Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 16
EKfíttí) 44. árg. - Fimmtudag 14. febrúar 1963 - 36. tbl. FJÖRIR DÆMDIR I SAKADÖMIFYRIR AUDGUNARBROT Kínversk tilraun með kjarnavopn? Nýju Dehli, 13. febrúar. NTB-Reuter. Fregrnir um að Kínverjar hafi eert tilraun með kjarnorku- sprengju í Sinkiang-eyðimörk- Snni 11. janúar, eru mjög dregn- -ar í efa í Nýju Delhi og öðrum höfuðborgum. Indverskir jarðskjálftasérfræð- <ngar segja, að jarðskjálftamaelar þeivrar haí'i mælt hræringar, er TSent gætu til slíkrar sprengingar. lil. 21,00 eftir staðartíma 11. jan. áuældust hræringar ofanjarðar, og . er efcki vitað um orsök þeirra. En •Fýj-a-Ðehli cr á svokölluðu jarð- KkjáUUbeUi, og senr^legasta skýr- bigin er talin vera lítill jarð- skjálfti. NOKKRAR góðkunnar kempur sátu að sumbli í fyrrinótt. Kom upp nokkur ósætt meðal þeirra, og vændu þeir einn um, að hann liefði ekki kjark til að skera sig á púls. Náung- inn vildi ekki liggja undir þeim grun, og skar sig á púls. Var hann þegar flutt- ur á Slysavarðstofuna, og þar var hann rimpaður sam an. Þegar hann var spurður hvers vegna hann heföi gert þetta, svaraöi hann: „Þeir héldu, að ég þyrði ekki aö skera mig á púlsinn.” Blaðið „Indian Express” birti fréttina um liugsanlegu kjarnorku tilraun Kínverja í skeyti frá fréttaritara sínum í Rhutan. Sdgt er, að í Rhutan og Sikkim hafi menn orðið varir við jarðskjálfta kippi, sem hver.stóð í 15 sekúnd- ur kvöldið 11. janúar. Auk þess heyrðu menn bresti og urðu varir við marga ljósa skýjahnoðra, sem stigu upp frá Sinkiang-eyðimörk- .inni. Bandaríska kjarnorkunefndin, sem venjulega mælir langflestar kjarnorkutilraunir, sem gerðar eru í heiminum, segir, að hún hafi ekki fengið upplýsingar, er staðfest gætu indversku fréttina. HARÐUR árekstur várð í gærdag um liádegi á mótum Eiríksgötu og Barónsstígs. Rákust þar á Volkswagen- sendiferðabifreið og Renó. Áreksturinn var svo harður að Volkswageninn snérist við og fór á hliðina. Mynd- in er tekin nokkrum mínút- um eftir að áreksturimi varð og sést Volkswageninn upp á gangstétt á Eiríksgötunni. Engin slys urðu á mönnum, en bifreiðarnar skemmdust. Spaak: Frakk- ar spilla fyrir Briissel og Róm, 13. febr. NTB-Reuter. Utanríkisráðherra Belgíu, Paul Henri Spaak, sagði á þingi í dag, að Frakkar spilltu andanum í Efnahagsbandalaginu með stefnu sinni. — Stefna Frakka er ekki Ijós. Það eina, sem við getum gert er að gizka á hvað hún er og þetta getur leitt til villandi ályktana. En eins og ég skil stefnu Frakka spillir liún andanum í Efna- hagsbandalaginu. ' Þetta færir okkur frá evrópskri einingu og grundvallaratriðum samheldninn- ar á Vesturlöndum, sagði Spaak. Utanríkisráðherra ítala, Attilio Piceioni, sagði á fundi í utan- ríkisnefnd þingsins í dag, að hann væri ekki algerlega sammála vissum ákvæðum fransk-þýzka samstarfssáttmálans. Nýtt leikrit í Kópavogi LEIKFÉLAG KÓPAVOGS frum sýmdi í gærkvöldi „Höfuð ann- arra” eftir franska skáldið Marcel Aymé. Leikstjóri var Jóhann Páls son. Næsta verkefni félagsins er „Maður og kona“, sem líka verð- ur frumsýnt í þessum mánuði, en þriðja viðfangsefnið á leikárinu verður barnaleikritið „Húsið í skóginum.” Það verður væntanlega frum- sýnt síðast í marz. Þess skal getið, að íveir leik- aranna í „Höfuð annarra“ eru fengnir að láni lijá Leikfélagi I Hafnarfjarðar, þau Auður Guð- mundsdóttir og Valgeir Óli Gísla- son. En leikfélögin í Hafnarfirði og Kópavogi munu hafa ákveðið að reyna allvíðtæka samvinnu. Dl oclð BRÆLA var á síldarmiðunum í Skeiðarárdjúpi í gær, og fengu fáir bátar sUd, en enginn góðán afla. Bátarnir voru flestir lagðíi* af stað til hafna seinni liluta 'dags í gær, enda fór brælan ört vaxándi er á daginn leið. Þessi var afli Vestmannaeyjabáta, er tilkynntu afla sinn fyrir sjö í gærkvöldi: Kópur 300, Gunnólfur 500, Er- lingur 3. 