Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 2
 IIPMÐ BtSDémQ) SitMjora.-; uisu J. A:-tþðrsson (áb) og Benedikt Grönaju,—ASstoOarrltstjðrl ajCrgvm Guðmundison. - Fréttastjórl: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14990 14 J02 — '4 303 Auglýsingasfml: 14 906 — Aasetur: AlþýðuhúsiO. — Prentsmiðja A'.þíðublaöffns. Hverfiscötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 » aaánuOL I iausasóiu kr. 4 00 eint. tJtgefandl: Albýðuflokkurlnn ^ Emil og eggib ' EMIL JÓNSSON hefur fylgt úr hlaði á Al- ]?ingi þrem stjórnarfrumvörpum, sem stefna að þættum lífsskilyrðum fyrir hina eldri borgara okk- ar. Fjalla þau um byggmgasjóð aldraðs fólks, heim- jlishjálp því til handa og framlengingu á happ- drættisleyfi DAS, sem mun leggja stórfé til þess- ara mála. Er hér um gagnmerkar félagslegar um- foætur að ræða, sem Emil leggur mikla áherzlu á að Alþingi afgreiði. Jafnframt gat hann um fleiri skyld mál, og nefndi, að rétt mundi að endur- skoða ákvæði um' hámarksaldur fólks í starfi hjá hinu opinbera til að gefa eldra fólki betra tæki- færi til að hagnýta starfskrafta sína eftir getu og þsk. Mál þessi hafa vakið verðskuldaða athygli. Meðal annars gerir Tíminn allmikið úr þeim, en leggur þó ekki aðaláherzlu á efni þeirra, heldur segir, að Framsóknarmenn hafi átt frumkvæði að þessum málum! Sjálfsagt hafa ýansir lagt hönd á plóginn, og nefnd starfaði að undirbúningi frum- bpanna. En viðbrögð Tímans minna á gamal- ma sögu um landkönnuðinn Kólumbus. Eftir að Kólumbus hafði endurfundið Vestur- : álfu og var kominn aftur til Evrópu, heyrði hann eitt sinn menn ræða um afrek hans við spönsku 1 hirðina. Þótti þeim lítið til koma, og sögðu, að hver sem er hefði getað siglt í ivesturátt og fundið hinn nýja heim. Kólumbus tók þá fram egg >og bað gagnrýn- éndur sína að láta það standa upp á endann á sléttu borði. Þeir reyndu og gátu ekki. Tók þá Kólumbus eggið og sló því í foorðið, svo að endinn forotnaði, en eggið stóð. — Þetta befðum við líka getað, sögðu þá gagn- rýnendur. — Já, en það var ég, sem gerði það, svaraði Kólumbus. Svarið, sem ekki kom ÞEGAR NJÓSNAMÁL Ragnars Gunnarsson- ar komst upp, áttu kommúnistar mjög sterkan leik á borði. Þeir gátu, ef samvizkan hefði verið hrein, sagt: ,,Ragn'ar hefur vérið flokksmaður okk- ar. Hann neitaði að njósna fyrir Rússa eða nokkra aðra, eins og allir íslenzkir kommúnistar mundu gera.“ Þetta hefði verið sterkt svar. En svona sivar- aði Þjóðviljinn ekki — þetta sögðu kommúnista- feiðtogar ekki í andsvörum. Þeir tóku að svívirða Ragnar og úthúða honum, tóku óbeint eða aug- Ijóslega upp hanzkann fyrir Rússa og hófu árásir á aðra. ( í » Þetta gerðu þeir af því, að sannir kommún- istar geta ekki og mega ekki taka 'afstöðu gegn föðurlandi sósíalismans, Sovétríkjunum. Það varð þeimaðfalli í þessu máli. 2 2. marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Litið yfir liðna tíð - og skyggnst inn í f ramtíðina ALMANNATRYGGINGAR eru þjóðfélagsleg hjálp og aðstoð. Þær eru um leið jöfnuður, þannig að þegnarnir styðji hver annan, ef út af bregður um afkomu vegna sjúk- Ieika, örkumla, ómegðar eða elli. í