Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 5
} ★ ÞETTA ER FRAMSÓKN TÍMINN bírti í gær leiðara, þar sem talið var upp í nokkrum liðum, hvað blaðið teldi viðreisnina vera. Er þar óðaverðbólga, þræikun ,ok- ur, höft, kjararýrnun, rang- læti og samdráttur. í tilefni af þessum hrak- legu þýðingum á samtíð okk- ar, væri fróðlegt að íhuga, hvernig ástandið verður, þeg ar frelsi og réttlæti fram- sóknarmanna fær að njóta sín. Ef litið er á stefnu þeirra síðustu ár og til þessa dags, má búast við eftirfar- andi: Réttlátri kjördæmaskipt- ingu, sem samkvæmt kokka- bókum framsóknarmanna væri fækkun á þingmönnum Reykjavíkur, en sérstakir þingmenn fyrir Seyðisfjörð og minnstu sýslurnar. Fyrir því barðist framsókn. Vextir munu lækka, af sparifé ekki síður en lánsfé. Við það mundi gjaldeyris- eign þjóðarinnar hverfa, og með henni færi verzlunar- frelsið. Mundu þá óhjá- kvæmilega koma aftur inn- flutningshöft og framsókn setja á stofn nýja nefnd £ða ráð til að úthluta gæðum lífsins til borgaranna. Þegar framsóknarmenn voru í stjórn, voru húsnæð- islán mest 75.000 krónur og' fengu fáir það. Þá var verka- mannabústaðakerfið látið lig'ffja óstarfliæft og takmark að fé veitt til útrýmingar heilsuspillandi liúsnæðis. — Væri ekki gott fyrir unga fóikið að fá þetta allt aftur? Framsóknarmenn tala um tekjuskiptingu, en þeir nefna ekki almannatrygging- arnar, sem þeir hafa verði á móti. — Tryggingarnar eru tekjuskipting upp á 600 mill- jónir króna, sem hafa verið auknar stórkostlega af nú- verandi stjórn. Skyldi þjóðin vilja snúa aftur til þeirra trygginga, sem framsókn þótti meira en nógu góðar í vinstri stjórninni? Timinn talar um samdrátt framkvæmda. Þó hefur al- drei verið meiri skortur á vinnuafli í landinu en nú, þótt árlega fjölgi um 4000 manns. — Opinberar fram- kvæmdir og bátasmíðar liafa aidrei verið meiri, enda er gróandi, atvinna og líf um allt land. Þannig mætti lengi telja. Áróður Tímans er innan- tómt glamur, sem ber að- eins vótt um algeran skort á málefnum. IÐJUFÉLAGAR: í dag hefst stjórnarkjörið í Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykja- vík. Listi lýðræðissinna er B-Iisti og skipa hann núverandi forustu- menn í Iðju en auk þess eru í kjöri listar frá kommúnistum og Fram- sóknarmönnum. Undanfarin ár hafa kommún- istar og Framsóknarmenn boðið fram sameiginlegaí Iðju. En v?gna þess hve skammt er til Alþingis- kosninga nú treysta Framsóknar- menn sér ekki til þess að vera á lista kommúnista eins og undan- farið. Því ber að fagna, að Fram sóknarmenn í Iðju skulu hafa slit ið sig frá kommúnistum. En lýð- ræðissinnar í Iðju hafa ekki gleymt því, að Framsóknarmenn í félaginu hafa undanfarin ár unn ið ötullega að því að koma komm- únistum til valda í félaginu á ný. Fregni!rnar um Wjósnamálið Ingimundur Erlendsson munu áreiðanlega verða til þess að svipta kommúnista í Iðju ýeru- legum hluta af því litla fylgi, er þeir eiga þar eftir. Það er nú orðið ljóst, að Rússar láta meðlimi Só- síalistaflokksins vinna fýrir sig ým is störf, sem ekki geta flokkast undir annað en föðurlandssvik. Fyrrverandi félagi í Sósíalista- flokknum hefur upplýst, að Rúss- ar ætluðu að fá hapn til að njósna hér á landi. Maður þessi neitaði, en hversu margir íslenzkir komm- únistar geta ekki hafa fallizt á að taka slík störf að sér fyrir Sövét- ríkin? í kosrfngunum í Iðju hafa Iðju- félagar tækifæri til þess að sýna það, að þeir fyrir líta starfsemi kommúnista hér á landi. Iðjufélag- ar hafa einnig tækifæri til þess að hirta Framsókn fyrir samstarf hennar við kommúnista undan- farið. Kastið ekki atkvæði ykkar á iista Framsóknar, þar eð þið vitið ekki nema þið eflið kommún- ista um leið!!! Kjósið lista lýðræð- issinna, B-listann og gerið sigur ihans sem stærstan! Tillaga um vatns- í Eyjum ÞAU mistök urffu í blaðinu í gær, aff röng fyrirsögn slæddist á frétt um fyrirhug- affa kirkjuviku í Mosfells- sveit. Hún mun standa dag- ana 3. til 7. marz og hefst á morgun með æskulýðsmessu þar sem séra Bjarni Sigurffs- „Alþingi ályktar aff skora á rík- | isstjórnina aff láta rannsaka í sam ráði viff bæjarstjórn Vestmanna-1 eyja, hvernig heppilegast sé að | leysa til frambúffar vandamál vatnsöflunar í Vestmannaeyjum.