Alþýðublaðið - 21.04.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 21.04.1963, Side 3
Benedikt Gröndal skrifar um helgina: Þankar um Eandhelgismálið GUÐMUNDUR í. GUÐ- MUNDSSON utanrikisráðherra varpaði fram athyglisverðri hugmynd í lok ræðu sinnar á Alþingi á miðvikudagskvöld. Hann spurði: Eigum við ís- lendingar að helga okkur land- grunnsbotninn, þótt við fáum ekki með því yfirráð yfir sjón- um — að sinni? Guðmundur ítrekaði, að mark mið okkar væri að ná yfirráö- um yfir öllu landgrunninu, eins og lýst var yfir í samningum við Breta um lausn landhelgis- deilunnar. Svo minnti hann á, að gerður var alþjóðlegur samn- ingur um yfirráð landgrunnsins í Genf, og taldi hann, að ýmsir þjóðréttarfræðingar mundu telja bann samning gildandi al- þjóðalög, þótt aðeins hafi fáar þjóðir staðfest hann ennþá. Af þessum sökum ber íslend- ingum að íhuga, hvort við mund um geta þokað áhugamáli okk- ar varð'andi fiskistofnana áfram með því að lýsa eignarrétti á botninum — eða ekki. Þarf þetta að athugast gaumgæfi- lega næstu mánuði. Genfarfundurinn gat ekki komizt að samkomulagi um fiskveiðitakmörk og náegilegur meirihluti studdi ekki 12 míl- ur til að gera þær að afdrátt- arlausum þjóðarétti. Hins veg- ar náðist samkomulag um botn- inn, entla er þar um allt aðra hagsmuni að ræða. Víða um lönd er olía undir botni land- grunns og er hún þegar hag- nýtt. Úti fyrir strönd Englands eru til kolanámur undir botni landgrunnsins og fleiri slík auð- ævi er þar að finna. Þarna er að finna orsök þess, að sam- komulag náðist um botninn — en ekki hafið fyrir ofan hann. Þetta er sérkennileg þróun. Hvert ríki ræður yfir loftinu yfir landi sínu og mega erlend- ar flugvélar ekki fljúga þar nema með leyfi. Nú eru flestir sammála um, að hver þjóð skuli eiga hafsbotn að 200 metra dýpi úti fyrir ströndum sínum — en ekki hafið yfir þessum botni. Hlýtur þetta að vera að- eins áfangi í þróun þjóðaréttar, sem breytist áður en langur tími líður. Þegar hefur sprottið upp ein „landhelgisdeila,” sem byggist á yfirráðum yfir botninum. — Frakkar veiða humartegundir á landgrunni Brazilíu, en Brazi- líumenn hafa mótmælt harðlega og telja þetta landhélgisbrot. Sendu Frakkar herskip á vett- vang, og Brazilíumenn sendu út flota og flugher. Ekki kom til átaka, en málið þótti alvar- legt. K.iarni deilunnar var þessi: Skríður humarinn á botninuin eða syndir hann í sjónum? Ef hann er á botni, segjast Brazi- líumenn eiga hann á öllu land- grunninu, meira að segja 50 mílur frá strönd. Syndi hann í sjónum, segjast Frakkar mega veiða hann. Ekki er vitað um nein auðævi í eða á landgrunnsbotni okkar. Þó er hugsanlegt, að þar sé mikill jarðhiti undir, eða ein- hver þau gæði, sem ekbi þekkj- ast eða ekki eru talin verðmæt í dag. Guðmundur í. ræddi einnig hinar furðulegu ásakanir stjóm- arandstöðunnar, að leyfi Breta til að veiða á ytri 6 mílum la.nd- helginnar eigi að framlengja. Upplýsti Guðmundur, að brezka stjórnin hefði gefið svo afdráttarlausar yfirlýsingar í þessu efni, að ekki kæmi til mála, að farið yrði fram á slíkt. Mundu stjórnarflokkarnir ekki taka við neinum slíkum óskum, þótt þær bærust. Mér eru minnisstæðar vik- urnar, þegar Guðmundur samdi um lausn Iandhelgismálsins við Home lávarð, utanríkisráðherra Breta, og ræddi við hann um málið í París og London. Eitt af því, sem Guðmundur reyndi til hins ítrasta var að stytta tíma undanþágunnar svo, að lienni lyki fyrir kosningar 1963. Þessi viðleitni Guðmund- ar er augljós sönnun þess, að ekki hvarflaði að mönnum nein framlenging. Eftir upplýsingar og yfirlýs- ingar Guðmundar ætti þetta mál að vera útrætt. Ef fram- sóknarmenn og kommúnistar halda áfram rógi sínum um landhelgismálið, gera þeir það gegn betri vitund. ROSMARIE KRISTÍN HAFDÍS VEGLEGUR SUMARFAGN- ADUR KVENFÉLAGSINS KVENFÉLAG Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur heldur vegleg an sumarfagnað næst komandi þriðjudagskvöld í Iðnó, uppi. Há- tíðin hefst klukkan átta með því að rædd verða félagsmál, þ. e. 1. maí kaffi. Stundvíslega klukkan 8,30 verð ur sýnd stutt kvikmynd. Þá flytja þrjár ungar kvenfélagskonur