Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 10
 Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Gagnfræððskóli Keflavíkur og Verzlunarskólinn sigr- uðu á Sundmóti skólanna HH) SÍÐARA sundmót skólanna lauk fyrir nokkru í Sundhöll Reykjavíkur. Þátttaka í mótinu var mjöff góð, keppni hörð og á- rangur mjög góður í flestum greinum. Gagnfræðaskóli Keflavikur vann hoðsund stúlkna í annað sinn í röð og hlaut bikar ÍFRN. Keflavíkur- stúlkurnar höfðu yfirburði. Hin kunna sundkona, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, sigraði í .66% m. bringusundi á 53,8 sek., sem er bezti tími, sem náðst hefur á skólamóti. Helztu úrslit urðu þessi: * STÚLKUR 33% m. skriðsund: Hrafnhildur Guðm.d. Verzl. 19.0 s. Steinunn Pétursd. G. Kefl. 24.3 s. Guðný Rögnvaldsd. G. Lind. 25.2 Rakel Ketilsd. G. Kefl. 25.2 sek. Lára Ingvarsd. G. Kefl 25.2 sek. 66% m bringusund: Hrafnhildur Guðm.d. Verzl. 53.8 s. Auður Guðjónsd. G. Kefl. 58.1 s. Matth. Guðmundsd. G. Lind. 60.0 Sigrún Sigvaldad. Verzl. 65.5 s. 33% m björgunarsund: Steinunn Pétursd. G. Kefl. 37.1 Lovísa Guðm.d. G. Kefl. 42.6 sek. Hanna M. Karlsd. G. Kefl. 42.7 s. Sigrún Sigvaldad. Verzl. 43.3 sek. 33V& m. baksund: Auður Guðjónsd. G. Kefl. 26.8 s. Lovísa Gunnarsd. G. Kefl. 29.1 s. Kristín Einarsd. G. Kefl. 31.2 sek. Matth. Guðm.d. G. Lind. 32.0 sek. 6x33% m boðsund - skriðsund: Gagnf. Kefl. (A-sveit) 2.29,3 mín. Gagnf. Kefl. (B-sveit) 2.46,1 min. Gagnf. Lindarg. 2.48,5 mín. í stigakeppni kvenna sigraði Gagnfræðaskóli Keflavíkur með miklum yfirburðum, hlaut 63 st. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu hlaut 20 stig og Verzlunarskólinn 16 stig. 66% m skriðsund: Davíð Valgarðsson G. Kefl. 40 s. Þorsteinn Ingólfss. Verzl. 40 sek. Guðm. Þ. Harðars. G.Vogask. 41.3 Þorst. Ingólfs. G.Laugarn. 43.7 s. Framh. á 14. síðu ÞESSI mynd var tekin á Siglufiröi um páskana. Það er liinn þrefaldi íslands- meistari Jóhann Vilbergsson, sem brunar niður brekkuna. Ljósm. Jónas Ragnarsson. ■;V móTtAFmm i ST.UTTU. MÁLI BENFICA og Feijenoord gerðu jafntefli í fyrri leik sínum í undan úrslitum Evrópukeppninnar 0-0. Síðari leikurinn verður háður í Lissabon 8. maí. FC Basel sigraði Grasshoppers í úrslitaleik svissnesku bikarkeppn- innar nýiega með 2 — 0. Þetta er £ þriðja sinn, sem Basel sigrar í blk- arkeppninni. Leikurinn í ár fór fram í Bern og áhorfendur voru um 40 þúsund. Chelsea frá London sigraði í al- þjóðlegri unglingakeppni knatt- spyrnuliða 19 ára og yngri. í úr- slitalciknum sigraði Chelsea Roma 2 — 0. Keppni þessi fór fram í Can- nes um páskana. Drengjahiaup Ármanns 28. HIÐ ÁRLEGA drengjahlaup Ar- manns fer fram 1. sunnudag í sumri þann 28. aprí! n. k. Keppt verður í 3ja og 5 manna sveitum. Iíeppt verður um 2 silf- urbikara, sem Eggert Kristjánssoii stórkaupmaður og Jens Guðbjörns son hafa gefið og hafa sveitir Ár- manns unnið þá tvisvar í röð. Þátttakendur gefi sig fram við I Jóhann Jóhannesson, Blönduhlíð ! 