Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 8
ÞESSI mynd hlaut fyrstu verðlaun í keppn i brezkra blaðaljósmyndara um „frétta- mynd ársins 1962“. Hún er tekin nákvæmlega á því augnabliki þegar Boeing-flugvél frá Lufthansa hlekktist á í lendingu á Lun dúnaflugvelli. Þessi atburður gerðist í ágúst síðastliðnum. Það var einn af ljósmyndurum Daily Erpress í London sem tók verð- launamyndina. Hann segir um hana: „Bezta fréttamyndin sem ég hef tekið á þrjátíu ára starfsferli“. Myndin lengst til vinstri er Elínu Hjaltadóttur og þarfna varía skýringa við. Tvídálka myn in efst er af Jóni Péturssyni, tek á æfingu. Hann ætlar að setja t' íslandsmet á árinu. Og Ioks myn in hér að ofan er af Þorvaldi Á geirssyni heildsala. NÚ árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka. En hvað er að syrgja; við höfum fengið nýtt í síaðinn fyrir það gamla, og vissulega mun verða hlegið og grátið á því, rétt eins og himt. Nýtt ár gefur fyrirheit um svo margt, sem maður ætlar að gera, en sér svo að því liðnu að ekki hefur verið gert. Því hvað eru áraskipti? Það er ekkert annað en hugdetta manns ins sjálfs, sem er orðin honum næstum eðlislæg. En það var þessi ímyndun: Þetta er húið, hvað tekur við, — sem kom okkur til þess að rahha við fáeina horg- ara: Persónulegir smáþankar við áramót. Það er Elín Hjaltadóttir, Njáls- götu 7, sem verður fyrst fyrir svör- um: — Nei, ég geri aldrei áætlanir, það er bezt. — Og af hverju gerirðu ekki áætlanir? — Vegrna þess að ég fæ sam- vizkubit, þegar ég get ekki staðið við þær. — Gerðist eitthvað virkilega eft- irminnilegt á liðna árinu? ^— Já, ég trúlofaði mig. — Hvað heitir sá Iukkulegi? — Jón Ásgeir Sigurðsson. — Hvenær gerðist þetta á árinu? — Annan nóvember. — Og síðan hefur verið gaman, er það «kki? — Jú, alveg ægilega. — Þú lítur náttúrlega björtum augum á framtíðina? — Jú, auðvitað geri ég það. Nei, það er rétt, ég hef eitt áform á nýja árinu, — ég ætla að safna peningum! Við náðum í Jón Pétursson lög- •regluþjón og íþróttamann á varð- stofu lögregiunnar, þar sem hann var á vakt. * —' Hefur þú gert einhverjar á- ætlanir á síðasta ári, Jón? — Nei, maður er vaxinn upp úr slíku. j — En í sambandi við íþróttir, I settirðu þér eitthvað markmið að keppa að á liðnu ári? — Nei, reyndar gerði ég þa3 ekki. — En á þessu ári, ætlarðu ekki að láta til skarar skríða á vellin- um? — Jú, ég ætla að setja íslánds- met í sleggjukasti. Það er 54,09 m. og ég ætla að kasta 55 metra á ár- inu, Nú, í kringlukasti ætla ég að ná íslandsmetinu á árinu. — Og heldurðu að þetta takist? — Alveg viss. Ég stefni að því. — En á árinu, sem er að líða, gerðist ekki margt í þínu starfi? — Jú, það gerðist margt. — Eitthvað sérstaklega minnis- stætt? — Ja, ég er nú dyravörður í Þórskaffi, eins og þú veizt, og það kom margt fyrir, það er löng saga. Þetta er mannskemmandi starf. Ég hefði áhuga á að hætta þessu ó- þvcrrastarfi. ★ Að lokum ræddum við við Þor- vald Ásgeirsson lieilsala að Vonar- stræti 12. — Hvernig var síðasta ár fyrir ykkur „businessmennina"? — Þetta var ágætisár fyrir okk- ur. Annars gerðist lítið sérstakt hjá manni. — Ekkert sérstaklega minnis- stætt? — Frekar lítið um það. Nema hvað ég fór í fyrsta sinn til Banda ríkjanna í viðskiptaerindum. Það var mjög fróðlegt að kynnast Bandaríkjunum, hvað allar aðstæð- ur þar eru öðruvísi en tíðkast í Evrópu. — En nýja árið? Eru nokkrar áætlanir á prjónunum? — Nei, geri aldrei áætlanir fyrir ókomna tíð. Þetta verður ágætt ár, maður reynir að koma ár sinni sem bezt fyrir borð, að vinna, það er fyrsta boðorðið. Svo er maður bjart sýnn með nýju ári. — Ekkert farinn að ákveða hvert halda skal í sumar? — Nei, ekki ennþá. Yfirleitt reyni ég að sameina sumarfrí og viðskiptaferðalög. ) 3 4. janúar 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ i !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.