Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 9
 VESTAN VINDAR ÞAR blása stöffugir vestan vindar, Trén eru slitin og tej’gð og hallast öll í 305110*. Þetta er í Patagoníu syðsta héraði Argentínu, þar sem fjöldi sauðahjarða dreifast yfir grösuga haga. Þarna er álíka heitt og á íslandi, og þar er strjálbýlt eins og á íslandi, en þó mun strjál- býlla. Úrkoma er nauðalítil, og í vestri taka Andesfjöllin við af smáhækkandi slétt- unni. Þau sjást í baksýn á myndinni. En niður í þessar miklu eyðisléttur hafa árnar sorfið djúpa dali á leið sinni frá jöklum Andesfjalla og austur í Atlantshaf. átt, að hvítblæði sé vírus-sjúkdóm- ur. Mjög skiptar skoðanir hafa þó verið um þetta atriði meðal vís- indamanna. Hér rís sama erfiða spurningin og varðandi krabba- mein barnanna í Afríku, þ. e. hvort vírus sé hér á ferðinni. í sambandi við hvítblæði í Bandaríkjunum eru mörg, atriði ó- leyst. T. d. hafa menn ekki getað komið fram með frambíferilegar skýringar á því, hvers vegna sjúk- dómurinn er tvisvar sinnum algeng ari hjá fjölskyldum sem eru gyð- ingatrúar en hjá kaþólsku fólki og mótmælendum. I Hingað til hefur ekki reynzt kleift að sanna tilvist hvítblæði- vírus. En með löngu rannsóknar-1 stárfi hefur tekizt að sanna, að vírus getur komið af stað krabba-' méini hjá tilraunadýrum. Síðan hverfur vírusinn sporlaust, en krabbinn þróast áfram og getur borizt til nýrra ættliða dýrsins án j þess unnt sé að sanna tilveru hans. | En hér gætu að vísu önnur öfl verið að verki en vírus. Það er hægt að láta sér detta í hug geisla verkanir. Benda má á vissar hlið- stæður við geislasjúkdómana á svæðunum í Japan, sem urðu fyr- ir áhrifum atómsprengingarinnar. Að öllu samlögðu hallast menn fremur að þeirri skoðun, að hvít- blæði verði talinn vírus-sjúkdóm- ur. Sé því slegið föstu, liggur nærri að álykta að sogkirtla- krabbameinið í börnunum í Afr- íku verði að þessu leyti skipað í sama flokk. Það rannsóknarstarf, sem nú fer fram í þessum efnum, er mjög hugleikið til fróðleiks og mikil- vægi þess er hafið yfir allar um ræður. Hér er ef til vill verið að vinna að því vísindastarfi, sem. stemmt getur stigu við þessum liræðilegu sjúkdómum. Guðni Guðmundsson skrifar erlend tíðindi 1 Kosningahorf ur ■ Kanada MINNIHLUTASTJÓRN Diefenbak ers í Kanada féll í síðustu viku og hefur lukkan sriúizt honum mjög í óhug síðan hann vann sinn stór- kostlega meirihluta á þingi árið 1957. Að vísu var íhaldsflokkurinn búinn að missa meirihlutann, gerði það á s.L hausti, en Diefenbaker var samt í forsæti minnihlutastjórn ar flokksins og virtist sæmilega öruggur í sessi, þar til upp komst um ósamkomulag innan stjórnar- innar, að því er varðaði kjarnorku- I mál og almennt staðfestuleysi, eða, ! eins og sagði í vantrauststillögu Lester Pearsons, leiðtoga frjáls- lyndaflokksins og eins af hinum ■ „þrem, vitru mönnum", vegna: skorts á forustu, ósamlyndis innan ! ríkisstjórnarinnar og ruglings og festuleysis í meðferð innlendra og erlendra mála. Það er vitað mál, að mjög veru- legt ósamkomulag hefur verið lengi innan Kanadastjórnar um kjarnorkubúnað hersins, og þar að auki eru landsmenn að sjálfsögðu líka skiptir í skoðunum sínum á þessu efni. Diefenbaker tók þann kostinn að láta reka á reiðanum og taka ekki ákvarðanir af eða á, þar til allt hrundi. Það, sem um er að ræða, er þetta: Kanadamenn eru aðilar að NATO og þeir hafa líka samning við Bandaríkjamenn um loftvarnir meginlands Ameríku. Sem aðilar að þessu tvennu hafa þeim verið fengnar í hendur fjór- ar tegundir af eldflaugum til varna: Bomarc-flugskeyti til nota gegn flugvélum