Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 9
nauðsynlegt að faðirinn hafi jöfn og ákveðin afskipti af þeim en móðirin. Eg geri ekki ráð fyrir að þessi orð mín megni að snúa þessum straumi við, en hitt er þeim, sem ihálum skipa í þjóðfélagi okkar hverju sinni, hollt að hugleiða, að það eru fleiri sjónarmið til í þessu máli en afkomusjónarmiðið eitt. Það hefur mikið verið talað um nauðsyn þess, að menn geti tekið atvinnu sína á þeim stað, er þeir búa á. Það hafa mörg og skynsamleg rök verið leidd að nauðsyn þess, að útrýma tímabundnum atvinnu- leysi, viðhalda jafnvægi í byggð landsins o. s. frv. Ekki er það hugsun mín, að varimeta þau rök, þótt ég geti ekki annað en undrast það, hve mjög hið uppeldislega sjónarmið í þess- um málum hefur legið í þagnar- gildi, einmitt það atriðið, sem 1» hvað þyngst gæti orðið á metunum í jafn menntuðu þjóðfélagi og við þykjumst búa í. Hvað veldur? — Hvers vegna hefur það legið í þagnargildi hjá vorum vísu lands feðrum, sem mest hafa talað um þessi mál? Vonandi þó ekki vegna þess, að hið uppeldislega sjónarmið er ekki eins girnilegt til að slá um sig með í pólitískum tilgangi og fjár- veitingar og lánaútveganir. En það ferðast fleiri menn til fjarlægra staða í atvinnuleit en heimilisfeður, og fléiri en full- orðið fólk. Það er orðið mjög tíðk- að, að unglingar, sem lokið hafa skyldunámi — og sums staðar út um land lýkur því enn við ferm- ingu — fari strax í fjarlæg byggð- arlög í atvinnuleit svona og svona mikinn hluta úr árinu. Þetta er öllu alvarlegri hlutur en þótt heimilisfeður neyðist til að yfirgefa börn og bú um stund- arsakir vegna atvinnu sinnar, vegna þess, að margir þessara unglinga eru svo ungir eða ó- þroskaðir, nema hvort tveggja sé að þeir eiga skilyrðislaust að vera í umsjá heimila sinna en ekki eft- irlitslausir meðal ókunnugra í öðr- um landsfjórðungum. Margir þessara unglinga eru að vísu svo heppnir, að með f för- 'nni eru skyldmenni eða venzla- menn, sem hafa eftirlit með þeim. Hinir eru þó allt of margir, sem spila á eigin ábyrgð meðal vandalausra og auðna ræður í hvern félagsskap þeir lenda, enda fer svo fyrir þeim mörgum, að fjármunirnir, sem þeir vinna sér inn, verða þeim til lítils gagns, nema síður væri og þeir sjálfir heimilum sínum og ættarbyggð- um til lítils sóma. Það er ekki nóg að benda á, að þessir unglingar vinni sér inn svona og svona mikla peninga, — það þarf líka að hyggja að því. hvað verður um þessa fjármuni. Hvað koma unglingarnir með heim til sín af kaupinu sínu í vertiðarlok. Það er oft lítið og stundum hreint ekki neitt. En þessa glötuðu fjársjóði verða feður unglinganna að gera svo vel að telja fram til skatts og ég full- yrði að í fjölmörgum tilvikum sjái þeirra hvergi stað, nema í auknum útsvörum og sköttum feðra hinna ófjárráðandi ungíinga. Þetta er ófögur mynd, en þó vil ég biðja menn að líta vel í kringum sig áður en þeir dæma hana falsaða. Eg tel, að ekki ætti að senda unglinga innan 17 ára aldurs í at- vinnuleit fjarri heimilum sínum, nema þeir séu í umsjá einhverra þeirra vandamanna er færir séu um að bera á þeim f u 1 1 a á- byrgð. Hitt er svo annað mál, að unglingarnir mega ekki ganga at- vinnulausir. Það er því höfuðnauð- syn að í bæjum og þorpum sé unglingunum séð fyrir atvinnu við sitt hæfi, til þess að koma í veg fyrir að þeir þurfi að leita að heiman til að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim stöðum, Sem ekki treystast til að skipuleggja slíka atvinnu af eigin rammleik. Þarf ríkisvaldið að veita aðstoð til að koma á skipulegri og hagkvæmarl' atvinnu fyrir unglinga, með hóf- legum vinnudegi. Það er ómetanlegt að ungling- arnir geti verið í umsjá foreldra , sinna sem allra lengst