Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — Laugardagur 20. apríl 1963 — 89. tbl. jéðvarnar frambjóðandi afneitar Al ubandaiagi KOSNINGABANDALAGI Þjóðvarnarflokksins og AiþýSubandalagsins hef- ur veriS mjög misjafnlega tekiS af fylgismönnum flokkanna. Hinir gömiu línukommúnistar eru sáróánægðir með þessa „útþynningu"- og spá þvi, sem allt bendir til a5 reynist satt: að Gils og Bergur muni færa AlþýSubandaiaginu sáralitia fylgisaukningu. Margir þjóSvarnarmenn hafa þegar ákveðið að styðja ekki Alþýðubandalagið, enda hefur það alla tið verið höfuðeinkenni Þjóð- varnarhreyfingarinnar, að vera andvíg einræði kommúnista. í gær barst Alþýðublaðinu til dæmis svohljóðandi yfirlýsing: * + * Herra ritstjóri. VEGNA ummæla blaðs yðar síðastliðinn fimmtudag um að ég væri líblegair fuiitrúi þjóðvarnarmanna á lista með Alþýðu- bandalaginu fyrir Vestfjarðakjördæmi, bið ég yður góðfúslega að leiðrétta þann misskilning. Síðan mér varð l^óst í vetur^ hvert stefndi hjá þjóðvarnar- mönnum, hefi ég ekki mætt á fundum þar, og það hefur aldrei komið til tals, að ég færi í framboð í komandi kosningum. Eftir kynni mín af einræði Hitlers á stríðsárunum, mundi ég aidrei ljá neinu einræði lið, og á meðan Alþýðnbandalagið sem heild ekki sver af sér, í ræðu og riti, beint og óbeint fylgi sitt við kommúnistaríkin, get ég, sem íslendingur, ekki treyst þeirra loðnu yfirlýsingum og geng því ekki til samstarfs við þá. Reykjavík, 20. apríl 1963. SIGURÐXJR ELÍASSON Bær brennur - fólk slasast BÆRINN Stóra-Vatnsskarð i sam- nefndu skarði brann til kaldra kola í fyrrinótt. Útihús urðu varin fyrir eidinum, en íbúðarhúsið brann á skammri stundu ásamt öllum inn- anstokksmunum. Hús og húsmunir voru óvátryggð. Eldsins var vart um kl. 4 I fyrrinótt, og vaknaði þá Benedikt Bencdiktsson bóndi við það, að hús hans stóð í björtu báli. Svaf hann á efri hæð hússins á- samt fööur sínum, Benedikt Pét- urssyni, sem er á sjötugsaldri, og fóðursystkinum, Árna Árnasyni og Kristínu Pétursdóttur. Var ekki um annaö að ræða fyrir fólkið en að stökkva fáklætt út ura glugga á jörð niður. Við það að brjóta rúðuna, skarst Benedikt yngri illa á handlegg, svo og faðir hans á liendi. Vildi svo heppilega til, að rétt á eftir kom bíll um skarðið og ók hann þegar til sjúkraliússins á Sauðárkróki með hinn slasaða mann, og var hann þá þegar orð- inn mæddur af blóðtapi. Hitt fólkið var flutt í skyndi og Álftagerði, og kom þangað læknir og gerði að meiðslum þess. íbúðarhúsið að Stóra-Vatns- Lögreglan sektar lög- regluna! „SVO BREGÐAST krosstré sem önnur tré“, segir máls- hátturinn. Fyrir nokkrn hóf lögreglan í Reykjavíb her- ferð gegn bifreiðastjórum, sem leggja bifreiðum sínum öfugt, þ. e. gegnt nrnferð- inni. í gær varð lögreglam að sekta lögreglumann ntan af landi, sem hafði lagt Iögreglu bifreið sinni öfugt við Sam- handsliúsið. Var sektarmiði settur á stýri bifreiðarinnar, en ofan við textann hafði ver ið skrifað með blýanti: „Fyr ir þetta brot er mikið sebtað núna”. ALÞINGI mun ljúka störfum í dag. Lýkur þar með sérstaklega athafnasömu þingi, sem afgreití hefur fjöimörg stórmál. Kjörtíma- bili þingmanna átti í rauninni ekki að Ijúka fyrr en næsta haust, en þingið hefur verið lokið og kosn- ingar ákveðnar 9. júní. Meðal stórmála, sem Alþingi hefur afgreitt í vetur, rná ncfna þessi: Lög um nýja tollskrá, sem samþykkt voru i gær, lög um aukningu almannatrygginganna, lög um eflingu byggingarsjóðs verkamanna, lög um byggingarsjóð aldraðs fólks, lög um endurskipu- lagningu kennaraskólans, Iög um aukin fjárframlög til almennings- bókasafna og lög um aukin fram- lög til húsnæðismála almennt. — Áður á kjörtímabili núverandi þing meirihl. ríkisstjórnarinnar höfðu verið afgrekid lög um efnahags- mál, þ. e. viðreisnarráðstafanirn- ar, lög um niðurfellingu tekju- skatts af launatekjum, lög um tekjustofna sveitarfélaga, lög um bjarasamninga opinberra starfs- manna, lög um stofnlánadeild land búnaðarins, lög um aflatrygginga- sjóð sjávarútvegsins, lög um líf- eyrissjóð togarasjómanna og und- irmanna á farskipum og lög um Handritastofnun íslands. Auk þess hefur þingið samþykkt margar merkar þingsályktanir og rætt mörg merk mál önnur, sem ekki hafa verið flutt í tillögu- Í(/rmi, svo sem efnahagsbanda- lagsmálið og hina merku þjóðhags og framkvæmdaáætlun. í gær voru síðustu fundir haldn-, ir í efri og neðri deild. Forseti efri deildar, Sigurður Ólason, — þakkaði þingdeildarmönnum gott samstarf, en Ólafur Jóhannesson þakkafci forsöta af hálfu þing- manna. í neðri deild þakkaði Jó- | hann Hafstein, þingforseti, þing- mönnum, en Lúðvík Jósepsson þakkaði af hálfu deildarmanna. í dag verður síðasti fundur samein- aðs þings og fara þá fram þing- lausnir. 100 net í hnúf Sauðárkróki í gær: í ÓVEÐRINU mikla urðu ' margir bátar héðan að skilja eftir net sín, er þeir fóru til lands. Hafa þeir verið að leita að þeim undanfarna 10 daga. Er auðséð, að þeir hafa tapað töluverðu af netum, en um 100 net liafa drcgist í hnút og hefur varðskip ver- ið fengið til að ná þeim upp og flytja á land, ef tabast mætti að greiða eitthvað úr flækjunni. — Magnús.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.