Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 8
IB EYSTEIN JONSSON OG ERLENDU SKULDIRNAR í KUNNRI kennslubók í hagfræði er sagt frá einföldu dæmi um, hversu vandfarið er með tölur. Hagstofa hafði birt tölu atvinnu- leysingja í desembermánuði. Eitt dagblað birti fregnina undir fyr- irsögninni ATVINNULEYSI VEX. Annað dagblað birti hana undir fyrirsögninni: ATVINNULEYSI MINNKAR. Fyrra blaðið bar tölu atvinnuleysingja í desember sam- an við töluna í síðastliðnum mán- nði, í nóvember. Desembertalan var hærri. Síðara blaðið bar nýju töluna um desemberatvinnuleysið saman við tölu atvinnuleysingja í j desember árið áður. Nýja talan 1 var lægri. Hvor tveggja fyrirsögn- in var því rétt, svo langt sem hún i náði. En báðar voru þær svo óná- kvæmar, að lesandinn var engu nær, án frekari skýringa. Mér datt þetta í hug, er ég hlust- aði á útlistun Eysteins Jónssonar á því í eldhúsumraeðunum, að er- lendar skuldir íslendinga hefðu verið hærri í árslok 1962 en í árs- lok 1958, og sú stóra fvrirsögu um þetta í Tímanum daginn eftir. Til- gangurinn er auðvitað sá, að reyna að fá menn til þess að trúa því, að það sé rangt, sem margsagt hefur verið opinberlega, m. a. nýlega í skýrslu stjórnar Seðlabankans, að g.ialdeyrisstaða landsins hafi batn- að mjög undanfarin ár. Það er rétt. Og tölur Eystens Jónssonar eru út af fyrir sig líka réttar. En hinsvegar er alls ekki um sama SKULDIR ÚT AF FYRIR SIG IIAFI VERIÐ ORÐNAR OF HÁAR. Sannleikurinn er auðvit- að sá, að heildarupphæð erlendra skulda ein sér segir í sjálfu sér ekki neitt sem máli skiptir að vita. Til þess að geta dæmt um þýð- ingu þeirrar tölu, verða menn að vita, tll hvaða þarfa lánin hafa verið tekin, til hversu langs tíma þau eru og hver vaxtakjörin eru. Aðferð Eysteins Jónssonar er sú, að leggja saman allar skuldir í er- lendum gjaldeyri og draga frá inneignir, annarsvegar 1958 og hins vegar 1962. Hann fær út hærri tölu fyrir 1962. Það á síð- an að bera vott um, að landinu hafi ekki verið vel stjórnað. Þessi reikningsaðferð er sambærileg við það, að bókhaldari ver-zlunar hefði talið saman hveitipoka, sykurpoka og hrísgrjónapoka verzl. í árslok 1958 og 1962, og fengið út lægri tölu fyrir 1962 og talið það bera vott um, að eignir verzlunarinnar væru þá minni en 1958. Auðvitað segir samtala sekkjanna ekki neitt sem þýðingu hefur að vita. Það er ekki fyrr en maður veit, hversu margir pokar af hveiti, sykri og hrísgrjónum eru í hvorri tölunoi. sem hæ"* er að dæma um það. hvfp't eign'r vvziunarinnar hafa vaxið eða minnkað á tímabil- inu 1958 -1962. Sanianburður á þeim tölum, sem Eysteinn Jónsson og Tímlnn hafa skýrt frá fyrir árin 1958 og 1962 segja á sama hátt bókstaf- lega ekkert sem máli skiptir að vita, meðan það er ekki látið fylgja til hversu langs tima skuld- irnar ern, hver vaxtakjörin eru og tll hvers lánsféð hefur verið not- að. Það er svo enn annað mál, að jafnvel þótt þær skýringar væru látnar fylgja, væri ekki hægt að draga neinar ályktanir af saman- burði talnanna um stefnu núver- andi ríkisstjórnar, því að stefnu- breyting sú, sem hún beitti sér fyrir, kom ekki tU framkvæmda fyrr en á árinu 1960 og áhrifa hennar fór ekki að gæta að fullu fyrr en 1961.. Á árunum 1954—58 hafði gjaldeyrisstaðan versnað um 406 mlllj. kr. Á árunum 1961 og 1962 batnaði gj.eyrisstaðan hins vegar um 1023 millj. kr. Á fyrra tímabilinu jukust erlendar skuld- ir til langs tíma um 1177 millj. kr. en á síðara tímabilinu lækkuðu þær um 96 