Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 9
FLOKKA RÚSSA UNDIR 1Mb KORT þetta er úr kínverskri kennslubók, „Ágrip af sögu Kína nútímans“ (2.. útgáfa, marz 1954). Höfundur bókarinnar er Liu Pei- hua og útgefandinn er Yi-Chang- forlagið. Aðaltextinn á kortinu (efst í vinstra horni) er svohljóðandi: „Kínversku landssvæði þau, sem heimsveldissinnarnir tóku á gamla, lýðræðislega byltingartímanum (1840—1919“). \ af ist d- in jö a- s- Skýringarnar neðst til vinstri sýna hvar landamæri Kína voru áður en „ópíumstríðið“ skall á 1840 (efra strikið), en brotalinan sýnir landamærin árið 1919. Kortið sýnir, að kommúnista- stjórnin í Peking telur ekki ein- ungs ríkin Nepal, Sikkim og Buth an meðal þeirra landssvæða, sem tekin hafa verið af Kínverjum, heldur einnig inverska fylkið Ass- am, Burma, Thailand, Laos, Viet- nam, Kambódía, Malaya og Singa- pore — og allan Kóreuskaga. Loks telja þeir einnig stór landssvæði, sem tilheyra Sovétríkjunum, bæði í norðvestri og norðaustri, meðal landssvæða, sem þeir hafa verið rændir. Kínverski textinn í römmunum á kortinu, sem eru númeraðir og 19 talsins, er svohljóðandi: 1. Norðvestrið mikla. Það tóku rússneskir heimsveldissinriar með Chuguchak-samningnum frá 1864, (Nú eru þessi landssvæði hlutar af Sovétlýðveldunum Kasakhstan, Kirkisia og Tadsjikistan). 2. Fjallasvæðið Pamir var með leynd skipt á milli Bretlands (nú Afganistan) og Rússlands (nú Sovét lýðveldið Tadsjikistan) árið 1896. (Ladakh-héraðið í Austur-Kasm- ír, sem Kínverjar hafa krafizt og hernumið, er ekki nefnt, en það er Kínamegin landamæralínu þeirr ar, sem merkt er á kortinu). 3. Nepal kamst Hndir stjði'n Breta eftir að landið öðlaðist „sjálfstæði" árið 1898. 4. Che-Meng-Hsiung (þ. e. a. s. Sikkim) hertóku Bretar árið 1889. 5. Pu-tan (?. e. a. s. Bhutan) komst undir brezka stjórn eftir að landið öðlaðizt „sjálfstæði“ 1865. 6. Ah-sa-mi (þ. e. a. s. allt Ass- am, N.E.F.A. — Norðvesturlanda- mæra-svæðið, sem Kínverjar hafa krafizt — og Nagaland) lét Burma í hendur Bretum árið 1826. 7. Burma varð hluti af brezka heirrisveldinu árið 1886. 8. Andaman-eyjar „komust undir brezka stjórn“. 9. Ma-la-chia (nú Malaya og Singaporé) hertóku Bretar 1895. 10. Hsien-Lo (þ. e. a. s. allt Thai- land, og var lýst sjálfstætt undir sameiginlegu eftirliti Breta og Frakka árið 1904. 11. Annam (nú Norður- og Suð- ur-Vietnam, Laos, Kambódía) lögðu Frakkar undir sig árið 1885. 12. Taiwan og Penghu-eyjar (Pescadores- eða Fiskimanna-eyj- ar) fengu Japanir samkvæmt Shim- onoseki-samningnum 1895. 13. Su-Lu-eyjar „hertóku Bret- ar“ (tilheyra nú Filippseyjum). 14. „Landssvæði þau, þar sem Bretar fóru yfir landamærin og gerðu árásir“. 15. Liu-Chiu (Ryukyu-eyjar) kom ust undir japanska stjórn árið 1879. 16. Chao-Hsien (nú Norður- og Suður-Kórea). 17. og 18. Norðaustrið mikla var látið í hendur Rússum samkvæmt samningnum í Aigun og Peking frá 1858 og 1860. 19. Ku-Ye (þ. e. a. s. Sakhalin) „var skipt á milli Japans og Rúss- lands“. StúSka óskast strax til afgreiðslustarfa. Matstofa Austurbæjar Laugavegi 116 — Sími 10312. Hefi opnað Lækningastoíu á Hverfisgötu 50 Viðtalstími: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga kl. 18 - 18,30. Miðvikudaga kl. 14 — 14,30. Sími 17474 og 18888 (Viðtalsbeiðnir 11 — 12). Ólafur Ólafsson læknir. Sérgrein: Líflækningar. Sendisveinn óskast Skrifstofa ríkisspítalanna óskar eftir að ráða sendisvein nú þegar. Umsóknir sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29. Reykjavík, 3. janúar 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna TILKYNNING frá skrifstofu rikisspítalanna Verzlanir og iðnaðarmenn, sem enn hafa ekki framvísað reikningum á ríkisspítalana, vegna viðskipta á árinu 19621, eru hér með áminntir um að gera það sem fyrst, eða ekki seinna en 13. jan. n.k. Reykjavík, 3. janúar 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna Klapparstíg 29. Auglýsing um samlagsskír- teini og iögjöld Samlagsskírtemi ársms 1962 gilda áfram, þar til auglýst verður útgáf a nýrra skírteina. Greiðslur þarf ekki að færa inn á skírteinið. Mánaðariðgjald iverður 60 krónur frá 1. janú- ar. n Sjúkrasamlag Reykjavíkur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. janúar 1962 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.