Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 16
GCfifiO® 44. árg. — Föstudagur 4. janúar 1963 - 2. tbl. 4 konur slasast í hörðum árekstri lír. Jón Sigurðsson Oorgarlæknir, forseti Rauða Kross íslands og séra Jón Auðuns dómprófastur. — NÆR EIN ÍALSÍRSÖFN Nú hefur safnast í Alsír-söfnun- ínni nær ein milljón, eða 968 þús. krónur. Eru þó enn nokkrir söfn- unarlistar ókomnir utan af landi. jÞessa dagana er verið að reisa í Alsír íslenzkar úthlutunarstöðvar i»ar sein börnum verða gefin mjólk og brauð. Síðan Rauði Kross íslands tók við söfnuninni frá Alþýðublaðinu hafa safnast 668 þúsund krónur, en. göfnuninni lauk 10. desember. Ajfýðublaðið afhenti eins og kuiin er 304 þús. krónur, en hefur sitfan tekið á móti fyrir hönd R. K. Í.TS8 þús. krónum. R. K. f. barst fyrir jólin bréf frá Iíé«rik Beer, aðalforstjóra Ai- jþjoSa Ilauða Krossins, þar sem fikýrir frá því, að hann sé að leggj a a£ stað til Alsír til að sjá um býggingu íslenzku stöðvanna, og munu þær nú teknar til starfa. Ai- þjóða Rauði Krossinn sér um rekst ur þeirra, en Alsínska ríkið mun léggja til vinnukraftinn. Fyrir pen iiigana verður eingöngu keyptur matur. Margar góðar gjafir hafa borizt f. söfnunina. M.a. bárust 4105 kr. frá Súðavík, sem börnin þar liafa uafnað. Gjöfinni fylgdi bréf frá prestinum á staðnum. þar sem hann segir að bömin hafi safnað þessu með því að vinna í frystihú; inu, selja tómar flöskur, sölu á jólakortum og skemmtun, er þau héldu. Þau fóru jafnvel í sælgæfis bindindi til að geta lagt meira fram. Er óhætt að segja að allur al- menningur hafi tekið söfnuninni mjög vel og mjög margir einstak! ingar gefið góðar gjafir. Þó er það mest virði hve söfnunin varð al- menn, og hve margir gáfu. MJÖG harður árekstur varð 1 gærdag- á mótum Ægisgötu og Öldu götu. Rákust þar á strætisvagn og stór olíuflutningabíll með þeim afleiðingum, að fjórir farþegar í strætisvagninum, allt eldri konur, meiddust töluvert. Strætisvagninn kom akandi austur Öldugötu, en olíuflutninga bíllinn norður Ægisgötu. Olíubíll- inn lenti á hægri hlið strætisvagns ins við framhjólið. Höggið var mjög mikið og kastaðist vagninn til. Hann var fullur af farþegum, og hrukku þeir út úr sætum sín- um, lentu á gólfinu eða út í hlið vagnsins. Fjórar eldri konur, sem í vagn- inum voru, meiddust allar töluvert er þær köstuðust út úr sætum sín- um, og varð að flytja þær á Slysa varðstofuna. Ein þeirra mun að minnsta kosti hafa viðbeinsbrotn- að,. en allar fengu þær að fara heim að rannsókn lokinni. Strætisvagninn skemmdist mik- ið á hliðinni og olíubíllinn að framan. Brotnaði m. a. af honum „stuðarinn“. Gatnamótin, sem áreksturinn varð á, eru stórhættuleg, og 'hafa þar oft orðið alvarlegir árekstrar. MUMMMMUMtMUMMWMIM Jólatrés- skemmtun Jólatrésskemmtun Alþýðu- flokksfélagsins verður á sunnudaginn kemur í Iðnó kl. 3. Jólasveinn kemur fram og talar við börnin og syngur. Einnig verður hljóð- færaleikur og dans í kring- um jólatré. Þar verður og nokkur glaðningur fyrir börnin. Aðgöngumiðar á kr. 50,00 fást í skrifstofu Al- þýðuflokksins. S.R.B. FYRSTI FUNDUR kjararáðs BSRB og samninganefndar ríkisstjórnarinnar meí sáttasemjara ríkisins um kjör opinberra starfsmanna verður í dag Nýársfagn- aburinn NÝÁRSFAGNAÐUR Alþýðuflokksins verður annað kvöld í Iðuó og hefst kl. 8,30. Emil Jónsson fiytur ávarp. Helgi Sæmundsson flytur árs- annái og ennfremur koma fram Guðmundur Jónsson og Brynj- ólfur Jóhannesson. Fólki er ráðlagt að verða sér snemma úti um aðgöngumiða því að búast má við miklu fjölmenni. Aðgöngumiðar fást í skrif- stofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu. Borðpantanir eru í Iðnó á morgun kl. 3-4. miUWWMWWMWWWWWWWWWWMMWWWW kl. 4. f tilefni af því átti Afþýðublað iS í gær tal við Guðjón B. Bald.vins- son, en hann á sæti í kjararáði BSRB og er annar framkvæmdastjóra þess. Hann átti og manna drýgstan þátt í því, að lögÍH um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna náðu fram að ganga. Lögin um kjarasamninga opin- berra starfsmanna voru staðfest 22. apríl á síðasta ári, en þá ákvað bandalagsstjóm að ráða Guðjón B. Baldvinsson og Harald Stein- þórsson til að vinna að undirbún- ingi væntanlegra kjarasamninga, en samkvæmt lögunum áttu að hefjast viðræður 1. ágúst. Starfið hófst á því að láta fara fram kjarakönnun og fá tillögur frá félögunum um flokkun. Kjara- ráð var kosið í maí, og voru kjöm- ir í það: Kristján Thorlacius, Guðjón B. Baldvinsson, Magnús Torfason, Inga Jóhannsdóttir og Teitur Þorleifsson. Stjóm BSRB * * .! félag ríkisstarfs- . ákvað að hvert manna skyldi tilnefna einn mann í launamálanefnd, er yrði kjararáði ■ 1 til aðstoðar. Síðan var unnið að. % flokkuninni og samningu launa- stiga, er lagður var fyrir banda- ; lagsþing í október og samþykktur þar. Röðun kjararáðs í launaflokka var svo skilað til samninganefnd- 'j ar rikisstjórnarinnar 22. nóv. Tók j hún sér þá frest til þess að leita I tillagna forstöðumanna hinna ein stöku ríkisstofnana, en búizt er ;; við, að viðræður muni hefjast um ' íniðjan þennan mánuð. Launastiginn var birtur í mál- j| gagni BSRB, Ásgarði, er út kom tim miðjan síðasta mánuð, og enn fremur röðun í Iaunaflokka. Er blað þettá til sölu í bókaverzlun- um í borginni. Launastiginn er þannig byggður sagði Guðjón, að lægstu laun eru miðuð við venjuleg verkamanna- Framh. á 14. síðu Guðjón B. Baldvlnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.