stutt ávörp. Þær eru: Rosemarie Cristiansen, Kristín Guðmundsdótt | ir og Hafdís Sigurbjörnsdóttir. Að I því loknu verður sezt að kaffi- drykkju, og fagnaðinum lýkur með því, að spilað verður bingó þar sem margir góðir vinningar eru í boði. Alþýðufiokkskonar eru beðnar uni að mæta stundvíslega, og taka með sér gesti. , Strákavegur kostar tutt- ugu milljónir Áætlað er, að lokið verði lagn- ; ingu Strákavegar á árinu 1965, sagði Ingólfur Jónsson samg in ->u- málaráðherra á Alþingi í fyrra- dag. Mun verkið kosta rúmar 20 millj. kr. að meðtöldum jarðgöng- um. Gunnar Jóhannsson þingmaður komúnista bar fram fyrirspurn um Strákaveg og gaf ráðherrann fyrr greindar upplýsingar sem svar við henni. Ingólfur Jónsson ráðherra sagði að unnið yrði fyrir 4 millj. kr. við Strákaveg á þessu ári, fyrir 10,5 millj. kr. 1964 og fyrir 6,5 millj. kr. 1965. Hann sagði, að verkfræðingar áætluðu að taka mundi 12 mánuði að sprengja jarðgöngin gegnum fjallið og ætti því verki að vera lokið í ágúst 1965. Gunnar Jóhannsson ;K) sagði, að gleðilegt væri að nú væri ioks búið að ákveða gerð Strákavegar. ■Hins vegar kvaðst hann draga í efa að verkinu yrði lokið svo fiiótt sem sagt væri. Kvað aaun cft áó- ur hafa verið lofað framkvæmdum og Sjálfstæðisflokkurinn fc.ngið ’þingmann kjörinn á Siglufu-ði lit | ó slík loforð sem síðan hefðu ver- I ið svikin. Einar Ingimundarson (S) sagði, Golda Meir og Ben Zwi veik JERÚSALEM, 20. apríl (NTB- AFP) — Heilsu Izliaki Ben Zvi ísraelsforseta hefur hrakað síðast liðinn sólarhring, að því er segir í tilkynningu, sem Iæknir forset- ans gaf út í dag. Ben Zvi er 79 ára að aldri. Hann hefur verið forseti síðan 1949. Frú Colda Meir, utanríkisr^ð- herra ísrael, veiktist skyndilega í dag og varð að flytja hana á sjúkrahús. Ekki var hægt að afla , upplýsinga um sjúkdóminn, sem hún þjáðist af. Tanner hættir formennskunni Helsingfors, 20. apríl. (NTB-FNB). Formennsku minni í JafnaÖar- mannaflokknum hlýtur að vera lokið nú, segir Vaino Tanner í viðtali við blaðið „Helsingen Sa- nomat” í dag. — Ekki er hægt að heimta það, að maður á mínum aldri haldi á- fram þessu erfiða starfi, bætti hann við. Vaino Tanner varð 82 ára í marz. Hann var fyrst kjörinn for- maður Jafnaðarmannaflokksins 1918 og hafði þá tekið þátt í flokks starfinu í fjórtán ár. Landsfundur flokksins verður haldinn í júní næstkomandi. að Gunnar Jóhannsson hefði átt sæti ó þingi í tíð vinstri stjórnar- innar og stutt þá stjóm. En, ekki hefði sú stjórn gert mikið iil þess að tryggja framkvæmd umrædds verks. A.m.k. þyldi, núverandi rik isstjóm allan samjöfnuð við vinstri stjórnina í þessu máli enda hefði núverandi stjórn tryggt fjármaga til verksins. 6 brezkir á Akureyri Akureyri í gær: Ilér eru nú sex brezkir íog arar í höfn. Er það mjög ó- vanalegt að svo margir er- lendir togarar séu hér í einu. Flestir þeirra eru að fá hér vatn, vistir og olíu ,en í ó- veðrinu gekk mikiö á birgð- irnar. Þá er brezka eftirlits- skipið Palliser einnig hér. Gunnar. Ekki lögreglumað- ur með bifreiðina í TILEFNI af frétt með ínynd í blaðinu í gær undir fyrirsögn- inni „Lögreglan sektar lögregl- una“ hefur lögreglan á Selfossl óskað að taka það fram, að það vai' ekki lögreglumaður, sem fór með bifreið þá sem myndin var af enda þótt bifreiðin væri merkt lögreglunni í Árness slu. Alþýðu- blaðið taldi hins vegar að lögreglu maöur hefði verið með bifreiðina og biður viðkomandi velvirðingar á þeim mistökum. Dæmdir til dauða Moskva, NTB-Reuter. Fimm unglingar á aldrin- um 17 til 19 ára hafa verið dæmdir til dauða fyrir nauðganir, samkvæmt frétt frá Kuibysjev við Yolga í „Komsomolskaja Pravda”, blaði ungkommúnista. Blaðið segir, að ungling- arnir séu nógu gamlir til þess að sæta ábyrgð gerða siniia. Enn fremur hermir blaðió að enn stærri lióp ungmenna hafi verið stefnt fyrir rétt, sakaður nm afhrot, sem ekki voru nánar skilgreind. Flest- ir unglinganna sluppu með vægari dóma, en fimmmenn- ingarnir, sem blaðið segir, að liafi leiðzt lengra út á afbrotabrautina, urðu að týna lífi fyrir glæpina. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.