Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 12
Sherlock Hólmes fyrir unglinga uöhausa Etfir A. Conan Doyle ræða“, sag-ði hann, „hefði þetta atriði ef til vill ráðið úrslitum, en við verðum að hliðra til vegna manns með annað eins hár og þér eruð með. Hvenær getið þér tekið við hinum nýju shyldustörfum yðar?“ „Já, það er dálítið óþægilegt, því að ég á verzlun fj-rir", sagði ég. „Ó, hafið ekki áhyggjur af henni, herra WiIson“, sagði Vincent Spauding. „Ég get lit ið eftir henni fyTÍr yður.“ „Hver er starfstíminn?“ spnrði ég. „Tíu til tvö!" „Starfsemi veðlána fer nú að allega fram á kvöldin, herra Holmes, einkum á fimmtudags - og föstudagskvöldum, sem eru rétt fyrir útborgunardag; svo að það gat komið sér mjög vel fyr ir mig að vinna mér dálítlð inn á morgnana. Auk þess vissi ég, að aðstoðarmaður minn var á- gætur maður og hann gæti séð um allt, sem til kæmi. „Það hentar mér vel“, sagðil ég. „Og greiðslan?" „Hún er fjögur pund á vikuu!“ „Og vinnan". „Mjög óveruleg". „Hvað meinið þér með mjög j' " ‘óveruleg?" „Ja, þér þurfið að verrrf' á skrifstofunni, eða að minnsta kosti í húsinu, allan tímann. Ef þér farið út, missið þér rétt- indi yðar fyrir fullt og allt. Erfðaskráin er mjög skýr, að því er varðar þetta atriði. Þér far- ið ekki eftir skilyrðunum, ef þér hreyfið yður út af skrif- stofunni á þessum tíma." „Það eru aðeins fjórir tím- ar á dag, og mér dytti ekki í hug að fara út“, sagði ég. „Enginn afsökun verður tek in til greina", sagði Duncan Ross, „hvorki veikindi, né við skipti, né neitt annað. Þér verð ið að vera við, eða missa stöð una ella!“ „Og vinnan?" „Er að skrifa npp Encylopæd ia Britannica (brezku alfræði- orðabókina). Fyrsta bindið af henni er þarna. Þér verið að leggja til yðar eigin blek, penna og þerripappír en við sjáum fyrir þessu borði og stól. Er- uð þér reiðubúinn til vinnu á morgun?" „Vissulega", sagði ég. „Verið þér þá sælir, herra Jabez Wilson, og leyfið mér að óska yður til hamingju með hina veigamiklu stöðu, sem þér hafið verið svo heppinn að hreppa! Hann fylgdi mér út úr herberginu og hneygði sig £ sí- f*Hu, og ég fór heim með að- stoðarmanni minnm og vissl varla, hvað ég átti að gera eða segja, svo ánægður var ég yfir heppni rninni. „Jæja, ég hngsaði málið all- an daginn og nm kvöldið var ég aftur kominn, í slæmt , skap ■því að ég var algjörlega búinn að sannfæra sjálfan mig um, að þetta hlyti alit saman að vera eitt risastórt plat eða samsæri, þó að ég gæti ekki ímyndað mér hver tilgangurinn væri. Það virtist algjörlega ótrúlegt, að nokkur maður gæti gert slíka erfðaskrá eða að greidd skyldl slík upphæð fyrir að gera slíka erfðaskrá eða að greidd skyldi slík upphæð fyrir að gera nokkuð svo einfalt sem að skrifa upp Encylopædia Brit- annica. Vincent Spaulding gerði það ,sem I hans valdi stóð til að hressa mig npp, en um háttatíma var ég búinn að sannfæra sjálfan mig nm, að þetía væri tóm vitleysa. En morguninn eftir ákvað ég nú samt að athnga þeíta, svo að ég keypti mér blekbyttu fyrir penní og fjaðrapenna og sjö arkir af pappír og lagði af stað tU Pope’s Court. „Jæja, mér til undrunar