Alþýðublaðið - 14.02.1963, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Qupperneq 5
Framsóknarflokkurinn hef ur ætíð haldið því fram síð- an núverandi ríkisstjórn tók við völdum, að stefna stjórnarinnar ylli samdrætti í atvinnulífinu og skerti lífskjör launþega og raun- ar þjóðarinnar allrar. Það vakti því nokkra athygli, er Björn Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi fyrir nokkru, að kaupmáttur launþega hefði aukizt sl. 2 ár. Sagði Björn þetta í ræðu um landbúnaöar mál og vildi meina að af þessari ástæðu ætti að vera óhætt að hækka verðlag landbúnaðarafurða. Framsóknarflokkurinn hef ur verið mjög skeleggur, „verkalýðsflokkur“ í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Blað flokksins, Tíminn, hefur stöðugt rætt um árásir rík- isstjórnarinnar á launþega og blaðið hefur sífellt ýtt undir kauphækkunarkröfur. Einar Olgeirsson benti á það á Alþingi fyrir nokkru að Framsókn liefði ekki alltaf verið jafn skelegg í baráttu sinni fyrir verkaiýðinn. Benti Einar á, að við mynd- un nýsköpunarstjórnarinnar hefðu Framsóknarmenn kraf izt kauphækkunar. og viljað komast í stjórn til að fram- kvæma þetta stefnumál sitt. I fyrradag svaraði Þórar- inn Einari og sagði, að þetta væri alveg rett. Framsókn væri ekki alltaf með kaup- hækkanum. Og síðan kom þessi gullvæga sctning hjá Þórarni: „Framsókn er því aðeins með kaupliækkunum að atvinnuvegirnir geti ris- ið undir henni.“ Þórarinn hefur enn ekki skrifað þessa setningu í Tímann, enda öll skrif blaðsins undanfarin ár gengið í þveröfuga átt, þ.e. þá að ýta undir meiri kaup- hækkanir, en atvinnuvegirn ir gátu risið undir. Þess vegna er von að menn spyrji: Eru Framsóknarmenn að búa sig undir þátttöku í rík- isstjórn og ætla þeir að snúa við blaöinu strax í kaup- gjaldsmálunum? Sannleikurinn er sá, að enginn stjórnmálaflolikur hér á landi hefur rekið eins mikla tækifærisstefnu í ísl. 1 stjórnmálum- eins og ein- mitt Framsóknarfiokkurinn. Þegar Framsólm er í stjórn gengrur hún harðar en nokk ur annar flokkur fram í að skattpína alþýðuna og berj- ast gegn kjarabótum laun- þega. En þegar flokkurinn er utan stjórnar læzt hann vera hinn skeleggasti verka lýðsflokkur! Rætt um EBE i í gær Meðan algjör óvissa ríkir um það, hver þróunin verður í mark- aðsmálum Evrópu á næstunni, getur það eitt verið rétt fyrir íslendinga að bíoa átekta og fylgj ast með því, sem gerist, sagði Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra á Alþingi í gær. Til umræðu var skýrsla ríkis- stjórnarinnar um Efnahagsbanda- lagsmálið, en umræður um hana hafa staðið yfir siðan fyrir jól. Gylfi Þ. Gísla- verið slitið Þar með hefðu algerlega ný við- horf skapazt í viðskiptamálum Evrópu. Ráðherrann sagði, að síðustu 15 mánuðina hefðu flestir talið, að þess yrði ekki langt að bíða, að öll lönd Vestur-Evrópu tengdust mjög nánum böndum í efnahags- og viðskiptamálum. Nú hefði svo farið, að á því yrði a.m.k. talsverð bið. Vestur-Evrópa vaeri nú klofin í tvær viðskiptaheildir, EBE og EFTA fríverzlunarbandalagið. Ráðherrann sagði, að klofningur inn mundi verða til þess að V.- Evrópa mundi ekki eflast eins mik- ið efnahagslega og hefði getað orð ið ef um nánari samvinnu hgfði orðið að ræða. En þó kvaðst ráð herrann telja fullvíst, að samvinna Vestur-Evrópu mundi leita í nýja farvegi, en ekki stöðvast. Viðskiptamálaráðherra sagði, að er; EBE hefði verið stofnað hefði ísland ekki talið nauðsynlegt að leita samvinnu við það. ísland hefði heldur ekki talið nauðsyn neinna aðgerða er EFTA hefði verið stofnað. En er horfur hefðu verið á því að þessi tvö bandalög myndu renna saman, hefðí ísland ekki lengur getað setið hjá að- gerðalaust. | Ráðheirann ræddi um viðræður þær, er ríkisstjórnin hefði átt við Efnahagsbandalagið og aðildarríki I þess, til að kanna það á hvern hátt yrði beza að leysa þann vanda er stofnun bandalagsins skapaði. ) Sagði ráðherrann, að þessar við- ræður hefðu í fyrstu Ieitt tvennt í