Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 8
i I f „VIÐ hjónin eigum 7 ára gamlan kjörson, sem verið hefur hjá okkur síðan hann var hálfs- mánaðar gamall, en. veit ekki ann- að en. að hann sé raunverulegur sonur okkar. Við vitum ekki, hver faðir hans er, og ekki hvar móðir hans er nú niður komin. Börn eru byrjuð að stríða honum á því að hann sé tökubam. Hvað eigum við að gera? E>essi vandamáL . hafa - margir átt við að stríða á seinni árum. í þessu tilfelli • virðist vera un tvennt að ræða, sem fyrr eða síð- ar - þarf að leiðréttast. í fyrsta lagi, að það sé út af fýrir sig ekkert ljóttr þó að hann væri töku bam. Eg held, að orðið fóstur- bam hafi aldrei haft neinn leiðin- legan hljóm í íslenzku máli, en hitt vitum við, áð rángsnúinn ald- arandi hefndist oft á litlum börn- j um, ef eitthvert var athugavert |við uppruna þeirra. Get ég mér | til, að þá hafi orðið tökubarn og tökukrakki fremur vérið not- j uð, þegar eitthvert ytra vald, t. d. hreppsnefndin, knúði fólk til að „taká“ börn. Eg gizka þó á, að bömin, sem stríða litla drengn um, séu sjálf hálfgerðir óvitar, og hafi. ekki fengið þann rétta skiln- ing á meriringu orðsins. Aðalat- riðið verður hér, að litli drengur- ■inn lærr að skilja, að það er ekk- ert Ijótt eða. hiðurlægjandi í því að vera alinn.upp hjá öðrum for- eldrum, fósturforeldrum eða kjör foreldrum, en hafa getið hann og fætt. Það mætti t. d. smám samr an benda honum á böm, sem séu ,riósturbörn,“ og þau séu alveg eins góð og böm og eigi alyeg jafn góðan pabba og ■ mömmu og hin. Sjálfur- er ég þeirrar skoðunar, að hver maður eigi fyrr eða síðar að fá að vita um þáð, ef þannig er ástatt um hann. í litlu þjóðfélagi er hætt við, að hann komizt að því einhverntíma, og sé heinlín- is óheppilegt, ýmsra hluta vegna, að hann viti ekki um uppruna sinn. Og án þess, að ég þori að setja fram nokkra algilda reglu, myndi ég telja, að bezt væri áð upplýsa börnin um þetta'á við- eigandi hátt, meðan þau eru svo ung, að þau gera lítinn mun á, hvort er. Þá læra þau að segja PALLURINM sá arna er lendingar- staSur fyrir þyrlur. Pallinum er hægt að snúa og halla á alla kanta, og er meS þessum tilraun- um veriS aS reyna, hvort lenda megi þyrlum á þilförum lítilla skipa í vondum veSrum og sjó- gangi. Hvíti hringurinn á pallinum sýn- ir það svæði, sem þyrlan mundi hafa til umráða á skipsþilfari. Það hefur komið í Ijós við til- raunirnar, að óhætt er aS lenda þótt hallinn sé að minnsta kosti fimm gráður, án þess að hætta sé á að þyrlan velti. - ÞaS er brezki sjóherinn, sem stendur að þessum tilraum og er vonazt eftir aS sú reynsla, sem þarna hefur veriS fengin, muni koma aS gagni síðar meir. GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR UM ÞRÓUN HÁ Ætti hér að vera um fullkomið háskólanám að ræða, er tæki 4— 5 ár. Er enginn vafi á því, að slík deild í háskólanum myndi á skömm um tíma verða mjög fjölsótt, enda mikil þörf fyrir þá menn, er hún myndi brautskrá. En auk þess að bæta kennsluna háskólanúm og gera hana fjöl- SKOLANS Þegar Háskóli íslands var stofn- aður fyrir rúmum 50 árum, mun ýmsum hafa þótt í mikið ráðist og litla von talið til þess, að slík menntastofnun gæti dafnað í jafn fámennu þjóðfélagi og hinu fs- lenzka. Enn láta útlendingar oft í ljós mikla undrun yfir því, að hér skuli haldið uppi háskóla. En Háskóli íslands er orðinn meira en hálfrar aldar gamall og hefur unnið íslenzku þjóðlifi og íslenzkri þjóðmenningu ómetanlegt gagn. — Hann hefur ekki aðeins brautskráð mikinn fjölda íslenzkra embættis- manna, heldur hefur hann jafn- framt orðið miðstöð margvíslegra rannsóknarstarfa og þannig bæði aukið þekkingu og auðgað andlegt líf þjóðarinnar. Árið 1957 voru sett ný lög um Háskóla íslands, fyllri og ýtarlegri en þau, sem áður giltu. Var þar meðal annars lögtekin sú skipan, sem nú gildir um embættaveiting- ar við háskólann, en ákvæði þar að lútandi höfðu áður aðeins verið í reglugerð. Undanfarin ár hefur starfsemi háskólans aukizt mjög á ýmsum sviðum, og má fullyrð, að í meir en 50 ára sögu sinni hafi háskólinn aldrei eflzt jafn mikið og hin síðustu ár. Kemur þetta greinilega.fram í fjárveitingum til háskólans, en þær hafa undanfarin ár verið sem hér segir: 1956 ...... Kr. 3,699.081.00 1957 ...... „ 4,481.190.00 4,914.336.00 5,867.524.00 6,266.227.00 8,036.035.00 9,685.170.00 11,182.955.00 1958 ...... 