Alþýðublaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 15
OG SKONROK
F.FTIR J. M. SCOTT
fellum var barátta milli líkama
og sálar. Og líkaminn sigra'ði
venjulega, eða svo hafði honum
reynzt það . . . En hann vonaði,
að hugur hans mundi halda á-
fram að vera skýr og sterkur.
Hann hafði áhuga á lífsbarátt-
unni, hafði alltaf haft áhuga á
henni. Hann ætlaði sér að kom-
ast af. Bezti möguleikinn mundi
vera að taka hlutunum með ró,
ekki hafa of miklar áhyggjur . .
Hann sofnaði og dreymdi greini-
lega um mat og drykk.
Þegar þau vöknuðu voru þau
öll þyrst. Bök þeirra og bakhlut
ar voru aum, þau fengu ofbirtu
í hálfsyfjuð augun af bjartri sól
inni og þau verkjaði í höfuðið.
Þeir litu til Hafmeyjar. Hún svar
aði hinni þöglu spurningu þeirra.
Það mundi vera betra — töldu
þeir það ekki líka? — að bíða
sólarlags, áður en þau fengju sér
meira vatn. Þá mundu áhrifin
endast lengur. Og þegar öllu var
á botninn hvolft — hún brosti
lítið eitt — þá höfðu þau þegar
livert um sig drukkið tvo pela.
Þeir féllust möglunarlaust á
röksemdir hennar. Þeir spurðu
ekki einu sinni um hve mikið
hún hyggðist láta þá hafa um sól
arlag. Það var ógurlegt að hugsa
til þess, að þau skyldu vera svona
þyrst, þegar þau höfðu þegar
drukkið sem svaraði tuttugu og
-fjögurra daga skammti. Þó var
einhver undarlegur léttir í vand
ræðum þeirra, að eiga svo mik
ið undir kvenmanni.
Þegar nálgaðist kvöldið, lygndi
algjörlega og litla seglið bærðist
letilega. Númer fjögur stóð upp
á sinn eina fót og stundi sig við
mastrið. Hann litaðist um í kring
um fiekann og tilkynnt síðan, að
liann ætlaði að synda dálítið.
Vildi eitthvert þeifra fara með
honum á meðan hinir hefðu auga
með hákörlum? Síðan mætti
skipta yfir.
„Gerðu það, sem þú villt“,
sagði Bolabítur.
„Langar þig ekki til að synda?“
„Ekki núna.“
Númer fjögur brosti. „Hrædd
ur við hákarla?"
„Elcki meira en aðrir. Ég fæ
mér bað, þegar mig langar til
þess“.
„Hvað um þig Skonrok?"
Skonrok fann að liann var að
reiðast yfir því, að Númer fjögur
skyldi ávarpa hann þannig. En
þar eð hann hafði ákyeðið að
taka hlutunum með ró, hristi
hann aðeins höfuðið.
Númer fjögur leit niður á þá
og ygddi sig.
„Ég skal synda með þér“,
sagði Hafmey. Hún fór úr sloppn
um og fór út fyrir borðstokkinn
í undirkjólnum.
Andlit Númer fjögur ummynd
aðist af brosi, er hann horfði á
hana synda. Síðan stökk hann
út í.
Svart höfuðið á honum kom
upp úr rétt við hliðina á henni,
þegar hún var um fimmtán metra
frá flekanum. Varir hennar bærð
ust, er hún sagði eitthvað við
hann. Hann virtist vera að spyrja
hana einhvers, og hún talaði aft
ur en sneri síðan aftur til flek-
ans.
Skonrok og Bolbítur horfðu
spyrjandi hvor á annan.
14. KAFLI.
Um kvöldið sagði Hafméy, að
þau gætu fengið einn sopa hvert
Hún rétti Númer fjögur fyrst
vatnskútinn og á meðan hann
hélt honum að vörum sér horfðu
hinir mennirnir tveir nákvæm-
lega á háls hans, eins og börn
horfa á úlnliði töframanna. Þeir
sáu vöðvana hreyfast nokkrum.
sinnum.
„Hættu!“ hrópaði Bolabítur.
„Það var aðeins einn spo“,
sagði Númer fjögur reiðilega'.
„Ég sá nákvæmlega, hvað þú
varst að gera. Þú kyngdir þris-
var eða fjórum sinnum."
„Það var einn sopi — smáhlut
ar af sama sopanum."
