Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 11
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Happdrætti Háskóla íslands
VINNINGAR ÁRSINS 1 963:
1 vinningur á 1.000.000 kr. 1.000.000 —
1
11
12
401
1.606
12.940
500.000 —
200.000 —
100.000 —
10.000 —
5.000 —
500.000 —
2.200.000 —
1.200.000 —
4.010.000 —
8.030.000 —
1.000— 12.940.000
Aukavinningar:
2 —
26 —
50.000 —
10.000 —
15.000
100.000 —
260.000 —
30.240.000 kr.
Happdrætti Háskólans greiðir 70% af velt-
unni 1 vinninga’, en það er miklu hærra vinn-
ingshlutfall en nokkurt annað happdrætti
greiðir hérlendis.
Góðfúslega veitið athygli hinum mikla fjölda
10.000 og 5,000 króna vinningum.
Happdrætti Háskólans hefur einkarétt á pen-
ingahappdrætti hér á landi.
Af vinningum í happdrættinu þarf hvorki að
greiða tekjuskatt né tekjuútsvar.
Góbfúslega endurnýið sem fyrst íil að forðast biðraðir síðustu dagána
Happdrætti Háskóla Islands
S.
V
S.
V
V
s
V
s
;
s
V
ý
s
V
s
s
s
s
"Á
V.
V
s
s
\
V
\
s
s
ý
s
s
s
s
V
Hjálparsveit skáta í Hafnar-
firði fær nýjan sporhund
Hjálparsveit skáta I Hafnarfirðj
hefur eignast sporhund. I tilefni
af því var blaðamönnum boðið á
fund hjálparsveitarinnar og fleiri
manjiip, og sSjýrffii formaðurinn,
Marino Jónsson flugumsjónarmað-
ur og sagffiist honum svo frá:
Hjálparsveit skáta íf Hafnarfirði
var formlega stofnuð 19. febrúar
1951. Tildrög voru þau að nokkrir
skátar úr Hafnarfirði tóku þátt í
leit að flugvél sem týndist á Vatna
jökli haustið 1950. Á leiðinni heim
frá Homafirði, eftir leitina, ræddu
hafnfirzku skátarnir um nauðsyn
þess að stofnuð yrið Hjálparsveit
í Hafnarfirði, sem ávallt yrði við-
búin, þegar slys bæri að höndum.
Má því segja að Geysis-slysið mikla
á Vatnajökli ætti sinn þátt í því að
Hjálparsveitin var stofnuð. Aðal-
hvatamenn að stofnun sveitarinn
ar voru þeir Guðjón Sigurjónsson,
Jón Guðjónsson, Gunnar Bjarnason
Eiríkur Jóhannesson o.fl. Stofnend-
ur urðu alls 18 skátar úr Hafnar-
firði og Kópavogi.
Markmið sveitarinnar hefur ver
ið frá upphafi oð þjálfa félaga sína
í hvers konar björgunarstörfum og
vera viðbúna kalli, þegar slys ber
að höndum. Þennan þátt hefur svcit
in reynt að rækja eftir beztu getu,
og þannig haldið vöku sinni frá
upphafi, en starfið hefur verið sam
fellt frá stofnun hennar. Annar
merkur þáttur í starfi hennar hefnr
verið fræðslu- og æfingastarfið.
Þannig hefur sveitin haldið uppi
fræðslu fyrir félagsmenn með því
að fá til sín sérfróða menn til þess
að halda fyrirlestra og kenna hjálp
í viðlögum, útbúnað í fjallaferðum,
meðferð björgunartækja svo að
dæmi séu nefnd. Ennfremur hefuv
sveitin farið í kynnisferðir til
ýmissa staða til þess að afla sér
fræðslu um dýrmæt og nauðsyn-
leg tæki, sem notuð eru í slysatil-
fellum. Þá liefur Hjálparsveitin
heimsótt slökkvistöðvar og kynnt
sér starfsemi þeirra. Loks má geta
þess að Hjálparsveitin er blóðgjaf-
arsveit jafnframt, og hefur það
oft komið sér vel. Gott samstavi'
hefur ávallt verið með Hjálparsveit
inni og Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík.
- Margir skátar hafa komið við
sögu Hjálparsveitarinnar á undan-
förnum árum, en helzt má nefna
formenn hennar, Guðjón Sigur-
jónsson, Eirík Jóhannesson, Sigur
berg Þórarinsson o.fl. Núverandi
formaður Hjálparsveitarinnar er
Marinó Jóhannsson flugumsjónar-
maður.
