Alþýðublaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR BLAÐ I.
43. árg. — Sunnudagur 23. desember 1962 — 285. tbl.
S U N N A N stórviðri gekk yfir
vesturhluta landsins í fyrrinótt.
Varð veðurhæðfn mest á vestan-
verðu Norðurlandi, mældist hæst
á Kjörvogi á Ströndum, 11 vind-
stig eða ofsaveður, en sunnan-
lands'mátti heita, að það yrði jafn
hvasst, t. d. komst jafnvel í mestu
byljunum upp í 12 vindstig í
Rcykjavík.
Islendingur
blaðafull-
trúi Kúrda
ERLENDUR Haraldsson
sem nú dvelst austur á Ind-
landi, en var í haust á ferða-
lagi um nálægari Austur-
lönd og dvaldist þá um skeið
með Kúrdum, sem eiga í sí-
felldum hardögum fyrir
frelsi sínu við heri Kassims
í írak, hefur nú hlotið viður-
kenningu sem opinber blaða
fulitrúi kúrdönsku frelsis-
hreyfingarinnar. Hefur hann
haldið almenna blaðamanna
fundi með tíðindamönnum
blaða, útvarpsstöðva og ann-
arra frcttastofnana í Madr-
as á Indlandi og skýrt þar
frá málum Kúrda.
Eftir dvölina með Kúrd-
um hefur Erlendur skrifað
greinar í Alþýðublaðið um
frelsisbaráttu þeirra. En þeir
heyja nú stríð fyrir tilvcru
sinni, þar eð stjórn Kassims
í írak virðist hyggja á að
ganga algerlega milli bols og
höfuðs á þeim.
Kúrdar eru vinafáir, og láta
stórveldin framferði Kass-
ims afskiptalaust. Kassim
heldur uppi gereyðingarárás
um með flugvélum á Kúrd-
önsk þorp, og í nýlegu bréfi
frá Erlendi segir, að Kúrdar
skýri svo frá, að Krústjov
hafi nýlega gefið Kassim' 10
TU-18 sprengjuflugvélar.
Veðri þessu fylgdi mikil rigning,
og mældist úrkoman mest í fyrri-
nótt á Stykkishólmi.
Minni háttar skaðar urðu af
veðri þessu.
★ Drangsnesi í gær: Hér gekk
yfir stórvlðri í nótt. Bátar voru
allir á sjó í gær, og gátu þeir ekki
tekið land hér á^Drangsnesi —
fóru því til Kaldrananess og lentu
þar, en þar er var í sunnan átt.
Ekki urðu skaðar á mönnum eða
skipum, aðrir en þeir, að ýmsir
bátar misstu veiðarfæri. Frá
Hólmavík eru svipaðar fréttir
sagðar. — G. S.
★ ísafirði í gær: Sunnan stór-
viðrið í nótt olli engum verulegum
skemmdum. Engir bátar hafa ver-
ið á sjó vegna stöðugra ógæfta.
Annan daginn hefur verið fann-
koma og hinn rigning. Vegir eru
ófærir eða illfærir vegna fanna-
laga og skriðufalla. — BS
★ Vestmannaeyjum í gær: Hér
hefur verið versta veður undan-
farna daga. Ekki er vitað um að
neitt tjón hafi orðið á landi eða
sjó. Síldarbátarnir héðan eru
tepptir í höfnum syðra, einn
brauzt þó hingað í nótt þrátt fyr-
ir vonzkuveður.
Skipstjórinn á Herjólfi hefur
látið hafa eftir sér að þetta sé
versta veður sem hann muni eftir
á sjó. — E.S.
VMHMMWMiMHMHMHMMV
Kópavogskirlija.
Ljósmynd: Gisli Gestseon.
15 á
vakt
A UNDANFÖRNUM árum hafa
jólin farið mjög friðsamlcga fram,
og yfirleitt verið lítið að gera hjá
lögregluliði borgarinnar. Næstu
jólanótt verða um 15 lögreglu-
menn á vakt. Nokkrir á eftirlits-
ferð um borgina, en aðrir hafa að-
setur á lögreglustöðinni.
Reynt verður að skipta vöktum
þannig, að þeir sem eiga að vinna,
fái frí, annað hvort á aðfangadag
eða jóladag. Hjá rannsóknarlög-
reglunni verða menn á vakt, og
málum þannig hagað, að alltaf,
verði hægt að ná í fleiri til starfa
ef eitthvað alvarlegt kemur upp á
teninginn.
SAMKVÆMT þeim upplýsing-,
um, sem Alþýðublaðið hefur aflað
sér, má gcra ráð fyrir, að allt að
900—1000 íslenzkir farmenn og
fiskimenn verði að heiman um
jólin.
Blaðið birti í fyrradag lista yfir
flesta togarana og hvar þeir verða
staddir um jólin. Gera má ráð fyr-
ir að allt að fimmtán togarar
verði á veiðtnn eða á hafi um jól-
in og sé reiknað með þrjátíu
manna áhöfn á hverju skipi eru
þarna 450 menn.
Blaðið kynnti sér í gær hvar
farskipin, skip skipaútgerðarinn-'
ar og landhelgisgæzlunnar verða
um jólin. Samkvæmt þeirri könn-
un verða 482 sjómenn á 20 kaup-
skipum og varðskipum að heiman
yfir hátíðina.
Samkvæmt þessum tölum verða
þvi 900 — 1000 íslenzkir sjómenn
að heiman um jólin, annaðhvort i
erlendum höfnum eða á siglingu
til eða frá Iandinu.
Hér kemur listinn yfir kaup-
skipin og varðskipin:
Eimskipafélag íslands:
Brúarfoss verður á leið til Reykja-
víkur frá JBandaríkjunum, á hon-
um er 30 manna áhöfn. Dettifoss
verður sennilega í Bremerhaven,
á honum eru 33 menn. Fjallfoss
verður í Reykjavík. Goðafoss mun
sennilega verða í Riga, á Goða-
fossi er 31 maður. Gullfoss verður
í Reykjavík en fer á 2. jóladag.
Lagarfoss verður á leið til íslands,
á honum er 33 manna áhöfn.
Reykjafoss verður í Reykjavík.
Selfoss verður í Dublin. 30 manna
áhöfn er á Selfossi. Tungufoss
verður sennilega í Hull, á honum
er 25 manna áhöfn. Tröllafoss fer
frá Hull á aðfangadag. Skipshöfn-
in á honum telur 30 mena
Skipadeild SÍS:
Hvassafell verður í Rússlandi, á
því eru 24 menn. Arnarfell verð-
ur á Austfjörðum, á því er 23
manna áhöfn. Jökulfell verður á
leið til Antwerpen, áliöfn þess er
22 menn. Dísarfell verður á heim-
leið frá Noregi, 19 manna áhöfn
er á Dísarfelli. Litla Fell verður á
heimleið frá Þýzkalandi, á Litla-
felli eru 16 menn. Helgafell verð-
ur í Leith, á því er 23 manna á-
höfn. Hamrafell og Stapafell
verða i Reykjavík.
Framhald á 5. síðu.