Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 13
- AN RETTSYNNA og hlut- lausra dómstóla fr ekkert menningarþjóðfélag þrifizt. Dómsvaldið á að vera hin ó- háði þáttur hvers ríkisvalds. Það er hlutverk þess að skera úr réttarágreiningi, er upp kann að rísa, og þannig vernda borgarana gegn ólögmætum at höfnum og athafnarleysi sam- borgara og stjórnvalda, og jafn vcl hins almenna löggjafar- valds. Enda þótt skipun dómsvalds- ins sé með hinum ákjósanleg- asta hætti samkvæmt stjórnar skránni og öðrum lagafyrirmæl um, þannig að sérhver þjóðfé- lagsþegn eða annar réttarað- ili eigi þess kost að leita til dómstólanna og fá þar leiðrétt ingu mála sinna, þá má vera, að þessi mikilvægu grundvall- arréttindi verði í framkvæmd- inni mjög skert af fjárhagsleg um ástæðum. Málum er á þann veg farið, að menn reka ekki mál sín fyr- ir dómstólum án útgjalda, oft verulegra útgjalda. Má þar fyrst nefna, að menn verða að greiða hinu opinbera réttar- gjöld fyrir dómsathafnir, svo og fyrir eftirrit af málskjölum. Þá eru sum mál þess eðlis, að dómur verður ekki á þau lögð, nema fram fari mat eða skoð- unarmenn að fá þóknun fyrir störf sín. En stærsti kostnaðarliðurinn við málarekstur er þó venju- lega greiðsla fyrir lögfræði- lega aðstoð. Hið margbrotna viðskiptalíf nútímans ásamt flókinni og fyrirferðarmikilii lagasetningu veldur því, að rekstur langflestra dómsmála er eingöngu á færi kunnáttu- manna í lögum. Jafnvel í þeim tilfellum, þeg ar réttur aðila er efnislega ó- tvíræður, þarf hann oft að leggja í nokkurn kostnað, a.m. k. í bili, í þeim tilgangi að fá viðurkenningu dómstóla á þess um rétti. Þessi fjárhagslegu atriði í sambandi við málarekstur eru með þeim hætti, að félitlum mönnum væri algerlega fyrir- munað að neyta liins hátíðlega réttar þjóðfélagsskipunarinnar um réttsýna og hlutlausa af- greiðslu dómstólanna, ef ekki væri fyrir hendi lögskipað fyr irkomulag til að leysa þennan vanda. Eftir því sem réttarskipun- in varð margslungnari, og menn komust ekki hjá því að kaupa sér aðstoð lögfróðra manna við málarekstur, var þeirri hættu boðið heim, að snauðir menn gætu ekki haldið rétti sínum til réttra laga vegna fjárhags- legrar vangetu. Úr þessu var bætt með heimild til handa fé- litlum aðilum til fjárstyrks, fyrst af konungsfé en siðar af almannafé, í þeim tilgangi, að þeir gætu staðizt kostnað af málarekstri (beneficium proc- essus paupertatis). Síðar var þetta sjónarmið einnig látið gilda um vissar stofnanir, sem taldar voru vinna að alþjóðar- hag. Um þessi réttaratriði eru nú fyrst og fremst almenn ákvæði í lögum um meðferð einkamála í héraði. í lögunum eru greind ir þeir aðilar, sem heimilt er að veita gjafsóknarleyfi, en að- ilamir eru þessir: 1. Kirkjur, skólar, sjúkra- hús, sem rekin eru á kostnað hins opinbera, hreppsfélög, bæjarfélög og stofnanir, sem hafa að markmiði umönnun sjúkra og aðra mannúðar- og líknarstarfsemi. 2. Einstakir menn, sem eru svo illa stærðir fjárhagslega, að þeir mega ekki án þess fjár vera frá framfærslu sinni eða sinna eða frá atvinnurekstri sínum, er fara myndi til máls- ins. Með beiðni um gjafsókn á að fylgja vottorð frá formanni niðurjöfnunarnefndar um fjár líag og ástæður umsækjanda, enda er skylt að láta slíkt vott orð í té tafarlaust og ókeypis. Það eru yfirleitt aðeins ís- lendingar, sem geta orðið að- njótandi gjafsóknar, en þó má veita borgurum annars ríkis gjafsókn, ef sams konar hlunn indi eru veitt íslenzkum ríkis- borgurum í landi þeirra. Auk þessa almenna ákvæð- is um heimild til gjafsóknar eru nokkur ákvæði í sérlög- um, þar sem aðilum er beinlín is lögtryggður gjafsóknarrétt- ur. Þennan rétt eiga t. d. mæð ur í barnfaðernismálum og sak. borinn