Alþýðublaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 4
Já, nú er Alþýðusambandsþing
inu lokið og það fór eins og marga
grunaði, — þó öllu verr. Fáa hefði
Jjá grunað, að Framsóknarflokkur-
inn mundi ganga svo gjörsamlega
til lögbrota og ofbcldisaðgerða með
kommúnistum eins og raun varð á
á þinginu. Má þó við öllu búast af
Framsóknarforingjunum, þegar í
hlut á verzlunarfólk, ef það vogar
sér að vinna að bættum kjörum
.stéttarinnar. Framsóknarfyrirtækin
t>rjóskuðust 1 hálft ár að viður-
kenna samningsrétt verzlunar-
nianna og fengust ekki til að skrifa
-undir samninga þeirra starfsfólks
fyrr en það safnaðist inn í Verzl-
unarmannafélag Reykjavdkur til að
knýja foringjana til að láta undan.
.Svona mun það vera víða þar sem
kaupfélögin eru undir stjórn Fram
sóknarmanna að starfsfólk þeirra
mun eiga erfiðast um að halda og
ná rétti sínum, hvað þá heldur að
ná meiri réttindum.
Jæja, en um kommúnistana er
það að segja að öllu illu mátti og
má búast við af þeim. Við Norð-
firzkir Alþýðuflokksmenn þekkj-
um það réttaröryggi vel, sem þeir
beittu á Alþýðusambandsþinginu.
Kommar gegn kommum.
Kosningar til Alþý'ðusambands-
.þings í Verkalýðsfélagi Norðfjarð-
ar sem fram fóru í haust urðu dá-
lítið sögulegar og sýna vel aðferðir
þeirra sem þar ráða. Hvernig þeir
-fara að því að komast á þessi þing.
Fundur var auglýstur í blaði þeirra
■eitt kvöld. Daginn áður var einn
smali þeirra sendur á vinnustaði til
l>ess að hvísla að vissum mönnum
að stjórnin væri búinn að raða fjór
mm mönnum á lista og þeir þyrftu
-ekki annað en að koma á fundinn
til að samþykkja hann. Að sjálf-
sögðu voru það náttúrulega alit
hreinir kommar sem á listann var
•xaðað.
En þá brá svo við að á einni
vinnustöðinni var maður að sunn-
an en eldrauður kommi. Þrátt fyrir
gott „pólitískt uppeldi" kunni hann
%>essu illa, þótt hann kunni sjálfsagt
flestan gang í þessu hjá þeim. Fyrir
rforgöngu hans komu þeir á hans
vinnustöð sér svo saman um að
stilla upp öðrum lisa, og var hann
líka skipaður hreinum kommum.
Hanniblslýðræði í fullri nekt.
Þegar á fundinn kom og ráða-
mennirnir heyrðu að annar listi
mundi koma fram, urðu þeir æfir.
Því á þeim lista var maður sem for
ingjamir vildu ekki fá suður,
þrátt fyrir að hann hefur dyggi-
lega staðið meö þeim í öllum þeirra
skrípaleik, og einn af bæjarfull-
trúum þeirra í mörg ár.
Formaður félagsins tilkynnti, er
listinn var lagður fram, að um-
ræddur maður skuldaði á annað
þúsund krónur i félagsgjöld. Hann
hefur þó alltaf haft full réttindi,
fyrr en þarna og hefði líka fengið
að greiða atkvæði þama ef hann
hefði stutt „réttan“ lista.
Þessu næst var gengið til at-
kvæða. Úrslitin urðu þau að hvor
listi fékk 11 atkvæði. Hófust þá
Imikil hróp úr liði „foringjanna"
lum að einn af þeim sem greitt
| hefðu atkvæði skuldaði 800 krónur
1 í félagsgjöldum. Sá, sem þarna átti
] hlut að máli hélt þá ræðu og fékk
gjaldkera félagsins til að viður-
kenna að það væri hans sök að
skuld sín væri svona há, þar sem
hann liefði ekki sótt gjöld sín, til
þcss fyrirtækis sem hann starfaði
hjá.
Hlutkesti réði.
Þá var varpað hlutkesti á milli
listanna og „aðskotalistinn" vann.
Úrslitin urðu ,.forystumönnurmm“
mikil vonbrigði — að þurfa að
beygja sig fyrir þessu. Að sjálf-
sögðu breytti þetta engu um af-
stöðuna á ASÍ-þingi.
Þessir tveir umdeildu menn urðu
að greiða skuld sína daginn eftir.
en ekki upplýstu þeir, hvað margir
af hinum ellefu voru skuldugir.
i Hitt er augljóst að þessir fjórir
fulltrúar eru kosnir á þingið með
11 atkvæðum þar á meðal sínum
eigin atkvæðum og þetta er félag
sem telur eftir þessu á fjórða hundr
að íélaga.
1 (Leturbr. og millifyrirsagnir em
] Alþýðublaðsins.)
Athugasemd
frá Skipaút-
gerb ríkisins
Svart á hvítu.
