Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 7
MYNDIN er tekin á borgarstjórnarfundi fyrir áramót. Fjárhagáætlunin fyrir árið 1963 er til umræ'ðu. Óskar Ilallgrímsson, borgarfulltrúi AlþýSuflokksins, er í ræSu stól. Geir Ilallgrimsson borgarstjóri situr yzt til vinstri en Auður Auðuns forseti borgarstjórnar er fyrir miSju. ÞEGAR þau tíðindi spurðust, að Gunnar Thoroddsen væri að láta af embætti sem borgarstjóri í Reykjavík og við mundi taka Geir Hallgrímsson, sögðu margir, að sú breyting mundi boða aukna íhaldssemi í rekstri Reykjavíkur- , borgar. Gunnar Thoroddsen þótti sem borgarstjóri vera frjálslynd ur, en Geir Hallgrímsson var álit inn ungur fulltrúi íhaldsaflanna í Ejálfstæðisflokknum, þeirra afla, er vildu skefjalausan einstaklings rekstur o'g sem minnst opinber af skipti. En Geir hefur sem borgar stjóri sízt reynzt íhaldssamari en Gunnar og undanfarið hefur það gerzt hvað eftir annað, að sam- þykktar hafa verið tillögur frá andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn. Slíkt gerðist mjög sjaldan í borgarstjóratíð Gunnars Thoroddsen. Og það er raunar ekkert séreinkenni á af- greiðslu mála í borgarstjórn, að tillögur minnihlutaflokkanna fari flestar í ruslakörfuna. Þannig viii það einnig verða á Alþingi. Á næstsíðasta fundi bcrgarstjórnar Reykjavikur gerðist það, að Sjálf stæðisflokkurinn tók upp tillögu frá Alþýðuflokknum, sem verið l.afði mikið hitamál í síðustu borg srstjórnarkosningum. í kosninga- stefnuskrá Alþýðuflokksins við kosningarnar var þess krafizt, að borgin gerði ráðstafanir til lækk unar byggingarkostnaðar og var fcent á þá leið í því skyni, að kom ið yrði á fót stórum framkvæmda sðilum í byggingariðnaðinum. A1 þýðuflokkurinn benti á í kosn- ingastefnuskrá sinni, að borgin yrði að koma slíkum byggingafyr irtækjum á fót og eðlilegt væri, að hún ætti aðild að stóru bygg iiigafyrirtæki. Þessi tillaga Alþýðu fiokksins fékk slæmar undirtektir hjá Morgunblaðinu. Blaðið sagði, að nú ætti að fara að „reyra all ar framkvæmdir Reykjavíkur á k’.afa þjóðnýtingar". Og til þess að æsa almenning í Reykjavík gegn þessari tillögu Alþýðuflokks ins bætti Morgunblaðið því við, að Alþýðuflokkurinn vildi greini- lega banna einstaklingum að byggja. í hita kosningabaráttunn ar er margt sagt og ritað, sem menn mundu undir venjulegum kringumstæðum og við rólega yf mvegun aldrei láta frá sér fara. Og þannig hefur þetta verið með fyrrnefnd ummæli Morgunblaðs- ins um tillögur Alþýðuflokksins í fcyggingamálunum. Þau hafa nú verið dæmd ómerk með þeirri sam þykkt, er borgarstjórn gerði um byggingarmálin á fundi sín- um. Óskar Hallgrímsson borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins flutti þá tillögu um lækkun byggingar- l.ostnaðar og stofnun stórra bygg ingarfélaga og Sjálfstæðisflokkn um þótti skynsamlegast að láta samþykkja tillöguna með örlítilli orðalagsbreytingu. Vissulega get- ur meirihluti borgarstjórnar ekki verið á móti því, að borgin reyni að lækka byggingarkostnaðinn í borginni. Ég vil láta í ljós sérstaka á- nægju mína með samþykkt borg arstjórnar um þetta mál. Allt frá því, að Samband ungra jafnaðar- manna efndi í apríl 1961 til ráð- stefnu um byggingarmál, hef ég haft mikinn áhuga á þeim málum og varið nokkrum tíma til þess að