og ánægju var allt í stakasti lagi. Borðið var tilbúið handa mér, og Duncan Ross var viðstadd- ur til að sjá um, að ég hæfi vinnuna. Hann lét mig byrja á stafnum A, og yfirgaf mig síð an; en hann kom ailtaf inn við og við tU þess að hjá, hvort aUt væri í lagi. Klukkan tvö kvaddi hann mig, hrósaði mér hve mikið ég hefði skrifað og læsti dyrum skrifstofunnar á eftir mér. „Þessu hélt áfram dag eftir dag, herra Molmes, og á laug- ardag kom forstjórinn og skeUti fjórnm gollpundum á borðið fyrir vikuvinnu mina. Sama gerðist næstu viku og vik una þar á eftir. Á hverjum morgni kom ég klukkan tiu og á hverjum degi fór ég heim klukkan tvö. Smám saman fór Ross að koma aðeins einu sinni á morgni, og svo eftir nokkurn tíma hætti hann al- veg að koma. Sámt þorði ég auð vitað ekki að fara augnabUk út úr herberginu, því að ég var ekki viss um, hvenær hann gæti komið, og staðan var svo góð, , að ég vildi ekki hætta á að missa hana. „Þannig liðu átta vikur og ég var búinn að skrifa aftur að Atticu og vonaðist tU að ég gætf komizt aftur í B, áður en iangt um liði Þetta kostaði mig dálítið í pappír, og ég var anzi- nærri því að hafa fyllt beUá hillu með skrifuðum blöð unum, Og þá endaði þetta allt saman skyndUega." „Endaði?“ „Já. Og það bar núna í morg un. 'Ég fór tU vinnu minnar, eins og venjulega klukkan tíu, en dyrnar voru Iokaðar og Iæst ar og Iítill ferkantaður miðl festur með teiknibólu á miðjar dymar. Héraa er hann, þér get ið skoðað hann sjálfur." Hann réttl fram pappírsbleð U á stærð við venjulegt bréfs- efni. Á honum stóð: — „RAOÐHÖFÐASAMBANDIÐ HEFUR VERIÐ LEYST UPP 9. október 1890“ Sherlock Holmes og ég skoð uðu þessa stuttu tilkynningu og raunalegt 'andlitið að baki henni, þar tU hið kímlega við allt málið náði yfirliöndinni yf ir öllu öðru og við fórum að skellihlæja. „Ég fæ ekki séð, að þetta sé svona fyndið“, hrópaði skjól stæðingurinn og roðnaði upp í sínar eldrauðu hársrætur. „Ef þið getið ekki gert neitt betra en að hlæja að mér, þá get ég farið eitthvað annað.“ „Nei, nei“, hrópaði Holmes og ýtti honum aftur ofan í stól inn, sem hann var hálfstaðinn upp úr. „Ég vildi svo sannar- lega ekki verða af máli yðar fyrir nokkum hlut. Það er mjög hressandi og óvenjulegt. En það er, ef þér afsakið að ég skuli minnast á það, eitthvað dálítið fyndið við það. Segið mér, hvaða ráðstafanir þér gerð uð þer, þegar þér funduð mið ann?“ * .4 KRUL.LI — Jæja, svo sjúklingurinn er bara sext- nr upp. Mér finnst eins og ég hafi læknað svarta dauða piágu einsömul, með dálitUli hjálp þó frá Laurie. — Ég skal að mér heilum og lifandi gefa spítalanum þínum beztu meðmæU hvenær sem er. — Ég vildi nú helzt fá meira en það. Ertu nógu hress til að ræða alvarlegt mál? — Já, vissuíega. — Fröken Perdita, læknirinn er kominn til að hitta ofurstann. * ~ Þetta er þó ekki það eina sem truflun veldur á þessu augnabliki. f borg ekki langt frá Hodag . . . — Hæ, Ray, tíminn er næstum kominn. — Hvaða fólk er þetta. — Þetta er friðarflokkur, sem ætlar að safnast saman við eldflaugnastöðina við Hodag. n 2. marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.