sauðfjár erfist frá foreldrum til afkomenda. Þessar reglur hafa sauðfjárbændur þegar notað sér með góðum árangri til að fá verðmætari gærur af fé sínu. Erindi Stefáns mun fjalla um þessar rannsóknir og árangur þeirra. NÆR50 ÞÚSUND ÞESSI unga blómarós er Edda Magnúsdóttir, for- maður Keðjunnar, skólafé- lags Kvennaskólans í Rvík. Hún gekkst fyrir því, að Keðjan hélt bögglauppboð fyrir heigina til ágóða fyrir Alsírsöfnunina, og komu inn 2350 kr. Myndin var teltin, þegar Edda var að af- henda Alþýðublaðinu pen- ingakassann. Söfnunin heldur áfram af fullum krafti og er ekk- ert lát á. Þannig bárust blað inu 16.-19. nóv. kr. 49.361,00 m. a. sunnan af Vatnsleysu- strönd og einnig fé, er kom- Framh. á 7. síðu Verzlunin Framhald af 16. túðu. til Mjólkursamsölunnar. Einnig hefði Borgarráði og Neytendasam- tökunum verið skrifað og þessir aðilar beðnir að sýna málinu vel vilja. Þelta hefur mælzt mjög vel fyr ir, sagði Svavar. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum okkar sem bezta þjónustu, og þetta er einmitt eina leiðin til þess. Undan farna fjóra mánuði höfum við selt mjólk frá því kl. 8 á morgnana og fram undir miðnætti eða á þeim tíma sem fólk er helzt á ferli. Það segir sig sjálft að þetta er neyt endum mjög til þæginda, enda hef ur mjólkursalan hjá okkur sýnt Ás ... . að fólk var fljótt að komast upp á lagið með að notfæra sér þetta. — Sumir kynnu að halda að erfið leikar væru á að fá starfsfólk til slíkrar kvöldvinnu, en það er alls ekki tilfellið. Það er mikið auð- veldara að fá fólk í svona vinnu, heldur en að fá fólk til að vinna að að kvöldsölumálum matvöruverzl afgreiðslustörfum allan daginn. — Við höfum mikinn hug á því, ana verði komið i fast horf. Það eru vissir aðilar, sem vinna gegn þessu, og eru þar fyrst þeir sem eiga hina eiginlegu söluturna, svo og matvörukaupmenn, sem ekki vilja hafa opið eftir venjulegan tíma. Lagaákvæði um þessi mál munu vera orðin gömul og ef fav ið væri eftir þeim mætti víst harla lítið selja á sunnudögum. Okkur finnst þetta vera sjálfsögð þjón- usta við neytendur, að þeir skuli geta keypt ýmsar nauðsynjar eftir venjulegan lokunartima og sé ég ekki neina ástæðu til að amast vití slíkri þjónustuaukningu. Síldarflutningat Framhald af 16. síðu. með smáslatta og rifnar nætur, ann að þeirra var Ólafur Magnússong, sem landaði um 100 tunnurn. Allir Akranesbátar fóru út aft- ur í gær og svo var einnig ura bátana sem lönduðu í Reykjavík* Batnandi veður var á miðunum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. nóv. 1962 §

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.