Hafmey tók kútinn úr höndum
Númer fjögur.
„Þið vitið, að hann geri eklcert
rangt“, sagði hún. Og þegar þeir
létu ekki í ljós samþykki, bætti
hún við. „Ef ég á að líta eftir
birgðunum, þá vir.samlegast ríf-
izt ekki út af tillögum mínum“.
Það brá fyrir bæn í rödd henn
ar. Bolabítur og Skonrok skömm
uðust sín fyrir að hafa ekki stutt"
hana frá byrjun — og voru reiðir
yið Númer fjögur fyrir-að. hafa
váldið þessum erfiðleikum.
„Áuðvitað föllumst við á úr-
skurð þinn“, sagði Bolabítur,
. Og Skonrok reyndi jafnvel að
gera að gamni sínu. „Eins mikið
og maður getur látið tolla á "Ad
amseplinu, og kingi hver sem
hann vill — eigum við að breyta
reglunum þannig?“ spurði hann.
Bæði hann og Bolabítur Lokú ■
i þetta skipti skammt einn í ein-
um sopa — og iðruðust þess. Á-
hrifin hurfu svo fljótt. Hafmey
kingdi hins vegar mjög hægt.
Þeir. horfðu á varir hennar og
kinnar, hreyfast á meðan 1iún
velti vökvanum með tungunni,
cins og vínsmakkarar gera, og lét
hann síðan renna hægt niður lcok
ið. "• á*„ ;-.r
Er þau komu sér fyrir undir
nóttina, fann Bolabítur til tau&á^
óstyrks og gremju. Hann dauð-
langaði í sígarettu. Hann hafði
ekki saknað tóbaksins fyrr en
hann fékk að drekka þarna
snemraa um morguninn, en síð-
an hafði tóbaksleysið hrjáð hann
stööugt. En það var svo sem ekki
bað eina. Það var önnur ástæða
fyrir taugaóstyrk hans: Númer
f jögur. Það ^kipti ekki neinu meg
inmáli, hvort Númer fjögur
hafði tekið einn eða þrjá sopa.
Mergurinn málsins var hins veg
ár sá, að hann kynni, hvenær
sem væri, að drekka einn eða tvo
potta, áður en þau gætu stöðv-
að hánn. Og svo gæti hann mæta
vel rotað þau með kútnum. Hann
var eins sterkur og þau hin sam
anlagt. Og stúlka, sem tekið
hafði að sér útdeilingu birgð-
anna, var á einhvern dularfullan
hátt í bandalagi við hann, eða
hafði að minnsta kosti samúð með
lionum. Ef til átaka kæmi, væri
það minnsta, sem gerast mundi,
. að þau lentu öll fyrir borð. í
vatninu mundi Númer fjögur end
ast betur en þau öll saman.
, Hann gæti síðan rétt flekann við
óg klifrað um borð aftur. Það
mundi ekki vera ókleift að
vernda birgðirnar — leirbrúsinn
hafði verið festur aftur og á sama
hátt mátti fara með hinar birgð
irnar. Með snöggum aögerðum
gæti Númer fjögur því haft kon-
una fyrir sig einan eða birgðirn-
ár fyrir sig einan. Hann gat haft
það, eins og hann Vildi. Maður
af éngri ætt, með villt negrablóð
í æðum, mundi ekki láta hemj-
ast af neinni samvizku. Það væri
glæjpsamleg heimska að bíða
þess, að hann fremdi glæpinn.
Þá yrði allt um seinan. Hið eina
rétta og. rökrétta var að verða
fvrri til. En hvernig? Ef hann
•gætFaðeins talað við hin, þá var
haijA viss um, að hann gæti sann
fært þau. Þá gætu þau unnið sam
an. En það var. — Sennilega yrði
'áð fara á undan langur tími til
afhtrgana og biðar, hann yrði að
veia mjög vel á Verði.
