Alþýðublaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 1
MYNDIRNAR: Efri: Glaðir ung-lingar í kaffitíma í kaffi- stofu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Neðri: I>ær salta hver í kapp við aðra. — Báðar myndirnar eru teknar hjá Bæjarútgerð- inni. — Ljósm. Alþýðubi. Gísli Gestsson. 43. árg. — Föstudagur 28. desember 1962 — 286. tbl. >; ’ i 1 '\ 76 skip fengu um 88 þúsund tunnur Rætt við Gunnar Eyjólfsson. - Sjá 5. síðu. GÍFURLEG síldveiði var f fyrrakvöld, fyrrinótt og ígærmorgun. Á þeim tfma fengu 76 skip um 88 þúsund tunnur. Öll skip sem voru á sjó þessa nótt fengu sfld, mörg sprengdu.nætur og hjá sumum hvolfdu næturnar úr sér. Færri skip voru á sjó en ella, vegna þess, að margt af aðkomumönnum hafði farið heim til sín um jól- in, og komu ekki fyrr en í gær. Síldveiði var nokkur frameftir degi í gær, og klukkan tíu í gærkveldi var vitað um sex skip, sem búin voru að fá veiði, þá virtist, sem heldur meiri leit værí að síldinni en kvöldið áður, þvi þá gátu skipin kastað um leið og komið var á míðin. Síldin er komin allmiklu grynnra en áður hefur verið, nú eru bátarnir ekki nema 3—3% tíma á leiðinni á miðin frá Reykjavík eða Keflavík. Sfldin veiðist um 30 mílur norðvestur af vestri frá Akureyjarbaujsnni. Hún er yfirleitt mjög blönduð. Þegar veiðin var mest í fyrrakvöld var sfldin á 6-8 faðma dýpi svo auðvelt var að eiga við hana. Dýpi á þessum slóðum var um 60 faðmar og var víða ein samfelld torfa af 6-8 faðma dýpi og niður á botn. Fáeinir bátar náðu að tvíhlaða, m. a. Víðir II og Haraldur. Víðir kom með 1700 mál til Keflavíkm 1 fyrri- nótt og síðan með 1800 mál til Hafnarfjarðar f gærkvsldi. Verðmæti síldarinnar, sem komið hefur á land s.l. sólarhring skiptir tugum milljóna. Hér sunnanlamfs hef- ur ekki veiðzt þvflíkt síldarmagn, á einum sólarhring, síðan síld gekk inn í Hvalfjörð fyrir rúmurn fimmtán árum. Meðalveiði hefur aldreí verið jafn mikil á hvert skip á einum sólarhring hér sunnanlands. Hér hafa því tvö met verið slegin. l'NNIÐ var í öllum hraðfrysti- húsum og síldarverkunarstöðvum í j Reykjavík og nágrenni langt fram á nótt við að koma afla næt- urinnar á undan í verðmæti. Byrj- að var að vinna snemma í gær- morgun og voru heimtur á starfs- liði víða slæmar til að byrja með. Blaðiö átti i gær tal við Matthías Guðmundsson, verkstjóra hjá Bæj-1 arútgerð Reykjavíkur, og sagði hann að um ÍOO manns væru vi# söltun og súrsun hjá þeim. Mest- ur hluti fólksins væru unglingar, Framh. á 3. síðu Launajöfnuðurinn: NU um áramótin kemur til fram kvæmda annar áfangi kauphækkun ar kvenna samkvæmt lögunum um launajöfnuð kvenna og karla, sem samþykkt voru 1961 en flutnings- maður frumvarpsins um launajafn réttið var Jón Þorsteinsson þing- maður Alþýðuflokksins. Alþýðublaðinu barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá Verka kvennafélaginu Framsókn: Eftir ósk Verkakvennafélagsins Framsókn, hefur Launajafnaðar- nefnd, samkvæmt ákvæðum laga nr 60. 1961, ákveðið hækkun á kaupi kvenna, samkvæmt gildandi samningum svo sem hér segir: A. Samningur félagsins við Vinnuveitendasamband íslands frá 29. maí 1962. Tímakaup kvemi kr. 22.22 hækki um kr. 0.53 í kr. 22.74. Almenn vinna kr. 21.35 hækki um kr. 0.69 í kr. 22.04. Tímakaup unglingsstúlkna kr. 16.04 hækki um kr. 0.72 í kr. 16.76, og kr. 18.16 hækki um kr. 0.64 í kr. 18.80. Mánaðariaun. Matráðskonur: Kr. 5234.88 hækki um kr. 165.12 í kr. 5400.00. Framh. á 12. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.