Framangreindur bréfkafli sýnir
og sannar allan málflutning and-
stæðinga kommúnista á Alþýðu-
sambandsþingi um að „meirihluti"
þeirra til þess að skerða aðild rétt
kjörinna fulltrúa Landsambands
ísl. verzlunarmanna til þingsetu
var ólögmætur. Því hér er um að
ræða pólitískt uppeldi" Lúðviks
Jósepssonar og ættu að þekkja gild
andi lög og reglur í verkalýðs-
hreyfingunni svo mjög sem gumað
hefur verið af forystu hans þar„
enda um langt skeið sjálfur full-
trúi á þingum ASÍ. — Þessa kunn
áttu hafa umræddir verkalýðsfor-
ingjar áreiðanlega vel numið en
um leið lagt meiri áherzlu á lakari
hliðina, nefnilega að fara í kring
um lög og reglur, samtakanna.
Menn hyggi að eftirfarandi:
1. Félagið kýs 4 fulltrúa, sem
þýðir a.m.k. 351 félagsmann.
2. 22 félagsmenn eru á kjörfund
inum, þrátt fyrir skipulagðan eftir
rekstur, um að mæta þar.
3. Tveir þeirra sem í kjöri eru
skulda frá 800 krónum til á annað
þúsund, en eru samt kjörnir, þrátt
fyrir athugasemd formanns.
4. Daginn eftir að kjörfundi er
lokið, fá tveir hinna ákærðu um
skuldir að greiða þær, til þess að
komast „suður“ á þing ! !!
5. Kosningin er aðeins auglýst
í flolcksblaði kommúnista á staðn
um.
Hvern veg halda menn svo að lög
um og réttlæti sé fullnægt á stöð
um sem engan „þjálfaðan Lúðvík
eiga?“ Hvern veg halda menn svo
að „meirihlutinn“ sé fenginn á
þeim stöðum sem enginn er enn
til frásagnar um?
Albýðublaðinu væri kærkomið
að fá fleiri slíkar upplýsingar um
kjör „meirihlutans" á ASÍ-þingi
til að birta almenningi
Kjör hinna sem stóðu með rétti
verzlunarfólks þarf ekki að spyrj
ast um. Því kommúnistar oa fvl":
fiskar þeirra úr liði Framsóknar-
manna hafa áreiðanlega fellt alla
slíka frá fullum rétti sem þeir
höfðu hug og ófyrirleitni til.
í FRÉTTAKLAUSU frá Á. P.
Patreksfirði, sem birtist í Alþýðu-
blaðinu hinn 14. þ. m., er veitzt
að strandferðaþjónustu Skipaút-
gerðarinnar á mjög óvinsamlegan
hátt. Er meðal annars sagt: „Ef
bátur Einars Guðfinnssonar í Bol-
ungarvík stæði ekki í vöruflutn-
ingum Vestfirðinga, væri hér alit
í kalda koli.“
Út af þessu skal upplýst, að sam-
kvæmt prentuðum ferðaáætlunum
fyrir þetta ár, 1962, sem lítið hafa
raskast, áttu strandferðaskip
Skipaútgerðarinnar áætlunarvið-
komur á Patreksfjörð sem hér
greinir:
Á Norðurleið:
Hekla og Esja
Skjaldbreið og
Herðubreið
A Suðurleið:
Hekla og Esja
Skjaldbreið og
Herðubreið
30 viðkomur
5 viðkomur
35 viðkomur
30 viðkomur
7 viðkomur
37 viðkomur
Þetta verða samtals 72 viðkomur
á norðurleið og suðurleið eða að
meðaltali 5. hvern dag á norður-
leið eða suðurleið.
Það er mjög sjaldgæft að ekki
hafi verið fluttar með nefndum
skipum þær vörur, sem beðið hef-
ur verið um að flytja til eða frá
Patreksfirði og sama er að segja
um farþegaflutninga, a. m. k. að
því er snertir Heklu og Esju, en
ferðir þeirra um Vestfirði eru yfir
gnæfandi.
Hér á eftir fylgja upplýsingar
um aldur nefndra skipa og brúttó
stærð til farþega- og vöruflutn-
inga.
Úr
Lúðvík Kristjánsson:
Úr heimsborg- í Grjótaþorp,
Ævisaga Þorláks Ó. Johnsen.
Skuggsjá 1962.
Lúðvík KrtstjánsscÞ er fyrir
3öngu einn af þekktustu sagnfræð-
ingum hér á landi. Hann hefur rit-
-að nokkrar ágætar bækur í fræði
igrein sinni, sem lengi munu standa
-óbrotgjarnar í heimi íslenzkra
íræða. í þessari bók er viðfangsefni
íhans ævi og brautryðjandastarf
Þorláks Ó. Johnsonar. En eins og
kunnugt er var Þorlákur mikill
framfaramaður og mótaði margt
af framsýni. Það er því lærdóms-
ríkt að lesa sögu hans, og ekki
sízt, þegar hún er rituð af jafn-
slyngum fræðimanni eins og Lúð-
vík Kristjánssyni.