og Voodoo-þotur til orustuflugs samkvæmt varna- samningi Norður-Ameriku, og Cf- 104 könnunar- og sprengjuþotur og Honest John fallbyssu-eldflaug- ar, sem NATO-her Kanadamanna í Evrópu hefur yfir að ráða. Ákvörðunin, sem Diefenbaker lét undir höfuð leggjast að taka, var sú, hvort Kanadamenn skyldu setja kjarnorkusprengjur í þessi stríðstæki eða ekki. í umræðum um utanríkismál á þingi í lok janúar átti Diefenbaker í miklum erfiðleikum rúeð að skýra afstöðu sína og niðurstaðan af öllu saman varð sú, að stefnuleysið í þessu máli varð öllum augljós. Fór m. a. svo, að D. S. Harkness, land- varnaráðherra í stjórn Diefenbak- ers mótmælti ræðu forsætisráð- herrans harðlega, með þeim afleið- ingum, að honum var ekki sætt lengur í stjórninni og sagði af sér 4. febrúar. Annað atriði, sem hlýtur að flokk ast undir meiriháttar yfirsjón í diplómatískum samskiptum, var það, er bandaríska utanríkisráðu- ,, neytið gaf út fréttatilkynningu, þar sem Kanadamenn voru ávítaðir fyrir að standa ekki við skuldbind- ingar sínar að því er varðaði NATO og varnir Norður-Ameríku. Fyrir utan það, að vera smekklaus íhlut- un á opinberum vettvangi um inn- anríkismál, þá kom þessi yfirlýsing verr við Kanadamenn en hún hefði komið við ýmsa aðra, þar eð ekki er örgrannt um,.að þeir hafi alltaf nokkra minnimáttarkennd gagn- vart stóra nágrannanum í suðri, og þar að auki hefur stefna Diefen- bakers miðað að því að gera Kan- ada sem óháðast Bandaríkjunum í flestum málum. Vægast sagt var hér um mikinn klaufaskap að ræða, enda afsakaði Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, þetta á þeim forsendum, án þess þó að draga nokkuð í land með innihaldið. Ástæðan fyrir því, að Diefen- ... baker frestaði alltaf ákvörðun um að taka við kjarnorku-hausunum í eldflaugarnar mun vera fyrst og fremst ótti við þann mikla fjölda kanadískra kjósenda, sem er á móti „bombunni“, og hann virðist hafa verið að bíða eftir jákvæðum ár- angri afvopnunarviðræðnanna, ef hann mætti með því verða firrtur þeirri kvöð að þurfa að taka ákvörð un í svo viðkvæmu máli. Stjórnarandstaðan sameinaðist sem sagt og felldi stjórn Diefén- " bakers og vex-ður því kosið í Kan- ada mánudaginn 8. apríl n.k. Þær kosningar verða vafalaust mjög fróðlegar af ýmsum orsökum og úrslit þeirra þar að auki.mjög tvísýn. Staða flokkanna á þingi núna er þessi: íhaldsflokkur 115 sæti, frjálslyndir 99 sæti, Social . Creditflokkurinn 30 og Nýir demó- kratar (jafnaðarmenn) 19 sæti, en tvö þingsæti eru auð. Það urðu frjálslyndum mikil vonbrigði við síðustu kosningar, að þeir skyldu ekki ná betri árangri en raun varð á í Quqbec. Um tveir þriðju hlutar allra kjósenda í Kanada búa í tveim fylkjum, Ontario og Quebec, svo að mikið ríður á, að vel gangi þar. Frjálslyndum gekk vel í On- jtario í kosningunum í júní s.l., en I hins vegar fóru of mörg af sætum þeim, sem flokkurinn hafði vonazt I eftir í Quebec, yfir á Social Credit, og var það almennt talið. mesta undur þeirra kosninga. Þar verð- ur Lester Pearson að bæta ástand- ið mjög verulega, ef honum á að yfirleitt að takast að leiða frjáls- lyndaflokkinn aftur inn í ríkis- stjórn. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að frjálslyndir og jafnvel Social Credit telji blása byrlega fyrir sér nú, úr því að þessir flokk- ar notuðu þennan tíma til að fella stjórnina. Það verður því fróðlegt að fylgjast með átökunum, því að þessir tveir flokkar þurfa einmitt Framh. á 13. síðu NGl , sími 24676 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. febrúar 1963 fj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.