Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 15
henni, að hann færi eftir tvo mánuði og ef hún vildi húsið gæt um við fengið það. Sarita hafði gengið frá því, að við gætum farið og skoðað það eftir mat. Á meðan við borðuðum sagði Jack henni frá því hvernig hann vildi hafa húsgögnin í liáíbúðinni sinni, og Sarita lofaði að sjá um það fyrir hann. Við ókum öll þrjú út á Simeon hæð. Um leið og ég sá húsið þarna uppi á hæðinni með stór- um garði í kring og útsýni yfir ána, varð ég ástfanginn af því. En í hugskoti mínu var nú far inn að grafa um sig ótti, svo að ég var ekki sérlega hávær í lofi mínu. Að innan var húsið eins full- komið og Sarita hafði haldið fram. Það var nákvæmlega það, sem við þurftum: þrjú svefnher- bergi, stór setustofa, litil skrif- stofa handa mér, eldhús með öil um nýjustu tækjum, og innbyggð ur bar á svölunum, að ógleymd- um hlöðnum ofni til að steikja í. Verðið var þrjátíu þúsund og það var ódýrt. „Svei mér þá!“ hrópaði Jack upp yfir sig. „Þetta er húsið handa ykkur. Það er eins. full- komið og þið gætuð nokkurn tíma fundið nokkurs staðar.“ Hann hafði rétt fyrir sér, en eitthvað hvatti mig til varkárni. Ég spurði Terrell, hvort liann vildi leyfa mér að hugsa málið. Þegar Jack var farinn, og við vorum að hátta, spurði Sarita mig, hvort mér geðjaðist ekki að húsinu. „Það er ágætt, en ég vil ekki rasa að neinu. Hvernig væri, að þú færir til Harcourt og atþug- aðir, hvort nokkuð líkt því sé til sölu. Við getum vel litið í lcring um okkur, áður en við ókveðum að taka hús Terrells. Við höfum viku til stefnu." Næstu tveir dagar liðu mjög fljótt. Ég vann eins og ég komst yfir og Sarita var í húsaleit. Hún fann c-kkert, og ég sá, að hún var dálítið óþolinmóð við mig fyrir að heimta, að hún leitaði. Hún var svo hrifin af liúsi Terr- ells, að henni gat einfaldlega ekki dottið í hug, að nokkuð væri til, sem tæki því fram. Hún hafði heim með sér ein- tak af LIFE. Það var allstór mynd af mér í þvl,. þar sem ég sat við skrifborðið mitt og lafandi augna lokið og örið mjög skýr. Undir myndinni stóð: „Jeff Halliday, fyrrum her- maður, hyggst byggja sitt eig ið hús, er hann heíur byggt sex milljón dollara brúna' í Holland City. Hann er góður píanóleikari og hvílir sig með því að leika kvöldljóð Chopin, eftir sextán tíma við skrifborð ið.“ Það, sem með myndinni stóð, gerði mig verulega kvíðinn. Það kom algjörlega upp um mig við nokkurn þann, sem þekkt hafði mig sem Jeff Gordon, þegar það var lesið með myndinni. Kvöidið eftir var veizlan. Hún var mér mikil raun, en ég komst þó frá henni, án þess að verða mér til skammar. Mathison sagði heilmargt fall egt um mig og Jack. Hann sagði, að borgarstjórnin bæri fullt traust til okkar. Hann hefði fylgzt með okkur rísa í heimin um, og hann var viss um, að við ættum eftir að lcomast langt, og við mundum gera ágæta brú, og margt fleira af sama toga. Ég horfði á Saritu á meðan Mathison lét móðan mása. Hún var með rök augu og mjög stolt. Við brostum hvort til annars. Þetta var einn af hápunktum lífs míns. Á sunnudag var sjónvarpssend ingin. - Sarita kom ekki með til stöðv arinnar. Hún sagðist heldur vilja horfa á mig í tækinu okkar heima. Þetta gekk ágætíega. Það var góð hugmynd hjá Greedy að hafa líkan af brúnni. Það gaf okkur Jack tækifæri til að útskýra ná- kvæmlega hvernig við hyggð- umst haga verklnu, og það sann- aði skattgreiðendum, að ekki væri hægt að byggja slíkt mann k lúlkinn ú iiéúii Haiisitlif sta® virki, án þess að eyða heilmikl- um peningum. í viðtalinu sagði Creedy: „Það er ekkert leyndarmál, að þið tveir fáið hundrað og tuttugu þúsund dollara laun fyrir verkið Hvað ætlið þið að gera við pen ingana?“ Jack sagði: „Þegar ég er bú- inn að afhenda skattinum bróð urpartinn af þeim, ætla ég að kaupa mér bíl.“ Creedy horfði á mig. „Mér skilst að þér, herra Halli day, hyggizt að eignast nýtt heim ili. „Rétt er það.“ „Ætlið þér að byggja það sjálf ur?“ „Ég er ekki búinn að taka á- kvörðun um það ennþá.