Bolabítur fór að hafa áhyggj-
vf af sínu eigin líkamsástandi —
áÆ.hann var orðinn svo þyrstur
og svangur nú þegar og hann
'Vérlíjáðl svo mjög í húðina. Hann
A’-ir-ek-ki viss um hve vel hann
mundi þola líkamleg átök. Hann
tnssf, að hann gat unnið með hcil
ájBtim sextán tíma á dag, vikum
og mánuðum saman. En hann
haíði aldrei reynt langvinn ó-
þ'tegiiidi,' þorsta og hungur. Samt
vfrr hann ráðinn í að lifa lengur
e>n. ,Núnmr fjögur. Lengur en
Skonrok líka, én fyrst og fremst
fctTgur cn Númer fjögur. Hann
rftttaði séj að vera viðstaddur, þeg
ár að því kæmi að setja þann
stóra skrokk út fyrir borðstokk-
|u> Þolinmæði og gáfur, skjótur
ífagúr,’ er gerði honum kleift að
wyg£a fljótari til, mundu bjarga
lionum. Það var ekkert alvarlegt
að honum enn . . . Hann hreyfði
sig, reyndi að láta fara vel um
sig. En það var ómögulegt að
komast hjá fótum hinna. Þó að
Númer fjögur hefði aðeins einn
fót, tók hann djöfuls mikið rúm.
Það var nú orðið dimmt, nema
hvað sá í lítilfjörlegt tungl og
ótölulega mergð stjarna. Það
var varla nokkur vindgári, og
var það ein af ástæðunum fyrir
því, að þau höfðu ákveðið að
sigla ekki að nóttu til. Hin á-
stæðan hafði verið sú, að erfitt
hafði reynzt að ná samkomulagi
um vaktir. Ósjálfrátt hafði Bola-
bítur fundið það vöktum til for-
áttu, að ómögulegt væri að sofa
á meðan Númer fjögur ætti vakt-
ina, en sem betur fór hafði ekki
reynzt þörf á að setja þá ástæðu
fram. Hvers þurfti svo sem að
gæta? hafði Skonni spurt. Ef
veður versnaði, mundi flekinn
vekja þau nógu snemlna. Þau
voru aðeins nokkra sentímetra
frá haffletinum og fundu fyrir
hverri hreyfingu þess. Litlar öld-
umar gjálfruðu hátt við loft-
slöngurnar, sem þau hvíldu höf-
uðin á. Auk þess svaf ekkert
þeirra raunverulega, þó að þau
væru dauðþreytt. Þau blunduðu
byltu sér eirðarlaus eöa settust
skyndilega upp, reyndu nýja
stellingu á hörðum gólffjölun-
um og blunduðu aftur. Smá-
hreyfing einhvers þeirra nægöi
til að vekja öll hin ... Þannig
leið nóttin.
Skyndilega risu þau öll upp á
hnéin, gripu í líflínuna og
störðu umhverfis sig, skelfdum
augum. Þau hlutu loksins að
hafa sofnað vært, og nú vissu
þau ekki hvað tímanum lgið,
nema hvað tunglið var gengið
undir, en það þýddi, að dögun
var ekki langt undan. Flekinn
valt rólega. Við ljós stjarnanna
var vatnið eins og dökkleitt silki,
er kastað hafði verið kæruleys-
islega niður, svo að það var allt
í fellingum. Það, sem hafði vak-
ið þau, var hávaði, er líktist því,
þegar silki er rifið í höndunum,
og hann jókst með hverri sek-
úndunni. Þau sáu ekkert, er
gæti valdið þessum hávaða.
Á hægfara leið sinni barst
flekinn upp á ölduhrygg og þau
sáu dökkan sorta nálgast hratt.
Það var skip án ljósa.
Númer fjögur ýtti sér fram,
greip ár og byrjaði að nota hana.
Skonrok tók hina, en með litlum
árangri. Þegar flekinn barst nið-
ur í næsta öldudal, virtist skipið,
sem óðum nálgaðist, ekki alveg
eins hátt eða þétt — mastur, yf-
irbygging og reykháfur. Það var
herskip — þau sáu það af skugga
myndinni — sennilega tundur-
spillir, sem kom með ofsahraða
beint að þeim. Hann virtist
klifra hærra og hærra og vaxa.
Bolabítur stökk á fætur, veif-
aði handleggjunum og hrópaði.
Rödd hans hvarf í suðið, þegar
skipið klauf ölduna. Stefnið |ór
rúma tuttugu metra frá þeim.
Það var eins og hvít sprenging
hyldi þau og flekinn lagðjst
næstum alveg á hliðina. Skonrpk
kastaði sér og greip um mitti
Bolabíts, er hann var um það
bil að detta fyrir borð. Þau
gerðu sér grein fyrir gráum
Hvort voru það Kalli eða Birgir, sem þú vildir ekki hitta
þegar þeir komu, Maja?
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. janúar 1962 15