Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 3
Fölsk viðvörun O.A.S. manna PARIS, 1. marz (NTB-Reuter). Yfirgefa varð í dagr dómssalinn, þar sem fram fara réttarliöld í máli 14 OAS-manna, er ákærðir eru fyrir þátttöku í banatilræð- inu misheppnaða gegn de Gaulle forseta í ágrúst í fyrra, þegar ó- þekktur maður hringdi í síma og tilkynnti að húsið yrði sprengt í loft upp. Aðvörunin kom fram þegar hlé hafði verið gert á málaferlunum. þrátt fyrir ítarlega leit fannst ekkert sprengiefni í húsinu. Mikill viðbúnaður var hafiTur í dag þegar de Gaulle forseti fór frá París í dag til sveitaseturs síns í Colombes-deux—Eglises, austur af París. Öflugur lögregluvörður var á leiðinni frá Slysee-höllinni til þyrluflugvallar nokkurs, en for setinn fór með þyrlu til sveitaset- urs síns. Þyrla frá frönsku lög- regiunni fór á eftir þyrlu forset- ans alla leið. Paul Stengl, forstjóri Ebenwolf hótelsins í Múnchen, þar sem talið er að OAS-foringjanum Antoine Argoud hafi verið rænt, sagði í dag, að manns nokkurs hefði verið saknað á hótelinu í nokkra daga. Nafn mannsins er franskt eftir gestabók hótelsins að dæma. Lögreglan rannsakar hvort það geti hafa verið Argoud, sem rænt var frá hótelinu. Póstmenn í Finn- landi í verkfalli SAMKVÆMT símskeyti, sem póst- og símamálastjórninni barst í dag, 1. mprz frá Finnlandi, hef- ur sendingu og móttöku pósts verið hætt þar á miðnætti 1. marz vegna verkfalls póstmanna. Má því búast við töfum á pósti ■ til og frá Finnlandi. Póst- og símamálastjórnin, 1. marz 1963. Athugasemd frá kvikmyndahúsaeigendum Högni Egilsson kvikmyndagagn- rýnandi Alþýðublaðsins las fyrir nokkru mikinn reiðilestur í út- varpi um skaðsemi kvikmynda, sem sýndar eru börnum hér á landi. Nú hefur hann birt þennan boð- skap í Alþýðublaðinu. Skilst manni helzt, að umræddar sýning- ar séu á leiðinni með að valda æsku landsins óbætanlegu tjóni á sál og líkama. Sem betur fer mun þó eitt ofsagt, en annað missagt Orkideuuppboð á Pressuballi PRESSUBALL Blaðamannafé- lags íslands verður á Hótel Sögu í kvöld og hefst kl. 7,00 með borð haldi. Gunnar G. Cchram, formað- ur Blaðamannafélagsins setur liófið. Gunnar Gunnarsson skáld, flytur ræðu, Svala Nielsen syngur, leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason flytja nýjan þátt til skemmtunar eftir Harald J. Ilamar, blaðamann, Kristinn Halls son syngur skopkviðlinga eftir blaðamennina Halldór Blöndal og Stefán Jónsson, — og að lokum verður stiginn dans. Á miðnætti verður uppboð á orkideum, sem próf. Níels Dungal hefur ræktað í gróðurhúsi sínu. í sambandi við uppboðið á orki- deunum verður happdrætti, þann- ið, að hver sá. sem kaupir orkideu fær happdrættismiða, en vinningur í happdrættinu verður ágóðinn af sölu orkideanna. í þessum fræðum, án þess að vér viljum á nokkurn hátt bera í bætifláka fyrir slæmar kvikmynd- ir, af þeim er vissulega nóg, en hins vegar er ekki við forráða- menn islenzkra kvikmyndahúsa að sakast í þessu efni, þeir ráða ekki gerð myndanna. En vér viljum harðlega mót- mæla getsökum og dylgjum í garð kvikmyndaeftirlitsins, frú Aðal- björg Sigurðardóttir hefur aðal- lega annast það undanfarin ár og rækt það af mikilli samvizkusemi, eins og lög standa til, sama er að segja um þá aðra er þessu eftir- liti hafa gegnt. Fyrst rætt er um þessi mál'á annað borð, er rétt að þeim sé haslaður víðari vettvangur og gætu þá framhaldsumræður m. a. lotið að því að sumir þeirra, sem hæst tala um skaðsemi kúreka- mynda