Hjálparsveit skáta telur um 50
félaga. Hún er deild í skátafélaginu
Hraunbúar. Til marks um starf
Hjálparsveitarinnar skal þess getið
að hún hefur verið kölluð út til
I leitar að týndum flugvélum ot'
fólki milli 30-40 sinnum á undan-
förnum árum. Hjálparsveit skáta
hefur fengið vistlegt húsnæði í
kjallara Hraunbyrgis, hinu nýja
félagsheimili skáta í Hafnarfirði,
og Hytur um þessar mundir alla
starfsemi sína þangað.
Jón Guðjónsson rafvirkjameist-
ari var um langt árabil mikill á-
hugamaður um öll störf sveitarinn
ar. Stjórnaði hann leitum, lagði á
ráðin og var í einu og öllu hinn
mikli foringi, sannur og einlægur
skáti, duglegur ósérhlífinn og á-
hugasamur. Hann hafði gott sam-
starf 'við Flugbjörgunarsveitina í
Reykjavík, og gætti m.a. sporhunds
hennar, hafði alla umsjón og upp-
eldi haris með höndum. Lagði Jón
mikinn tíma í þetta starf sitt og
kynti sér m.a. meðferð sporhunda
í Danmörku. Jón létzt skyndilega
hinn 21. júlí 1960 og var hann öll
um harmdauði. Varð þá skarð fyrir
skildi í Hjálparsveit skáta við frá
fall hans.
Áður en Jón Guðjónsson létzt
hafði hann með aðstoð góðra
manna unnið að því áð keyptur
væri til landsins nýr sporhundur
í stað fyrrnefnds sporhunds. Lagði
Reykjavíkurborg fram kr. 16.000 00
til kaupa á sporhundi og fleiri að-
ilar lögðu fram fé til kaupanna.
Gottfred Bernhöft í Rvík. hafði
milligöngu um útvegun og kaup á
hundinum. Á gamlaársdag steig
sporhundurinn á land í Rvík. Hann
kom með fluvél Loftleiða h.f. cn
Loftleiðir fluttu hann ókeypis frá
New York til Rvíkur. Var spor-
hundurinn þegar skírður Nonni til
minningar og heiðurs Jóni Guðjóns
syni. Nonni er ættaður úr Washing
tonfylki á vesturströnd Bandaríkj-
anna. Hann hefur hlotið gott upp-
eldi á þekktri stofnun. Hann er
sagður nær þriggja ára gamall.
Hjálpax-sveit skáta mun leggja
metnað sinn í að láta Nonna líða
vel og annast uppeldi hans og á-
framhaldandi þjálfun eftir beztu
getu. Yfirdýralæknir Páll A. Páls
son mun hafa eftirlit með heilsu
hans og aðbúnaði. Enda þótt skiln
ingsgóðir menn og stofnanir hafi
hlaupið undir bagga með kaup á
Nonna, svo að Hjálparsveitin hefur
ekki orðið fyrir neinum fjárútlát
um hans vena, enn sem komið er,
er sýnt að uppeldi hans mun hafa
um hans vegna, enn sem komið er
Loftur Bjarnason, forstjóri hefur
heitið öllu því kjöti, sem Nonni
kann að eta og vill Hjálparsveitin
færa honum sérstakar þakkir fyrir
velvild og höfðinglegt boð. Fleiri
fyrii'tæki og stofnanir hafa heitið
matargjöfum, enda munu Hafn-
firðingar ekki láta sporhundinn
svelta.
Hjálparsveitin hefur komið upp
húsi yfir Nonna, herbergi og eld-
húsi, þ.e. kofa og aðstöðu til þess
að sjóða ofan í hann. Hefur Bergur
Jónsson unnið að aðbúnaði hunds
ins og lætur sér annt um hýbýli
hans.
Sporhundurinn Nonni er viðbú-
inn til þjónustu fyrir land og lýð
og verður flogið með hann hvert
á land sem er, þegar þörf krefur
Bezt er fyrir hlutaðeigandi að setja
sig í samband við lögregluna í Hafn
arfirði eða Rvík, Slysavarnafélag
íslands eða Flugbjörgunarsveitina,
ef nauðsyn þykir að fá aðstoð
Nonna.
Að lokum vil ég fyrir hönð
Hjálparsveitarinnar þakka öllum,
sem hafa átt hönd í bagga með að
Framh. á 14. síðu
Alþýðublaðið
vantar unglmga til að bera blaðið til áskril-
enda í þessum hverfum:
Skólavörðustíg,
Kleppsholti,
Rauðarárholti,
Sörlaskjóli,
Miðbænum.
Vesturgötu
Hvassaleiti
Afgreiðsla Alþýðublaðsins
Síml 14-900.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. janúar 1962