Alþýðublaðið - 03.03.1963, Page 15

Alþýðublaðið - 03.03.1963, Page 15
Leyndardómsfull skáldsaga eftir Hugh Pentecost „Sástu hann taka þessa lykla upp úr skúfíunni, Fern?“ „Sá hann?“ Fern lirukkaöl ennið og gerði heiðarlega til- raun til að muna. Þeir höfðu glamrað fyrir augunum á henni. En um skúffuna. Hún mittist þess ekki að hafa séð Nicky taka þá upp úr skúffunni. En hann hlaut að. hafa gera það, úr því að hann var með þá. Það var rök rétt, var það ekki? „Hann hlýtur að hafa gert það“, sagði Fern, sigri hrósandi. „Sástu hann taka þá upp úr skúffunni?" spurði Kay. „Æ, elskan, þú meiðir mig í handlegginn“, sagði Fern og hristi hann dálítið. „Hann var með lyklana — hann fór með mig hingað í þetta herbergi til að sýna mér þá. Hann — “ „Mundu það bara!“ hrópaði Nicky til hennar. „Mundu bara hvar ég fann þá, Fern. Nákvæm lega hérna — nákvæmlega hérna í þessari skuffu. Hún reyndi einu sinni að koma sökinni á mig, og liún hefði reynt að gera það aft- nr. Þessir lyklar sánna það“. „Ég reynt að koma sökinni á þig!“ Rödd Kay var nöpur. „Þú, Nicky — þú ert. að reyna að koma sök á mig, og þér skal ekki haldast það uppi!“ Þetta var of mikið fyrir Fern, einkum er hún heyrði enn eina rödd að baki sér. „Hvað gengur á hér?“ spurði Jeff reiðilega. Fern mjakaði sér fram að dyr unum. Þau voru nú öll farin að <r' tala í einu, öskra hverL á ann- að. Hún komst fram á ganginn og staulaðist fram eftir honum meðfram veggnum, eins og blind ur maður, fram að stigaskörinnL Maður varð að vera varkár í etig um. Hún hreyfði sig hægt, út á hlið, eitt þrep í einu. Hún hafði þá undarlegu tilfinningu, að hún kæmist ekkert áfram, því að rödd Nickys var alltaf jafnhá á bak við hana. Kannski var hún raunverulega hærri, því að hún virtist vera jafnhá. Eðlisfræði- lögnjáL Hún komst niður í stofuna og flýtti sér yfir í stóra stólinn. Loksins komin heim. Hún teygði sig eftir fiöskunni og glasinu. Fólk var á leið yfir herbergið á bak við hana. Nicky var nú farinn að æpa. „Þú drapst Peg! Það ert þú, sem hefur verið að gera Mark vitlausan öll þessi ár. Það ert þú, sem opnaði herbergið mitt! Það ert þú — “ Stúturinn glamraði við glasið, er hún hellti. Hún drakk í flýti. Svona, þctta var miklu betri. Hún hallaði sér aftur í stólnum og lokaði augunum. Heimurinn snerist fyrir henni, mjög ástöð ugur. Það var augljóst, að í slík um heimi var ekki hægt að ætl ast til, að maður myndi eftir lykl Um — og skúffum — og hvcr fann það, hvar og hvernig. Fífia legt að ætlast til þess — afskap lega fíflalegt. „Þú vilt ekki vita sannleik- ann!“ æpti Nicky framan í Jeff. „Þú vildir heldur láta skjóta þig hér, án þess að bera hönd fyrir höfnð þér, en viðurkenna sann- leikann." „Haltu kjafti!" sagði Jeff, And lit hans var náfölt. „Þú hefur farið á bak við Mark með þessari merl alveg síð an giftust þau — og hún hefur kúgað hann — og þú vildir heldur hjá okkur öll, drepin en viðurkenna það. Hún drap Peg! Hún fór niður þakið. Hún not- aði lyklana ,til að komast inn. Og svo fór hún — “ „Ég sagði þér að halda kjafti!