og Indíánamynda af ame- rískri gerð, berjast nú með oddi og egg fyrir því, að þessar sömu myndir séu sendar inn á hvert heimili með aðstoð sjónvarps. — , Varla bætir það svefn og sálar- | ró barnanna. Þá er það margra j manna mál í þessari borg að leik- ! rit þau, sem nú t. d. eru sýnd í öllum leikhúsum borgarinnar séu engar barnaþulur, eru þau þó friáls aðgöngu fyrir böm, — og myndi ekki sitthvað í efni út- varnsins vera þess eðlis, að vafa- samt barnafóður mætti teljast, að j ekki sé minnst á útgáfu vafasamra I reifara í tímarits og bókarformi. , íokum vilium vér taka það fram. að vér fögnum gagnrvni á j kvikmvndum en viljum mælast til j þess. að fnllri sanngirni. sé beitt 0a menn m'ssi ekki sjónar af ! skótrinum fyrir trjánum. I Með *>«kk fvrir birtinguna. FAiasr kvikmyndahúsaeig- enda. PARÍS, 1. marz. 250 þúsund námaverka- menn í Frakklandi hafa Iagt nið'ur vinnu og aðrir verka- menn hafa gert samúðar- verkfall eða orðið að leggja niður vinnu vegna verkfalls námaverkamanna. Franska stjórnin hefur tilkynnt, að ef verkamenn mæta ekki til vinnu á mánudag, muni hún neyðast til að láta gefa út réttarúrskurð, en við það munu margir verkamenn eiga það á hættu að missa atvinnu sína, eða að þeir verði látnir sæta dagsektum. Hin þrjú verkalýðssamtök Frakklands hafa lýst yfir stuðningi við verkfallið, sem sagt er að sé sumpart gert til þess að tryggja bætt kjör og sumpart til þess að verja verkfallsrétt verkamanna. Herlið hefur verið sent til verkfallssvæðanna. Um 9/10 námaverkamanna munu styðja verkfallið. Kínverjar hörfa frá landamærum Peking, 1. marz. Kínverska stjórnin tilkynnti í dag, að Iokið væri brottflutningi kínverskra hersveita við landa- mæri Indlands, frá svæðum, sem K nverjar höfðu áður en þeir lýstu yfir vopnahléi í haust. Kín verjar segja, að hersveitir þeirra hafi hörfað til stöðva, sem þeir höfðu 7. nóvember 1959, eða -20 km. innan raunverulegs yfirráða- svæðis þeirra. Kínverjar segja, að allar her- sveitir þeirra séu nú komnar aftur fyrir stöðvar sem þær höfðu 8. september 1962. Indverjar hafa sagt, að þeir séu fúsir til viðræðna við Kínverja þegar hersveitir þeirra hafa hörfað aft ur til þessara stöðva, en þaðan gerðu þeir sókn s na inn í Ind- land í haust. Efri deildin i Bonn staðfestir öxul-samninginn Bonn, 1. marz. Efri deild vestur-þýzka þingsins staðfesti í dag samstarfssáttmála Frakka og V-Þjóðverja. Samningurinn var staðfestur með 7 atkvæðum en 3 sátu hjá. í Efri deildinni eiga sæti fulltrú- ar fylkjanna í V-Þýzkalandi, þrír frá hinum fjölmennari en tveir frá hinum. Hvert fylki hefur eitt atkvæði. Þeir, sem sátu hjá, voru frá Hamborg, Hessen og Neðra Saxlandi, en þar fara jafnaðar- menn með völdin. Adenauer sagði í ræðu sem hann hélt í efri deildinni þar sem hann mælti með tillögu Kristilegra demókrata um fullgildingu samn ingsins, að þó að hann ætti nokkra sök á viðræðuslitunum í Brússel væri hann fylgjandi aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Hann sagði, að leysa yrði nokk ur vandamál í sambandi við að- ildina, en enginn vafi væri á því, að Bretar mundu gerast aðilar fyrr eða síðar. Um samning Frakka og Vestur- Þjóðverja sagði kanzlarinn, að hann mundi ekki brjóta í bága við skuldbindingar og réttindi Vestur Þjóðverja í NATO eða EBE. Kanzlarinn kvað viðræðusliiin í Brússel hafa komið sér mjög á óvart. Skömmu áður hefði hann rætt við de Gaulle forseta í París og skilist að de Gaulle reiknaði einnig með því, að Bretar