Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 4
 '■ M i wmm 1 ,W.' • ► Kungelv, í aprll, 1963 ' V, er litur vorsins, að þvi er her yirðist. í öllum verzlunargluggum 4 blasa við blússur, kjólar, pils og . síbuxur í appelsínugulum lit eða 5 þÉ einhverjum öðrum gulum lit- ’.biæ, grængulu, sítróngulu og sól .gulu. Blússurnar eru alsettar blúnd- ' um og pífum, og fullorðnar mann- eskjur skammast sín sizt fyrir nð ganga með hvíta blúnöuk-a-a ^jns og aðeins börnin maga bera Jheima. ■ Gráar blússur með hvíruni blúndum, röndóttar blússur rncð . hyítum blúndum og allar gui- j rauðu og grængulu blússurnar í gluggunum minna á ungdómsár pmmu gömlu, sem átti kannski ' knipplinga í kistuhandraðanum. Allir segja, að tímarnir séu sléttir, mattir og elegantir. Hér Vh-ðast þeir þvert á móti vera í 1 hæsta máta rómantískir og kátir. 1 Húsgögnin eru úr ljósu tré, '' efnið er hvarvetna látið njóta sín til hins itrasta. Þetta gildir bæði hvað snertir föt og húsbún- að. Kjólarnir eru liólfviðir, ýmist útsniðnir eða beinir, ýmist belt- islausir eða með bundnum, mjó- um beltum. . Appelsínugult, appelsíugult, appelsínugult... þetta ber aftur og aftur fyrir augun í sama seið- andi fábreytileika og söngur Mon- icu Zetterlund, sem vefur Sví- unum um fingur sér. Hún Mónica. En það er dýrt að verzla í Svíþjóð. Skinnkápurnar, sem heima kosta ekki nema um 3000 krónur kosta 8000 krónur ís- lenzkar hér, en þær eru líka gul- grænar eins og augu kattar, sem er nýbúinn að éta mús. — Það glepur íslendinginn, þegar verð- miðarnir sýna kr. 7.50, kr. 8.00 og kr. 3.00 „Þetta kostar ekki neitt,“ segir púki freistinganna, en þegar heim er komið með fang ið fullt af pinklum og tóma pyngju segir skynsemin, að 3 krónur sænskar séu næstum því 30 krónur íslenzkar. Það eru páskar, og gulir lopa- ungar með rauð, gapandi gin halda eggjunum heitum. Gyllt pappa-páskaegg með slaufum og vaxblómum bíða eftir því, að þau séu opnuð. Kannski geyma þau silkiklút, kannski súkkulaði, konfekt, sokka eða vasaklút? Þótt skinnkápurnar séu dýrar og þrjár krónurnar stór pening- ur, þá er annað þó ódýrt. Annað, sem setur svip á lífið. Lopaungar kerti og gular páskaliljur á hvít- um borðum. Hér er gerður grein armunur á því, sem á að endast og hinu sem aðeins er dagsins í dag. En dagurinn í dag hefur einnig sitt gildi. Það er gaman að kaupa sér blóm og það er gam- an að kaupa sér nýjan blúndu- kraga á gamla kjólinn. Liklega höfum við ekki efni á að fá okkur nýjan kjól, en það kostar svo til ekkert að fá sér kraga, blóm, slaufu, mansjettur. En smáatrið in heima á íslandi kosta jafnt og kjóll. Við hljótum að eiga eftir að læra að gera greinarmun á því stóra og því litla. Þá verður gaman að lifa. Þá gedum við keypt okkur „blússuskufsu" fyrir lítið fé, (f að boðið er í smá ferð út fyrir bæinn* einhvern fagran júlídag, og við höfum matinn með okkur í körfu og rauðköflóttan dúk tit að breiða á grasið. Þá kveikjum við á kertum á sunnudagsborðmu kaupum svuntur handa börnun- um með kostulegum myndum og bindum slaufur undir kragana. Og þá þurfum við miklu sjaldn ar að taka stóru seðlana upp úr * OMELETTUR — Eggjakök- ur — eru hvorutveggja í senn, bragðgóðar og auðveld ar í tilbúningi. Léttast er að gera omelettu á eftirfar- andi liátt, cg víst er hún bragðgóð og handlxæg, þeg- ar stuttur tími er til stefnu. en fólkið svangt. Þeytið saman tvö (eða eitt) egg og dúlítinn skvdtt af mjólk, vatni eða rjóma — allt eftir því, hvað hver vill. Gætið þess aðeins, að bað þarf ineira salt í vatnseggja köku, en mjólkur- eða rjómaeggjaköku. Bræðið svo- lítið smjör á pönnu og hell- ið egginu á pönuuna, skerið niður ost og látið bráðna í eggakökunni, sem er bökuð við hægan hita. Salt og pip- ar bætt í eftir smekk, áður en omclettan er sett á pönn- una. — Eggjafjöldann látið þið auðvitað fara eftir því, hve margir eru í mat, — en flestum þykir hæfilcgt að ætla tvö cgg á mann. En það er ekki heppilegt að baka i einni pönnu sSærri eggja- köku en úr 6 eggjum, segja þeir í Alsír. Þaðan kemur nefnilega önnur uppskrift. Hún hljóðar á þann veg, að eggin eru þeytt þar til þau eru orðin að froðu. Mikið smjör (100-125 gr.) ;r brúnað á pönnu og eggja- kökubráðinni hcllt Þar á. — Bakizt við hægan hita og straumurinn tekinn af áður en kakan er orðin „þurr“, því 'að eggin lialda áfram að s'tikna meSan nokkur hiti er á pönnunni. í þessa eggjaköku, eins og raunar allar, má setja hvað svo sem vera skal sem fyll- ingu: oist, sveppi, 'afhýdda tómata, kartöf|>r, kjöt og fisk. (Gleymið ekki, að alltaf er sett pipar og salt — eftir smckk). buddunni, þessa snepla, sem át'u að fara í liúsið..... Yndislegur íkorni er að tína í sig muslið, sem farbror ætlaði fuglum himinsins. Þeir eru farn ir að syngja, þvi að vorið kom í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.