600, Erlingur 4. 500. Ó- feigur 3. 150. Nokkrir KeflavUturbátar voru einnig á veiöum á sömu niiðum, og fengu reytingsafla. Þeir fóru allir í gær áleiðis til heimahafn- ar. Þórður Björnsson, sakadóm- ari, hefur nýlega dæmt fjóra menn til fangelsisvistar fyrir auðgunar- brot. Eru dómar þessir ýmist skil- orðs- eða óskilorðsbundnir. Fyrsti dómurinn er gegn manni nokkrum, sem hefur játað að hafa í desembermánuði sl. framið fjár- svik í 9 skipti, bæði hér í borg og á Akranesi. Sveik hann út peninga og önnur verðmæti, sem námu um kr. 8.800.00. Aðferð ákærða var einkum sú að knýja á dyr heima hjá fólki, sem hann þekkti ekki, og látast vera ýmist flugstjóri, flugmaður, skipstjóri eða stýrimað- ur, og fá það til að lána honum fé gegn loforði hans um endur- greiðslu sama eða næsta dag, en peningunum eyddi hann síðan í áfengiskaup og bifreiðaakstur Einn ig falsaði hann í eitt skipti fram- sal manns á tékka. Ákærði, sem áð ur hefur hlotið 14 refsidóma fyrir auðgunarbrot, var dæmdlxr í 20 mánaða fangelsi fyrir atferli sitt, en gæzluvarðhaldsvist síðan 17. desember sl. skal koma til frá- dráttar refsingunni. Jafnframt var honum gert að greiða fébætur til þess fólks, sem hann hafði beitt fjársvikum svo og greiða kostnað sakarinnar. 2. Máli ákæruvaldsins gegn bif- vélavirkja hér í borg. Sannað var með játningu ákærða að á tíma- bilinu frá janúar til marz sl. ár falsaði hann nöfn og fjárhæðir á 6 tékkum og seldi þá síðan og fékk með því móti samtals kr. 6.200.00 sem hann eyddi í eigin þágu. Á- kærði, sem hefur áður sæft refsi- dómum fyrir auðgunarbróf, hlaut fangelsi í 6 mónuði. Stal 5000 kr. og veski ÞJÓFNAÐUR var framinn í Kjörgarði í gær. Á tímabilinu milli kl. 4-5,30 var stolið svörtu kvenveski með rúmlega 5000 kr. Veskinu var stolið úr veitingasal hússins, og telur cigandi þess, að því hafi verið stolið meðan hún talaði í síma, cn símtalið stó'ð' aöeins yfir í fimm mínútur. Hver sem einhverjar upplýsingar gæti gefið í máli þessu, er beöinn að liafa samband við rannsóknarlög- regltma. « 3. Máli, sem af ákæruvaldsins hálfu var höfðað á hendur manni einum hér í borg, fyrir fjársvik. Sannað var, að á tímabilinu frá desember 1961 til apríl 1962 gaf hann út 20 innstæðulausa tékka, samtals að fjárhæð kr. 32.330.00 og seldi þá flesta í vínveitingastöð- um borgarinnar. Maður þessi, sem hefir ekki áður sætt refsidómi fyr- ir hegningarlagabrot, var dæmdur í fangelsi í 6 mánuði skilorðsbund- ið í 3 ár. 1 4. Máli ákæruvaldslns gegn öðr- um manni hér í borg sem á tíma- bilinu frá desember 1961 til jan- úar 1962 gaf út 13 iunstæðulausa tékka og greiddi með flestum þeirra verð veitinga í vínveitinga- húsum hér í borginni. Var maður þessi, sem hefir ekki áður sætt refsidómi, dæmdur í fangelsi í 4 'mánuði skilorðsbundið í 3 ár. Ennfremur var ákærðu í þrem- ur seinasttöldu málunum gert að greiða kaupendum hinna fölsuðu og innstæðulausu tékka fjárhæðir þeirra" svo og gert að greiða allan sakarkostnað. (Frá sakadómi.) ..................... Alþýðuflokks- kortur minnast 25 ára siarfs- afmælis KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins í Reykjavík minn- 1 ist 25 ára < starfscmi sinnar með því að koma saman næstkomandi laugardag kl. 2,30 e. h. ásamt nokkrum gestum og flokksfólki til að drekka sameiginlega eftir- miðdagskaffi. Þáttíaka til- kynnist og allar upplýsingar veittar í símum 14313, Katr- in Kjartansdóttir, og 10488 Aldís Kristjánsdóttir, og ennfremur á skrifstofu flokksins. Félagskonur mætið vel og stundvíslega kl. 2,30 og takið með ykkur gesti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.