Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 16
EFRI myndin er af starfs- fólki Borgarbókasafns Reykja víkur og útibúa þess. Það stendur hér í þrepunum fyr- ir framan hið glæsilega bóka safnshús að Þinglioltsstræti 29A. — Neðri myndin er af nokkrum elztu starfsmönnum safnsins og núverandi yfir- bókaverði. Talið frá vinstri: Katrín Magnúsdóttir, sem lief ur starfað hjá safninu í 18 ár, en hefur nú látið af störf- um. Herborg Gestsdóttir, sem hefur starfað í 24 ár sem bókavörður. Þá er Malin Ágústa Hjartardóttir, eigin- kona Sigurgeirs Friðriksson- ar, sem var fyrsti forstöðu- maður safnsins og allt til dauðadags 10. maí 1942. — Snorri Hjartarson, yfirbóka- vörður, og lengst tit hægri er Lára Pálsdóttir, sem byrj- aði hjá safninu 1926 og vann þar til 1955, og hefur að baki lengstan samfelldan starfs- tima. FAÐIR VLADIMIRS ASKENÁZIJ: KALLAR SON SINN SVIKARA I Moskva, 19. 'apríl (NTB-Reut.). I DAVID Askenazij, faðir Vladimirs Askenazijs, hins fræga píanóleik- ara, lýsti því yfir í dag, að sonur sinn væri svikari, þar eð hann hefði ákveðið að búa í Bretlandi , í framtíðinni. Upplýsingar þessar eru fengnar frá aðilum, nánum 1 Askenazij-f jölskyldunni. Ennfremur sagði faðir Askenaz- ijs, að hann vildi ekki kannast við son sinn, ncma hann ákvæði að snúa aftur til Rússlands. Vladimir Askenaiij og kona hans deildu íbúð með forcldrum lians, er þau bjuggu í Rússlandi. Ilöfðu þau þar eitt herbergi til umráða fyrir sig og son þeirra ungan. Foreldrar Askcnazijs höfðu hitt herbcrgi íbúðarinnar fyrir sig. — Eldhús og bað var sameiginlegt. Bandaríski píanóleikarinn, Mal- colm Frager, sem átti í sumar a' Icika á allmörgum liljómleikum með Vladimir Askenazij í Rúss- landi, sagði í Moskvu í dag, ..ð hann vonaðist til að Vladimir kæmi til Rússlands í sumar, :n kváðst ekkert urn hans ráðagerðir vita. Sovézk dagblöð hafa ekki minuwt einu orði á þá ákvörðun Askenaz- ijs að sctjast að í Bretlandi. Þess má geta, að 9 ár Iiöu frá því ; ð hinn frægi ballett dansari, Rui- if Nurejevs ákvað að setjast að á ve&l^rlöndum, unz frá því var skýrt í blöðum í Rússlandi. Skýrt var frá því í dag, 'að Ask- enazij muni leika með sovézku filharmóníuhljómsveitinni, er hún kemur til London í septembcr. Umboðsmaður Askenazijs skýrði frá því, að um það hefði verVð samið við menntamálaráðherra Sovétríkjanna. SKIPSHAFNIRN- AR GEN6U llT ' 80RGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR 40 ÁRA: ÓKAEIGNIN RÚM 82 ÞÚSUND BINDI fcORGARBÓKASAFN Reykjavík- «ir varð 40 ára í gær, en það tók til Atarfa 19. apríl 1963. í upphafi átti safnið 933 bækur, en á nú 82.078. Fyrsta árið, sem safnið ðtarfaði, voru lánað út 31.961 I-rtndi, en 217.331 á síðasta ári. íikrvðir lánþegar safnsins voru 1(006 ’62, en er reiknað með að 38 uf hverjum 100 lánþeguin séu börn Og ungiingar 16 ára og yngri. Elztu Itánþegarr.ir eru á níræðisaldri. í tilefni afmælisins var haldið fcaffisamsæti í gær í húsi safnsins «ð Þingholtsstræti 29A. Þar voru tneðal gesta borgarstjórinn í Úteykjavík, Geir Hallgrímsson, fulltrúar úr borgarráði, starfs- menn safnsins, sem látið hafa af