yrðn aðilar að EBE. Fangageymslur bæjarins vorn orðnar troðfullar fyrir kl. 12 á miðnætti í nótt. Lögreglan greindi blaðinu svo frá, að um óveijumikla ölvun væri að ræða og kallar lög reglan þó ekki allt öinmu sína á föstudagskvöldum. En í gærkvöldi fóru saman föstudagur og mánaðar mót, cvo að ekki var von á góðu; Kínverjar viljá framhald deiBna PEKING, 1. marz (NTB-Reuter). Kínverski kommúnistalokkurinn hvatti í dag kommúnistaflokka í öðrum löndum að leggja fram sjón armið Kínverja í hugmyndafræði- deilunni. Þar með hefur flokkur- inn á áhrifamikinn hátt lýst þvi yfir, að hann hyggist halda áfram kappræðum um hugmyndafræði Æskulýösdagur þjóðkirkjunnar HINN árlegi Æskulýðsdagur liinnar íslenzku þjóðkirkju er nk. sunnudag, 3. marz, verða þá Æskulýðsguðsþjónustur með sér- stöku sniði, kvöldvökur í ýmsum Talið að flón- elshlíf hafi valdið slysinu í BLAÐINU í gær var frétt um bifreið, sem ók út af veginum hjá Fagradalsskriðum. í fréttinni var skýrt frá því, að bifreiðarstjórinn hefði talið, að stýrið hefði bilað. Eftir nákvæmari rannsókn kom engin bilun í ljós á stýrisvél eða stýrisgangi. Talið er líklcgast, að bflstjórinn hafi misst vald yfir bílnum vegna flónelshlífar, sem var á stýrinu sjálfu, og var mjög hál. söfnuðum. Útvarpsdagskrá síð- degis og merki seld víða um land. Þetta er fimmta árið sem kirkj- an hefur sinn sérstaka æskulýðs- dag. Undanfarin ár hefur unga fólkið tekið í hina útréttu hönd safnaðarleiðtoganna og flykkzt í sóknarkirkjurnar. Er fyrirkomu- lag og með þeim hætti, að öllum verður auðveld og eðlilegt að vera virkari þátttakendur í guðs- þjónustunni heldur en oft vill verða. Eru prentaðar messuskrár afhentar hverjum kirkjugesti við kirkjudyr, en á þessum blöðum eru öll messusvörin. Er þess vænzt, að kirkjugestir flytji svörin og syngi sálmana. Þá munu einn- ig ungmenni lesa pistil og guð- spjall dagsins og biðja inngöngu- bænina. Verða þessar guðsþjón- ustur í flestum kirkjum landsins, annað hvort núna um helgina eða næstu sunnudaga, þar sem svo hasar til, að prestur getur ekki messað á öllum kirkjum presta- kallsins sama daginn. Framh. á 15. síðu fyrir opnum tjöldum. Þetta stríð ir gegn sjónarmiði sovézka komm- únistaflokksins, sem vill forðast deilur fyrir opnum tjöldum. Það var hin opinbera frétta- stofa Kínverja, sem birti útdrátt úr grein í tímaritinu „Rauði fán- inn.“ í grein þessari er því hald- ið fram, að andstæðingar kín- verskra kommúnista í kommúnista hreyfingunni banni blöðum að skýra frá sjónarmiðum Kínverja í deilunni. Þá er kommúnistahreyf- ingin sökuð um að trufla með kröft ugum útvarpsstöðvum útvarpssend ingar Kinverja frá Peking. Sagt er, að útvarpssendingar Kínverja til Sovétríkjanna séu truflaðar. í Moskvu tjáði Sergei Roman- ovsky, forstjóri sovézku menningar málaskrifstofunnar erlendum blaða mönnum í dag, að Rússar trufluðu ekki útvarpssendingar Kínverja til Sovétríkjanna. Útvarpssendingar Kínverja hafa aldrei verið trufl- aðar, sagði hann. Ódýrt handprjónagarn ifMIIIIIIMI JtlliMIIMMt JMIMIIIIHIIlJ HlMlllllllilllfl lliilllllllllllll] ‘IIIIIIIMMMIIll •MMIIIMIIMMll WMIIMMMMIMj tlMIIIMIiMi •iHiMuiiiMiMtMimHiiitiiiniHiHiimimimm*.. ....................................illNW( MIHMMi- , IHMlllMitlfi. illlllllllliHm ‘llllllllllllHNf lllllllllIIIIIIIC IMIIIIIIilllllN lliMIIMIHIIIN IMMHIIUMIP MMMMMN*P IIIMHINN Miklatorgi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. marz 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.