ljós sem mikilvægt hefði verið fyrir íslendinga Annars vegar hefðu við ræðurnar við framkvæmdastjórn EBE leitt það í ljós, að íslendingar gætu átt kost á að fylgjast með , mótun stefnu EBE í sjávarútvegs- málum með sama hætti og þær þjóðir, sem þegar hefðu sótt um fulla aðild eða aukaaðild án þess að íslendingar hefðu sótt um að- ild eða aukaaðild.'Hins vegar hefði komið í Ijós, að hvorki ríkisstjórn- ■ ir sexveldanna né framkvæmda- ■ síjórn bandalagsins höfðu um það fastmótaðar skoðanir hvað falizt ! gæti í aukaaðildarsamningi við (bandalagið né heldur hvaða ár- l angri hugsanlegt væri að ná við ! bandalagið méð tollasamningi. Taldi ríkisstjórnin því bezt að bíða ! átekta og sjá hvaða niðurstaða fengist í viðræðum Breta við EBE ;En ■stjórnin taldi fulla aðild ekki koma til greina. Framhald á 3. síðu. Það er engu líkara en að ríkis- stjórnin fagni því, að De Gaulle hefur tekizt að spilla viðræðum Breta og EBE, sagði Hermann Jónasson á Alþingi í gær er Efna liagsbandalagsmálið var til um- ræðu. ’ílermann sagði, að stjórnarblöðin ræddu nú um það í fagnandi tón, að viðræður við EBE væru' úr sögunni og stjórnarflokk- arnir' og blöð þeirra vildu nú breiða sem mest yfir fyrri skoðan- ir sínar í málinu. En Hermann sagði að þetta væri tilgangslaust Efnahagsbandalagið væri stað- reynd og ekki yrði gengið fram hjá því. ísland yrði því fyrr eða síðar að taka afstöðu til þes6. Hermann ræddi skrif Morgun- blaðsins um það, að vinstri stjóm- in hefðu skuldbundið sig til að- í ildar að fríverzlunarbandalagi ! OEEC og þar með tekið á sig meiri skuldbind^ngfar en tengsl við EBE mundu hafa haft í för með sér. Kvað Hermann hér um tilhæfulaus skrif að ræða. Vinstri stjórnin hefði engar skuldbinding- ar tekið á sig varðandi aðild að fríverzlunarbandalagi enda hefði Gylfi Þ. Gíslason iðnaðarmálaráð- herra vinstri stjórnarinnar lýst því yfir skömmu áður en stjórnin hefði farið frá, að viðræður íslands innan OEEC um fríverzlunar- bandalagið hefðu ekki haft í för með sér neinar skuldbindingar. Það var vonzkutónn í ræðu Her- manns og hann lét óspart fjúka ýmis skammaryrði í garð ríkis- stjórnarinnar. Herman^i ræddi ítarlega þær leiðir er til greiná koma í sambandi við aðild að EBE og kvaðst ein- dregið fylgjandi leið tollasamnings. Bjarni Benediktsson dómsniála- ráðherra ræddi nokkuð um Fram- sóknarflokkinn og tvískinnung flokksins í innanlands- og utanríkis málum á Alþingi í gær, er EBE- niálið var til umræðu. K Bjarni sagði, að - einhver mesta - pólitiska skyssa Y er foringjar Fram - I sóknar ljefðu efla og tryggja völd Framsóknar en afleiðingin af þessari gerð þeirra hefði’ orðið sú, að Fram- ' sókn hefði kallað yfir sig kjör- I dæmabreytinguna og síðan ein- 1 angrast alveg í íslenzkum stjórn- málum. Bjarni sagði, að það væri hollt fyrir Framsókn að vera í þeim skammarkrók í íslenzkum stjórn- málum, sem hún nú væri í. Bjarni sagði, að Framsókn hefði liðið ílla utan stjórnar og forustu- menn flokksins hefðu gripið til þess fyrst eftir að núverandi stjórn var mynduð að spá vandræðaá- standi hér á landi, jafnvel Móðu- harðindum eins og hent hefði Karl Kristjánsson, sem hefði talið að 4-5000 manns yrðu atvinnulausir hér á landi, ef stjórnarstefnan næði fram að ganga. Nú vildu Framsóknarmenn varla kannast við slík ummæli sín lengur. Bjarni sagði, að það væri vissu- lega slæmt er einn stjórnmála- flokkur rangtúlkaði innanlandsá- standið eins og Framsókn hefði Framh. á 14 síðu Varamenn á Alþingi Þrír varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær. Unnar Stefánsson, varaþingmaður Alþýðuflokksina fyrir Sigurð Ingimundarson. Sig- urður Bjarnasön fyrir Gísla Jóns- son og frú Margrét Sigurðardóttir fyrir Einar Olgeirsson. Þingnienn- irnir, sem nú vikja af þingi um skeið, fara á funS Norðurlanda- ráðs. Unnar Stefánsson { t ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. febrúar 1963 §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.