“ . „Hann hefur nóg að gera við brúna, þó að hann sé ekki að hugsa um að byggja hús“, tók Jaek fram í og viðtalið leystist upp í almennum hlátri. Um leið og myndavélinni var beint frá okkur opnaði Creedy kampavínsflösku og við skáluð- um. Mig dauðlangáði heim til Saritu, en ég gat ekki farið of snemma. „Jæja, stárkar, þá býst ég við að búið sé að hleypa brúnni af stokkunum“, sagði Creedy. „Takið ykkur nú til og byggið hana.“ Við tókum í hönd honum. Einn af tæknimönnunum kom til mín. _„Það er sími til yðar, herra Halliday." „Það er ég viss um, að það er konan að segja honum hve fall- egur hann hafi verið í sjónvarp inu“, sagði Jack. „Ég hitti þig niðri.“ Þeir Creedy gengu út úr saln um. Ég hikaði augnablik, en þeg- ar eg varð þess var, að tækni- maðurinn horfði forvitnislega á mig, gekk ég að símánum og tók upp heyrnartólið. Ég hafði það á tilfinningunni hvcr væri að hringja. „Halló“, sagði Rima. „Ég hef verið að horfa á frammistöðuna, Til hamingju“.. Ég fann köldum svita slá út á enni mér. Fólk var suðandi í kringum mig. Ég varð að gæta þess vel hvað ég sagði. „Takk“. „Svo að þú ert orðinn ríkur maður.“ „Ég get ekki talað núna.“ „Ég ætlaðist ekki til þess. Ég hitti þig í anddyrinu á Calloway hóteli klukkan tíu. Það er eins gott að þú mætir.“ Ég heyrði hana rjúfa samband ið og lagði símtólið hægt frá mér. Ég tók fram vasaklút og þurrk aði svitann af .enni mér. Ég vissi, að ég var náfölur og skjálfandi. i „Er nokkuð að ,herra Halli- day?“ „Nei, Það er allt í lagi.“ „Kannski hitinn frá Ijósun- um. Þér lítið illa út.“ ,.Ég ætla út undir bert loft. Þá verður þetta allt í lagi. „Viljið þér, að ég komi með yður?“ „Nei . . nei takk. Það verð- ur allt í lagi með mig. Það var bara hitinn." Ég fór út úr saln- um og niður stigann, þar sem Jaek og Creedy biðu. ANNAR KAFLI I. Ég átti erfitt með að finna Callowayhótelið. Þegar ég loks- ins hafði upp á því, kom í ljós, að það var eitt af þessum slcít- ugu hreiðrum, þar sem herbergi eru leigð út í klukkustund í einu, en slík hótel eru dreifð með- fram ánni, og lokar lögreglan þeim með vissu millibili, en þau eru jafnharðan opnuð aftur und ir nýrri stjórn. Þegar ég var búinn að aka Creedy til veitingahúss, þar sem hann átti að hitta konu sína, og Jack heim til sín, var orðið of seint fyrir mig að fara heim og síðan þvert yfir borgina aft- ur til að hitta Rimu klukkan tíu. Ég hringdi því til Saritu og sagðist þurfa að skreppa á skrif stofuna, þar eð Creedy þyrfti að fá nokkrar tölur í grein, sem hann væri að skrifa. Ég sagðist mundu fá mér snarl með honum og vissi ekki hvenær ég lcæm- ist heim. Mér þótti slæmt að þurfa að ljúga að henni, en þetta var hlutur, sem ég gat ekki sagt henni frá. Ég gekk inn í anddyri Call- owayhóles nokkrum mínútum yf ir tíu. Það var gamall, hvíthærður negri bak við móttökuborðið. Það var rykfallinn pálmi í Ijót- um potti við dyrnar. Firnm körfustólar stóðu í anddyrinu dg litu út, eins og aldrei hefði ver ið setið í þeim. Andrúmsloft ó- hreininda hvíldi yfir öllu. Ég hikaði og leit kringum mig. Illa klædd kona sat úti í hornl í eina leðurstólnum og horfði á mig með sígarettu lafandi milli ofmálaðra varanná. Ég bar ekki strax kennsl á Rimu. Hárið á henni var ekki lengur silfurlitað: Það var litað dökkrautt og klippt stutt, eins og drengjakollur. Hún var f svartri dragt, setn mjög var far- in að láta á sjá. Græn blússan. var óhrein og upplituð. Ég gekk hægt yfir anddyrið og stanzaði fyrir framan hana. Negrinn fylgdist með mér. Við horfðum hvort á annað. Síðustu árin höfðu farlð illa með hana. Það var heilsuleysis fölvi í kinnum hennar og and- litið var skvapkennt. Ilún virt ist eldri en þrítug. Roðinn, sem hún hafði sett í kinnar sér, blekkti engan, nema ef til vill hana sjálfa. Augun voru hörku- leg: ópersónuleg augu götudræs unnar: eins og steinar, sem sett — Nei, þessa sögu skaltu ekki lesa pabbi. Ég hef bæði heyrt hana og séð hana í sjónvarpinu. ALÞÝÐUBLAÐ10 — 20. apríl 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.