Alþýðublaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 9
iRÐ IOOK Kannski verð ég aftur tekin í burtu Þú mátt ekki fara frá mér, sagði hún. Brockie var í miklum vanda. Þau kynnu að deyja úr hungri ef þau yrðu bæði um kyrrt á eynni og ef hann færi frá Nuttingnook kynni hún að deyja úr hræðslu. Hann á- kvað að fresta ákvörðun til næsta morguns. j Hann vaknaði snemma, en þeg- ar hann ýtti við Nuttingnook brá honum í brún. Nuttingnook var dáin, en inni í feldinum var lít'ð ungbarn, um tveggja klukkustunda gamalt. í skyndi hitaði hann tvær voðir við eldinn, sem hann h'afði kveikt, og vafði þær utan um barnið, sem grét hástöfum. Hann gaf baminu dósamjólk. Þegar hann hafði greftr að Nuttingnook kom hann barninu fyrir í kajaknum og ýtti honum á | flot. | í þrjá sólarhringa hraktist hann á kajaknum. Á þriggja klukku- stunda fresti vaknaði barnið, sem var við fætur hans, og þá fór har.n í land, gaf því að borða og síðr.n var ferðinni haldið áfram Á þriðja degi hittu þau ætt- flokk þann, sem Nuttingnook heyrði til. Brockie skýrði frá hin- um hörmulegu tíðindum og seinna fór hann ásamt nokkrum Eskimó- um til eyjunnar og náði í lík Nutt ingnook, sem síðan var greftruð að siðvenjum Eskimóa. Seinast er Brockie sá barnið var það á brjósti annarrar Eskimóar móður, sem tók það að rér. EC til vill hefur líf þess orðið gæfiHam- ara en líf vesalings móðurinnar, sem liggur grafin á heimskauts- auðnunum. Frá stöðinni á myudinni til hægri hófst hin dapurlega ferð I Nuttingnook. ÞAÐ ER SVO MARGT Gretar Fells: Það er svo margt, Erindi. II. bindi. Skuggsjá. Hafnarfirði 1962. ANNAÐ bindi af erindasafni Gretars Fells er komið út. 296 blaðsíður að stærð, alls 24 er- indi. Höfundur kemur hér víða við eins og í fyrirlestrum sínum yfir- leitt. Erindin fjalla um dulræn efni og heimspeki, vandamál lífs og dauða, sálarfræði og mystík, allt i ljósi guðspekilegra viðhorfa. Þessi erindi — eins og hin fyrri bók Gretars — bera vitni mikilli hugkvæmni og andagift. Gretar veldur ekki einasta skemmtileg- um penna, heldur er andlega mjög frjór og laginn að gera flók- ið efni einfalt og aðgengilegt. Vin sældir hans í útvarpinu sem fyr- irlesari þar sanna einnig, að al- menningur kann vel að meta boð- skap hans. Enn þessi saga hefur líka aðra hlið. Fyrirlestastarf Gretars er tómstundavinna hjá erilssömu skrifstofustarfi. Og hann mun eiga mikið óprentað enn í fórum sínum. Og nú eftir að Gretar er kominn á eftirlaun og farinn að helga sig einvörðungu hugðarefn- !um sínum, heldur hann áfram rit- (störfum og fyrirlestrahaldi með ♦------- —--------------------------- ■ aftur öðru sinn. Á árunum 1947- i 1948 var hann bæjarstjóri í Gliiks i burg við Eystrasalt, og fyrsta stjórn - málaárangri sínum náði hann í hin i um harða en þroskandi skóla bæja- r og sveitastjórnmála. Hann varð hús - næðismálasérfræðingur og innti i þetta geysivíðtæka verk af höndum með miklum dugnaði og skyldu- rækni. Hinn glæsilegi ferill hans, sem i að lokum varð til þess; að hann i varð foringi Kristilega demókrata > flokksins í Slésvík-Holtsetalandi . og yfirráðherra, hófst er hann var i kosinn á fylkisþingið í Kiel 1950. Kai-Uwe von Hassel hefur átt - vini sínum, Friedrich Wilhelm 3 Liibke sem lézt árið 1954 og var bróðir núverandi forseta Vestur- Þýzkalands, mikið að þakka. Lubke hafði orðið var við mikla hæfileika von Hassels og studdi hann á alla lund. Þannig kýnniþst Kai-Uwe von Hassel hinu erfiða starfi yfir- ráðherra og var fær um að gegna þvL þegar vinur hans gat ekki gegnt því lengur. Síðan Kai-Uwe von Hassel hóf af skipti af stjórnmálum hefur hann tekið ákveðna afstöðu til allra opin berra mála og pólitískra mála, er hann hefur haft ákveðnar skoðanir um. Hann er fulltrúi yngri kynslóð arinnar og hefur aldrei hikað við að fást við umdeild vandamál, t.d. endurskipulagningu framkvæmda- stjórnar Kristilega demókrata- flokksins. Kai-Uwe von Hassel er álitinn formælandi yngri kynslóð- arinnar í flokki sínum. Síðan 1956 hefur Kai-Uwe von Hassel verið varaformaður Kristi- lega demókrataflokksins og hefur hann getið sér góðan orðstír fyrir starf sitt, sem stuðlað hefui að töluverðu leyti að ákvörðunum um stefnu Vestur-Þýzkalands (Heimild: G. Tribune). MAÐUR I FRÉTTUNUM Tilkynning um söluskattsskírteini Hinn 31. desember n.k. falla úr gildi skírteini þau, sem skattstjórar og skattanefndir hafa gef ið út á árinu 1962 skv. 11 gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt. Endumýjun fyrrgreindra skírteina er hafin, og skulu atvinnurekendur snúa sér til viðkom andi skattstjóra, sem gefa út skírtei'ni þessi. Allar breytingar, sem orðið hafa á rekstri, heimilisfangi eða þ. h. ber að tiikynna um Ieið og endurnýjun fer fram. Nýtt skírteini verður aðeins afhent gegn afhendingu eldra skírtein- is. Eyðublöð fyrir tilkynningar um atvinnurekst ur og söluskattsskírteini fást hjá skattstjór- um. Reykjavík, 27. desember 1962. Skattstjórinn í Reykjavík. Tilkynning frá bönkunum Vegna vaxtareiknings verða sparisjóðsdeildir bankanna í Reykjaivík lokaðar laugardaginn 29. desember og mánudaginn 31. desember 1962. Auk þess verða afgreiðslur aðalbankanna og útibúanna í Reykjavík lokaðar miðvikudag- inn 2. janúar 1963. Athygli skal vakin á því, að víxlar, sem falla í gjalddaga laugardaginn 29. desember og sunnudaginn 30. desember, verða . afsagðir mánudaginn 31. desember, séu þeir eigi greidd ir fyrir lokunartíma badkanna þann dag (kl. 12 á hádegi). Landsbanki Islands Búnaðarbanki íslands Útvegsbanki Islands Iðnaðarbanki íslands h.f. Verzlunarbanki íslands h.f. LOKAÐ vegna vaxtareiknings 29. og 31. desember. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis ALÞÝDUBLAÐID - 28. des. ,1962 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.