12, sími 19171 eigi síðar en 25. apríl. KEFLAVÍK- AKRÁNES Á LITLA bikarkeppnin svokallaða, keppni Akurnesinga, Keflvíkinga og Hafnfirðinga hefst á íþrótta- vellinum í Keflavík á morgun kl. 4. Fyrsti leikurinn er milli Akur- nesinga og Keflvíkinga. VíBavangs- hlaup Hafnar- fjarðar VÍÐAVANGSHLAUP Ilafnarfjarð- ar, hið 5. í röðinni fer fram á smnardaginn fyrsta og hefst við barnaskólann, Skólabraut kl. 3. Keppt verður í þrem flokkum og hlaupnar sömu vegalengdir og áð- * ur- Þátttaka tilkynnist í bókaverzl. Ólivers Stcin. Ingo mætir Brian London í Stokkhólmi a morgun 4. flokksmót á sunnudaginn Á sunnudag kl. 13.30 efna Víking 'úr og Fram til keppni í 4. flokki drengja í handknattleik. Alls taka 10 lið þátt í keppninni, en keppt er um farandbikar, sem Fram og Vxkingur gáfu fyrir 5 árum síðan. Á morgun mun Ingemar Johansson ganga í hringinu í Stokkhólmi og mætir fyrrver- andi Evrópumeistara, Englend ingnum Brian London. Ingo, sem nú er orðinn 30 ára, hefur oft fengið að heyra það, að hann ætti að leggja hansk- ana á hilluna, en hvað segir Evrópumeistarinn sjálfur? — Ég hef gaman af að boxa segir Ingo í viðtali við frétta- mann Arbeiderblaðsins, en þá hafði hann nýlokið æfingu á Nya Ullevi. Og, sagði hann, mér finnst ég vera í mjög góðri æfingu nú, er 90 kíló og myndi langa til að mæta List on. — En hættumerkið? Meiðsl in? — Það er ekkert við því að segja. Ég geri mér það að sjálfsögðu ljóst, en maður er atvinnumaður...... ALLT ER LEYFT l X SA — Það er ekki liægt að ber>i saman bandarískan og evrópsk an hnefaleik. í USA er næst- um allt leyft, til allra hani- ingu er það fyrir báða kcpp- endurna, en þetta eyðileggur hnefaleikana. Það er algjör- lega rangt, að Ieyfa svona mik ið. í Evrópu er þetta allt ann að. Dómarinn er röggsamur og heldur hnefaleikurnnum innan ákveðins ramma, til :>ð koma í veg fyrir meiðsli. Og, segir Ingo, þegar um er að ræða keppni áhugamanna í Evrópu, er mjög lítil hætta á mciðslum. EIN KEPPNI í EINU. — En hvað viltu segja um keppnina við Brian Londoh? — Það verður gamnn að mæta honum. Ég hef aldrei keppt við hann fyrr. Áhugi er mikill fyrir keppninni, alit selt upp fyrsta dáginn. — Ekki er gott að segja hvernig þetta fer, heldur In jo áfram, en ég hef mikla reynslu nú. Eins og ég sagði, er ég í góðri æfingu og mun gera mitt beztá. — Næsta keppni? — Það er nóg að hugsa um eina keppni í einu, segir heims meistarinn f.vrrverandi, sem ekki hefur nokkra trú á þvi, að Patterson takist að sigra í keppninni við Liston. JENS PATRICK Ingemar Johansson varð fað ir fyrir nokkru. Frú Birgit var viðstödd viðtalið. — Jens Patrick skýrðum vi í hann, sagði Ingo. pabbi helt ir Jens Og ég Imúi einnig Jens, en Patrip'; ú* ; *-láinn En, segir Ingo að lokum *>g hlær, spyrjið m>sr p'-,ri að því, hvort hann v-r'at"- '’ovari. 1L ] 10 20. april 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.