“ sagði Jeff. Hann tók hratt kref í átt til Nickys, sem hrökklað- ist aftur á bak, þar til veggur herbergisins stöðvaði hann. „Hún gerði sér upp sakleysi þarna niðri — þóttist ekkert vita, þegar Mark sagði henni að skrifa það á blað. Hin göf- uglynda Kay! Hún hefur alltaf blekkt með því. Of góð fyrir venjulegt fólk — of góð fyrir mig. Hvílíkur brandari! Kúgari og manndrápari." Rödd hans hækkaði enn. „Morðingi — svikari og — “ Hnefi Jeffs small á gjammandi munni Nickys. Höfuðið á honum skall í veggin, hnéin Iinuðust upp. Hann seig hægt niður á gólfið og sat þar með krosslagða fætur, eins og klámlíkneski af Búdda. »Ég er viss um, að þér líður miklu betur núna, Jeff“, sagði Dr. Smith. Hann stóð i dyra- gættinni og George og Laureen á bak við hann. Kay sneri sér undan og hall- aðist upp að kommóðunni með titrandi hendur fyrir andlitinu. „Ég hef yerið að bíða eftir, að þetta gerðist", sagði læknir inn þreytulega. Jeff sneri sér að honum og augun skutu gneistum. „Áttu við, að þú hafir trúað einir orði, sem þessi snarvitlausi — “ „Ég á við, að ég hef verið að bíða eftir þeirri stundu, þegar vlð færum að missa stjóm á okkur hér inni og byrjuðum að koma með ásakanir. Þetta er mjög slæmt. Það er dýr sóun á tíma fyrir okkur að þurfa að út- kljá slíkt sem þetta. En ég býst við, að við verðum að gera það, annars verið þið ÖU farin að á- saka hvert annað, áður en nokk ur veit af. Vill einhver ná í vatn og vekja Nicky úr rotlnu. Við verðum að fá að heyra hans hlið á þessu.“ George fór inn á baðherberg- ið og ■vætti liandklæði með köldu vatni. Þegar hann kom aftur var læknirinn að tala við Kay. 16250 VINNtNGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. „Nákvæmlega hvað gerðist hérna, frú Dougas?“ „George, Laureen og ég vor- um í eldhúsinu að reyna að taka til einhvern hádegisverð“, sagði hún. „Ég hafði gleymt vasaklút og kom hingað upp til að ná í hann. Ég heyri rödd Nickys út úr herberginu mínu. Fern var með honum. Hann var með þessa — þessa lyklakippu í hendinni og hristi hana framan í Fern, og heimtaði, að hún væri vitni um, að liann hefði fundið hana í skúffu í kommóðunni minni. Svo fór hann að tala um ein- hverjar flóknar aðgerðir, að ég hefði klifrað niður þakið á bak- svölunum — opnað bakdyrnar með lyklunum — og — og —“ „Drepið Peg?“ Kay kinkaði kolli. „Hvaða lyklar eru þetta, frú Douglas?" „Þetta eru aukalyklar fyrir allt húsið“, sagði Kay. „Sann- leikurinn er sá —“ „Þetta er hennar hús!“ sagði Jeff. „Er það svo undarlegt, að liún hafi slíka lykla?“ „Auðvitað er það ekki skrít- ið“, sagði læknirinn hvasst, „en vinsamlegast hafðu hemil á eðli legum tilhneigingum þínum til að verja Kay, og leyfðu henni að segja okkur frá því, hvemig allt er í pottinn búið. Það sparar tíma.“ „Sannleikurinn er sá“, sagði Kay, „að ég hafði ekki lyklana, og — ég hef verið að leita að þeim.“ „Ó?“ „Þeir voru alltaf geymdir í efstu skúffunni í háa dragkist- unni á ganginum",. sagði Kay. „Morguninn eftir — eftir að þetta fór að gerast liéma, fór ég að leita að þeim, og velta þvf fyrir mér, hvort Mark hefði íek- ið þá. Mér — mér fannst ég mundi vera öruggari um mig, ef ég vissi, að hann hefði ekki lykla, sem hann gæti notað til að kom ast inn í húsið, þegar hann vildi." „Og?“ „Þeir voru ekki í dragkist- unni“, sagði Kay. „Ég — ég taldi það víst, að Mark væri með þá. Svo — í morgun, þegar það kom í ljós, að læsingin á dyr- um Nickys hafði verið opnuð, fór ég að velta þessu fyrir mér aftur með lyklana. Ég leitaði i allri kommóðunni í þessu her- bergi — sem er herbergi Marka og mín. Lyklarnir voru ekki hér f fyrir tveim tímum.“ McCall'f5 6136 Telpnakjóla- efni Mikið úrval af McCALL-SNIÐUM ihanda telpuim. Smávörur til sauma. iU i) ./ J i SKÓLAVÖRDUSTÍG 12 \ STRANDGÖTU 9 i ! .1v Hafnarfirði A v>> ALÞÝÐÚBLÁÐIÐ - 3. marz 1963 15 Ég sparkaði kúiu mótspilara þins hérna niður í holuna og nú getur hann ekki fundið hana.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.