maður, sem höfðar mál á hendur ríkissjóði til fébóta fyrir handtöku eða gæzluvarð- hald að ósekju. Þá eru réttar- gjöld ekki greidd í málum, er varða rétt manna til að vera á kjörskrá, svo og málum, sem rekin eru fyrir Félagsdómi. Þegar talað er um gjafsókn, ,nær það hugtak í lagamáli einnig til gjafvarnar, þ. e. til aðstöðu varnaraðila i dómsmál um. Hlunnindi gjafsóknarhafa eru þau, er nú verða greind: 1. Hann er undanþeginn greiðslu allra réttargjalda fyr ir, dómsathafnir þær, er gjaf- sókn nær þil. 2. Hann fær ókeypis eftirrit allra þeirra skjala, þar á með al ágrip dómsgerða, er embætt is- og sýslumenn afgreiða til afnota við áðurnefndar dóms athafnir. 3. Honum er skipaður tals- maður, nema þess þyki engin þörf, og ríkissjóður greiðir talsmanni ferðakostnað og þókn un fyrir málflutning eftir á- kvörðun dómara, er fyrir dóms athöfn þeirri stendur, sem gjaf sókn nær til. 4. Ríkissjóður greiðir fyrir hann gjöld fyrir allar birting ar og tilkynningar, er mál hans útheimtir, eða dómsathafnir í sambandi við það, þóknun til þingvotta, vitna, mats- og skoð unarmanna og önnur slík gjöld. Það er dómsmálaráðuneytið, sem veitir gjafsókn. í sumum löndum er reglan sú, að dóm stólarnir veita gjafsóknarleyf ið. Sá, sem vill fá gjafsókn, sendir dómsmálaráðuneytinu beiðni um það efni. í beiðn- inni á að greina frá efnahag um sækjanda, svo og upplýsa mái- stað hans í væntanlegu dóms- máli eftir föngum. Það er ljóst, að málstaðurinn skiptir miklu máli, því að leyfið yrði alls ekki veitt, ef málstaðurinn væri tal inn vonlaus. Það atriði má sín og mikils, hvort um svokallað princip-mál er að ræða, þ. e. hvort ætla má, að væntanleg- ur dómur geti haft þýðingu um réttarstöðu annarra aðila, sem svipaða afstöðu hafa, annað hvort í nútíð eða framtíð. Ef ráðuneytinu sýnist ástæða til að veita gjafsókn, gefur það út gjafsóknarleyfi og skipar um sækjanda löggiltan talsmann fyrir dómi. Yfirleitt er farið eftir óskum umsækjanda um skipun talsmannsins. Úrslit gjafsóknarmáls geta eðlilega orðið með ýmsum hætti. Tapi gjafsóknarliafinn málinu, er líklegt, að hann verði dæmdur til að greiða gagn aðila sínum málskostnað með venjulegum hætti. Á þeirri greiðslu ber ríkissjóður enga ábyrgð. Ef málskostnaður er með dómi látinn niður falla, ber gagnaðilinn kostnað sinn af málinu, en ríkissjóði er gert að greiða talsmanninum mál- flutningsþóknun. Ef gjafsóknarhafi vinnur málið og gagnaðilinn dæmdur til málskostnaðargreiðslu, hafa dómstólar venjulega skipt þess ari greiðslu í þrennt: a) til rík issjóðs, m. a. vegna missis rétt argjalda, b) til gjafsóknarhafa sjálfs vegna kostnaðar og ó- maks og c) til talsmannsins. Á vallt verður að ákveða tals- manninum þóknun með dómi, því að hann getur krafið hana beint úr ríkissjóði, þar sem ráð herra hefur falið honum flutn ing málsins. Menn eru sammála um, að ekki orki tvímælis, að reglum ar um gjafsókn veita mikið rétt aröryggi. Oft væri mönnum ó- kleift að ráðast í málaferli og ná rétti sínum, ef þeir nytu ekki stuðnings ríkisins í þeim efnum. Um hitt geta verið skiptar skoðanir, hvaða fyrirkomulag eigi að gilda um gjafsóknarleyf in. Sumir telja, að levfisveit- ingin eiga að vera í höndum dómstóla, en ekki stjómvalda. Mikilvægara er það sjónarmið, að breyta reglum þess-um í þann farveg, að hér sé um rétt manna að ræða, en ekki ölm- ustu eða náðarbrauð. Þetta vlð horf er tvímælalaust rétt út af fyrir sig. En ef horfið væri að því ráði að breyta þessum heimildarreglum f lögskipaðan rétt, rís hin vandasama spum- ing: Hverjum á að játa þenn- an rétt? Hver á að draga marka línuna? Um framkvæmd á gjafsókn arreglunum liér á landi virð- ist þess sjónarmiðs ekki gæta. að menn líti á þessa