raun og veru nær þetta langt til að fullnægja réttlætinu og kðSia á virkri samhjálp. Með því er á engan hátt skert einstaklingsfrels- ið, né henlur manna bundnar, framtakið skert eða viljinn til framkvæmda og áræðis. Hins veg- ar verður aldrei hægt að sigla fyrir öll sker. Tryggingakerfið er svo margbrotið, einstaklingarnir svo ó- líkir, að það þarf mannsaldur til þess að finna hina auðveldustu leið til samhjálpar, án þess að ein- hvers konar óréttlæti og mismun- ur eigi sér stað og verður seint byrgt fyrir, hverjir svo sem stjórna, hver svo sem viljinn er til þess að láta gott af sér leiða. ÞAÐ HEFUR VERH) deilt um tryggingarnar í fjóra áratugi. Það var deilt um þær hatrammlega í mörg ár áður en fyrsti vísir vísir þeirra kom til framkvæmda. Það var lengi deilt um þær eftir það — og enn er um þær deilt, þó að nú sé andstæðan slævð, og jafnvel svo komið, að allir vilja eigna sér þær. Aðalatriði er, að málefni sigri, ekki það, hverjum beri að þakka það. Þetta hef ég marg sagt um ýmis mál, sem verka lýðshreyfingin og Alþýðuflokkur- inn hafa komið fram. ÉG SEGI ÞETTA í dag af til- efni frumvarpa Emils Jónssonar, sem í raun og veru eru frumvörp ríkisstjórnarinnar um bygginga- sjóð aldraðs fólks,, um heimilis- hjálp -og fleira. Hér er um stór- mál að ræða, sem ég vil biðja lesendur að fylgjast vel með. — Báðir flokkarnir, sem standa að ríkisstjórninni, bera rnálið fram — ' og undirtektir aðalflokks stjórnar- andstöðunnar, benda til þess, að liann muni samþykkja frumvarpið. Hann vill meira að segja þakka sér aðalefni þeirra. AUKNAR BYGGINGAR fyrir aldrað fólk eru vaxandi nauðsyn. Fyrsta greinin um þetta mál birtist í Alþýðublaðinu fyrir um hálfum öðrum áratug. Þá var lagt til, að byggð væru hús með tveimur her- bergjum og smáeldhúsi, eða einni stofu og smáeldhúsi. Þetta var upp- hafið. Síðan hafa ýmsir aðilar rætt það. Þar á meðal Gísli Sigur- björnsson, forstjóri, sem hefur bor ið frám tillögur um fyrirkomulag og jafnvel sent út menn til þess að kynna sér fyrirkomulag og skipan. ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT fyrir aldrað fólk að geta minnkað við sig eftir að aðalhlutverkiun er lokið, og börnin farin burt. Það er fjár- hagslega samkvæmt og það er létt- ara að hafa minna um að 6já en meðan fjörið var og lífið heilt. Um þetta verður ekki fjallað að ráði í dag, en rétt að benda ó, að nauðsyn er á mötuneyti í stórbygg- ingum, sem hér er að stefnt, heilsu Framh. á 11. siðu Höfum fengiö Tízkuteiknara ©g IVðodel-kjólanieistara frá Vínarborg. Hér er nm að ræða þjónustu sem er alger nýjung hér á landi. ___ '■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■•■•■■■■•■■■•■■■■■■■■■&■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•• ■■■■■•«■■■«■■■■•■■•<■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■,«■■•■•■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■ ■■■■■■■•■•■••■■••■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■3■■■■■•■&■■■■■■■■ ■ ■:»■*■■■•• ■ ■■»»«■■■•» ■ ».•■■■■■■- Dömur, sem ætla að fá kjóla fyrir vorið, tali við okkur sem fyrst. Laugavegi 89.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.