“ Þannig hljóffar tillaga er Unnar | Stefánsson flytur í samein. þingi í greinargerð segir: Tillaga þessi var flutt á ofan- verðu fyrra þingi, en náði þá ekki afgreiðslu. í grein'argerð hennar sagði svo m.a.: „Andrúmsloftið hefur um skeið verið mengað eiturefnum eftir risakjarnorkusprengingar Rússa við Norður-ís-haf aðeins 700-900 km írá íslandi Kjarnageislun er áð vísu hvarvetna geigvænleg, en ' eitt byggðarlag hérlendis, Vest- mannaeyjar, býr þó við algera sér- stöðu, þar sem regnvatn af hús- þökum er notað til almennrar neyzlu, Kjarnageislun í regnvatni hefur aukizt geipilega við þeesar sprengingar. Á‘ fyrra helmingi seinasta árs mældist hún 2til 8 pico Curie/lítra Cmælieiningar), en það sem af er þessu ári 440 til 481 pico Curie/lítra, samkvæmt upp- lýsingum frá Eðlisfræðistofnun há skólans, sem fær vikulega send sýnishorn af vatni frá Vestmanna- eyjum. Búizt er við, að geislun aukist enn vegna rykskýja, sem yfir ber úr háloftum, og er ekki þá gert ráð fyrlr áframhaldi á sprengingum, sem þvi miður viið- ast horfur á að vegna and- stöðu Rússa við raunhæft eftirlit I með alþjóðiegri afvopnun. Fari svo, 1 að kjarnágeislun aukist að ráði í vatni. er. talið óhjákvæmilegt -n banna neyzlu regnvatns af húsa- þökum, sem oft er blandað 1<V ryki. Óþarft e.- að geta um \ hættu, sem yrði ef ófrið bæri að höndum. Þessi nýju viðhorf valda vax- andi áhyggjum og beina jafnframt athygli að öðrum þætti málsins, því ástandi, að sjór skuli vera not- aður við fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum, þar fíem verulegur hluti af heildarmagni útfluttra sjávar- afurða er verkaður. Meðan svo er að sjór er tekinn skammt frá hafn armynni til fískþvotta vofir stöðugt yfir yiss hætta. Matvælaeftirlit í sumum rikjum fiskkaupenda okkar gerir stöðugt strangari kröfur um hreinlæti í meðferð innfluttra mat- væla,. og eru sýnishorn af þeim rannsökuð nákvæmlega. Finnist skaðlegir sýklar í íslenzkum fiski, mundi afleiðing þess geta varð- | Framh. a 14 síðu Kommúnistar í Iðju látast nú skynðilega hafa fengiff á- huga á ákvæffisvinnu. Gaga- rýna þeir núverandi stjórn félagsins fyrir að hafa ekki breytt skipulaginu á sarr.n- ingum um ákvæffisvinnu í Iffju. Fram til 1953 urffu Iffja og Félag ísl. iffnrekenda að stafffesta alla samninga, scm gerðir voru um ákvæffisvinnu En þá gaf kommúnistiím, Björn Bjarnason, þáverandi formaffur félagsins, slíka samninga lausa, og síffan hef- ur þaff veriff eingöngu frjálst samkomulag verksmiffjufólks og iffnrekenda hvort um á- kvæffisvinnu væri aff ræða effa ekki og samningar um hana hefur ekki þurft aff staðfesta af Iffju. Það er því sök Björns Bjarnasonar aff ákvæffisvinnusamnin^kin- ir eru frjálsir. Hins vegar hefur núverandi stjórn fé- lagsins rcynt aff fá þessu breytt á ný. Gjaldskrá verkfræðinga Miklar umræffur urffu í neffri deild Alþingis í fyrradag um frumvarp til laga um hámarks- þóknun fyrir verkfræffistörf. Er þar um aff ræffa frumvarp um staff- festingu á bráffabirgffalögum, er ríkisstjórnin gaf út 2. maí 1962 til þess aff koma í veg fyrir aff ný gjaldskrá Verkfræffingafélags ís- lands tæki gildi. Einar Ingimundarson gerði grein fyrir áliti meirihluta allsherjar- nefndar deildarinnar um málið. Kvað hann nefndina ekki hafa órðið sammála um málið. Meirihlut inn (Einar Ingimundarson (S), Unnar Stefánsson (A)' og Alfreð Gíslason (S) vildu samþykkja frum varpið, en 1. minnihluti (Gunnar Jóhannsson' (K) vildi fella það og 2. minnihluti (Björn Fr. Björns- !son (K) vildi vísa því fyá með rökstuddri dagskrá 1. maí 1962 gaf Verkfræðinga- félag íslands út nýja gj.aldskrá, sem gerði ráð fyrir því, að tíma- kaup hækkaði um allt að 320.% auk þees sem þóknun fyrir ákvæð- isvinnu var ætlað að hækka veru» lega. Taldi ríkisstjórnin, að svo mikil hækkun á kaupi vei'kfræð- inga mundi valda slíkri röskun á launamálum bæði hjá ríki og öðr- um aðilum, að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir að hin Tiýja gjaldskrá kæmi til framkvæmda. Ingólfur Jónsson ráðherra sagð t við umræður um málið í fyrrádas: að verkfræðingar hefðu með út • gáfu umræddrar gjaldskrár spesm . bogann of hátt og hærra ea aðt: • ar stéttir og því hefði ríkisvaldi?; orðið að grrpa í taumana. Gunnar Jóhannssdn kvað 5á( ► stefnu verkalýðshreyfingarinnar; að ófært væri að leysa launadeiluj • með löggjöf. í stað þess ættl aC t leysa þær með samníngum. Þv legði hann til að frumvarpið yrði fellt. Björn Fr. Björrisson tók í svíj aðan streng og' Gunnar en lagð i til, að frumvarpinu yrði víeað frí t með rökstuddri dagskrá. — Um • ræðunni var ekki lokið og vai ■ frestað. ALþÝÐUBLAÐIÐ - 2. marz 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.