eða svo; lengi sem þeir þurfa þess við. / Einn af vitmönnum þjóðarinnar _ hefur sagt: „Það er mikið fyrir tæki að vera manneskja.” Svo mikið er víst, að það er meira fyrirtæki en svo, að það megi viðgangast að fólk á bams- aldri sé látið ráfa um landið í atvinnuleit. Slíkt minnir of mikið á það, er fráfærnalömb voru rekin á fjall . hér áður fyrr. i daga var menntun hér á íslandi fyrst og fremst fengin, í skóla reynslunnar og af viðtölum við hæfa menn. Einhver gagnmenntað- asti bóndi, sem ég hef kynnzt, var skelfing lítill bókamaður, og ég sá hann varla nokkurn tíma við lest- ur, nema passíusálmana las hann vandlega á föstunni. En ég held að hann hafi vitað allt um kindur og veðurfar, sem yfirleitt var hægt að fá vitnesku um með hinum gömlu menntunaraðferðum. En nú eru framundan svo miklar breyt ingar og byltingar í íslenzkum land búnaði, að þjóðin hefur fulla þörf fyrir bændur, sem hafa góða mennt un og víðtæka þekkingu, bæði á innlendri og erlendri reynzlu. Qg það er ánægjulegt fyrir ungan mann eins og yður, ef þér eigið kost á stuðningi góðra foreldra til undirbunings, en þá verðið þér að taka bæði námið og starfið alvar- lega. Leiðirnar, skilst mér, að geti verið tvær, sem um er að velja. Önnur er sú, að fara í menntaskól- ann, og halda síðan áfram námi' við landbúnaðarháskóla erlendis: t.d. í Noregi. Hin leiðin er að 'ara I hér á búnaðarskóla, eins og þér I minnist á sjálfur og bæta síðan við I yður erlendis, ef fé er fyrir hendi. 1 Ég mundi ráða yður að spjalla við einhverja af hinum unguvel mennt uðu landbúnaðarkandídötum, sem útskrifast hafa ú seinni árum, eða forystumenn landbúnaðarmála. En umfram allt farið ekki að æða úr skólanum, fyrr en skólaárinu er lokið. Og notið sumarið til að hugsa málið. Jakob Jónsson Aðaífundur Bygg- ingarféíags alþýðu AÐALFUNDUR Bygrgingafélags al þýðu í Reykjavík var nýlega hald- inn í S.Í.B.S.-húsinu að Bræðra- borgarstíg 9. Formaður félagsins, Erlendur Vil hjálmsson, gerði grein fyrir störf- um stjórnarinnar á liðnU starfsári og reikningum félagsins, en endur skoðunarskrifstofa B. Steffensen og Ara O. Thorlacius hafði annast ; * endurskoðun reikninga — ásamt' kjörnum fulltrúum félagsins. — Reikningarnir sýndu góðan hag fé lagsins og vaxandi sjóðasöfnun. í félaginu eru nú 254 félagar og hafa 172 þeirra fcngið íbúðir. Úr stjórninni áttu aó ganga for- maður, en Erlendur Vilhjálmsson var endurkosinn í einu hljóði. — Aðrir í stjórninni eru Guðgeir Jónsson, bókbindari og Reynir Eyjólfsson, kaupmáður. Þ E S S I litli drengur á heima í Ferú. Þar þjást ekki mennirnir af kuldalegum norðangjósti, heldur brennandi sól. Kossar hennar eru ekki hlýir og ástúðlegir eins og þeir, sem snerta vanga okkar, þeg ar sólin á leið hér um. í Perú er hún brennandi heit, og niálbikið verður heitt eins og suðuplata. Skór kæmu þó að góðu haldi, þeg- ar fæturnir eru veikir og sárir, eins og fætur þessa litla drcngs. En hann heldur áfram göngu sinni dag eftir dag í brennandi sólar- hitanum, og hugur hans er sífellt bundinn við það sama. Að fá eitt- hvað til að borða . . . Heima er tóm hver kirna, og mamma er að jrráta. MENNTAMÁLARÁÐUNEITIÐ vek ur athygli á því að sækja þarf um lefi til ráðuneytisins til þess að reka sumardvalarheimili fyrir börn. Sérstök umsóknareyðublöð í þessu skyni fást í ráðuneytinu, lijá Barnaverndarráði íslands og barnaverndar- og skólanefndum. Sérstök athygli er vakin á því, að þeir áðilar, sem fengu slík leyfi síðastliðið sumar eða fyrr, þurfa að sækja um leyfi á ný til ráðuneytisins, sbr. reglur um sum ardvalarheimili barna frá 5. febr- úar 1963. Menntamálaráðuneytið, 10. 4 ’63. ALÞÝÐUBLAOIÐ — 20. apríl 1963 @

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.