Úr heimsborg í Grjótaþorp er
fyrri hluti ævisögunnar. Er hér
lýst ætt og uppruna Þorláks, fyrstu
mótun og áhrifum. Hann kemst
I snemma í kynni við Englendinga
! og verzlunarhætti þeirra. Síðar fór
: hann til Englands og vann þar ým-
I is störf. Þorlákur varð einn þeirra
kaupmanna, sem mest koma við
sögu sauðasölunnar til Englands.
En eftir að markaður fyrir ís-
lenzka sauði fékkst á Bretlands-
! eyjum, fór að rofa til í landbúnað-
armálum hér á landi. Englending
] ar borguðu yfirleitt vel fyrir sauði
Framh. á 13. síðu
smíðaár tonn
Hekla 1948 1456
Esja 1939 1347
Skjaldbr. 1948 366
Herðubr. 1947 366
Til samanburðar skal svo bent
á, að flutningaskipið „Særún“, er
Á. P. gerir mikið úr við hlið strand
ferðaskipa ríkisins er smíðað 1919
og er skráð 149 brúttótonn.
Skip þetta siglir ekki eftir fyrir
fram gerðri prentaðri ferðaáætlun
og flytur ekki farþega, enda hefur
það ekki rétt til þess, og geta
menn í ljósi nefndra staðreynda
hugleitt sanngirnina í áður greind
um skrifum Á. P. Er tilgangurinn
með slíkum skrifum að reyna að
brjóta niður þjónustu með skipum,
eins og þeim, sem Skipaútgerðin
hefur, en fá í staðinn þjónustu
eldri og ófullkomnari skipa án
fyrirframgerðra ferðaáætlana.
En það er fleira en órökstuddir
hleypidómar, sem stuðla að því
að brjóta niður strandferðaþjón-
ustu með sæmilega stórum og full
komnum skipum og skal í því sam
bandi bent á hin háu liafnagjöld,
sem víða eru lögð á þessi skip f
þjónustusiglingum án tryggingar
fyrir lágmarksflutningi eða lág-
markstekjum. Mun Á. P. manna
kunnugast um það, hvernig haldið
er á þessu máli á Patreksfirði,
þar sem t. d. Esja þarf að borga
kr. 1.518,00 og Skjaldbreið eða
Herðubreið kr. 778,20 við viðkomu
Fari Esja vestur um land til Ak-
ureyrar og komi við á venjulegum
höfnum í báðum leiðum, þarf hún
nú að borga hafnagjöld sem hér
greinir aðeins á 3 höfnum:
Patreksfirði kr. 3.036.00
ísafirði kr. 3.486.00
(ein viðkoma í ferð kr. 2.126.00)
Siglufirði kr. 2.098.00
Þetta er nokkuð mikil blóðtaka
írá útgerðinni, þegar t. d. á það
er litið, að fargjöld milli Reykja-
víkur og Patreksfjarðar eru nú á:
1. farr. kr. 261.00
2. farr. kr. 204.00
3. farr. kr. 143.00
en farmgjöld t. d. fyrir komvörur
kr. 231.00 (framhaldsfarmgj.) til
kr. 330.00 á tonn á hvaða höfn sem
er.
Þá er það mjög skaðlegt fyrir
rekstur strandferðaskipanna,
liversu há hafnagjöld eru víða lögð
á vörur fluttar með þeim, t. d. eru
hafnagjöld fyrir sumar vörur allt
að kr. 525,00 á tonn á Patreks-
firði, kr. 450,00 á tnon á ísafirði
og kr. 500,00 á tonn á Siglufirði.
Hafa þessi háu vörugjöld víða þau
áhrif, að útilokað er, að skip fái
flutning í samkeppni við bíla. —
Virðist mjög óeðlilegt að
skattleggja fyrst strandferðaskipin
sjálf þunglega með hafnagjöldum
og stórspilla svo rekstrargrundvelli
þeirra með óhóflegum vörugjöld-
um, sem ekki koma heldur hlutað-
,eigandi höfnum að gagni, þegar
þau verða til þess, að menn hætta
að flytja með skinum, ef önnur
úrræði eru fyrir hendi.
Skal þá aftur vikið nánar að
umræddri fréttaklausu Á. P. —
Hann segir: „Skjaldbreið snéri við
hér úti á firðinum á dögunum og
lagðist að á Tálknafirði, en allar
þær vörur, sem flytja átti frá Pat-
reksfirði, þurfti þá að flytja lít
á Tálknafjörð."
Bersýnilega er þetta sett fram
af liálfu Á. P. í þeim tilgangi að
láta ókunnuga halda, að þarna hafi
Skipaútgerðin brotið illilega af sér
gagnvart Patreksfirðingum, þess
vegna lætur hann vera að skýra
frá því, að Skjaldbreið var þama
í aukaferð til Vestfjarða vegna
strands Esju og var orðin sólar-
hring of sein í næstu áætlunar-
ferð, en ófært til afgreiðslu í Pat-
reksfjarðarhöfn sökum óveðurs.
Var því um tvennt að velja, að fara
til Reykjavíkur með þau tæplega
Framh. á 11. síðu
4 28. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