Alþýðublaðið - 03.03.1963, Side 4

Alþýðublaðið - 03.03.1963, Side 4
4 i í A ( .( Ferbapjónustan hjá SÖGU DSB SAGA selur flugfar- seðla txm allan heim. SAGA er aðalumboðs- maður á íslandi fyrir dönsku ríkisjárnbraut- irnar. SAGA hefur aðalumboð fyrir ferðaskrifstofur ailra norrænna ríkisjárn- brautanna (Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð). SAGA hefur söluumboð fyrir Greyhound lang- ferðabílana bandarísku. SAGA er aðalumboðs- maður fyrir Europa Bus — t Iangferðabflasamtök Evrópu. SAGA selur skipafar- seðla um allan heim Allar upplýsingar og fyrirgreiðsla varðandi vörusýningar og kaup- stefnur. F erðaskrifstof an Ingólfsstræti — gegnt Gamla bíói. Simi 17600 KVITTAÐ FYRIR ATHUGA ÉG ÞAKKA kvikmyndahúsaeigend endum vinsamlega „kritik“ í Al- þýðublaðinu í ,gær og mjög virð- ingarverða tilraun þeirra til að halda því máli vakandi, sem ég hóf máls á með erindi mínu fyrir skömmu. Sá misskilningur hefur slæðst i athugasemd þeirra, að ég álíti að þeir ráði gerð kvikmynda. Því fer þó fjarri — en þeir munú liafa hörid í bagga um val -kvik- mynda, og er það aðalatriðið. Frú Aðalbjörgu Sigurðardóttir þekki ég persónulega og veit hver mannkostakona hún er. Hitt velt ég og, að hún mun alls ekki þykj- ast hafin yfir gagnrýni í starfi sínu, og er fyllilega ljósir van- kantar þeir, sem þar eru á. Hvað- an þeir stafa, mun koma fram í er- indi hennar, sem hún mun Jíytja í útvarp innan tíðar. Mér.þykir vænt um áhuga kvik myndahúsaeigenda fyrir meaning- armálum þjóðarinnar, sem fram kemur í þeim orðum þeirra, að rétt sé að hasla þessum málum vlðari vettvang. Það er vissulega ástæða til og vilji þeir ríða á vað- ið með skrifum eða erindaflutn- ingi um sjóhvarp og leikhús, skal visulega ekki etanda á mér að styðja þá í því starfi, svo sem mér er unnt. Því víða er potlur brotinn. Ég taldi mig og taka það skýrt fram í fyrrnefndu erindi, að ég ræddi þar aðeins eitt atriði af fjölmörgum, sem ræða þyrfti. Hvað viðvíkur ummælum þeirra um, að menn megi ekki missa sjónar ;á skóginum fyrir trjánum, vil ég segja þetta. í þesu tislfelli held ég að menningarmál þjóð- arinnar séu sá skógur, sem ávallt er til athugunar. Menningarmálin í heild lialda vissulega áfram að vera í baksýn þó að eitt atriði þeirra — eitt tré sé athugað lít- ið eitt. Og mér skilst á kvikmynda húsaeigendum (og ég er fyllilega sammála) að þörf sé á að athuga fleiri tré í þeim skógi. Áður en við þykjumst geta virt fyrir okkur skóginn með ánægju. Ég vil leyfa mér á þessum vett- vangi að vekja athygli á mjög svo virðingarverðu framtáki Há- skólabíós — barnagamni hússins á hverjum sunnudegi. Þar er um að ræða- starfsemi, sem er fyllrtu athygli verð, og skyldi studd af alefli. Ef til vill skapast mögu- leikar til þess, að fleiri kvikmyndo hús geti fylgt þessu dæmið og þau hús, sem þá halda sig við kvik- myndasýningar kl. 3 á sunnudög- um, geti með auknu samstarfi sýnt valdari myndir en fyrr. Högni Egilsson. A4WWWMWWWWWWWWW 18. cxd — cxd 19. Bxg5 — Rxg5 20. Bxc4 — bxc 21. Dxd4 - Bxf5 85 ára á morgun: ÞORSTEINN KJARVAL UNGUR krappan sigldirðu sjó, er seglunum aðrir hlóðu. En landið þig til sín að lokum dró og lofaði mörgu góðu. Og efnt Ihefur landið sín loforð og heit og látið þig gull sitt finna: þú hefur átt margan yndisreit í athvarfi fjallanna þinna. Þú hefur átt í Þórsmörk drvöl og þegið Bláskóga yndi, en einnig farið um kaldan Kjöl og kveðið á Snjófellstindi. Oft stóðu veður í fang þér fast. er fórstu torsótta vegi, en kempuna aldrei kjarkinn brast. Nú kveldar og hallar degi. En hvað er svo glatt, þótt hivítni skör, sem hofmannleg jökulganga. — Blessi þér drottinn ból og för og broddstafinn þinn hinn langa. Og þegar þú hinztu ferðina fer, hvert fjall þér dýrlega skíni. Og himnakóngurinn 'heilsi þér méð hákarli og brennivíni. Gestur Guðfinnsson. WmiMWIWIMWWWWWWIWWWWWWIIMMIIHWm 22. Rxf5 - Re6 23. Dxd6 - Db7 eftir drottningakaup myndi svart- ur tapa peðinu á c4. 24. Dg3! - Hed8 svartur gat ekki gert við báðum hólununum Rd6 og Rxh6f 25. Rxh6t - Kh7 26. Rf5 - Dxb2 27. Dh4t! vinnur skiptamun, ef 27. — Kg6 þá mátar hvítur með Re7 27. - Kg8. 28. Re7t - sVartur gafst upp 28. — Kf8 29. Rc6 og svartur getur ekki leikið hróknum vegna Dh8 mát. í fyrstu umferð á skákþingi þessu kom upp eftirfarandi staða. Það er Svíinn Stahlberg, sem hef- ur hvítt, en Rússinn Averbac leik- ur svörtum mönnum: í síðasta leik hafði Stahlberg drepið með biskupi á g7. Ef nú Averbac einfaldlega drepur bisk- upinn með kóngi, virðist staða hvíts vonlaus. Enda þótt hann hefði nægilegan tíma, hugsaðl hann sig aðeins um og lék 1. — Bh3?? 2. Dxh6+ og Stahlbérg mátar í næsta leik. Er þetta álit- inn einhver mesti afleikur rúss- nesks stórmeistara. Björn Þorsteinsson. 4 3..marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.