heimild sem náðarbrauð, og hafi minni máttarkennd í því sambandi. Enda þótt leyfisveitingin sé og hafi verið í höndum póli- tískra ráðherra, hef ég aldffi heyrt þeirri skoðun hreyft,' að ósanngirni eða stjórnmálaleg og önnur annarleg viðhorf hafi ráðið veitingu eða synjun gjaf sóknarleyfa. J. P. E. H ★ LONDON: Douglas Jay, þing- maður Verkamananflokksins og fylgismaður aðildar Breta að EBE, segir, að ef Bretar fái ekki viðun- andi skilyrði fyrir aðildinni verði að ganga frá verzlunaráætlun, er grundvallist á brezka samveldinu og Fríverzlunarsvæði Evrópu (E.F. T.A.), en aðildarríki þess séu þrisv- ar sinnum fjölmennari en USA, EBE-ríkin og Sovétríkin, og EFTA og samveldið ráði yfir miklum efnahagsauðlindum í öllum heims- álfum. ★ LONDON: Brezki vísindamaður- inn Sir Charles Darwin, barnabam höfundar bókarinnar „Uppruni teg- undanna", Charles Darwin, sam- starfsmaður Niels Bohr í kjam- orkurannsóknum og helzti visinda- maður Bretá í sambandi við gerð kjarnorkusprengjunnar á stríðsár- unum, lézt að heimili sínu í Cam- bridge á mánudag, 76 ára að aldri. ★ TEHERAN: Elzti þorpsbúinn í Lindjan í Mið-íran hélt upp á 131. árs afmæli sitt á nýársdag og þakk- ar langlífi sitt löngum gönguferð- um. ★ BERLÍN: James Polk hershöfð- ingi hefur tekið við störfum her- námsstjóra Bandaríkjanna í Ber- lín af Albert Watson liershöfð- ingja. ★ OSLÓ: Umferðin á innanlands- ferðum SAS í Noregi setti nýtt met 1962. í Norður-Noregi var aukn- ingin 45%. Farþegar á leiðum milli Osló og Norður-Noregs voru rúm- lega 85 þúsund og á leiðinni Osló —Björgvin 100.276, en í fyrra var aukningin á þeirri leið 19%. Lögfræði fyrir almenning Á SÍÐASTLIÐNU sumri skipu- lagði skólastofnunin Scanbrit sum- arnámskeið fyrir íslenzka nemend- ur í Englandi, en hafður var sá háttur á, að nemendur dvöldu á einkaheimilum til þes sað kynnast ensku máli og þjóðlífi sem bezt.og gengu svo í skóla fyrir útlendinga. Er það meginregla lijá stofnun- inni, að aldrei fari nema einn nem- SUMARNÁMSKEIÐ í ENSKU í ENGLANDI andi af hverju þjóðerni á hvert heimili, til þes sað móðurmálið sé notað sem allra minnst. Til þess að auðvelda alla fram- kvæmd og létta áhygjur af aðstand endum út af því að senda óharðn- aða unglinga í fyrsta sinn út í heim inn, leigði Scanbrit flugvél frá Flugfélagi íslands til þess að flytja nemendur ásamt leiðsögumanni til London, og þaðan voru svo nem- endur fluttir með sérstökum vögn- um til áfangastaða. Voru þeir því eftir áhyggjulausa ferð komnir heim til fjölskyldunnar að kvöldi þess dags, er farið var frá íslandi, og stöðugt undir umsjá leiðsögu- manna. Alveg sami háttur var hafður á með heimferðina. Þar sem fyrirkomulag þetta tókst Framhald á 12. síöu. Er Geir betri en Gunnar? Framliald af 7. síðu. er geti tekið að sér uppbyggingu byggðahverfa og hagnýtt full- komnustu tækni á sviði húsabygg inga og mannvirkjagerðar". Samþykktin er aðeins um at- hugun. Varðandi framkvæmd liennar er þvi tvennt til: Hún get ur orðið pappírsgagn eitt en hún getur líka orðið upphaf róttækra ráðstafana til lækkunar bygging arkostnaðar. Þegar borgarstjóm Reykjavíkur ákvað á sínum tíma að láta hefja byggingu íbúðarhúsa var það mjög merk ákvörðun og sú ákvörðun færði Sjálfstæðis- fiokkinn verulega frá íhaldsstefnu til umbótastefnu. Og ef hin nýja samþykkt borgarstjórnar um bygg- ingarmál táknar það, að borgin muni stofna nýtt stórt byggingar- félag, sem stórlækkað geti bygg- inarkostnað, er þar einnig um stór- merka ákvörðun að ræða, ákvörð- un er táknar umbótastefnu, en ekki íhaldsstefnu. Við skulum vona, að svo verði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. janúar 1962 U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.