millj. kr. Ekki eru til upplýsingar um greiðslufrest inn- flytjenda á fyrra tímabilinu, en hann jókst um 171 millj. kr. á síð- ara tímabilinu. Þessar tölur eru sönn vísbend- ing um það hvort stefnt hafi í rétta átt eða ranga, síðan áhrifa viðreisnarsi tíi'nunnar fór að gæta að fullu. ■ hlutinn að ræða. Það er a»iðvelt að túlka tölur stjórnar Seðlahankans þannig, að það veki traust á stiórn efnahags- málanna. Eysteinn Jónsson og Tím inn túlka hins vegar sínar tölur þannig, að hær veki vantraust. En nheiður Jóns- SÖMU STAÐREYNDIR á ekki að vera hægt að túlka með tvennu móti. í öðru hvoru hlýtur að vera blekking. Ástand íslenzkra efnabagsmála var alvarlep^ þegar núverandi ríkisstjórn t«k við völdum í árs- Iok 1959. Eitt af bví, sem erfið- leikum olli, var, að undanfarin ár hafði verið stöðugur halli á greiðsluviðskiptum þjóðarinnar við útlönd og að þessi halli hafði að verulegu leyti verið jafnaður með er- Iendum lánum til tiltölulega stutts tíma, þannig að fyrirsjá- anlegt var, að greiðslubyrðin yrði m.iög þiing á næsfu árnm, auk þess sem gjaldeyrissjóðir þjóðarinnar höfðu tæmzt vegna hallabúskaparins. Vandinn var í þessum efnum fólg- inn í greiðslubyrðinni og því, að ENGTNN GJALDEYRISVARA- SJÓDUR var til. Því var aldrei haldið fram og hefur aldrei verið haldið fram, að ERLENDAR dóttir vinsælust AF TILEFNI 40 ára afmælis Borgarbókasafnsins, hefur verið tekin saman skrá fyrir þá 15 íslenzka höfunda, sem flest bindi voru lánuð út eftir á árinu 1962, og fer sú skrá hér á eftir: 1. Ragnheiður Jónsdóttir............... 1359 bindi 2. Ármann Kr. Einarsson ............... 1329 — 3. Halldór Kiljan Laxness ............. 1128 — 4. Eiínborg Lárusdóttir .............. 1105 — 5. Guðrún Árnadóttir frá Lundi......... 1050 — 6. Kristmann Guðmundsson .............. 1047 — 7. Ingibjörg Sigurðardóttir............ 1013 — 8. Guðmundur G. Hagalín ................. 904 — 9. Örn klói (dulnefni) ............... 753 — 10. Þórbergur Þórðarson ................ 680 — 11. Jenna og Hreiðar Stefánsson.......... 671 — 12. Stefán Jónsson, kennari ............. 664 — 13. Guðmundur Daníelsson ................ 499 — 14. Gunnar Gunnarsson.................... 456 — 15. Jón Björnsson ....................... 446 — I SIGURÐUR I PÁLSSON: | 2. GREIN I í SÍÐUSTU GREIN reyndi ég að leiða í ljós, að hin ójafna at- vinna í fiskiðnaðinum, sem stafar af sveiflum í aflabrögðum gerði það að verkum, að fiskverkunar- stöðvar voru óæskilegir vinnu- staðir fyrir börn og unglinga. Lét ég þá ógetið annars þátt- ar í þessu sambandi, en hygg hann þó verðan þess, að honum sé gaumur gefinn. Eg á hér við hinn sífellda flutning vinnuafls milli landshluta eftir því, hvar. helzt er veiðivon hverju sinni. Á vetrum liggur etraumur fólks frá Norður- og Austurlandi suður og vestur. Úr sumum byggðarlögum fer svo til hver maður, sem að heiman kemst. Á sumrum liggur svo straumurinn norður og austur á vit síldarinnar. Þannig er ókyrrleikinn í atvinnu- lífi þvf, er á fiskveiðum byggist í rauninni tvöfaldaður, annars vegar af mismun í aflabrögðum á hverjum stað, hins vegar af árs-. tíðabundinni fiskigengd, að hin- um ýmsu landshlutum. Þetta hef-- ur náttúrlega sína kosti en líka sína annmarka. Það má líka líta á þessi mál frá mismunandi sjón- arhólum. Eg mun þó einkum ræða þau með tilliti til ungu kynslóð- arinnar. Mjög er það algengt, að heim- ilisfeður, oft með mörg börn á framfæri, dveljist langdvölum fjarri heimilum sínum af þeim sökum, sem ég hef