kynna mér þau. Það var fyrst og fremst eitt atriði úr skýrslu bandaríska sérfraeðingsins Davis- sons sem vakti mig til umhugs- unar um þessi mál og það var þetta: „Meðalíbúð hér á landi kost ar helmingi meira en í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada“. Með þá staðreynd í huga hljótum við að gera okkur ljóst, að unnt væri að stórbæta lífskjör almennings með því að lækka byggingarkostn aðinn. Og stendur nokkrum aðila það nær en Reykjavíkurborg, stærsta bæjarfélaginu, að gera á- tak í þessu skyni? Ég held ekki. Hinn 31. marz 1962 ritaði ég grein um byggingarmálin í Al- þýðublaðið og byggði í henni veru lega á upplýsingum Davisson um hinn óeðlilega háa byggingarkostn að hér á landi. Og í þessari grein varpaði ég fram þeirri hugmynd, að borgin ætti að beita sér fyrir stórrekstri í byggingaciðnaðinum. Orðrétt sagði ég í greininni: „Borg in ætti þegar i stað að reisa verk smiðju, sem byggja mundi hús- fcluta og á skömmum tíma færa byggingarkostnaðinn niður. Vera má,’ að það brjóti í bága við hug- myndir meirihluta borgarstjórn- ar um einstaklingsframtakið að láta borgina koma á fót byggingar fyrirtæki. En ef meirihlutinn vill ekki ganga lengra á braut opin- bers rekstrar, er sú leið fyrir hendi einnig að laða einstaklinga til samstarfs um að koma á fót stóru byggingarfyrirtæki, sem borgin gæti þá ef til vill átt eitt- hvað í. Rekstrarformið á því fyr- irtæki, sem hér um ræðir skiptir ekki máli. Aðalatriðið er, að það líþmist á fót.“ 'Ég er enn þeirrar skoðunar, að æskilegt væri, að Reykjavíkurborg ættl sitt "eigið byggingafyrirtæki fckt og mörg borgarfélög erlend- is. En eins og ég tók fram í grein inni 31. marz 1962 tel ég það ekkert aðalatriði. Hitt er mikil- vægara, að borgin hafi for- göngu um að stofna stórt bygg- ingafyrirtæki og taki þátt í því. Og meirihluti borgarstjórnar hef ur nú samþykkt að fara þessa síð ari leið. Samþykkt borgarstjórn- ar, sem gerð var á fundinum 22. des., var á þessa leið: „Borgar- stjórn telur brýna þörf á að leit- að sé allra tiltækra leiða til lækk unar byggingarkostnaðar. í þeim tilgangi felur borgarstjórn borg- arstjóra og borgarráði að kanna möguleika á því, að komið verði á fót í borginni stórum fram- kvæmdaaðilum, t. d. með sam- starfi borgarinnar og byggingarfé laga, sem starfandi eru í borginni, Framh. á 13. síðu Knall- rauður ÞETTA kvað vera ekta, hundrað prósent, ó- blandaður rauðskinni og indíánahöfðingi í þokkahót. Hann kom til Kaupmannahafnar skömmu fyrir jól. Erindið var að auglýsa bandaríska kvikmynd frá villta vestrinu, sem frumsýnd var í Höfn á annan jóladag. Sá gamli er síorindíáni, giftur og fimm harna faðir. Hann heitir Svarti elgur. í RÚSSLANDI hefur nýlega vcr- ið gefið út frimerki, sem á er mynct af Vassili Blucher, sem var eitjs af fórnardýrum Stalíns einræðis- herra í hreinsunum miklu. Vas> sili þessi hafði í fjölda mörg ái- verið yfirhershöfðingi fyrir liinum austurlenzku hersveifum Ráðstjóm. arríkjanna. Þetta er í fyrsta sinni, sem fórnardýr Stalíns er heiðraðT méð mynd á frímerki, en í ráði ei“ að senn verði gefið út annað meff mynd af Tuchatchevsky marskálkit sem var drepinn samkkvæmii skipun Stalíns árið 1938. ALÞÝÐUBIAÐIQ ift- 4. ijariúar 1962 ]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.