störfum og fleiri. Borgarbókasafnið nefndist í fyrstu Alþýðubókasafn Reykja- víkur, en árið 1936 var nafninu breytt í Bæjarbókasafn Reykja- víkur og aftur um áramótin 1961 — 1962 í Borgarbókasafn Reykja- víkur. Fyrstu árin var safnið til liúsa á Skólavörðustíg 3, en seint á árinu 1928 flutti það í Ingólfs,- stræti 12, þar sem það starfaði nær hálfan þriðja áratug. í árs- byrjun 1954 tók aðalsafnið til starfa í núverandi liúsakynnum í Þinglioltsstræti 29 A. Lestrarsalur fyrir fullorðna lief- ur verið starfræktur frá upphafi, en fyrsta barnalesstofan tók til starfa árið 1924. Barnalesstofur eru nú sex talsins. Fjórar þeirra eru í barnaskólum og eru einungis opnar þann tíma ársins, sem skól- amir starfa. Eru þær í Austur- bæjarskóla, Miðbæjarskóia, Laug- arnesskóla og Melaskóia. Tvær yngstu lesstofumar eru í útibúum safnsins í Hólmgarði og við Sól- heima, og eru þær opnar allan árs- ins hring. Auk aðalútlánsdeildar safnsins í Þingholtsstræti eru nú starfrækt þrjú útibú, þar sem börn og full- orðnir geta fengið bækur að láni. Útibú I var stofnað árið 1934 og ’ Framh. á 5. síðu Sandgerði í gær. UNDANFARIÐ hefur staðið yfir deila milli útgerðar Guðmundar Jónssonar á Rafnkelsstöðum ann- ars vegar og áhafna á bátum lians og verkalýðsfélagsins í Sandgerði hins vegar. Verkalýðsfélagið telur Guðmund aðila að síldarsamning- unum í Sandgerði, eins og liann er aðili að öðrum samningum þar. Bátar Guðmundar, Jón Garðar og Víðir II. hafa undanfarið legið við bryggju hér og ekki farið á Sjó. Annar hefur legið hér í fimm- tán daga, en hinn í tiu. Þess má geta, að ekki hafði ver- ið skráð á bátana um áramótin eins og lögskráningarlögin mæla þó fyrir um, og mun sýslumaður nú hafa til athugunar kæru vegna þess. í dag átti svo að skrá á bátana að nýju. Þegar á skráningarskrif- stofuna kom, neituðu skipverjar að sjálfsögðu að skrifa undir annað en gildandi samninga og fór svo, að þeir gengu allir út af skrán- ingarskrifstofunni. Ekki er vitaö hvort skipverjar muni hætta sjómennsku hjá út- gerðinni eða livert verður næsta skrefið í þessu deilumáli. Mál þetta hefur vakið feikilega athygli um öll Suðurnes og mun ekki ofmælt 'að segja, að mikill hiti sé í mönnum. ★ PARIS: — Lögreglan og tveir OAS menn skiptust á skotum á götum Parísar á föstudag og ann- ar þeirra beið bana. Hinn særðist og var handtekinn. Einn lögreglu maður særðist alvarlega. — Hinn fallni, Marcetteau de Brem, er sak aður uin að hafa falið Bernier, fé- Iaga sinn, sem særðist í viðureign- inni, og aðra menn eftir banatil- ræðið við de Gaulle. Bernier hefur verið dæmdur til dauða að honum fjarstöddum. Sumarfagnaður Kvenfélagsins KVENFÉLAG Alþýðuflokks- ins heldur sumarfagnað næst komandi þriðjudagskvöld kl. 8 í Iðnó, uppi. Fyrst verða á dagskrá félagsmál (1. maí- kafi'i). Stundvíslcga kl. 8.30 verður sýnd stutt kvikmynd. Þá flytja þrjár ungar konur, frú Hafdís Sigurbjörnsdóttir, frk. Kristín Guðmundsdótt- ir og frú Rosemarie Krist- jansen stutt ávörp. Kaffi- drykkja. Að lokum spilað bingó, og þar verða góðir vinningar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.