að framan sagt. Erá hinu uppeldislega sjónar- miði verður slíkt áð teljast harla óheilbrigt, áð ekki sé tekið dýpra í árinni.' Það,' sérrt böm og ungl- ingar þarfnast öðrum fremur, er ró og festa í heimilislífi, en um slíkt getur ekki orðið að ræða, þegar heimilisfaðirinn er ár frá ári langdvölum að heiman. Slíkar aðstæður hljóta að skapa meira og minna rótleysi í heim- ilislífinu fyrir utan það, að börn- um og unglingum er ekki síður RÆTT VIÐ PREST UM SEYTJÁN ára piltur spyr: Ég er í skóla í Reykjavík. Foreldrar mínir vilja. að ég gangi mennta- veginn, en mig langar mest til að fara upp í sveit og gerast bóndi. Ég gæti vel hugsað mér að fara í búnaðarskóla, en menntaskólanam er mér mjög á móti skapi. Á ég að gera eins og mér þætti sjálfum bezt, að fara strax upp í sveit eða láta að vilja foreldra minna? Áður en lengra er farið nundi ég ráða yður til að vera í skólanum sem þér eruð í til vors, og Ijúka prófinu. — Ég veit ekki hvort þér skiljið, hvað fyrir mér vakir, — en það er sjaldan hollt fyrir skapgerðarþróun ungs manns að rjúka frá neinu í miðjum klíðum, sem á annað borð hefur verið gert ráð fyrir að l]úka við. Með þessu er heldur engu tap að, heldur gefst nánari tími til umhugsunar. Síðan litist mér vel á að þér ynnuð við landbúnað -i sum ar, og yrðuð þá reiðubúinn il að taka framtíðarákvarðanir fyrir næsta haust. Ef þér farið þanuig að, hafið þér heldur ekki misst neitt úr því námi, sem þér stuudið núna, ef ske kynni, að yður snérist hugur í sumar. Ég sé ekki annað en foreldrar yðar hafi fulla ástæðu til að gleðj- ast yfir því, að þér hafið áhuga á landbúnaði. í þeirri grein er vafa- laust mikið og merkilegt verkefni fyrir unga og dugandi menn. En ég get ekki stillt mig um að biðja yður að íhuga eína spurningu með sjálfum yður: Getur það hugsast að þessi hugmynd sé sprottin af einhvers konar flótta frá námi, er þér eruð búinn að fá leiða á? Eða er þetta jákvæður áhugi á verkefni sem hefur tekið yður svo föstum tökum, að þér séuð undir það búinn að gera það að ævistarfi? Á því veitur all , að hér sé um að ræða fasta og einlæga ákvörðun, sem þér séuð reiðubúinn að standa við. Að öðr’.im kosti er hætt við, að þér nagið yður síðar í handarbökin fyr ir að hafna tilboði foreldra yðar, sem ár-’,ðanlega vilja allt fyrir yð- ur gera Einu s nni var gamall prestur, dugnaoa' arl og í miklu áiiti. Hann átti son, sem líka varð prestur, og lét sá son sinn heita i höfuðið á gamla manninum, og dreymdi sjálf sagt um að koma drengnum áfram á sams konar námsbraut og forfeð ur hans höfðu gengið. En strákur vildi þá ekki fara í menntaskólann, þegar tú kom. Faðirinn sagði þá við afann: ,.Ekki veit ég hvað ég á að gera við drenginn. Hann vill ekki læra.“ — Þá svaraði gamli presturinn: „Lói)tu drengtnh fá vilja sinn. Ég vil heldur eiga nafnið mitt á duglegum húðarklár heldur en lélegum embættismanni“. — Það sem gamli prófasturinn átti við, var það, að meiri likur væru til þess, að ungi maðurinn sýndi dugnað við það starf, sem hann kysi sér sjálfur, og ef hann vildi helzt vera duglegur ,,húðarklár“ þá væri siálfsagt, að hann fengi að ráða því. En orð hans eru smellin vegna beÞrar fjarstæðu, sem í þeim felst. Allir starfandi menn eru nefnilega „húðarklárar1,, sem verða að afkasta sínu verki eftir því, sem þeim er fyrir sett, hvort sem þeir hafa byrði á baki eða bók í höndum. Og enginn „húðarklár" kemst af án menntunar. í gamlJ 8 20. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.