1959 ...... 1960 ...... 1961 ...... 1962 ...... 1963 ...... Á undanförnum 8 árum hafa fjár j veitingar til háskólans þannig þre- i faldazt, og mun slíkt ekki hafa igerzt áður á neinu 8 ára tímabili í sögu háskölans. Ný prófessorsembætti hafa verið stofnuð á þessu tímabili, í uppeld- isfræði, tvö.í eðlisfræði, í lyfja- fræði, geðlæknisfræði, efnafræði, viðskiptafræðum og tvö í tanh- lækningum. Auk þess er gert ráð fyrir, að forstöðumaður Handrita- stofnunar íslands sé jafnframt pró- fessor í heimspekideild háskólans. Ennfremur hafa verið skipaðir 25 nýir dósentar, þar af 17 í lækna- deild, 2 í viðskiptadeild, 3 í heimspekideild og 3 £ verkfræði- deild. Hin nýju prófessors- og dó- sentsembætti hafa gert kleift að auka og bæta kennsluna mjög verulega, og á það ekki hvað sTzt við um læknadcild, auk þess, sem rannsóknarstörf hafa aukizt. Verk- fræðideild hefur t.d. eflzt mjög Þar hefur verið komið á fót Eðlis- fræðistofnun háskólans. fé til eðl- isfræðirannsókna á vegum verk- fræðideildar var fyrst veitt 1959 og nam þá 312,000 kr., en á þessu ári nemur fjárveiting til Eðlisfræði- stofnunar háskólans 1.350,000 kr. Hin nýja handritastofnun starfar ög í tengslum við háskólann og eru nú á þessu ári véittar til hennar 725,840.00 kr. Eitt brýnasta verkefnið, sem nú er unnið að á vegum háskólans, er stofnun raunvísindadeildar, er hafa skal það hlutverk, að annast undir'stöðurannsóknir í raunvísind- um. í sambandi við aldarafmæli há skólans gaf Bandaríkjastjórn 5 millj. kr. til stofnimar raunvís- indadeildar og verður það íé not- að til byggingar í þágu deildarinn- ar. Er nú unnið af kappi að undir- búningi þess máis. Af ððrum fyrir- ætlunum um eflingu háskólans, sem nú eru á döfinni, viL ég nefna áthugun, sem fram fer á gagn- gerðri. breytingu B.A. námsins. Þessa dagana er verið að leggja siðustu hönd á samningu frum- varps um Kennaraskóla íslands. Er þar gert ráð fyrir gagngerum end urbótum á menntun barnakennara. En; brýn þörf er einnig á því, að gagnfræðaskólakennarár eigi kost á fullkominni menntun hér innan- lands. Hlýtur slíkt að teljast í verkahring Háskóla íslands. Ég er þeirrar skoðunar, að B.A. náminu eigi að breyta þannig, að það verði miðað við þarfir væntanlegra gagnfræðaskólakennara og greinist í tvo þætti, þ. e. a. s. verði ann- ars vegar miðað við þarfir tungu- málakennara, en hins vejrar við þarfir þeirra, sem kenna raun- vísindagreinar (stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði, náttúrufræði). breyttari, þarf að stórefla rann- sóknarstarfsemina innan stofnup- arinnar. í því sambandi er nauð- 6ynlegt að koma á fót innan há- skólans sérstökum rannsóknarstofn unum. Til þess að stuðla að sliku var lögunum um Happdrætti Háskóla Islands breytt þánnig ár- ið 1959, að rýmkað var um heim- ildir háskólans til notkunar hagn aðar happdrættisins. Er nú ekki aðeins heimilt að nota happdrætt- iságóðann til þess að reisa bygging ar á vegum háskólans, heldur einn ig til þess að koma á fót og efla rannsóknarstöðvar við hinar ymsu deildir 6VO og til þess að gjeiða andv. rannsókna- og kennslutækja sem háskólinn telur sér nauðsyn- legt að eignast. Á þessu. sviði eru liklega stærstu .verkefnin, sem framundan eru á vettvangl háskól- ans. ÞEÚA ER nýr kappróðrarbi Hann er sniðinn eftir bát, inni í slæmu veðri 1925 og notað síðan, þar til nú. * BRÚSSEL: 'nefndin hvatti til þess á dagr, að samningurinn um ild' 18 Afríkuríkja að EBE yrði staðfestur og undirritaður eins fljótt og auðið væri. ★ VARSJA: Landvarnaráðherra og yfirmenn herráða aðildarríkja Varsjárbandalagsins eru saman komnir í Vársjá auk yfirhershöfð- ingja bandalagsins sovézka mar- skálksins Andrei Grefjko. RÆTT VIÐ PREST UM g 2. marz 1963 — ALÞÝ0UBLA01Ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.